Morgunblaðið - 04.03.1986, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 04.03.1986, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ1986 Minning: Þóra Tómasdóttir frá Barkarstöðum > Fædd 2. maí 1893 Dáin 23. febrúar 1986 Þóra Tómasdóttir frá Barkar- stöðum í Fljótshlíð, ömmusystir okkar, gerðist nafna okkar allra eftir að ein okkar sem skýrð hafði verið nafni hennar kallaði hana „Þóru nöfnu". í okkar huga er Þóra nafna enn litríkasti persónuleiki og besta kona sem við höfum kynnst. Þekktum við hana aðeins sem full- orðna og aldraða konu sem alltaf var jákvæð, gamansöm og uppörv- andi en hafði ákveðnar skoðanir sem hún hélt fast við. Þegar ein okkar átti að skrifa ritgerð í skóla um „merkilegasta íslendinginn" þá varð Þóra nafna fyrir valinu. Þar var lýst konu sem fór í sína fyrstu utanlandsferð 86 ára gömul nýkomin af sjúkrahúsi og sitjandi í hjólastól. Þannig lét hún ekki aldurinn hindra sig í því að reyna nýja hluti sem ekki hafði gefíst tækifæri til áður á lífsleiðinni. Lærði hún að synda á fullorðinsár- um, fylgdi kröfum samtímans um klæðaburð — fór úr peysufötum í íþróttagalla. Þóra nafna er af þeirri kynslóð sem hefur verið sívinnandi, iðnin er mikil. Hún var ekki nein undan- tekning. Hverskonar hannyrðir og föndur var hennar iðn og vinna síð- ustu árin. Hún fór í „leikskólann" sinn eins og hún kallaði dagdeildir Hátúns og Múlabæjar. Henni fannst gaman að hitta þar fólk og læra af því nýjar aðferðir við vinnu sína. Þar afkastaði hún miklu og gaf okkur krökkunum framleiðslu sína. Flýtti hún sér oft, sat við fram á nætur til að ná því að búa til handa okkur öllum áður en hún lamaðist. Það voru ekki mörg fjölskyldu- boðin sem Þóra nafna lét sig vanta í þó heilsan væri stundum ekki góð. Hún þreyttist aldrei þegar hún var að skemmta sér, ætlaði sér bara að sofa og hvíla sig allan næsta dag, annað hefði hún jú ekki að gera. Við erum þakklátar fyrir að hafa fengið að kynnast Þóru Tómas- dottur og átt hana fyrir frænku og nöfnu. Minningar um hana fylgja okkur um ókomna framtíð. Magga, Anna Gunna, Þóra og Magnea Blómostofa Riðftnns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öiíkvöld til ki. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við Öli tilefni. Gjafavörur. í dag verður jarðsett móðursystir mín, Þóra Tómasdóttir frá Barkar- stöðum í Fljótshlíð. Hún andaðist í Landspítalanum 23. febrúar síðast- liðinn, 92 ára gömul. Andlegri reisn hélt hún næstum til hinstu stundar. Hún var hafsjór af fróðleik og sagði mjög vel frá. Guðríður Þóra hét hún fullu nafni. Bar hún nafn fyrri konu föður síns sem einnig var móðursystir hennar. Foreldrar hennar voru Tómas Sigurðsson bóndi og hrepp- stjóri á Barkarstöðum í Fljótshlíð og síðari kona hans, Margrét Áma- dóttir frá Reynifelli á Rangárvöll- um. Þóra var elst af 8 alsystkinum sem upp komust, en þau áttu eina hálfsystur, sem Tómas átti með fyrri konu sinni. Það er varla hægt að minnast Þóru án þess að lýsa því umhverfí sem hún ólst upp í og starfaði í fyrri hluta ævi sinnar, heimilinu á Barkarstöðum. Foreldrar hennar voru mikil heiðurshjón og miklir mannvinir. Margt fátækt og um- komulaust fólk átti athvarf hjá þeim Barkarstaðahjónum. Þessa mann- gæsku erfði Þóra í ríkum mæli, því hún tók alltaf svari þeirra sem minna máttu sín. A uppvaxtar- og manndómsárum Þóru var mikið af ungu og glöðu fólki á Barkarstöð- um. Allir sungu og allir spiluðu á litla orgelið í stofunni. Alltaf voru gestir á sumrin, því vinir og vanda- menn kusu að vera þar í sumarleyf- um sínum. Þegar tóm gafst frá önnum dagsins var farið út á tún og farið í ýmiskonar_ leiki, bæði heimilisfólk og gestir. Á sunnudög- um var farið á hestbak og þeyst um þessa fallegu