Morgunblaðið - 04.03.1986, Page 54

Morgunblaðið - 04.03.1986, Page 54
54 MORGUNBLAÐLD, ÞRIÐJUD AGUR 4. MARZ1986 Fimmtungur skólabarna þarf á tímabundinni sérkennslu að halda - segir Keith Humphreys ráðgjafi um framhaldsnám fyrir sérkennara við Kennaraháskóla Islands „EFTIR ÞVÍ sem ég kemst næst þurfa um 20% íslenskra barna á skólaskyldualdri á timabundinni sérkennslu að halda einhvern hluta skóla- göngunnar, rett eins og bresk- ar rannsóknir á skólabömum þar í landi hafa leitt í ljós,“ sagði Keith Humphreys M.Phil. frá Newcastle Polytechnic i Englandi, sem undanfarna mánuði hefur verið aðalráð- gjafi starfshóps sem unnið hefur að uppbyggingu og skipulagningu framhladsnáms fyrir sérkennara við Kennara- háskóla íslands. Fjölgun nemenda í „áhættuhóp“ „Starfshópurinn hefur unnið mikið brautiyðjendastarf því fram til þessa hafa kennarar einungis getað lokið fyrri hluta framhalds- námsins við Kennaraháskólann en síðari hluta við erlenda háskóla," sagði Keith. „Til skamms tíma var talið að fyrri hlutinn nægði, sem undirbúningur undir sérkennslu í almennum grunnskólum og að síðari hlutinn miðaðist frekar við kennslu bama og unglinga í sér- skólum og á stofnunum. Reynslan virðist hinsvegar sýna að svo er ekki.“ — „Þurfa allir sérkennarar að taka bæði- fyrri og seinnihluta framhaldsnámsins?" „Já, ef kennari á að vera hæfur til að meta á hvaða leið bamið er í námi og þá sérstaklega ef um er að ræða bam í „áhættu- hóp“, bam sem hægt væri að beina inn á rétta braut. Aðal áhyggjuefni okkar sem fáumst við sérkennslu em nemendur í „áhættuhópnum", sem fer sífellt fjölgandi meðal annars vegna þess að kennarar almennt kunna ekki, hafa ekki aðstöðu eða geta ekki sinnt þeim sem skyldi." Breyta þarf meðferð á námsefni — Er menntunarskortur kenn- ara megin ástæðan fyrir þvi hvemig komið er? „Já, ef til vill. Meðal þess sem þarf að breyta er meðferð kennar- anna á námsefninu. Þeir virðast halda fast við það sem þeim er uppálagt að kenna samkvæmt námskrá án tillits til hversu mót- tækilegur nemandinn er. Afleið- ingin er sú að ýmist er verið að draga niður afburðanemendur eða toga þá áfram sem dragast aftur úr. Eg er þeirrar skoðunar að hópur þeirra nemenda sem á í stöðugri baráttu við að fylgjast með, verði sífellt stærri ef ekki verður gripið í taumana og farið að taka tillit til nemandans. Þessi ósveigjanleiki býður heim hætt- unni á að í framtíðinni stækki sá hópur bama og unglinga, sem skólinn dæmir sem „misheppn- aða“. í dag er ef til vill þriðjungur nemenda dæmdir þannig." — Hvað áttu við með „mis- heppnaðir"? „Þá á ég við alla sem þyrftu á Keith Humphreys M.Phil. sérkennslu að halda. Allt frá þeim sem fæðast með líkamlegan og/ eða andlegan galla, og eiga enga eða takmarkaða möguleika á að læra, til þeirra sem hefðu getað lokið gmnnskóla með jákvæðum árangri ef fullnægjandi og vel skipulögð sérkennsla hefði verið fyrir hendi. Staðreyndin er sú að námsþroski hvers og eins fer ekki eftir aldri og því fyrr sem gripið er í taumana þegar námserfið- leikar gera vart við sig, þeim mun auðveldara er að hjálpa nemand- anum að ná sér á strik. Mjög oft má til dæmis rekja erfíðleika nemenda sem falla á grunnskóla- prófi langt aftur í tfmann jafnvel allttil forskólans.