Morgunblaðið - 04.03.1986, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 04.03.1986, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. MARZ 1986 55 Veðsetning ungs fólks hjá erlendum bankastjórum — kynningar- og fræðsluvika Heimdallar „VEÐSETNING framtíðar ungs fólks hjá erlendum bankastjórum“ er yfirskrift kynningar- og fræðsluviku sem Heimdallur, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykja- vík, gengst nú fyrir. í blaði sem gefið hefur verið út í þessu tilefni segir m.a.: „Hlutfall erlendra skulda af landsframleiðslu er nú komið upp í 54,9% en var 27,2% á árinu 1981. Ef við setjum þessar prósentubreytingar upp á áþreifanlegra dæmi þýðir þessi aukning síðustu ár að hver sá sem kemur nýr inn á vinnumarkaðinn þarf að taka á sig rúma milljón. Fæst ungt fólk sem reynir nú að koma sér þaki yfir höfuðið mundi fúlsa við slíkri upphæð.“ í samtali við Morgunblaðið sagði Þór Sigfússon formaður Heimdallar að með þessari kynn- ingarviku væri ætlunin að vekja fólk til umhugsunar um þessa válegu þróun. Ungt fólk á ís- landi þurfí að horfa upp á að lán séu tekin erlendis frá til þess að greiða ýmis „góðverk" stjóm- málamannanna í núverandi kunningjaþjóðfélagi, sem síðan lendi á unga fólkinu að greiða í framtíðinni. Þannig sé verið að veðsetja framtíð ungs fólks hjá erlendum bankastjórum. „Unga fólkið á íslandi hefur einfaldlega ekki ráð á að halda úti því kunningjaþjóðfélagi sem byggt hefur verið upp. Við vilj- um reyna að leggja stjómmála- mönnum lið með tillögum sem miða að því að koma okkur út úr þessum vanda,“ sagði Þór og hann bætti við: „Meðal annars bendum við í tillögum okkar á sölu ríkisfyrirtækja og aflagn- ingu ýmissa stofnana í eigu hins opinbera. Ennfremur þarf að koma á skýrari verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga, opna landið betur fyrir erlendu fjár- magni og marka framtíðar- stefnu í byggðamálum svo eitt- hvað sé nefnt.“ í lok greinargerðarinnar sem birtist í áðumefndu blaði segir m.a.: „Ungt fólk hlýtur að kreij- ast réttar til sjálfstæðis í fram- tíðinni. Ungt fólk ætlar sér ekki að fara leiðir þar sem ónefndir hagfræðingar em tilbeðnir, eða kennisetningamar teknar fram yfir manninn sjálfan, heldur leið- VEÐSETNING FRAMTÍÐAR UNGS FÓLKS HJÁ ERLENDUM BANKASTJÓRUM ir til þess að losa okkur undan þessari ímynduðu velferð okkar, sem er í raun velferð dekurfyrir- tækja og embættismanna. Við búum í auðugu landi þar sem skynsamar ákvarðanir þarf að taka. í landinu hefur lifað ein ofdekmð ijölskylda. Við vanda- málin verður að kljást svo fram- tíð okkar verði ekki veðsett hjá erlendum bankastjómm.“ Vegrir frá Raufar- höfn að Hólsá: Vilhjálmur með lægsta tilboðið VILHJÁLMUR Konráðsson Ytri- Brekkum, átti lægsta tilboð í Norðausturveg frá Raufarhöfn að Hólsá, en tilboð í verkið voru opnuð hjá Vegagerð ríkisins síð- astliðinn mánudag. Kostnaðar- áætlun var upp á tæpar 7,8 millj- ónir króna en tilboð Vilhjálms hljóðaði upp á rúmar 6,5 milljónir króna. I útboði kemur fram að lengd vegarins er 3,5 kílómetrar, fyllingar em 25.800 rúmmetrar, burðarlag 10.500 rúmmetrar og brú á Deildar- ár 6 metrar. Öllu verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. ágúst 1986 og byggingu brúar á Deildará lokið eigi síðar en 20. júní 1986. Næstlægsta tilboð í verkið átti Norðurverk með rúmar 6,9 milljónir og þriðji lægstur var Halldór G. Baldursson með rúmar 7,1 milljón króna. Mývatnssveit: Útf ör Gests Jónassonar ÚTFÖR Gests Jónassonar, Álfta- gerði í Mývatnssveit, var gerð frá Reykjahlíðarkirkju sl. laug- ardag að viðstöddu mjög miklu fjölmenni, eða um 300 manns. Sumir komu um langan veg. Sóknarpresturinn séra Orn Frið- riksson flutti útfararræðu og jarðsöng. Kirkjukórinn söng, orgelleikari var Jón Arni Sig- fússon. Gestur Jónasson fæddist á Kálfa- strönd hér í sveit 21. febrúar 1919. Hann var því rétt orðinn 67 ára er hann andaðist á sjúkrahúsinu á Húsavík 24. febrúar. Foreldrar hans vom Jónas Einarsson, Friðrikssonar frá Reykjahlíð og Kristjana Jóhann- esdóttir. Þau bjuggu í Álftagerði allan sinn búskap, eða þar til Gestur tók við búsforráðum þar ásamt konu sinni, Kristínu Jónsdóttur frá