sveit. I minning- upni fínnst mér alltaf hafi verið sólskin. Þetta var allt svo gott fólk, enda nutum við bömin þess, sem vorum svo lánsöm að fá að dvelja á þessu góða heimili yfír sumarið. Sumarbömin vom mörg á Barkar- stöðum í gegnum árin og öllum þessum bömum var Þóra sem besta móðir. Þóra var stoð og stytta móður sinnar við öll inniverk og veitti ekki af í öllum gestagangin- um. Áríð 1935 deyr móðir hennar. Þá voru allar systur hennar giftar og famar í burtu, en Þóra var með móður sinni alla tíð. Ári eftir að móðir Þóm dó giftist Sigurður bróð- ir hennar indæili konu og tóku þau við búsforráðum á Barkarstöðum. Þá þótti Þóm hlutverki sínu lokið þar og flutti hún þá til Reykjavíkur. Þar vann hún alla algenga vinnu. Árið 1940 giftist hún Magnúsi Hannessyni sjómanni og síðar gæslumanni á Kópavogshæli. Þau eignuðust litla íbúð á Gullteigi 4. Þar bjó Þóra manni sínum hlýlegt Skreytum við öll tækifæri IMM.4. ^ Roykjavikurvegi 60, simi 53848. Alfheimum 6, simi 33978. •• Legsteinar ýmsar gerðir Marmorex Steinefnaverksmiðjan Helluhrauni 14, sími 54034, 222 Hafnarfjörður og vinalegt heimili. Ég efast um að Magnúsi hafí nokkm sinni liðið betur en árin sem þau áttu saman. Mann sinn missti Þóra 29. nóvem- ber 1972. Síðustu 20 árin átti Þóra við vanheilsu að stríða og átti hún þá hauk í homi þar sem vom systur hennar og fjölskyldur þeirra. Síð- asta 2 V2 árið var hún rúmliggjandi í Landspítalanum. Það sem einkenndi Þóm sérstak- lega síðustu árin var þakklæti til allra þeirra mörgu sem önnuðust har.a, bæði hjúkmnarfólks á spítal- anum og frænda og vina. Hún var svo ljúf og góð, að öllum þótti vænt um hana. Það var hennar flársjóður, sem hún nú tekur með sér til æðri heimkynna. Eitt sinn spurði hana kona, sem lá í næsta rúmi, hvað hún ætti eiginlega mörg böm, því hún fengi svo mikið af heimsóknum. Þóra eignaðist ekki böm, en fáar konur hafa átti fleiri „böm" en hún. Fyrst öll sumardvalarbömin á Bark- arstöðum, síðan var hún eins og besta amma öllum systurbömum sínum og svo þeirra bömum. Nú verða ekki fleiri „ættarmótin" á afmælisdegi hennar, 2. maí. En við munum öll sakna hennar og biðjum góðan guð að taka við sál þessarar elskulegu frænku okkar. Blessuð sé minning hennar. Agústa Ragnars Mig langar í nokkrum orðum að minnast móðursystur minnar, Þóru Tómasdóttur frá Barkarstöðum í Fljótshlíð. Við Þóra höfðum þekkst í 32 ár og hálfu betur, þegar hún lést, 24. febrúar sl. á Landspítalanum. Þá var hún orðin níutíu og tveggja ára. Þegar kynni okkar hófust, má segja að það hafí verið ókíkt með okkur komið, hún búin að lifa mestan hluta starfsævi sinnar og ég rétt nýfæddur og engan veginn búinn að gera mér grein fyrir undrum veraldarinnar sem ég var kominn í. En þó ég muni ékki vel eftir fyrstu kynnum okkar Þóru, þá held ég að það hafí orðið mjög kært með okkur strax í upphafí. Alla vega hef ég heyrt að Þóra hafí verið sú bamfóstran, sem ég hafí helst óskað mér, ef á þurfti að halda. I bemskuminningu minni er hún órjúfanlegur hluti af öllu því skemmtilegasta sem ég man eftir. Hún hvatti mig á unglingsárum mínum og var alltaf best heima í því sem ég hafði fyrir stafni af mínu venslafólki. Þegar lífsbaráttan tók við, var hún stoð og stytta sem hægt var að leita ráðlegginga hjá. Hún tók þátt í gleði og sorgum og synir mínir voru henni einstak- lega kærir. Það besta við þessa minningu mína um Þóm Tómas- dóttur er að vita að ég var ekki einn um að vera í uppáhaldi hjá henni, heldur má segja að þar hafí jafnt yfír allt hennar frændlið geng- ið. Það væri stór misskilningur ef fólk héldi að Þóra hafí verið jábróðir í öllu sem maður tók sér fyrir hendur og mælt öllu bót sem maður gerði. Nei, hún hafði sýnar ákveðnu