Morgunblaðið - 04.03.1986, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIEWUDAGUR 4. MARZ 1986
37
Friðrik A. Jónsson:
Sala hafin á
beitingarvélum
Geta bætt af komu við veiðarnar um 40%, segir
Erlingur Steingrímsson sölufulltrúi fyrirtækisins
FYRIRTÆKIÐ Friðrik A. Jóns-
son hefur nú tekið að sér sölu á
sænskum beitingavélum frá fyr-
irtækinu BeGe hér á landi. Vél-
arnar eru sjálfvirkar og annast
ýmist alla þætti frá lagningu til
dráttar eða ýmsa þeirra. Tvær
vélar eru þegar komnar um borð
í íslenzka báta og von á fleirum,
en talið er að með sérstökum
línuþvotti í búnaðinum aukizt
veiðihæfni línunnar um 10%.
Erlingur Steingrímsson, sölufull-
trúi hjá Friðrik A. Jónssyni, sagði
í samtali við Morgunblaðið, að beit-
ingarvélar þessar nytu mikilla vin-
sælda á hinum Norðurlöndunum og
væru dæmi úr tilraunaveiðum um
allt að 40% betri afkomu við notkun
þessa búnaðar auk vinnuspamaðar.
Beitingavélina væri hægt að fá á
ýmsum stigum, en möguleikar væru
á sjálfvirkni frá upphafi til enda.
Sjálfvirknin sparaði veralega vinnu,
en sérstök línuþvóttavél yki veiði-
hæfni línunnar tvimælalaust, þá
kæmi búnaðurinn í veg fyrir að
línan færi flækt útbyrðis og beiting
væri öraggari en ella. Búnaður þessi
væri sammansettur úr ýmsum þátt-
um, svo sem dráttarkarli, beitingar-
vél, þvottavél, stokkara og lagning-
arvél og væri hægt að fá þá hvem
fyrir sig.
Erlingur sagði, að búnaðurinn
hefði meðal annars verið reyndur
með góðum árangri um borð í
Guðmundi Ólafssyni SH og auk
þess hefði beitingarvélin verið sett
um borð í 6 tonna trillu, Grétar
GK, og væri formaðurinn mjög
ánægður með árangurinn. Nú væri
orðið erfitt að fá menn til beitingar
í landi og auk þess væri dýrt að
beita, 400 krónur á bjóðið. Tví-
mælalaus spamaður og hagkvæmni
væri af notun þessa vélbúnaðar,
sérstaklega með tilliti til þess, að
línufiskur væri ætíð í hæsta gæða-
flokki og því ákjósanlegt hráefni
fyrir fiskvinnsluna, auk þess væri
helmingur línufísks utan kvóta
ákveðna mánuði á ári. Vélin nyti
mikilla vinsælda í Færeyjum og
væra þar nú seldar jrfir 30 vélar.
Svo virtist sem Færeyingar væra
fljótari en við að tileinka sér nýja
tækni í fiskveiðum.
Verð á búnaðinum er mismun-
andi eftir umfangi, en Erlingur
sagði hann kosta á bilinu 220.000
krónur og upp í rúmar tvær milljón-
ir og þætti það hagstætt verð á línu-
beitingarvélum.
Ný barnafatavershin opnar
Ný bamafataverslun, Amalía, hefur opnað í JL-húsinu við Hring-
braut. Verslað er með fatnað fyrir böra á aldrinum 0 til 10 ára.
Eigandi verslunarinnar er Kristín Guðmundsdóttir.
Keflavík:
Hár-inn, ný hársnyrtistofa
Keflavik, 24. fcbrúar.
NÝLEGA opnaði í Keflavík ný
hársnyrtistofa, Hár-inn. Eigandi
hennar er Ólöf G. Leifsdóttir
hárskerameistari.
Að sögn Ólafar mun hún bjóða
upp á alla almenna hársnyrtingu
fyrir dömur og herra. Býður hún
upp á ýmsar snyrtivörar frá ýmsum
fyrirtækjum og sérstaklega frá
Joyco. Ólöf hefur starfað í þijú ár
í hársnyrtistofunni Edilon en hún
lauk sveinsprófi í Danmörku fyrir
§óram áram.
Hársnyrtistofan Hár-inn er í nýja
Nonna og Bubba-húsinu við Hólm-
garð og er opin mánudaga til
fimmtudaga 9 til 6, föstudaga 9 til
7 og laugardaga 10 til 2.
- efi
SVIPMYNDIR
■.'.V.- -..PORTRET-.
STUDIO • ••
Hverfisgötu 18 (gengt Þjóðleikhúsinu) sími 22 6 90