Morgunblaðið - 04.03.1986, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ1986
Frá þingi Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn
Kaflar úr ræðu Steingríms Hermannssonar á þingi Norðurlandaráðs:
Samnorrænt útflutnings-
ráð athyglisverð hugmynd
Einn lögregluþjónn viðhallardyr
Einn lögregluþjónn gætti öryggis fyrir utan danska þingið í
Kristjánsborgarhöll, þar sem þing Norðurlandaráðs hófst í
gær. Þjóðfánar Norðurlandanna blakta yfir aðalinnganginum.
á óréttlætinu og betjast fyrir betri
heimi.
Káre Willoch, forsætisráðherra
Noregs, sagði að á öllum Norður-
löndum nkti sorg vegna dauða
Palmes. Á þessari stundu skildist
mönnum best hve Norðurlandabúar
væru bundnir nánum böndum. „Það
sem hendir góðan granna, það
hendir okkur einnig," sagði Willoch.
Anker Jörgensen, leiðtogi
danskra jafnaðarmanna, minntist
Palmes sem friðarins manns, þess
stjómmálamanns sem þekktastur
hefði verið á Norðurlöndum. Nú
væri hann fallinn í valinn, fómar-
lamb ofbeldisins.
Að ræðunum loknum risu allir úr
sætum og minntust Palmes með
einnar mínútu þögn.
Símamynd/Nordfoto
Þingheimur reis úr sætum í virðingarskyni við minningu Olofs Palme. Myndin var tekin við setningu
þings Norðurlandaráðs í gær.
Kaupmannahöfn, 3. februar. Frá Svemi Sigurðssym, blaðamanm Morgunblaðsms.
„SAMNINGUR Islendinga og Dana um handritamálið er lýsandi
dæmi um alþjóðlega samvinnu eins og hún gerist best,“ sagði Sverr-
ir Hermannsson, menntamálaráðherra, í ræðu sinni á þingi Norður-
landaráðs, þar sem hann gerði lyktir handritamálsins að umtalsefni.
„Mig skortir orð til að lýsa þakk-
læti íslensku þjóðarinnar vegna
stórmannlegrar framkomu Dana í
handritamálinu og ég undrast það
hugrekki og þann skilning, sem
danskir stjórnmálamenn hafa sýnt,“
sagði Sverrir Hermannsson m.a. í
ræðu sinni.
Hann rakti gang handritamálsins
allt frá fyrstu tíð. Sagði hann að
áður fyrr hefði verið um það talað
í fjölmiðlum að norræn samvinna
væri meiri í orði en á borði, en
þessar raddir hefðu þagnað með
tímanum. Samvinnan stæði með
miklum blóma, ekki síst í menning-
ar- og efnahagsmálum og nefndi í
því sambandi Norræna fjárfestinga-
sjóðinn.
Sverrir sagði að 5 framhaldi af
lausn handritamálsins hefði sú
hugmynd vaknað að stofnuð yrði
norræn málvísindastofnun á íslandi
með sérstöku tilliti til rannsókna á
íslensku máli og bókmenntum.
Reifaði hann síðan hugmyndina og
sagði að verkefni stofnunarinnar
ættu að vera alþjóðlegar rannsóknir
á íslenskri og norrænni menningu.
STEINGRÍMUR Hermannsson, forsætisráðherra, flutti í gær ræðu
á fyrsta degi þings Norðurlandaráðs. Hér á eftir fara kaflar úr
ræðunni:
„íslenska ríkisstjómin leggur nú
mikla áherslu á nýsköpun í atvinnu-
lífí. Ætlunin er að auka verulega
fjölbrejrtni í íslensku atvinnulífi. í
því skyni hefur auknu fjármagni
verið veitt til rannsókna og sett á
fót þróunarfélag, sem ætlað er að
aðstoða áhættusöm en álitleg ný
fyrirtæki.
