Morgunblaðið - 04.03.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1986
45
Akranes:
Athyglisverðar niðurstöður
úr könnun á högum unglinga
Akranesi í febrúar.
H B
ri
f,\
p.
^ \
l ít *
fl rf I
Æskulýðsmidstöðin Arnardalur á Akranesi. Morgunbiaðið/J6n Gunnlaugsson
ÆSKULÝÐSNEFND Akranes-
kaupstaðar gekkst fyrir könnun
á högum unglinga sem eru í 7.,
8. og 9. bekk grunnskólanna á
Akranesi. Niðurstöður þessarar
könnunar liggja nú fyrir og voru
þær kynntar á almennum fundi
með unglingunum sem haldinn
var að tilstuðlan Bæjarstjórnar
Akraness. Fundurinn var fjöl-
sóttur og ræddu unglingarnir sín
mái við bæjarfulltrúana en síðan
sat bæjarráð fyrir svörum og
voru unglingarnir ófeimnir við
að spyrja þá um hin margvíslegu
mál.
Eins og vænta mátti voru niður-
stöður könnunarinnar nokkuð
ræddar og til að forvitnast nánar
um þær var Elís Þór Sigurðsson
æskulýðsfulltrúi á Akranesi spurður
hvað í könnuninni hefði komið
honum mest á óvart.
— Mér finnst kannski mest koma
á óvart hve miklum tíma ungling-
amir eyða í félagsstörf og nám og
hversu lítinn tíma þeir hafa til
fijálsra nota.
Heldurðu að þessu sé öðruvísi
farið á Akranesi en í öðrum sveitar-
félögum?
— Já, ég tel ekki nokkum vafa
leika á því að svo er, enda er ungl-
ingum sköpuð mjög góð aðstaða til
íþrótta, leikja og náms og sú að-
staða batnar með hveiju árinu sem
líður.
En ekki sinna þó allir unglingarn-
ir skipulögðu félagsstarfi?
— Nei, því miður þá gera það
ekki allir. Annaðhvort finna þeir sig
ekki í því sem þeim er boðið uppá
eða þeir hafa ekki tíma eða áhuga.
Þess vegna spurðum við þá hverju
þeir vildu breyta ef þeir mættu ráða
æskulýðsmálum á Akranesi. Svörin
vom frekar fátækleg og ekkert nýtt
kom fram sem ekki er fyrir í bæn-
um, en þó komu fram ýmsar hug-
myndir um breytingar á því sem
fyrir er, hugmyndir eins og það að
stækka félagsmiðstöðina í Arnar-
dal, kaupa tölvur eða tölvuspil í
félagsmiðstöðina, opna dansstað
fyrir unglinga 16 ára og eldri á
Akranesi og hafa þar dansleiki
lengur en til kl. eitt.
Attu von á að þessar hugmyndir
þeirra verði að veruleika?
— Því er hægt að svara bæði
játandi og neitandi. Skólarnir eru
að byggja upp félagsaðstöðu og það
er nokkuð öruggt að æskulýðsnefnd
mun leita eftir samstarfi við þá um
nýtingu á þeirra húsnæði.
Aðarar niðurstöður, svo sem
viðhorf unglinga til tóbaks, fíkni-
efna og áfengis. Hvað viltu segja
um það?
— Ef við bytjun á tóbakinu þá
virðast reykingar byija hjá ungling-
um í 9. bekk því þar segjast 30%
unglinga reykja en aðeins 12-14%
í 7. og 8. bekk. Spurningin er sú
hvað veldur þessari stökkbreytingu
í 9. bekk og þá er til að svara að
nemendur í 9. bekk eru í sama
skólahúsnæði og fjölbrautaskóla-
nemar sem eru allir mun eldri og
það kann að vera orsökin. Ef við
snúum okkur að áfenginu þá eru
64% unglinga sem aldrei segjast
hafa bragðað áfengi. Tel ég það
vera góða niðurstöðu en engu að
síður eru um 100 unglingar af 272
sem segjast hafa neytt áfengis og
eru þeir nær eingöngu úr 8. og 9.
bekk. Eins kemur okkur það
spánskt fyrir sjónir hvaða tegundir
áfengis unglingarnir drekka. Vin-
sælast hjá þeim virðist vera vodka
og brennivín en síðan kemur bjór-
inn, þá vaknaði hjá okkur sú spurn-
ing hvar þeir kæmust í hann. Varð-
andi fíkniefnin er það að segja að
2% segjast hafa neytt hass eða
maríúana og 9% segjast hafa „sniff-
að“. Varðandi neyslu á hassi og
maríúana segjast tveir einstakling-
ar nota það tvisvar eða oftar í
mánuði og er það von okkar sem
að köjinuninni stóðu að hér sé um
skekkju að ræða og ef svo er ekki
er um mjög alvarlega hluti að ræða.
