Morgunblaðið - 04.03.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.03.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 4. MARZ1986 MUPRO Allar stœrðlr af röraklemmum. Auðveldar í notkun. Hagstœtt verð. HEILDSALA — SMÁSALA !r VATNSVIRKINN/if 2 APMUU 21 - PÖSTHOlF 8620 - 128 RtYHJAVlK SÍMAR VERSUJN 686455. SKRtfSTOTA 685966 Farymann Smádíselvélar 5.4 hö við 3000 SN. 8.5 hö við 3000 SN. Dísel-rafstöðvar 3.5 KVA 'i^L' SöyirOgKuigiiuKr >J^)irЮ©®ira & Vesturgötu 16, sími 14680. INNVEGGJA- EINANGRUN fyrir pípulagnir. Stœrðir 3/8", 1/2", 3/4", 1" og 1V4" fyrirliggjandi. HEILDSALA — SMÁSALA MUPRO MERKINGAR Á VATNSLAGNIR HEILDSALA — SMÁSALA LEITIÐ UPPLÝSINGA. VATNSVIRKINNhf ARMÚU 21 - PÖSTHOU 8620 - 128 RCYKJAVlK SlMAR VERSLUN 686455. SKRVSTOf A 685966 mrentroD vatnssíur fyrir kait vatn. Eigum OVENTRAP vatnssfur fyrir kaldavatnskerfi. Stœrðir 1". V/a". 1W og 2". Þrfr grófleikar af síum. Sfumar mó hreinsa og nota aftur og aftur. & VATNSVIRKINNhf ARMÚU 21 - PÖSTHÓLf 8620 - 128 REYKJAVlk SlMAR VERSLUN 686455. SKRESTOf A 685966 Gódan daginn! „Mikil gróska í bæj arfélaginu og menn eru bjartsýnir“ segir Aki Gránz forseti bæj ar stj órnar Njarðvíkur í lok 16 ára bæj arstj órnarsetu ÁKI GRANZ forseti bæjarstjórnar Njarðvíkur dregnr sig í hlé úr fremstu víglínu i pólitíkinni við bæjarstjórnarkosningarnar í vor, en hann hefur setið í bæjarstjóm í 16 ár. Áki var hvatamaður að stofnun Sjálfstæðisfélagsins Njarðvíkings fyrir 22 áram og hefur verið í stjóra þess frá upphafi. Hann er nú formaður Sambands sveitarfélaga á Suðuraesjum. Um áratuga skeið hefur Áki unnið að störfum fyrir Sjálfstæð- isflokkinn, en hann hóf þau störf þegar hann gekk í Félag ungra sjálfstæðismanna í Vestmanna- eyjum árið 1946. Áki sagði í samtali við Morgunblaðið í tilefni af ákvörðun hans að draga sig í hlé, að í Njarðvíkum byggi gott fólk sem hefði í gegn um árin treyst Sjálfstæðisflokknum og fulltrúum hans í málefnum bæjar- ins, enda bæru framfarir og af- koma í byggðarlaginu þess glögg- lega merki. Áki sagðist vilja leggja áherslu á það að það væri mikill styrkur hverju byggðarlagi að eiga full- trúa úr sterkum stjórnmálaflokki og að það hefði komið berlega í ljós þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók við utanríkismálum hvaða þýðingu það hefði haft fyrir Njarðvíkinga. „í liðlega 20 ár,“ sagði Áki, „hafði verið reynt að fá leiðréttingu landamerkja og færslu girðinga sem tilheyrðu varnarsvæði hersins, en sú skipan sem var stóð í vegi fyrir skipulagi og eðlilegum vexti bæjarins. Þegar Geir Hallgrímsson tók við utanríkismálunum þá voru sam- skiptamál okkar og Vamarliðsins tekin föstum tökum og leyst ásamt því að koma á góðu sam- starfi þessara aðila." Þá sagði Áki að það væri mikil gróska í bæjarfélaginu, margt að gerast og annað á döfinni sem tilheyrði framtíðinni. „Menn eru bjartsýnir," sagði Áki, „en það þarf alltaf að fara með aðgát í hveiju máli og skoða það nákvæmlega áður en hafist er handa, sérstaklega með tilliti til þess að fjallað er um fjármagn almennings. Miðað við aðstæður og önnur sveitarfélög stendur Njarðvíkurbær sig vel, búið er að tryggja landrými til framtíðar og yfir 90% af öllum götum bæjarins eru komnar með bundið slitlag. Margskonar nýbyggingar eru í gangi og reynt er að hlú að gömlum og nýjum fyrirtækjum. Jafnframt er vel séð fyrir æskunni ogþeim öldnu.