skoðanir og oft þurfti að leita sátta, en það var jafnan auðsótt mál. Þóra var stórbrotin í lítillæti sínu. Þó trúmennska hennar við bernsku- heimil sitt hafí orðið til þess að hún gitist mjög seint og ætti ekki börn sjálf, var hún með afbrigðum bam- góð og nutu öll systkinaböm hennar og böm þeirra þess. Þóra var frændrækin og vina- mörg og kom best í ljós, á síðasta árí, sem hún lá á Landspítalanum hversu mjög fólk sóttist eftir félags- skap hennar. Það leið aldrei sá dagur að ekki kæmu 4—5 í heim- sókn til hennar. Oft varð líka heim- sóknin lengri en áætlað var í upp- hafí. Þóra hélt alla tíð andlegri heilsu en líkamleg heilsa hennar var þann- ig að margir hefðu lagst í kör fyrir langa löngu. En hún hafði ekki skap í sér til að gefast upp. Hún klæddi sig á hveijum degi og sá um sig að mestu leyti sjálf þar til fyrir tveim ámm að hún flutti til yngstu systur sinnar. Þóra safnaði ekki veraldlegum auði, en samt var hún sí gefandi gjafír. Þeir em orðnir margir Þórudúkamir sem hún heklaði handa systkinabömum sínum og em þeir allir hrein listaverk. Og aldrei fæddist bam í fjölskyldunni að Þóra gæfi ekki vagnteppi í sængurgjöf, sem hún hafði sjálf heklað. Þessar gjafír em verðmæt- ari eigendum sínum en glingur og glys. Það var ekki ósjaldan sem Þóra sagði manni sögur af löngu liðnum atburðum og merkilegu fólki sem hún hafði kynnst á æskuheim- ili sínu. Hún kynntist persónulega mönn- um eins og Gvendi dúllara og Jóni söðla og fannst mér sérstaklega gaman af að heyra hana segja frá löngu liðnum atburðum. Það er eins og maður hafí sjálfur upplifað þá, eftir frásagnir Þóm. Þannig var sérstaklega gaman einu sinni að sjá í sjónvarpinu myndina um Höddu Pöddu, því Þóra hafði oft sagt mér frá því, þegar sú mynd var tekin á Barkarstöðum. Manni fannst eins og maður hafí verið þama sjálfur. Þóra var í lifanda lífí besti vinur fjölmargra. Hún var óhrædd að segja skoðun sína við vini jafnt og þá sem hún þekkti minna, og sóttist ekki eftir vinskap ef hann þurfti að kaupa. Þeir sem hafa átt vin, vita til hvers er hægt að ætlast af vinum. í mínum huga verður minningin um Þóm Tómasdóttur ávallt dýrt djásn. Sigurður Haraldsson Við andlát Þóm Tómasdóttur, móðursystur minnar, vakna minn- ingar til lífs, góðar minningar allt frá því ég fyrst man og þar til nú, er hún hefur fengið hvíldina á nítug- asta og þriðja aldursári. Fljótshlíðin er ein hin fegursta sveit þessa lands enda rómuð af mörgum listamanninum í máli og myndum. Barkarstaðir er næst- innsti bær sveitarinnar, stór og góð bújörð. Umhverfi og útsýni engann ósnortinn. Stórbrotin náttúran laðar fram hugrekki og þor, en um leið auðmýkt fyrir almættinu. Það em forréttindi að fæðast og alast upp í skjóli Þórsmerkur, jöklanna og annarra tignarlegra fjalla, horfa á hlíðina grænu með fossunum mörgu, sjá yfír Markarfljótsaura til hafs. Sigurður ísleifsson frá Seljalandi og eiginkona hans, Ingibjörg Sæmundsdóttir frá Eyvindarholti, fluttu að Barkarstöðum árið 1842. Þau byggðu á fyrstu búskaparárum sínum stóran og myndarlegan bæ, enda heimilisfólkið margt. Þau bjuggu rausnarbúi. Tíu af bömum þeirra náðu fullorðinsaldri. Tómas, sonur þeirra, tók við búi á Barkarstöðum á árinu 1881. Sama ár kvæntist hann Guðríði Þóm Ámadóttur frá Reynifelli, en hún lést eftir stutta sambúð. Þau eignuðust eina dóttur, er upp komst, Guðrúnu að nafni. Nokkmm ámm síðar gekk Tómas að eiga Margréti Ámadóttur, systur fyrri konu sinnar. Ári síðar fæddi hún stúlkubam, sem var skírð Guðríður Þóra í höfuðið á móðursystur sinni. Þóra var því elst ellefu bama þeirra hjóna Tómasar og Margrétar. Þrjú þeirra létust í æsku, en upp komust auk Þóm: Ingibjörg, Ámi, Sigurður, Guðrún, Sigríður, Anna og Þómnn