Morgunblaðið - 04.03.1986, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ1986
Ný viðhorf í samskiptum
Islands og Bandaríkianna
eftir Einar Örn
Björnsson
í vamarsamningnum er gerður
var milli íslands og Bandaríkjanna
1951 er þessi klausa í annarri grein
samningsins:
„ísland mun afla heimilda á land-
svæðum og gera aðrar nauðsynleg-
ar ráðstafanir, til þess að í té verði
látin aðstaða sú sem veitt er með
samningi þessum og ber Bandaríkj-
unum eigi skylda til að greiða ís-
landi, íslenskum þegnum eða öðrum
mönnum gjald fyrir.“
Annað í nefndum samningi er
um samskipti á Keflavíkurflugvelli
og annað sem varðar þau mál.
Einnig um tollfrjálsan innflutning
á matvælum og öðru í sambandi
við byggingar og framkvæmdir
vamarliðsins.
Hér verður ekki reynt að skýra
þennan samning í heild, það ætti
utanríkisráðuneytið að gera og
senda inn á hvert heimili í landinu.
Það gæti stutt það fólk sem
breyta vill þessum endemis samn-
ingi og færa hann í það horf að
^ hann væri samningur á milli þjóða,
en ekki með þeim hætti sem hann
er. Þetta er „mottóið“ í þessari
samningagerð allri, eins og það
hafi verið í þágu íslendinga einna,
varðstaða Bandaríkjanna hér á
landi. Eða hafa þjóðir Vestur-Evr-
ópu og Norðurlanda, Danmerkur
og Noregs, sem eru félagsþjóðir
Íslendinga í Atlantshafsbandalag-
inu, ekki meira öryggi af því en ella?
Svíar og Finnar mega einnig
hugleiða það.
Það voru íslensk stjórnvöld er
gerðu vamarsamninginn, án þess
að þjóðinni gæflst kostur á því að
íhuga hann og ræða. Hann var til-
kynntur með skyndingu í morgun-
útvarpi áður en morgunbænin var
flutt og látið í það skína að þannig
hafí orðið að standa að málum eins
og um yfirvofandi innrás væri að
ræða.
Þar var átt við Sovétríkin og
vitnað í Kóreustríðið.
Vitanlega höfðu sovétherrarnir
svikið bandamenn sína og tekið til
hendinni í Austur-Evrópu og víðar
og ekki staðið við þau mannréttindi
sem heitið var að styijöld lokinni.
En þrátt fyrir það og í skjóli
þess áttu íslensk stjómvöld ekki að
'“1 notfæra sér það til að skipa málum
að sinni vild um framtíðarstefnu
íslands við Bandaríkin um varnir
og öryggi Islands, og önnur sam-
skipti sem hlutu að sigla í kjölfarið
ef rétt var á haldið og íslensk sjón-
armið og þjóðreisn hefði verið höfð
að leiðarljósi. Reyndin varð önnur.
Aframhald þessarar greinar
verður um að breyta því óláni sem
íslenskir valdamenn hafa valdið og
lýsa þeim möguleikum er við blasa
ef rétt er á haldið.
Undirritaður hefur skrifað fjölda
greina um þessi efni í Morgun-
blaðið, en þögnin látin nægja hjá
stjómmálaöflunum. En hvenær
j vbrestur varnargarður þeirra sem
hafa völdin og sérréttindin og yfir-
ráð yfir fjölmiðlum og fjármagni,
en inn flæðir vilji þjóðarinnar sem
hafnar þeim forréttindum, en situr
í öndvegi að endurskoðun fari fram
á öllum samskiptamálum við
Bandaríkin.
Forréttindaklíkur í stjómmála-
flokkunum vinna sainan og halda
óbreyttu ástandi í samskiptum við
Bandaríkin og ríghalda í gamlan
og úreltan samning er beinir öllum
umsvifum suður á Keflavíkurfiug-
völl, og kalla það „viðbúnað til
- ,vama“ sem dugi.