“ Áki sagði að samstarfsvett- vangur sveitarfélaganna á Suður- nesjum hefði stuðlað að upp- byggingu fjölmargra verkefna sem þau ynnu saman, svo sem sjúkra- og heilsugæslu, dvalar- heimili aldraðra, fjölbrautaskóla, sorpeyðingarstöð, brunavarnir og fleira. Þá stóðu sveitarfélögin að stofnun Orkuveitu, sjóefnavinnslu oggróðurvemd á Reykjanesi. Um þessar mundir er unnið að smíði reglugerðar um Vatnsveitu Suð- umesja og kvað Áki mikinn áhuga fyrir því að koma vatnsbúskaps- málunum undir eina stjóm m.a. vegna þess að mikil ásókn er í vatnið hjá fiskiræktarmönnum sem telja Reykjanesið einn ákjós- anlegasta stað landsins til fiski- ræktar. Ný safn- plata með lögumí toppsætum TOPPSÆTIN heitir safnplata sem Skífan hefur gefið út og inniheldur hún 14 lög, þar af þrjú islensk, . flutt af Bubba Morthens, Stuðmönnum og Magnúsi Þór Sigmundssyni. Nafn safnplötunnar er táknrænt því að topplögin tvö á vinsældalista Rásar 2, „How Will I Know“ með Whitney Houston og „System Addict" með Five Star, em á þess- ari plötu. Þessi sömu lög em einnig efst á Þróttheimalistanum og safn- platan sjálf trónir efst á toppi vin- sældalista DV. Þar að auki hefur safnplatan Toppsætin að geyma þijú topplög á bandaríska vinsældalistanum, þ.e. „Kyrie" með Mr. Mister, „How Will I Know" með Whitney Houston og „Sara“ með Starship. Einnig náði lagið „That’s What Friends Are For“ með Dionne & Friends toppi bandaríska vinsældalistans fyrir nokkmm vikum. (Fróttatilkynning.) Vogfum, 26. febrúar. FÖSTUDAGINN 21. febrúar sl. færði Lionsklúbburinn Keiiir í Vogum Stóru-Vogaskóla ritvél að gjöf til nota á kennarastofu skólans. Mörg undanfarin ár hefur Lions- klúbburinn gefið tæki til skólans, en nú var ákveðið að gefa ritvél, þar sem þessháttar tæki bráðvant- aði á kennarastofuna. Ritvélin er með textaminni. Hægt er að tengja ritvélina við tölvu og nota sem prentara við hana. Stjóm Lionsklúbbsins Keilis af- henti Helgu Sigríði Ámadóttur skólastjóra tækið með ósk um að það komi kennurum skólans vel á komandi ámm. Meðfylgjandi mynd var tekin við afhendinguna, en á myndinni em: Kristófer Guðmundsson, Helga Sigríður Ámadóttir skólastjóri, Helgi Valdimarsson formaður Keilis og Ingi E. Friðþjófsson. E.G. Vogar Lionsmenn gefa grunn- skólanum ritvél mothercare BARNAFATAVERSLUN KERRU- 0G VAGNAVERSLUN LEIKFANGAVERSLUN RÚMFATAVERSLUN BARNAÖRYGGISBÚNAÐARVERSLUN TÆKIFÆRISFATNAÐARVERSLUN MOTHERCARE ERÁ LAUGAVEGI 13 SÍMI 26560 ---------------
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.