Morgunblaðið - 05.03.1986, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 05.03.1986, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 5. MARZ1986 AP/Símamynd - Eddy Shah með fyrsta eintakið af hinu nýja dagblaði sínu, Today. Bretland: Nýtt dagblað kemur út með háþróaðri framleiðslutækni London, 4. mars. AP. NÝTT dagblað, Today, kom út á Bretlandi á þriðjudag og markar útgáfa þess tímamót í breskum blaðaiðnaði, því það er fyrsta breska dagblaðið sem að öllu leyti er unnið í tölvum. Útgefendur breskra blaða líta á Eddy Shah, eiganda hins nýja dagblaðs, sem mjög hættulegan keppnaut og bæði Daily Mail og Daily Express svöruðu hinni nýju samkeppni með stórum litmyndum á forsíðum. Today er fyrsta dagblaðið á Bretlandi sem stofnað er í 8 ár af þeim blöðum sem dreift er um allt landið. Það boðar tímamót í hinni miklu tæknibyltingu sem nú er að verða í breska blaðaheiminum, er allt til þessa árs byggði á úreltum framleiðsluaðferðum sem fyrir löngu hafa verið lagðar niður í öðrum iðnríkjum. Hið nýja dagblað er skrifað á tölvur og háþróaðri tækni er beitt við alla vinnslu þess. Fréttum, greinum, myndum og auglýsingum er raðað saman á tölvuskjám en efnið síðan sent milliliðalaust í prentvélar. Hið nýja dagblað þykir vel úr garði gert og litmyndir á síðum þess skýrar. Today er fjórum síðum stærra en samkeppnisblöð þess, Daily Mail og Daily Express, en kostar heldur minna. Samningalotu lýkur í Genf: Lítið þokast í átt til afvopnunar Genf, London, 4. mars. AP. FJÓRÐU lotu í Genfarviðræð- um Bandaríkjamanna og Sovét- manna um takmörkun víg- búnaðar lauk í dag. Fyrirliði sovésku nefndarinnar sagði, að Bandarikjamenn hefðu verið ósamvinnuþýðir en fyrirliði Bandaríkjamanna sagði, að seinagangur i viðræðunum væri Sovétmönnum að kenna. Paul H. Nitze, helsti ráðgjafi Bandaríkjaforseta um afvopn- unarmál, átti í dag fund með fulltrúum bresku stjórnarinnar til að undirbúa svar hennar við síðustu tillögum Sovétmanna um fækkun meðaldrægra kjarnorkueldflauga í Evrópu. Max M. Kampelman, formaður bandarísku viðræðunefndarinnar í Genf, þótti óvenjulega berorður í gagnrýni sinni á sovéska viðmæl- endur sína, þegar hann lét orð falla á þá leið, að þeir hefðu brugðist þeim skyldum, sem fund- ur þeirra Ronalds Reagan og Mikhails Gorbachev hefði lagt þeim á herðar. Hann sagði samn- ingalotuna, sem hófst 16. janúar, skila lýrari árangri en hann hefði vænst, en Bandaríkjamenn létu ekki hugfallast. Hann sagði helst ástæðu til að fagna þeim skrefum, sem stigin hefðu verið til sam- komulags um meðaldrægu flaug- amar í Evrópu. Viktor P. Karpov, fulltrúi Sovétmanna, sagði að Bandaríkjamenn hefðu ekki sýnt neinn vilja til að koma til móts við sovésku tillögumar, sem kynntar hefðu verið í Genf. Meðaldrægo flaugarnar Um svipað leyti og tveggja mánaða hlé á Genfarviðræðunum var að hefjast hitti Paul H. Nitze breska utanríkisráðherrann Sir Geoffrey Howe, sem útskýrði drög að svari Breta við afvopnunartil- lögum Gorbachevs frá 15. janúar sl. Reagan svaraði þessum tillög- um 24. febrúar og hvatti þar til þess, að Sovétmenn og Banda- ríkjamenn hreinsuðu meðaldræg- ar kjamorkueldflaugar sínar á brott frá Evrópu og sovéska hluta Asíu fyrir lok þessa áratugar. Reagan taldi hins vegar margt mæla gegn því, að kjamorkuvopn yrðu þurrkuð út af yfirborði jarð- ar, en Gorbachev vill, að það verði gert fyrir árið 2000. Gorbachev vill að meðaldrægar eldflaugar Bandaríkjamanna og Sovétmanna verði fjarlægðar frá Evrópu á næstu fimm til átta ámm. Bandaríkjamenn vilja ekki takamarka sig við þetta land- svæði, þar sem flaugamar em hreyfanlegar og kæmu því Sovét- mönnum að gagni gegn skot- mörkum í Vestur-Evrópu með skömmum