Flugvélar varnarliðsins hefla sig
til flugs frá varnarliðsstöðinni á
Keflavíkurflugvelli, og úr þeim er
horft um landið og hafið umhverfis,
en hvergi er hægt að lenda þessum
eftirlitsflugvélum, út á landi svo vel
sé, og engin aðstaða þar til eins
eða neins.
— • Island er í augum st.iórnmála-
aflanna höfuðborgarsvæðið og
Keflavíkurflugvöllur, og vegasam-
göngur í þá átt, annað kemur þeim
ekki við, þar hreiðca gróðaöflin um
sig í skjóli þeirra afla sem ríghalda
í úreltan og úrsérgenginn samning,
sem enga hliðstæðu hefur um
samskipti og samvinnu frjálsra
þjóða á Vesturlöndum.
Rétt er að hugleiða hvað helst
er til ráða að breyta um stefnu og
starfsaðfarir í samstarfl við Banda-
ríkin og aðrar NATO-þjóðir.
Endurskoðun fari fram um nýja
samningagerð við Bandaríkin, þar
sem samgöngur í landinu öllu yrðu
megin verkefni, vegakerfí landsins
verði byggt upp frá Faxaflóasvæð-
inu út á landsbyggðina úr varanlegu
efni með nútíma öryggisútbúnaði.
Jarðgöng verða byggð á Vestfjörð-
um og Austfjörðum og annarsstað-
ar er henta þykir. Fyrsta fram-
kvæmd í jarðgangnagerð ættu að
vera jarðgöng í gegnum Fjarðar-
heiði, sem sennilega yrðu 12—15
kílómetra löng. Samhliða þarf að
byggja upp öflugan flugvöll á Hér-
aði, slíkar framkvæmdir mundu
skapa meira öryggi en ella og fram-
tíðarsamgöngur.
Flugvellir úr varanlegu efni með
tilheyrandi öryggisbúnaði verði
byggðir í öllum iandshlutum sem
tryggja í senn örugga varðstöðu og
samgöngur í landinu.
Almannavarnir verði skipulagðar
og framkvæmdar um allt land i
samvinnu við Bandaríkin. Yrði það
liður í meira öryggi fyrir fólkið í
landínu. Almannavarnir eru nær
engar, einungis skrifstofuhald, sím-
ar og einhver íjarskipti en aðbúnað-
ur, húsnæði og annað sem máli
skiptir eru ekki fyrir hendi ef nátt-
úruhamfarir eða önnur vá væri
yfirvofandi.
Öruggt vegakerfi og flugvellir
eru liður í því að skapa hér meira
öryggi. Vegakerfið er víða eins og
í vanþróuðum löndum, snjóar hamla
að hausti og vetri og aurbleyta að
vori. Þannig er einnig um marga
flugvelli úti á landi. Það sem mætir
fólki á ferðum um Iandið er gijót-
hríð og moldrok um sumartímann
og skapar mikla slysahættu og
eyðileggingu á farartækjum.
Eigendur farartækja fá síhækk-
andi álögur á bensín, olíur, vara-
hluti, nýja bíla og aðrar vélae sem
notaðar eru vegna umferðarinnar.
Þetta eru úrræði stjómmálaafla er
bitnar á hinum almenna manni og
atvinnulífinu og siglir í strand ef
ekki verður snúið við hið bráðasta.
Mikið er rætt og ritað um skuldir
íslendinga erlendis. Þær eru miklar,
en hversvegna? Stór hluti þeirra er
vegna mistaka stjórnmálaafla í
samningum á alþjóðasviði, eins og
rakið er hér að framan. Þess vegna
þarf að stemma á að ósi og stilla
Islandi inn á nýjar leiðir og fá það
fram í samskiptum við Bandaríkin
og aðrar NATO-þjóðir, sem ekki
hefur tekist á liðinni tíð. íslendingar
eiga að vinna að því meðal þeirra
þjóða er búa við Norður-Atlantshaf
að þær geri með sér bandalag er
hafi samvinnu um þær auðlindir er
þar eru að finna. Það eru auðlindir
hafsins og aðrar auðlindir er finnast
og eru þekktar, efldar verði rann-
sóknir á lífríki hafsins og nýtingu
þess, viðskipta- og tæknileg sam-
vinna verði aukin á öllum sviðum.