í þessu sambandi leggjum við
áherslu á aukið samstarf Norður-
landanna. Með samvinnu milli
Norðurlanda má bæta markaðs-
stöðu norrænna atvinnuvega í
harðri samkeppni á alþjóðamarkaði.
Norræn samvinna þarf nú að miða
að því að skapa skilyrði fyrir aukinn
hagvöxt, en ein forsenda hans er
efling útflutnings. Með samstarfí
má ná betri stöðu á mörkuðunum,
m.a. á sviði útflutningsverkefna,
þar sem ekki síður er flutt út hugvit
og þekking en vörur. Efling sam-
starfsins út á við á þó alls ekki að
verða á kostnað hins innra sam-
starfs. Innri styrkur á sviði menn-
ingar- og félagsmála er einmitt
forsenda árangurs út á við í skiptum
við aðrar þjóðir, ekki síður en öflugt
atvinnulíf.
Það er ánægjulegt að verða þess
var, að áhugi atvinnulífsins á nor-
rænu samstarfi er vaxandi, bæði í
orði og verki. Starf Gyldenhamm-
er-hópsins er gott dæmi um þennan
áhuga. Hugmyndimar sem koma
fram í skýrslu hópsins eru athyglis-
verðar, ekki síst varðandi samstarf
á sviði iðnaðarrannsókna og tækni-
þróunar.
Nordisk handlingsplan, sem
samþykkt var á síðasta þingi Norð-
urlandaráðs, er góður grundvöllur
fyrir sameiginlega stefnumótun í
efnahagsmálum. Nú er nauðsynlegt
að fylgja því eftir með raunhæfri
framkvæmd. Við íslendingar minn-
um á tvennt í þessu sambandi; Við
leggjum áherslu á að eiga fulla
aðild að UNI-lánum hjá Norræna
fjárfestingabankanum, og við ítrek-
um enn að styrki til atvinnuvega
verður að lækka, ekki síst á sviði
iðnaðar og sjávarútvegs, í öllum
löndunum. Norðurlöndin eiga að
beijast sameiginlega fyrir þessu
máli á alþjóða vettvangi.
Ég er þeirrar skoðunar, að sam-
starf í útflutningsmálum með stofn-
un samnorræns útflutningsráðs sé
athyglisverð hugmynd. Einnig tel
ég mikilvægt að tryggja áhættufé
til forathugana á arðsemi útflutn-
Leiðtogar á Norðurlöndum minnast Olofs Palme á þingi Norðurlandaráðs:
Palme sameinaði mannlega hlýju,
skilning og mikla þekkingu
- sagði Páll Pétursson, forseti Norðurlandaráðs
Kaupmannahöfn, 3. rnars. Frá Sveini Sigurðaayni, blaðamanni Morgunblaðains.
„NORÐURLÖND hafa mikils misst. Forsætisráðherra Svíþjóðar var
skotinn til bana á götu úti i Stokkhólmi, féll fyrir byssukúlu sem
nú nístir alla Norðurlandabúa að hjartarótum. Við höfum misst þann
mann sem frekar en nokkur annar var fulltrúi þeirra hugsjóna sem
norrænt samstarf er byggt á.“ Þannig hóf Páll Pétursson, forseti
Norðurlandaráðs, mál sitt þegar hann minntist Olofs Palme, forsætis-
ráðherra Svíþjóðar, á þingi Norðurlandaráðs sem haldið er í Krist-
jánsborgarhöll í Kaupmannahöfn. Að ræðu hans lokinni minntust
forsætisráðherrar Norðurlanda og Anker Jörgensen, leiðtogi
danskra jafnaðarmanna, Palmes og að þvi búnu reis allur þingheimur
úr sætum i einnar mínútu þögn.
„Norðurlandabúar og Norður-
landaráð hafa misst félaga, vin og
leiðtoga og Palme sameinaði það
allt sem við metum mest, mannlega
hlýju, skilning og mikla þekkingu.
Þessara eiginleika hans naut Norð-
urlandaráð í ríkum rnæli," sagði
Páll Pétursson ennfremur þegar
hann minntist Palme.