Að lokum Elís, er eitthvað sér-
stakt úr þessari könnun sem þú
vildir minnast á?
— Mérfínnstkönnuninsegjaþað -v
varðandi fíkniefnin að stórauka
þarf fræðslu og áróður um þessi
mál og máli mínu til stuðnings er
hægt að upplýsa að 9% þátttakenda
segjast muni þiggja hass eða maríú-
ana ef þeim væri boðið það. Þannig,
hér er ærið verkefni fyrir ríki, sveit-
arfélög, skóla og aðra þá aðila sem
láta sér þessi mál varða, sagði Elías
Þór Sigurðsson að lokum.
J.G.
Tónlistarsjóður Ármanns Reynissonar:
Þriðja úthlutun
í júní næstkomandi
ÚTHLUTAÐ verður úr Tónlist-
arsjóði Armanns Reynissonar í
þriðja sinn í byijun júni næst-
komandi. Úthlutunarfé sjóðsins
nemur 150 þúsund krónum og
er óskað eftir umsóknum aðila,
sem hafa tónlist að aðalstarfi og
hafa hug á að semja eða flytja
tónverk, innanlands eða utan.
Stjóm Tónlistarsjóðsins skipa frú
Rut Magnússon, Sveinn Einarsson
fyrrv. Þjóðleikhússtjóri, Benedikt
Gunnarsson listmálari, Þorsteinn
Gauti píanóleikari og Ármann
Reynisson forstjóri.
Þeir sem hyggjast sækja um út-
hlutun úr sjóðnum eru beðnir að
senda umsóknir, þar sem gerð er
grein fyrir fyrirhuguðum verkefn-
um, fyrir 1. maí nk., til Tónlistar-
sjóðs Ármanns Reynissonar,
Laugavegi 97, Reykjavík.
RE YKJA VÍK1786-1986
Á 200. afmælisári Reykjavíkur verður nýtt útibú Borgarbókasafns Reykjavíkur opnað í Gerðubergi
3—5 þriðjudaginn 4. mars. Borgarstjórinn í Reykjavík, Davíð Oddsson, opnar það með viðhöfn kl. 16:30.
Borgarbókasafn íGerðubergi
hefur almenna starfsemi sína kl. 19 í dag, þriðjudaginn 4. mars. í safninu er útlánsdeild fyrir börn og full-
orðna, upplýsingaþjónusta, tímaritadeild og tónlistardeild með góðri aðstöðu til að hlýða á hljómplötur úr tón-
listardeild safnsins.
Safnið verður opið mánudaga—föstudaga kl. 9—21 og laugardaga kl. 13—16. Einnig verður opið þar næstu
þrjá sunnudaga í mars kl. 13—17. Um opnunartíma í sumar verður nánar ákveðið síðar.
Boðið er til sérstakrar kynningardagskrár fyrstu starfsdaga bókasafnsins og er hún öllum opin og aðgangseyr-
ir enginn. Dagskráin er sem hér fer á eftir:
Þriðjudagur4. mars
Kl. 21: Tónlistardagskrá (í samvinnu við
Menningarmiðstöðina, Gerðubergi, sem á
þriggja ára starfsafmæli þennan dag).
Atli Heimir Sveinsson: „Guðsbarnaljóð"
tónlist við samnefnt Ijóð Jóhannesar úr
Kötlum um GuðmundThorsteinsson, Mugg.
Flytjendur: Bernharður Wilkinson, flauta,
Einar Jóhannesson, klarinett, Hafsteinn
Guðmundsson, fagott, Monika Abendroth,
harpa, Szymon Kuran, fiðla, Carmel Russill,
selló, Friðrik Guðni Þórleifsson, Vilborg
Dagbjartsdóttir.
Kristinn Sigmundsson einsöngur undirleik-
urJónas Ingimundarsson.
Miðvikudagur 5. mars:
Kl. 14: Litla brúðuleikhúsið flytur Rauðhettu.
Kl. 20: Tónlistardeild safnsins kynnt í umsjá
Friðriks Guðna Þórleifssonar.
Sunnudagur9. mars
Kl. 14: Skotturnar úr Breiðholtsskóla koma
í heimsókn, kíkja í bækur safnsins og kynna
sig. Höfundur Brynja Benediktsdóttir.
Skottur: Fína skotta Saga Jónsdóttir
Litla Skotta Guðrún Alfreðsdóttir
Stóra Skotta Guðrún Þórðardóttir
Kl. 16: Endurtekin tónlistardagskrá frá
þriðjudeginum 4. mars.
Lýkur þar með kynningardagskrá bókasafnsins.
Breidhyltingar og aðrir borgarbúar!
Borgarstjórn Reykjavíkur býður
yður velkomna í Borgarbókasafn í
Gerðubergi!
Geymið auglýsinguna.
4t.