Morgunblaðið - 13.04.1986, Page 4
MORfiíINBLM>IÐiSUNNU'DM;iIJK13JAPHÍLía98e
á
Þj óðhagsstof nun:
Mest veltuaukning
í þjónustugreinum
BREYTING veltu í verslun,
þjónustu og' iðnaði á síðasta ári
varð mun meiri en sem nam
almennum verðbreytingum í
fyrra sé miðað við visitölu vöru
og þjónustu, þ.e. veltan jókst
að raungildi.
Mest varð aukningin í þjónustu-
greinum, 8—10%, en um 5% í
smásöluverslun. Miðað við þessar
forsendur varð um 12% samdrátt-
ur í bifreiðasölu og 5% í bygginga-
vöruverzlun. Veltubreyting í iðn-
aði varð svipuð og f smásöluversl-
un, 5—6%. í frétt frá Þjóðhags-
stofnun segir að til samanburðar
megi nefna að síðustu áætlanir
bendi til nálægt 5% aukningar
neyzluútgjalda heimilanna í fyrra.
Þjóðhagsstofnun hefur mörg
undanfarin ár fylgst reglulega
með breytingum heildarveltu í
einstökum atvinnugreinum á
grundvelli söluskattsframtala.
Þessar upplýsingar gefa mikil-
vægar vísbendingar um útgjalda-
þróunina á hveijum tíma og þar
með raunar um framleiðslu í þess-
um greinum. Tölumar sýna heild-
arveltu í hverri grein, þ.e. bæði
þann hluta veltunnar sem er sölu-
skattsskyldur og eins þá veltu,
sem er undanþegin söluskatti.
í meðfylgjandi töflu má sjá
heildarveltu í einstökum greinum
verziunarinnar, þjónustu og iðnaði
á tveimur síðustu árum og hlut-
fallsbreytingu á milli ára.
Morgunblaðið/Emilía
Ásmundur Stef ánsson ræðir árangur f ebrúarsamninganna á þingi Landssambans iðnverkafólks.
„ Arangurinn sýnir að nið-
urfærsluleiðin er fær“
— sagði Ásmundur Stefánsson forseti
ASI í ræðu á þingi Landssambands
iðnverkafólks
„ ARANGURINN á þeim tíma sem
liðinn er frá þvi kjarasamningar
voru undirritaðir í lok febrúar
lofar góðu. Fyrsta mars var
verðlag 0,3% lægra en gert var
ráð fyrir í samningunum, og 1.
apríl var það orðið 0,4% lægra
en við var búist. Þessar tölur
Matthías Á. Mathiesen, utanríkisráðherra, Eamonn Gallagher, skrif-
stofustjóri sjávarútvegsdeildar EB og Halldór Ásgrimsson, sjávarút-
vegsráðherra. --------------
Skrifstofustjóri sjávarútvegsdeildar EB í heimsókn:
Rætt um tollamál og
stofna við Grænland
SAMEIGINLEGIR fiskistofnar
íslands og Grænlands og sala
veiðiréttinda við Grænland, var
meðal þess, sem íslenzkir ráða-
menn ræddu við Eamonn Gall-
agher, skrifstofustjóra sjávarút-
vegsdeildar Evrópubandalags-
ins, í heimsókn hans hingað þessa
dagana. Ennfremur var rætt um
tolla á saltfiski.
„Það eru ákveðin mál, sem hafa
verið til umflöllunar milli íslands
og Evrópubandalagsins í mjög lang-
an tíma,“ sagði Halldór Ásgríms-
son, sjávarútvegsráðherra í samtali
við Morgunblaðið. „Fyrst var það
svo, að EB fjallaði um fískveiðimál-
efni Grænlands og síðan samdi það
við Grænlendinga um ákveðin fisk-
veiðiréttindi. í langan tíma hafa
menn haft áhyggjur af framgangi
sameiginlegra fískistofna okkar og
Grænlendinga, loðnu og karfa.