Marta. Á lífi em nú Ámi, Guðrún og Marta. Þóra fæddist í bænum, sem afí hennar hafði byggt fímmtíu ámm áður, ein systkina sinna, þar sem flutt var í nýtt íbúðarhús það sama ár. Stendur það enn og ber vitni um framsýni föður hennar. Tómas var dugnaðarmaður, víðlesinn og vel metinn í sveit sinni. Hann var lengi hreppsnefndarmaður og hreppstjóri í 33 ár. Margrét var vel menntuð til munns og handa, mikil- hæf húsmóðir, hlý og ljúf í fram- komu. Á Barkarstöðum var jafnan margt fólk í heimili. Þar var öllum jafnvel tekið, vinum sem vandalaus- um, og ekki farið í manngreinarálit. Þangað leituðu margir, sem erfítt áttu uppdráttar. Gamalt, uppgefið og eignalaust fólk átti hjá þeim áhyggjulaust ævikvöld. Bömin tóku snemma virkan þátt í daglegum störfum. Heimilislífíð var formfast og virðulegt, en þó kátt og fjörugt. Tónlist var í háveg- um höfð og lærðu allar systumar á hljóðfæri. Lesnir vom húslestrar, trúrækni var mikil. Aldrei var unnið á sunnudegi, hvemig sem viðraði. Þóra varð fljótt önnur hönd móður sinnar við heimilisstörfin og mót- töku gesta. Um tvítugt fór hún veturlangt til Vestmannaeyja og lærði þar fatasaum hjá klæðskera. Fimm ámm síðar var hún einn vetur við Kvennaskólann í Reykjavík og lærði þar matreiðslu. Annan vetur var hún ráðskona á heimili mágs síns, Ágústs Johnson, í Reykjavík, en Guðrún, kona hans, hálfsystir Þóm, var þá látin. Annan tíma dvaldi hún á Barkarstöðum, þar vildi hún helst vera. Var dugnaði hennar og atorku viðbmgðið. Tómas lést í desember 1923 og bjó Margrét áfram með aðstoð bama sinna. Hún lést í ársbyrjun 1935, og á því ári flutti Þóra til Reykjavíkur, en bræður hennar urðu eftir á Barkarstöðum og tóku við búi. Þóra var eftirsótt ti vinnu og vann hún m.a. á Elliheimilinu Gmnd, Vífílsstaðahæli og við mat- reiðslu á ýmsum matsölustöðum. Hún var forkur til vinnu, samvisku- söm og áreiðanleg. Hinn 4. september 1940 giftist hún Magnúsi Hannessyni sjómanni og síðar gæslumanni á Kópavogs- hæli. Þóra eignaðist ekki böm, en Magnús á.tt tvö böm fyrir, sem þá vom stálpuð. Hélt Þóra góðu sam- bandi við þau, og reyndist þeim vel. Eftir að hún gifti sig vann hún aðallega við fískverkun í frystihúsi á Kirkjusandi, og líkaði það mjög vel. Hún tók virkan þátt í verkalýðs- baráttu þess tíma og hafði róttækar skoðanir á þeim málum. Starf Magnúsar á Kópavogshæli var þeim báðum einkar hugfólgið. Sem dæmi um það man ég að þau fóm þangað alltaf bæði á aðfangadagskvöld, hvort sem Magnús var á vakt eða ekki. Þau bjuggu lengst af á Gull- teigi 4. Þangað var gott að koma. Þar var höfðingjasetur, þó að ekki væri vítt til veggja. Magnús lést síðla árs 1972. Bjó hún eftir það ein, að eigin ósk, þrátt fyrir að hún hefði veikst af hjartasjúkdómi tveimur ámm áður. Naut hún góðr- ar aðstoðar ættingja og þá sérstak- lega Mörtu, systur sinnar, og Har- alds, mágs síns. Fyrir um þremur ámm flutti hún til þeirra í Máva- hlíð 25, en hélt þó alltaf íbúð sinni á Gullteignum. Hún hafði náð sér vel af hjartaáfallinu, en átti orðið erfítt með gang vegna kölkunar í baki og hnjám. Naut hún þar góðrar umönnunar. í október 1984 lagðist hún inn til rannsóknar í Landspítal- ann og átti ekki þaðan afturkvæmt. Haraldur lá einnig sjúkur á sama sjúkrahúsi í tæpt ár, eða þar til hann lést 2. febrúar síðastliðinn. Þá var sem lífsneisti Þóm slokknaði og lést hún þremur vikum síðar, hinn 23. febrúar. Missir Mörtu er mikill, er hún á svo skömmum tíma sér á eftir eiginmanni og systur. Þóra naut þjónustu á dagvist aldraðra bæði í Hátúni og í Múlabæ. Líkaði henni mjög vel á báðum stöðum og minntist alltaf með þakklæti samferðamanna sinna þar og starfsfólks alls. Ekki var hún

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.