“ Hugarfarsbreyting- gagnvart nemendum — Hvaðertil ráða? „Með bættri menntun kennara og breyttu hugarfari gagnvart nemendum mætti áorka miklu. Mér virðist ástandið í íslenskum skólum svipað og það var í bresk- um skólum á árunum 1960 til 1970. Þá leiddi rannsókn sem gerð var í ljós að þeir sem stóðu fyrir uppþotum sem urðu í kjölfar KENNSLUFRÆÐILEG GREINING Á SLÖKUM NÁMSÁRANGRI ÍSKÓLUM „Getumeiri"- nemendur ------Árangursrík stuðningskennsla .„Getuminni" nemendur „ Nemendur í sérskólum -Aukin kunnátta og færni nemenda- nemenda „Getumeiri" nemendur eru samkvæmt skýringarmjmdinni dregnir niður og látnir fylgja almennum námskröfum í grunnskólum og almennri námsskrá. Án stuðningskennslu er hætta á að nemendum fækki I hópi „árangursríkrar” stuðningskennslu jafnframt því sem „getuminni" nemendum mun fjölga. atvinnuleysis voru flestir úr hópi þeirra sem dæmdir höfðu verið „misheppnaðir" í skóla og töldu sig ekki eiga viðreisnar von. Hagir þeirra verst settu voru rannsakað- ir sérstaklega og hæfileikamir dregnir fram. Þá kom í ljós að þau gátu ýmislegt, voru reyndar mjög hæf hvert á sínu sviði. Þessar niðurstöður höfðu mikil áhrif á hugmyndir um námshæfni. Það er ekki hægt að dæma ein- staklinga eftir svörtu eða hvítu, við verðum að nota allt litrófið. Nær allir sem eru taldir líkamlega eða andlega vanheilir geta lært eitthvað ef rétt leið er farin og námsefnið valið við hæfi hvers og eins." Styrkja þarf samband milli grunnskólans og þeirra sem semja námsefnið — Hvað með námsefni fyrir svo „breiðan hóp“? „Námsefnið getur verið viss hindrun en ekki óyfírstíganleg og í framtíðinni verður að taka meira tillit til þarfa nemendanna. Á undanfömum ámm hefur verið lögð mikil vinna í að semja nýtt námsefni enda var það mjög brýnt. Ég er hinsvegar ekki sáttur við hvemig að því hefur verið staðið. Námsefnið er samið án þess að nægjanlegt tillit sé tekið til þess hvemig ástandið er í skól- unum, hvemig kennarar nýta námsefnið eða hvað unnt er að bjóða nemendum. Frá kennumm koma allt of litlar upplýsingar um hvemig námsefni hentaði þeim og nemendum þeirra best. Þessi skortur á upplýsingum leiðir til ákveðinnar stöðlunar á námsefni og kennsluaðferðum sem ættu, ef vel á að vera, að vera í sífelldri þróun og taka mið af aðstæðum hverju sinni. Samband milli þeirra sem semja námsefni, gmnnskóla- kennara og Kennaraháskólans þarf að mínu áliti að styrkja til muna. Sú hugmynd að öll kenn- aramenntun færist yfir í Háskól- ann getur verið varasöm. Viss hætta er á að tengsl kennaranema við gmnnskólann rofni og að of mikil áhersla verði lögð á kenning- ar en verklegi þátturinn gleym- ist.“ — Áttu þér einhverja ósk? „Já, úr því að ég er hingað - kominn sem ráðgjafi í mótun framhaldsnáms fyrir sérkennara þá vonast ég til að geta skilið þannig við að vinna mín verði ekki lokuð niður í skúffu þegar ég er farinn, heldur verði hún varan- leg og Kennaraháskólanum til góðs.“ KG Beach’s gómsæta marmelaðið þarf aðeins að blanda með vatni og sykri, sjóða í 10 mín. og setja á krukkur. Úr einni heildós færðu 2,7 kg eða sex (450 g) krukkur á ca. 30-35 kr. hver. Býður nokkur betur? Magnús Th. S.Blöndahl hf Símar: 12388 - 13358. 'æst í flestu -- . Beachs Kór Víðistaðasóknar. Skemmtikvöld í Hafnarfirði Næstkomandi fimmtudagskvöld, 6. mars, stendur Kór Víðistaðasókn- ar fyrir skemmtidagskrá í Veitingahúsi A. Hansen í Hafnarfirði. Dagskrá þessi nefnist „Öll er skepnan skemmtigjöm" og hefst kl. 21.00. Þar syngur kórinn létt lög, auk þess verður upplestur, sungnar gamanvísur og almennur söngur er stór þáttur í dagskránni. Aðgangur er ókeypis. Fréttatilkynning

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.