I samgöngumálum verði víðtæk
samvinna og ekki síst um flug yfir
Norður-Atlantshaf. Þau lönd sem
við er átt í fyrstu lotu eru Island,
Bandaríkin, Kanada, Grænland og
Færeyjar. Dr. Vilhjálmur Stefáns-
son landkönnuður er var heims-
frægur vegna rannsókna á heim-
skautasvæðum Norðursins taldi að
þjóðir sem í norðrinu byggju ættu
að hafa með sér ríkjasamband.
„Þær þjóðir sem í norðrinu búa
eiga að standa saman og kunna að
lifa og búa í norðrinu." Þetta voru
einkunnarorð hans. Þessar hug-
myndir breyta ekki þátttöku þess-
ara þjóða í Atlantshafsbandalaginu.
Einar Örn Björnsson
„Bæöi þau mál sem risið
hafa og varða sam-
skipti við Bandaríkin
vegna varnarliðsins á
Keflavíkurflugvelli
sýna að varnarsamn-
ingurinn er meingallað-
ur. Sökin liggur hjá ís-
lenskum ráðamönnum
sem stóðu að gerð
hans.“
Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins skrifar ára-
mótagrein. Meðal annars er einn
þáttur hennar er ber yfirskriftina.
„íslensk sérþekking í varnarmál-
um“. Er það dýrðaróður um mikinn
framgang þeirra utanríkisráðherra
Sjálfstæðisflokksins er farið hafa
með þann þátt er varðar varnar-
samstarf bæði hér á landi og innan
Atlantshafsbandalagsins.
Sérstaklega dásamar hann fram-
göngu Geirs Hallgrímssonar fýrrum
utanríkisráðherra. Hann tók við
utanríkisráðuneytinu af Ólafi Jó-
hannessyni sem vann ötullega að
utanríkismálum og opnaði þjóðinni
sýn inn í þau mál meir en nokkur
utanríkisráðherra hafði áður gert.
Ólafur Jóhannesson undirbjó
byggingu flugstöðvarinnar á Kefla-
víkurflugvelli og olíustöðvarinnar í
Helguvík en náði ekki að stinga
fýrstu skóflustunguna að flugstöðv-
arhúsinu vegna þeirra ákvæða í
stjómarsamningi ríkisstjómar dr.
Gunnars Thoroddsen að ákvörðun
mætti ekki taka í því máli nema
samkomulag allra lægi fyrir. Þetta
var krafa Alþýðubandalagsins eins
furðuleg og hún var.
Geir Hallgrímsson tók síðan
fyrstu skóflustunguna að flugstöð-
inni, en sá böggull fylgdi skammrifi
að Islendingar skyldu greiða dijúga
fjárhæð af kostnaði við flugstöðvar-
bygginguna sem hefði átt að koma
í hlut Bandaríkjanna. Var það skoð-
un Steingríms Hermannssonar áður
en hann varð forsætisráðherra.
Nefnd ráðstöfun er ein sönnun um
þá lágkúru sem þar er á ferðinni.
Þegar formaður Sjálfstæðis-
flokksins tók við fjármálaráðuneyt-
inu setti hann nýjan flugvallarskatt
á ferðamenn sem ætlað er að verði
um 100 milljónir á ári, sem mælist
illa fyrir.
Nefnd upphæð á að fara til að
greiða hluta af byggingarkostnaði
flugstöðvarinnar er koma á í hlut
íslendinga, en ekki til að byggja
upp flugvellina úti á landi.
Vitanlega eiga Bandaríkin að
greiða allan byggingarkostnaðinn,
varnarliðið fær gömlu flugstöðina
og sjálfsagt eitthvert innskot í þeirri
nýju ef svo vill verkast.