fyrirvara, ef ekki yrði gert annað en flytja þær í Asíu- hluta Sovétríkjanna. Bretar o g Frakkar Sovéski leiðtoginn hefur lagt á það áherslu, að Bretar og Frakkar skuldbindi sig til að endurbæta ekki kjamorkuherafla sinn eða styrkja. I þessu felst einfaldlega krafa um „frystingu“ á kjamorku- vopnum þessara þjóða. Þetta geta ráðamenn þeirra ekki sætt sig við, því að í báðum löndum em uppi ráðagerðir um endurbætur á kjamorkuheraflanum. Bretar hafa í hyggju að eignast fullkomna Trident-eldflaugakaf- báta í stað hinna gömlu Polaris- báta. Samkvæmt hugmyndum Gorbachevs yrðu bresk stjómvöld að falla frá þessum áformum. Talið er líklegt, að Bretar hafni kröfu Gorbachevs um „frystingu" og ítreki, að því aðeins séu þeir tilbúnir til að draga kjamorkuher- styrk saman, þegar risaveldin hafí náð samkomulagi um tak- mörkun vígbúnaðar og fækkað í heijum sínum í samræmi við það. Victor Karpov, Sovétríkjunum, og Max Kampelman, Bandarikjun- um, formenn viðræðunefndarinnar í Genf um takmörkun víg- búnaðar. Við erum flutt á Smiðjuveg 4E götu C (á horni Skemmuvegs) Og opnum í dag kl. 10-16.00 Stærrí og glæsilegri fatalager. Það er mikið af nýjum vörum á okkar lands- fræga lága verði. Opið daglega frá kl. 10—18, laugardaga frá kl. 10—16 og sunnu- dagafrá kl. 14—18. VtSA Smiðjuvegi 4e, c-götu á horni Skemmuvegs. S. 79494. Suður-Afríka: Tilkynnt að neyðar- ástandi verði aflétt Höfðaborg, 4. mars. AP. P.W. BOTHA, forseti Suður- Afríku, lýsti því yfir í dag að neyðarástandinu, sem sett var á til að bijóta á bak aftur ofbeldi og óeirðir í mótmælaaðgerðum gegn aðskilnaðarstefnunni, verði aflétt, a.ö.l. á f östudag. Botha las þessa óvæntu yflrlýs- ingu á þéttsetnu þinginu í Höfða- borg og færði þau rök að máli sínu að ókyrrðin í landinu hefði minnkað það mikið að nú væri aðeins um einstök og einangruð tilvik að ræða. „Ástand mála hefur batnað það mikið að ég sé mér nú fært að gefa bráðlega út yfírlýsingu, vænt- anlega á föstudag, um að neyðar- ástandinu verði aflétt í þeim héruð- um, sem það er enn í giidi," sagði Botha. Sameinuðu þjóðimar hafa fagnað þessari ákvörðun suður-afrískra stjómvalda og svo er um fleiri. Sprengja sprakk í dag í aðal lögreglustöðinni í Jóhannesarborg. Tveir lögreglumenn særðust lítil- lega. Enginn hefur lýst yfír ábyrgð sinni á sprengingunni. Samtökin Amnesty Intemational ætla á morgun, miðvikudag, að skora á suður-afrísk yfírvöld að rannsaka morð á gagnrýnendum stjómarinnar, að taka til athugunar lög þau sem heimila lögreglunni að handtaka menn án heimildar og setja í gæsluvarðhald án réttar- halda, og leggja af lögbann við ferðum svartra. Mannréttindasamtökin ætla að hleypa af stokkunum herferð til þess að binda enda á fangelsanir vegna kynþátta og af pólitískum ástæðum. Einnig ætla samtökin að beijast gegn pyntingum og öðram meintum mannréttindabrotum í Suður-Afríku. Ætlunin er að senda Botha, forseta, bréf þar sem tiltekin era tíu atriði, sem þegar þurfí að hrinda í framkvæmd. Gengi gjaldmiðla London, 4. marz. AP. Bandaríkjadollar féll gagn- vart öllum helztu gjaldmiðlum, að Kanadadollar undanskild- um, í fjörugum viðskiptum á evrópskum peningamarkaði. Brezka pundið hækkaði gagn- vart dollar og kostaði 1,4600 dollara, miðað við 1,4405 dollara í gær. Gengi dollars var annars á þá leið að hann kostaði: 2,2060 vestur-þýzk mörk (2,2253), 1,8715 svissneska franka (1,8822), 6,7750 franska franka (6,8400), 2,4905 hollenzk gyllini (2,5145), 1.497,50 ítalskar lírur (1.514,00) og 1,4235 Kanada- dollara (1,4230). Gullúnsan kostaði í London 337,60 dollara, miðað við 336 dollara í gær, og 337,50 dollara í Ziirich, miðað við 336,50 í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.