Morgunblaðið - 04.03.1986, Page 44

Morgunblaðið - 04.03.1986, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ1986 t BJÖRNLAUG MARTA ALBERTSDÓTTiR lést 24. febrúar í Sjúkrahúsinu á Hvammstanga. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju fimmtudaginn 6. mars kl. 14.00. Jarðsett verður að Melstaö. Gunnar Sölvi Sigurðsson, Maggý Sigurðardóttir, Björg Stefanía Sigurðardóttir, Stefán Þórhallsson, Helena Svanlaug Sigurðard., Ragnar Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, móðir og dóttir, MARGRÉT STEINARSDÓTTIR, andaðist í sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn 1. mars sl. Minningarathöfn verður í Langholtskirkju fimmtudaginn 6. mars kl. 13.30. Jarðsett verður frá Akureyrarkirkju laugardaginn 8. mars kl. 16.00. BaldurS. Pálsson, börn og foreldrar hinnar látnu. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR HALLDÓRSDÓTTIR frá Lundi, Akranesi, sfðast til heimilis á Dvalarheimilinu Höfða, lést í Sjúkrahúsi Akraness 1. mars sl. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Bróðirokkar, AÐALSTEINN SKÚLASON, Hornstöðum, andaðist á Vífilsstöðum 3. mars. María Skúladóttir, Sigrfður Skúladóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSTVALDUR BJARNASON, fv. skipstjóri, Suðurgötu 30, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness laugardaginn 1. mars sl. Halldóra Jóhannesdóttir, Sólveig Ástvaldsdóttir, Heiðar Viggósson, Jóhannes Ástvaldsson, Ásta G. Thorarensen, Ásta Ástvaldsdóttir, Gunnar Guðmannsson, Dóra Ástvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t HARALDUR PÁLMASON, Grenimel 40, Reykjavfk, lést á Grensásdeild Borgarspítalans 15. febrúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Jórunn Guðmundsdóttir, Gunnar Þór Haraldsson, Vilhjálmur Pálmason, Guðmundur Pálmason, Jakobfna Pálmadóttir, Anna Pálmadóttir Wilkes, Helga Pálmadóttir, Hafdís Ólafsdóttir, Margrét Sigurðardóttir, Sólrún Engilbertsdóttir, Guðmundur M. Jónsson, Bonner T. Wilkes, Sævar Helgason, Atli Hauksson og aðrir aðstandendur. t Maðurinn minn, TÓMAS GÍSLASON frá Melhóli í Meðallandi, Reykjamörk 12, Hveragerði, lést laugardaginn 1. mars. Jytta Eiberg og börnin. t FANNEY BJÖRNSDÓTTIR, Réttarholtsvegi 1, sem lést 27. febrúar, verður jarðsungin frá Langholtskirkju fimmtu- daginn 6. mars kl. 10.30. Sigurður Valgarðsson, Óskar Valgarðsson, Kolbrún Karlsdóttir, Anna Valgarðsdóttir, Theódór Ingólfsson, Valgarður Valgarðsson, Þórunn Siemsen, Fanney Valgarðsdóttir, Ólafur Óskarsson, börn og barnabörn. GuðlaugB. Páls- dóttir—Kveðjuorð Fædd 2. febrúar 1955 Dáin 9. febrúar 1986 „Sossa mín, hæ! — Komdu út og sjáðu norðurljósin!“ „Ha, norðurljósin?" „Já, komdu út og sjáðu, þau mynda stóra stjömu á miðjum himni.“ Það var Gulla sem bankaði upp á hjá mér seint á fimmtudagskvöld- ið fyrir rúmri viku, en mínum vinnu- degi í skólanum var þá nýlokið, og hennar vinnudegi var að ljúka; hún var á þorrablóti með gamla fólkinu á sjúkraskýlinu. Eg fór út og leit til himins. „Sjáðu," sagði hún, „hvað fjöllin lýsast upp.“ Hún benti heiiluð á fegurð sem ég hafði gleymt að veita athygli á heimleiðinni stuttu áður. Við fórum inn aftur og fengum okkur heitt sítrónuvatn og ræddum um atburði dagsins. „Oh, Sossa, það er svo gaman að vera með gamla fólkinu, það er alltaf svo þakklátt.“ Síðan fórum við að tala um fram- tíðarplön og hún sagðist vera ákveðin í að vera áfram í Bolungar- vík, a.m.k. eitt ár til viðbótar. Gulla vann brautryðjendastarf þann stutta tíma sem hún var búin að vera í Bolungarvík. Starf hennar sem sjúkraþjálfari var henni hug- sjón enda var árangurinn eftir því. Eg held að hún hafi ekki áttað sig á hve þáttur hennar í bæjarlífínu var orðinn stór. Allir þekktu hana. Fólkið í frystihúsinu, krakkamir í skólanum, gamla fólkið á sjúkra- skýlinu ... og auðvitað þekktu allir gleði hennar og hlýju. Þess vegna var áfallið stórt. Af hveiju sviku þá bolvísku fjöllin hana Gullu?! Fjöllin sem hún elskaði. Nei, það voru sennilegast engin svik. Elsku Gullu hefur verið