A aðalfundi Eimskipafélags ís-
lands 1984 var því lýst að íslensku
skipafélögin hefðu misst flutninga
er þau höfðu á varningi til varnar-
liðsins á Keflavíkurflugvelli, banda-
rískt skipafélag hefði tekið við
flutningunum og vitnað í lög frá
1904 um flutninga til heija Banda-
ríkjanna í öðrum löndum.
Vamarlið er í samvinnu við ís-
lendinga um eftirlit á friðartímum
og ekki sjáanlegt að bandarísk lög
frá 1904 geti náð yfir flutninga á
nefndum vamingi til vamarliðsins,
sem er hér með samningum er
gerðirvora 1951.
Fyrrverandi utanríkisráðherra,
Geir Hallgrímsson, tók að sér að
leysa þann ágreining er upp kom,
en engin lausn er í sjónmáli. Þetta
er sennilega sú „sérþekking í vam-
armálum" sem formaður Sjálfstæð-
isflokksins gumar af í áramótagrein
sinni.
Svör íslendinga við þessu ger-
ræði hins ameríska skipafélags og
annarra sem að því stóðu áttu að
vera að varnarsamningnum yrði
sagt upp og nýr gerður er útilokaði
slík vinnubrögð. Þá var ekki
frammistaðan slakleg þegar Þor-
steinn Pálsson tók við fjármálaráðu-
neytinu af Albert Guðmundssyni,
er sýndi fram á að ekki væri allt
með felldu um innflutning á hráu
kjöti til vamarliðsins, tollamála og
fleira. Hann afturkallaði allt sem
forveri hans hafði ákveðið og beið
eftir áliti þriggja lögfræðinga sem
beðnir vora um álit á málinu. Álits-
gerðin kom og er hún hreinn kattar-
þvottur og furðuleg, að nokkrir ís-
lenskir menn og löglærðir að auki
skuli senda frá sér slíka moðsuðu
eins og álitsgerð þessi er.
Bæði þau mál sem risið hafa og
varða samskipti við Bandaríkin
vegna varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli sýna að vamarsamningur-
inn er meingallaður. Sökin liggur
hjá íslenskum ráðamönnum sem
stóðu að gerð hans.
Engin pijónakona byijar á tot-
unni á sokknum og endar á fitinni,
en þeir sem klúðrað hafa sam-
skiptamálum við Bandaríkin fara
þannig að. Það hljóta að vera mikil
vonbrigði Sjálfstæðiskjósendum og
mörgum öðram að hinn ungi for-
maður Sjálfstæðisflokksins ætli að
feta þá leið í samskiptamálunum
er hann lýsir í áramótagrein sinni.
Er „Moska" falin inn í Sjálfstæðis-
flokknum þar sem menn tilbiðja
einhveija sjálfumglaða kreddutrú
en snúa síðan glansmyndinni að
þjóðinni. Hætt er við að hún verði
brothætt í hendi hins nýja formanns
Sjálfstæðisflokksins.
Höfundur er búsettur að Mýnesi
á Héraði.
Ráðgjafar IKO um löggæslu:
Meiri áhersla lögð á
fyrirbyggj andi störf
TILLÖGUR ráðgjafafyrirtækisins „IKO-gruppen“ um breytingar á
skipulagi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu miða að því að lögregl-
an leggi mun meiri áherslu á fyrirbyggjandi störf, með því að þau
verði bæði skipulögð og stjórnað af meiri festu, en gert er i dag,
að því er segjr i fréttatilkynningu, sem Morgunblaðinu hefur borist
frádómsmálaráðuneytinu. _
„Að undanfömu hefur verið fjall-
að nokkuð í blöðum um tillögur
ráðgjafafyrirtækisins IKO-grappen
um breytingar á skipulagi lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu.
Umfjöllunin hefur því miður ekki
gefið rétta mynd af tillögunum.