Grænlendingum er óheimilt að
framselja veiðiréttindi í lögsögu
sinni án þess að bjóða EB þau
fyrst. Þessi atriði hafa verið til
umræðu og um það talað að menn
hittust til að tiyggja sem bezt friðun
og eftirlit með þessum stofnun, en
fyrst og fremst þurfum við að ræða
þessi mál við Grænlendinga.
Tollamáiin eru svo annar hand-
leggur, sem ekki má tengja þessu
máli. Þar eru enn óleyst mál, sem
að sjálfsögðu komu til umræðu, en
engin bein niðurstaða fæst í viðræð-
um sem þessum," sagði Halldór
Ásgrímsson.
sýna að sú nýja leið sem valin
var, að færa niður verðlag í stað
mikilla kauphækkana, er fær,“
sagði Ásmundur Stefánsson for-
seti Alþýðusambands íslands í
ræðu á þingi Landssambands
iðnverkafólks á föstudag, þar
sem hann ræddi um kjarasamn-
ingana 26. febrúar sl., aðdrag-
anda, efni og árangur.
Ásmundur varaði menn við að
halda að þessi góði árangur kæmi
af sjálfu sén „Verkinu lauk ekki
við undirskrift," sagði hann.
„Lækkun á undanfömum vikum
hefur ekki orðið án átaka. Það sýndi
sig að tollalækkun ríkisstjómarinn-
ar á bifreiðum misheppnaðist í
fyrstu atrennu, margir kaupmenn
nýttu sér lækkun heimilistækja til
að auka álagningu sína, þjónustu-
gjöld banka hækkuðu og ýmsilegt
fleira mætti neftia. Það hefur þurft
strangt aðhald og eftirlit til að
hrinda slíkri aðför að samningun-
um. Og í því efni bíður mikið verk
það sem eftir er samningstímans.
Á öllum vigstöðvum er mikið undir
því komið að menn haldi vöku sinni
og reki áróður fyrir því að verðlagi
sé haldið í skefjum. Starf verkalýðs-
félaganna og verðlagsstofnunar
dugir þar ekki til. Almenningur
verður að þroska verðskyn sitt,
hreinlega venja sig á að læra verð
utanað, svo hægt sé að bera það
saman frá einum tíma til annars
og milli verslana. Óðaverðbólga
undangenginna ára hefur haft þau
áhrif að við höfum tapað öllu verð-
mætamati; tökum hugsunarlaust
og af handahófí vörur úr hillum, án
þess að skeyta um verð þeirra. Það
er eitt meginskilyrði þess að sú
tilraun sem gerð var með febrúar-
samningunum heppnist, að þetta
skeytingarleysi almennings um
verðlag sé úr sögunni," sagði Ás-
mundur Stefánsson.
Þingi Landssambands iðnverka-
fólks lauk í gær
Fóðurtollurinn
notaður í niður-
greiðslu áburðar
REKSTRARFRAMLAG ríkis-
ins til Áburðarverksmiðjunnar
í Gufunesi, það er að segja
niðurgreiðsla áburðarins í vor,
verður fjármögnuð að mestu
leyti með þeim hluta fóður-
gjalds sem rennur í ríkissjóð.
Svokallað grunngjald á inn-
fluttar fóðurvörur verður fram-
lengt út árið og mun það skila
um 120 milljónum króna upp í
þær rúmar 170 milljónir króna
sem niðurgreiðsla áburðarins
kostar.
Njótið þess að fara til Benidorm 6. maí í beinu
Gistimöguleikar eru fjölmargir í mismunandi verðflokkum.
Hótel með fæði og íbúðir af ýmsum stærðum. Ósvikið
þriggja vikna frí í spánska vorinu á hvítu ströndinni Costa
Blanca. Pantið tímanlega.
VERÐ DÆMI:
25.700kr.pr. mann. Tveir í studioíbúð.
19.500 kr.pr.mann.Tveir fullorðnir og tvö böm í íbúð.
FERÐA.. C&hIccU
MIÐSTOÐIIM Tccum
AÐALSTRÆTI 9 - REYKJAVÍK - S. 2813 3