Stóra- Völlum í Bárðardal. Þau eignuðust tvö böm, en auk þess átti Gestur einn dreng utan hjónabands. Gestur stundaði samfellt vömbíla- akstur frá þvf að hann hafði aldur til og þangað til fyrir rúmum þrem- ur ámm. Hann gerðist starfsmaður í Kísiliðjunni hf. Oft þurfti hann á sínum langa ökuferli að greiða götu margra. Þess vegna var ætíð gott til hans að leita. Hér með er öllum aðstandendum hans sendar innileg- ar samúðarkveðjur. Kristján Arnarflug,: Aukning í far- þega- og vöru- flutningum FLUTNINGAR Amarflugs á farþegum og vörum milli landa hafa aukist það sem af er árinu. Fyrstu tvo mánuði ársins flutti Amarflug 200,8 tonn af vörum sem er um 61% aukning miðað við sömu mánuði í fyrra, en þá flutti félagið 124,6 tonn. Arnar- flug flutti 2.982 farþega milli landa fyrstu tvo mánuði ársins, en 2.488 á sama tíma í fyrra. Aukningin milli ára nemur 20%. í fréttatilkynningu frá Amarflugi segir jafnframt að í febrúarmánuði hafi félagið flutt 11,6 tonn af vör- um. Aukningin nemur um 61% frá því í sama mánuði í fyrraj en þá flutti félagið 70,1 tonn. Á sama tíma vora fluttir 1.637 farþegar milli landa, sem er 33% meira en í febrúar í fyrra þegar félagið flutti 1.228 farþega. STJÓRNUN VANDVIRKNI 0GGÆÐAMÁLA Vandvirkni og gæði í framleiðslu- og þjónustustörfum er sá þáttur, sem viðskiptavinir leggja hvað mesta áherslu á í dag. Ef ekki er staðið við fyrirheit um gæði vöru og þjónustu eygirfyrirtækiðekki langalifdaga. Áþetta viðum iðnfyrirtæki og þjónustufyrirtæki s.s. banka, flutninga- og verslunarfyrirtæki. Skipuleg stýring, eftirlit, þjálfun og endurskipulagning er nauðsynleg til að ná settu markmiði hvað snertir vandvirkni og gæði, en fyrst og fremst verður að kunna að stjórna samræmingu þessara þátta. Markmið námskeiðsins er að gera þátttakendum grein fyrir grundvallaratriðum ofangreindra þátta, aðferðum til að takast á við verkefni og undirbúa átak í vandvirkni og gæðum fyrirtækja sinna. Námskeiðið fiallar meðal annars um: — Afstöðu til gæðamála — Stöðu fyrirtækis á sviði gæðamála — Gæðaeftirlit, gæðamælingar og gæðaupplýsingakerfi — Mismunandi aðferðir s.s. vandvirkniátak, uppbyggingu gæðakefis og gæðahringa — Hvernig aukin gæði leiða til aukinnar framleiðni og lækkunar kostnaðar — Samskipti innan fyrirtækja og áhrif þeirra á gæðamál og umbætur Þátttakendur: Námskeiðið er ætlað stjórnendum og öllum þeim sem vilja stuðla að betri árangri fyrirtækisins með auknum gæðum þjónustu/framleiðslu. Leiðbeinandi: GunnarH. Guðmundsson, rekstrar- hagfræðingur. Hann er reyndur ráðgjafi á sviði stjórnunar- og gæðamála og Stjórnunarfélag íslands Ánanaustum 15 • Sfmi: 6210 66 Starfsmenn opinberra fyrirtækja og stofnana AÆTLANA- ujjlíl/ og stofnana Það er einkennandi fyrir velferðarsamfélag að þáttur hins opinbera geira er mikill í almennri efnahagsstarfsemi. Hérlendis starfar nú um það bil fjórðungur vinnandi manna hjá ríki, sveitarfélögum og hálf- opinberum stofnunum, samanlögð skattheimta ríkis og sveitarfélaga var um 40% af vergri þjóðarframleiðslu árið 1984. Mikilvægt er út frá sjónarmiði samfélagsins svo ög hinna einstöku stofnana, að ráðstöfun á verðmætum sé í sem mestu samræmi við markmið starfseminnar. Markmið: Markmið námskeiðsins eraö fjalla um áættanagerö sem stjórntæki fyrir forsvarsmenn opinberra stofnana og fyrirtækja til að ná sem bestum árangri í rekstri og stjórnun sinna rekstrareininga. Efni: Fjallaðverðurumnúverandi bókhalds- og áætlanakerfi ríkissjóðs svo og samskipti hinna mörgu aðila við gerð fjárlagatillagna fyrir fjárlög. Einnig verður fjallað um hvernig áætlun og bókhald geti orðið sem virkast stjórnunartæki til að ná settum markmiðum út frá takmörkuðum fjármunum. Lögð verður áhersla á að kynna þátttakendum ýmis hugtök s.s. þjónustustig, kostnaðartegundir og verð á þjónustu. Þátttakendur: Námskeiðiðer ætlað starfsmönnum opinberra fyrirtækja og stofnana sem vinna að stjórnun og áætlanagerð. Aðalleiðbeinandi: GísliArason, rekstrarhagfræðingur. Starfarsem rekstrarráðgjafi hjá Hagvangi hf. og stundakennari við Háskóla Islands. Stjómunarféjag fsjands Ánanaustum 15 ■ Sími: 621066
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.