Dregin er upp sú mynd að hug-
myndir séu uppi um að skerða þjón-
ustu og öryggi íbúa í Kópavogi og
Hafnarfirði, með því að loka lög-
reglustöðvum þar á nóttunni og
draga úr mann- og staðarþekkingu
lögreglumanna á stöðunum. Talað
er um að miðstýra eigi allri lög-
gæslu á höfuðborgarsvæðinu frá
Reykjavík.
Tillögur IKO-grappen miða þvert
á móti við að lögreglan leggi mun
meiri áherslu á fyrirbyggjandi störf,
með því að þau verði bæði skipulögð
og stjórnað af meiri festu, en gert
er í dag. í því skyni er lagt til að
starfsemin á hinum einstöku lög-
reglustöðvum verði efld m.a. með
því að fela þeim rannsóknir þjófnað-
arinála og að yfírmaður stöðvarinn-
ar beri ábyrgð á allri löggæslu í
sínum bæjarhluta. IKO-grappen
leggur veralega áherslu.á að lög-
reglumenn auki staðarþekkingu
sína og að yfirmaður hverrar stöðv-
ar leggi sig fram við að auka og
bæta samskipti lögreglumanna við
íbúa, fyrirtæki og stofnanir ríkis
og sveitarfélaga.
IKO-grappen leggur til, að sá
tími sem lögreglan notar ekki í út-
köll verði nýttur mun betur en gert
er í dag til forvamastarfs. Lagt er
til að lögreglumenn verði Iosaðir
undan aðgerðarlausum innisetum
milli útkalla og þeim falin áhuga-
verð verkefni við eftirlit og forvam-
ir. Athugun sem gerð var í nokkrar
vikur sl. haust á fjölda útkalla,
hringinga og heimsókna á hinar
ýmsu lögreglustöðvar leiddi m.a. í
ljós að á tímabilinu frá kl. 12 á
miðnætti til kl. 8 að morgni komu
til jafnaðar 2,6 menn í heimsókn á
lögreglustöðina í Hafnarfirði, 2,8 á
lögreglustöðina í Árbæ og 4,3 á
lögreglustöðina í Kópavogi. Ráð-
gjöfum IKO er ljóst að þessar
meðaltölur segja ekki alla söguna.
Heimsóknir á lögreglustöðvar era
t d meiri um helcar en virka daira
og einnig breytilegar eftir árstíðum,
veðurfari og fleira. Tillaga IKO er
sú að öllum lögreglustöðvum öðram
en aðalstöð í Reykjavík verði lokað
fyrir heimsóknum yfir blá nóttina
en að þær verði opnar um helgar
og þegar sérstök þörf er talin á
slíku. Þannig eiga t.d. lögreglu-
menn í Kópavogi ekki að vera
bundnir inni á stöðvum um nætur,
við að bíða eftir útkalli eða taka á
móti gest.um, heldur sinna öðram
kröfum m.a. með því að halda uppi
öflugu eftirliti í Kópavogi.
Ráðgjafar IKO telja að það þurfi
að samhæfa og auka samstarf
lögreglu á höfuðborgarsvæðinu,
sem í dag er alltof lítið. Þeir telja
heppilegt að hafa eina yfírstjóm
yfír allri lögreglu á svæðinu enda
verði þá auðveldara að skipuleggja
löggæslu á svæðinu, sem eina heild
og haga eftir þörfum hveiju sinni.
Samstarf lögreglu ætti þá að aukast
til muna og leiða til aukinnar hag-
ræðingar og hagsbóta fyrir lögreglu
og almenning. Ráðgjafamir leggja
meðal annars til að lögreglan á öllu
svæðinu tengist gegnum sameigin-
legar ijarskiptarásir þannig að öll
útköll fari um eina fjarskiptamið-
stöð. Fjarskiptamiðstöðin geti þá
stjómað öllum eftirlitsbílum lög-
reglunnar þannig að viðbragðstími
vegna útkalla verði sem skemmst-
ur.“