Morgunblaðið - 11.04.1986, Síða 2

Morgunblaðið - 11.04.1986, Síða 2
82 HB MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR U. APRÍL1986 ^Fr wM p- ' * HEIÐURSGESTUR ÞINGSINS Maurice Franck, listráðunautur ICD frá árinu 1980, hóf hárgreiðsluferilinn rúmlega sextán ára gamall á hárskerastofu í París. Ári seinna hóf hann störf hjá frægum hárgreiðslumeistara, AlexTonio, og upp frá því byrjaði hann að greiða fyrirsætum stóru tískuhúsanna í París. 1949 gerðist hann svo yfirmaður hárgreiðslustofu Chatham-hótelsins í París og opnaði sína eigin hárgreiðslustofu 1964. ídag rekurhannsvo hárgreiðslustofu á Ritz-hótelinu i París. Franck hefur sérhæft sig í brúðargreiðslum og hefur handbragð hans sést við margar giftingar þekktra aðila, auk þess sem Franck hefur haft á höndum hárgreiöslu ýmissa slíkra aðila burtséð frá brúökaupi. Má þar nefna konur eins og Marléne Dietrich, sem hann greiðir fyrir öll sérstök tækifæri og hefurgert frá '58. Leyndardóminn að réttri hárgreiðslu fyrir rétta konu segir Franck fyrst og fremst vera þennan: Hver kona hefursinn persónulega stíl og verk hárgreiðslumeistarans erað finna út hvernig má heimfæra þann stíl á sem bestan máta. Þ.e. með því að finna út hvaða nýtískulegastur stíll fer best við, yngir konuna, undirstrikar fegurð hennarog eykursjálfstraustið. Og hérá myndunum gefur að líta nokkrar leiðir til þess og á Norðurlandaþinginu verða þærfleiri, en þarverður haldin sérstök sýning frá Maurice Franck, þarsem íslenskarfyrirsæturífrönskum hátískufatnaði sýna hárgreiðslur eftir hann. Á meðal þess sem verðurá sýningunni má nefna rómantíska samkvæmiskjólinn á einni myndinni, en kjóllinn erfrá Ninu Ricci og hefur Franck gert hárgreiösluna við hann sem og annan fatnað frá því tískuhúsi. MORRÆNT MEÐ FRÖNSKU ÍVAFI Af Norðurlandaþingi ICD hárgreiðslusamtakanna á íslandi í sumar og heiðursgestum þess MANNLEG SAMSKIPTI Á ég þetta virkilega skilið? Umkvörtun móður, sem er alveg að missa þolinmæðina með börnin Ef dóttir þín er vön að heilsa þér á morgnana með brosi, ef sonur þinn kveður þig með kossi á kvöldin, ef dóttir þín er ánægð með það, sem hún er að læra, ef sonur þinn er að læra það, sem honum líkar bezt, ef dóttir þín tekur til í herberginu sínu einu sinni í viku, ef dóttir þín býður þér eina töflu, af því að þú þjáist af mígreni, ef sonur þinn spyr þig, hvernig þér gangi í vinnunni, af því að þú ert heldur áhyggjufull á svip, ef dóttir þín fer strax á vorin að gera drög að áætlunum fyrir sumarleyfið, ef sonur þinn er farinn að svipast um eftir sumarvinnu handa sér strax um páskaleytið, ef dóttir þín man eftir því að senda ömmu sinni póstkort, þegar hún er á ferðalagi í sumarleyfinu, ef sonur þinn kemur þér á óvart með svolítilli gjöf á afmælis- daginn þinn, ef dóttir þín gerir fasta áætlun um útgjöld sín og fer eftir henni í einu og öllu, ef sonur þinn lætur þig vita um að hann komi ekki í kvöldmat, ef dóttir þín hefur fyrir sið að slökkva Ijósið í herberginu sínu, þegar hún fer út, ef þér virðist dóttir þín glaðlyndari en þú varst á hennar aldri, ef þér finnst, að sonur þinn sé ánægðari með tilveruna en þú varst á hans aldri . . . Ja, þá er eiginlega óþarfi fyrir ykkur að lesa þessar línur, nema ef vera skyldi, að foreldrar vildu gjarnan renna enn styrkari stoðum undir þá sannfæringu sína, að þeim hafi tekizt afar vel með uppeldi barna sinna. En af því að þaö er svo langt frá því, að allir feður og allar mæður geti hrósað sér af því að þeim hafi tekizt jafn vel til með uppeldi sinna barna eða aö þeirra börn hafi artað sig svona vel, þá ættuð þið, hinir heppnu foreldrar, að hugsa til annarra, miður vel settra foreldra í þessum efnum, og gjarnan vekja athygli þeirra á þessu greinarkorni. Kröfur, kröfur . . . Ég þjáist beinlínis af börnunum mínum — eins og af tannpínu eða af höfuðverk. Það er annars ekki svo auövelt að staðsetja þennan sára verk, en hann er alltaf fyrir hendi, þótt hann komi svo sem ekki í veg fyrir að ég drífi mig framúr á morgnana, fari í vinnuna, tali um aðra hluti, njóti þeirra góðu stunda, sem lífið gefur, viðhaldi skopskyni mínu eftir föng- ,um. En ég finn samt fyrir stöðugri, nagandi óþægindatilfinningu, sem nær að varpa skugga á tilhugsun- ina um, hvað næsti dagur kunni að bera í skauti sér; ömurleg mara, sem eitrar sífellt meir samveru- stundir okkar á heimilinu, eyðilegg- ur öll eðlileg samskipti innan fjöl- skyldunnar, verður þess valdandi, að óhemju tími fer nánast til einsk- is — þessi dýrmæti tími, sem líður svo undra fljótt og ég hefði svo gjarnan viljað nýta betur. Þegar börnin mín voru lítil ásak- aði ég sjálfa mig fyrir að vera ekki nægilega mikið samvistum við þau, þau gerðu kröfu til alls, og enda þótt ég léti þeim mikið í té,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.