Morgunblaðið - 04.03.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.03.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIEWUDAGUR 4. MARZ 1986 37 Friðrik A. Jónsson: Sala hafin á beitingarvélum Geta bætt af komu við veiðarnar um 40%, segir Erlingur Steingrímsson sölufulltrúi fyrirtækisins FYRIRTÆKIÐ Friðrik A. Jóns- son hefur nú tekið að sér sölu á sænskum beitingavélum frá fyr- irtækinu BeGe hér á landi. Vél- arnar eru sjálfvirkar og annast ýmist alla þætti frá lagningu til dráttar eða ýmsa þeirra. Tvær vélar eru þegar komnar um borð í íslenzka báta og von á fleirum, en talið er að með sérstökum línuþvotti í búnaðinum aukizt veiðihæfni línunnar um 10%. Erlingur Steingrímsson, sölufull- trúi hjá Friðrik A. Jónssyni, sagði í samtali við Morgunblaðið, að beit- ingarvélar þessar nytu mikilla vin- sælda á hinum Norðurlöndunum og væru dæmi úr tilraunaveiðum um allt að 40% betri afkomu við notkun þessa búnaðar auk vinnuspamaðar. Beitingavélina væri hægt að fá á ýmsum stigum, en möguleikar væru á sjálfvirkni frá upphafi til enda. Sjálfvirknin sparaði veralega vinnu, en sérstök línuþvóttavél yki veiði- hæfni línunnar tvimælalaust, þá kæmi búnaðurinn í veg fyrir að línan færi flækt útbyrðis og beiting væri öraggari en ella. Búnaður þessi væri sammansettur úr ýmsum þátt- um, svo sem dráttarkarli, beitingar- vél, þvottavél, stokkara og lagning- arvél og væri hægt að fá þá hvem fyrir sig. Erlingur sagði, að búnaðurinn hefði meðal annars verið reyndur með góðum árangri um borð í Guðmundi Ólafssyni SH og auk þess hefði beitingarvélin verið sett um borð í 6 tonna trillu, Grétar GK, og væri formaðurinn mjög ánægður með árangurinn. Nú væri orðið erfitt að fá menn til beitingar í landi og auk þess væri dýrt að beita, 400 krónur á bjóðið. Tví- mælalaus spamaður og hagkvæmni væri af notun þessa vélbúnaðar, sérstaklega með tilliti til þess, að línufiskur væri ætíð í hæsta gæða- flokki og því ákjósanlegt hráefni fyrir fiskvinnsluna, auk þess væri helmingur línufísks utan kvóta ákveðna mánuði á ári. Vélin nyti mikilla vinsælda í Færeyjum og væra þar nú seldar jrfir 30 vélar. Svo virtist sem Færeyingar væra fljótari en við að tileinka sér nýja tækni í fiskveiðum. Verð á búnaðinum er mismun- andi eftir umfangi, en Erlingur sagði hann kosta á bilinu 220.000 krónur og upp í rúmar tvær milljón- ir og þætti það hagstætt verð á línu- beitingarvélum. Ný barnafatavershin opnar Ný bamafataverslun, Amalía, hefur opnað í JL-húsinu við Hring- braut. Verslað er með fatnað fyrir böra á aldrinum 0 til 10 ára. Eigandi verslunarinnar er Kristín Guðmundsdóttir. Keflavík: Hár-inn, ný hársnyrtistofa Keflavik, 24. fcbrúar. NÝLEGA opnaði í Keflavík ný hársnyrtistofa, Hár-inn. Eigandi hennar er Ólöf G. Leifsdóttir hárskerameistari. Að sögn Ólafar mun hún bjóða upp á alla almenna hársnyrtingu fyrir dömur og herra. Býður hún upp á ýmsar snyrtivörar frá ýmsum fyrirtækjum og sérstaklega frá Joyco. Ólöf hefur starfað í þijú ár í hársnyrtistofunni Edilon en hún lauk sveinsprófi í Danmörku fyrir §óram áram. Hársnyrtistofan Hár-inn er í nýja Nonna og Bubba-húsinu við Hólm- garð og er opin mánudaga til fimmtudaga 9 til 6, föstudaga 9 til 7 og laugardaga 10 til 2. - efi SVIPMYNDIR ■.'.V.- -..PORTRET-. STUDIO • •• Hverfisgötu 18 (gengt Þjóðleikhúsinu) sími 22 6 90
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.