mikil þörf annars staðar úr því kallið kom svona fljótt. Ég ætla að trúa því. Samfylgdin með henni þennan stutta tíma var mér afar dýrmæt. Megi Guð gefa það að við hittumst einhvem tíma fyrir hinum megin þar sem við getum haldið áfram að syngja og hlusta á Verdi og Mozart. Megi norðurljósastjaman lýsa Gullu á nýjum stað. Hún hefur verið henni ætluð. Sossa Það setti alla hljóða í íshúsfélagi Bolungarvíkur mánudaginn 10. febrúar, þegar það fréttist að hún Gulla eins og hún var kölluð, væri dáin, að hún hefði látist af slys- förum daginn áður. Hún sem alltaf var svo lifandi, full af krafti og áhuga. Gulla kom til starfa hingað til Bolungarvíkur í sumar sem sjúkra- þjálfari hjá bænum og hjá Ishús- félagi Bolungarvíkur í haust. Vann hún verk sitt með svo miklum áhuga að það var ekki hægt annað en hrífast með. Hún var búin að vera með flest starfsfólk íshúsfélagsins í þjálfunartímum og leikfimi og átti Minning: Þar eð ég hefi ekki tækifæri til að fylgja starfsfélaga mínum, Snjó- laugu Sveinsdóttur, síðasta spölinn langar mig til að setja á blað nokkr- ar hugrenningar, sem leitað hafa á hugann síðan ég frétti að hún væri látin. Arið 1963 falaðist hún eftir vinnu á stofu minni og unnum við saman í 5 ár mér til mikillar ánægju og þroska, án þess að okkur yrði nokkum tíma sundurorða eða til ágreinings kæmi. orðið hugi og hjörtu fólksins sem þar vinnur. Vill því starfsfólk íshús- félags Bolungarvíkur þakka henni góð kynni og megi hún eiga góða heimkomu. Einnig viljum við votta foreldrum hennar, Ollý systur hennar og öðr- um aðstandendum, okkar dýpstu samúð. Farþúífriði. Starfsfólk íshúsfélags Bolungarvíkur Áður en hún hóf störf á stofu minni, að loknu framhaldsnámi, lagði hún mikla áherslu á að fá að fylgjast með störfum starfsbræðra sinna, sem öðlast höfðu meiri starfsreynslu. Þegar hún síðan tók að strarfa á stofunni var áberandi hve sjálfsgagnrýnin hún var. Hún var með ákveðna skapgerð og hafði mikið faglegt stolt, enda laðaðist fljótt að henni stór hópur vandaðra skjólstæðinga sem treystu henni og ekki að ástæðulausu. Enda kom það skýrt í ljós þegar hún opnaði eigin stofu í Domus Medica á sama stað og eiginmaður hennar, Kjartan Magnússon læknir. Allir sem höfðu tök á því fylgdu henni þangað. Mest dáðist ég að því hversu góðum árangri hún náði í vinnu sinni við böm og unglinga, enda hafði hún stundað framhaldsnám í þeirri grein. Kom þá festa hennar og virðuleiki að góðum notum. Hún var ákveðin í skoðunum, en þó viðkvæm, sérstaklega teldi hún sig fá óréttláta gagnrýni. Hún stefndi á tindana og náði þeim mörgum. Hún var fríð kona, sérstæð persóna sem hæfði tindun- um. Þótt samskipti yrðu minni eftir að hún flutti stofu sína hefur myndast ótrúlega mikið tóm við brottför hennar. Tóm sem fyllt er af góðum minningum. Eg þakka fyrir góð kynni og samskipti sem aldrei féll skuggi á. Kjartani og öðrum ættingjum Snjólaugar sendi ég og kona mín hlýjar kveðjur. Megi hún hvíla í friði. Magnús R. Gíslason t Móðir okkar, tengdamóöir og amma, SESSEUA JÓHANNESDÓTTIR, veröur jarðsungin frá Frikirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 5. mars ki. 15.00. Jóhannes Eiríksson, Bergljót Guðjónsdóttir og dætur. t Eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir og afi, MAGNÚS B. MAGNÚSSON, skósmíðameistari frá Ísafirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 5. mars kl. 15.00. Sigríður G. Hólmfreðsdóttir, Guðrún Magnúsdóttir, James Kaneen, Sigríður Hreiðarsdóttir, Panos Komatas, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför REYNIS MARKÚSSONAR STRAND, Stigahlíð 22, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 5. mars kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarfélög. Þórdis Strand, Einar Strand, Erla Strand. t SNJÓLAUG SVEINSDÓTTIR, Mávanesi 25, var jarðsungin í kyrrþey þann 28. febrúar. Kjartan Magnússon, Sveinn Kjartansson, Júlíana Elín Kjartansdóttir, Jóhann Kjartansson. Snjólaug Sveins- dóttir tannlæknir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.