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, sagði að föstudagur-
inn 28. febrúar hefði verið anna-
samur á Alþingi íslendinga. Gengið
hefði verið frá umfangsmiklum
samningum um kjaramál og efna-
hagsmál, sem miklar vomr væru
við bundnar og hefði almenn bjart-
sýni og ánægja ríkt meðal lands-
manna. Þann sama dag hefði Olof
Palme, forsætisráðherra Svía, fallið
fyrir hendi ofbeldismanns á götu í
Stokkhólmi. „Þessi frétt kom yfir
íslensku þjóðina eins og reiðarslag.
Á einu augnabliki breytist gleði í
sorg. Menn spurðu sjálfa sig hvem-
ig það mætti vera að sá maður sem
mest hefði barist fyrir friði og gegn
ofbeldi skyldi vera fómarlamb of-
beldisins. Mönnum fannst að sú
trú að Norðurlönd væru sem vin í
eyðimörkinni hefði verið frá þeim
tekin. Olof Palme naut mikillar
virðingar á íslandi. Það sýndi sig
best þegar hann og kona hans,
Lisbet, komu í opinbera heimsókn
til íslands í desember 1984.“
Paul Shliiter, forsætisráðherra
Danmerkur, sagði þegar hann
minntist Palmes að þessir dagar
hefðu átt að vera gleðidagar, en í
stað þess einkenndust þeir af harmi
vegna voðaatburðar, sem ekki ætti
sér hliðstæðu í norrænni sögu.
„Þetta gat ekki gerst, hvorki í Sví-
þjóð né annars staðar á Norðurlönd-
um, en það gerðist samt. Hér er
um að ræða ólýsanlegan harmleik,"
sagði Schliiter.
Kalevi Sorsa, forsætisráðherra
Finnlands, sagði í ræðu sinni að
lýðræðið fæddist í frelsi og þrifist
ekki nema í frelsi, en þegar ofbeldi
væri annars vegar væri frelsinu og
lýðræðinu hætt. Sagði hann að
Finnar minntust manns sem aldrei
hefði hikað við það að vekja athygli
Dæmi um alþjóðlega sam-
vinnu eins og best gerist
- sagði Sverrir Hermannsson um handrita-
málið í ræðu sinni á þingi Norðurlandaráðs
Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra, í ræðustól á þingi
Norðurlandaráðs. Við hlið hans
má greina Pál Pétursson, fráfar-
andi forseta ráðsins og Snjó-
laugu Ólafsdóttur, ritara Islands-
deildar ráðsins.
ingsverkefna, með aðstoð Norræna
verkefnaútflutningssjóðsins. Þetta
er mjög mikilvægur þáttur í að
auðvelda fyrirtækjum, ekki síst
hinum smærri, að kanna ný verk-
efni. Óvissa og langur undirbún-
ingstími dregur úr áræðni fyrir-
tækja í þessu efni, jafnvel þótt
horfur um arðsemi til lengri tíma
séu góðar.
Samstarf í alþjóðstofnunum, ekki
síst ijármálastofnunum, sem Norð-
urlöndin eiga aðild að, er mikilvægt.
Vert er að athuga hvort hagkvæmt
er fyrir Norðurlöndin að eiga sam-
eiginlega aðild að slíkum stofnunum
í þeim tilvikum þar sem engin ein
þjóð hefur talið hagsmuni sína
nægilega til að réttlæta aðild á eigin
spýtur. í því efni má t.d. nefna
þróunarbanka og þróunarsjóði um
heim allan.
Ég vil að lokum vekja athygli á
tillögu, sem fyrir þessu þingi liggur
um norræna rannsóknastofnun á
sviði líffræði á íslandi. fsland er að
mörgu leyti vel til slíkra rannsókna
fallið. Ég er sannfærður um, að
samstarf Norðurlandanna, eins og
lagt er til í þessari tillögu, mun
verða öllum þjóðunum til hags-
bóta.“