Morgunblaðið - 13.04.1986, Síða 23

Morgunblaðið - 13.04.1986, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL1986 að ásókn ríkissjóðs í innlent lánsfé auki eftirspum á lánamarkaði og geri peninga dýrari en ella. „Dæmið er í raun einfalt," bætir hann við: „Hvort vilja menn hærri raunvexti og lægri skatta eða hærri skatta og lægri raunvexti? Ég er þeirrar skoðunar, að almenna skattheimtu eigi ekki að auka.“ — Nú hefur þú hækkað ýmsa sérgreinda skatta, svo sem flugvallarskatt, og gjöld fyrir opinbera þjónustu. Hvemig samrýmist það stefnunni um óbreytta skattheimtu? „Menn verða að vera sjálfum sér sam- kvæmir í því að beina innheimtu opinberra gjalda í þann farveg, að neytendur opin- berrar þjónustu greiði sjálfir sem stærstan hluta af kostnaðinum við hana. Það þarf að gera þetta í ríkari mæli. Til dæmis er eðiilegt, að notendur nýrrar flugstöðvar taki meiri þátt í endurgreiðslu lána vegna hennar en hinir, sem nota stöðina ekki. Bíleigendur eiga að greiða kostnað við Bifreiðaeftirlit ríkisins, en ekki þeir, sem engan bíl eiga.“ Aðhald að eyðslukerfum — Þú hefur sagt, að nauðsynlegt sé að huga að hinum stóm eyðslukerfum í ríkis- rekstrinum. Hvað vakir fyrir þér í þeim efnum? „Með þessu vísa menn til stórra útgjalda- þátta svo sem menntamála og heilbrigðis- og tryggingarmála. Ef ætlunin er að komast hjá stóraukinni skattheimtu er nauðsynlegt að nýta betur Qármagnið, sem rennur til þessara málaflokka. Flestir eru sammála um að það sé hægt. En þetta er flókið verkefni, hér verður ekki beitt neinum að- ferðum, sem kenndar eru við pennastrik. Markmiðið er að komast hjá aukinni skatt- heimtu án þess að minnka félagslega þjón- ustu, nýta fjármuni betur og gera kerfið virkara." — Ennfremur hefur þú kynnt hugmyndir um rammaQárlög. Hvað felst í þeim? „í stuttu máli er hér um það að ræða, að dregið verði úr miðstýringu í ríkisíjármál- um. Ákvarðanir og ábyrgð á ráðstöfun þess fjármagns, sem kemur í hlut einstakra ráðu- neyta, verða í höndum ráðuneytanna án þess að þau þurfi að leita jafn mikið til fjár- málaráðuneytisins og nú er raunin. Fjár- málaráðuneytið ætti þá að geta einbeitt sér meira en nú er að heildarfjármálastjórn. Fagráðuneytin mega ekki verða að einskon- ar framlengingarsnúru fyrir hagsmunahóp- ana. Til þess að koma í veg fyrir það þurfa þau í sumum tilvikum meiri fjárhagslega ábyrgð. Aðhald í rekstri fæst ekki með algjörri miðstýringu. Um þetta gilda ekki önnur lögmál í ríkisrekstri en annars staðar. Veltur á dollarnum í upphafi beindist samtalið að nýgerðum kjarasamningum. Eins og aðrir, sem að þeim stóðu, gerir Qármálaráðherra sér glögga grein fyrir því, að teflt er á tæpt vað. „Dollarinn er það, sem þetta stendur og fellur með,“ sagði hann. Samningamir byggjast á þeirri grundvallarforsendu, að meðalgengi krónunnar haldist stöðugt. „Ég er auðvitað dálítið smeykur vegna skrykkj- ótts gengis dollarans. Þeir, sem gerst eiga að vita, geta ekkert fullyrt um hvert stefnir í þessu efni, þó segjast þeir ekki eiga von á kollsteypu. Þol okkar að þessu leyti ræðst af mörgu, til dæmis því hvemig fisksölu- samningar takast við stóra kaupendur á Bandaríkjamarkaði. Við kunnum að standa frammi fyrir því, að verðlag á innflutnings- vörum hækki en lækki á því, sem við flytjum út. Slík umskipti gætu breytt forsendum samninganna og þá kæmi til kasta úrskurð- amefndar samkvæmt ákvæðum samning- anna. Þótt við verðum að vera við hveiju sem er búnir, er ég sannfærður um að þessi tilraun getur tekist." Halli á ríkissjóði Eftir að samningarnir höfðu verið gerðir skýrði fjármálaráðherra frá því, að halli væri fyrirsjáanlegur á ríkissjóði á næstu árum. Síðan gaf Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, til kynna á fundi mið- stjómar Framsóknarflokksins, að hann myndi ekki þola halla á ríkissjóði og afla bæri nýrra tekna til að brúa hann. „Ég tel líklegt, að halli verði næstu 2 til 3 ár á ríkis- sjóði,“ sagði Þorsteinn, „hann verður reynt að brúa með innlendum lántökum. Ég er því ekki fylgjandi, að almennir skattar verði hækkaðir. A hinn bóginn er nú unnið að alhliða endurskoðun á tekjuöflunarkerfi rík- isins. Hugmyndir um nýtt skattakerfi verða kynntar síðar á árinu. Verði tekin ákvörðun um virðisaukaskatt kemur hann til sögunnar ári eftir að lög um hann hafa verið sam- þykkt. Það, sem skiptir máli er, að hallinn verði jafnaður á nokkrum árum og hann verði fjármagnaður innan lands.“ — Niðurskurður kemur ekki til álita? „Ef átt er við pennastriks-niðurskurð, verður hann ekki í stórum stfl.“ — Stendur það ekki lækkun vaxta fyrir þrifum, að ríkissjóður sækist eftir jafn miklu lánsfé innan lands og raun ber vitni? Er ekki ríkissjóður að spenna vaxtabogann of hátt? „Hallarekstur á ríkissjóði hefur í för með sér, að raunvextir lækka ekki eins mikið og ella." Hér vísar fjármálaráðherra til þess, Þorsteinn Pálsson í skrifstofu sinni í fjár- málaráðuneytinu. (Morgunbiaðia/ói. k. m.) yfirlýstum markmiðum á öðrum sviðum fjár- málastjórnarinnar, er þá ekki unnt fyrir rík- issjóð að afla tekna með því að selja ríkis- fyrirtæki, sem eru arðbær eins og til dæmis Landsvirkjun og Póst og síma? „Ég tel, að bæði þessi fyrirtæki hafi markaðsgildi. Mér finnst sjálfsagt að gerðar séu athuganir á því, hvort unnt sé að selja þau. Þar með er ég ekki að segja, að þau skuli seld, en athuganirnar mætti gera. Það mætti líka setja spumingarmerki við ýmsar ríkisstofnanir eins og Innkaupastofnun og Fiskmatið, svo að dæmi séu nefnd. Þótt ekki sé það þessu skylt, vil ég ekki láta hjá líða að benda á nauðsyn þess, að við vísum ekki erlendri fjárfestingu á bug. ! því efni hef ég til dæmis bent á hlutdeild erlendra banka í rekstri á lánastarfsemi hér.“ Hér er að sumu leyti um verklagsreglur að ræða. Nú þegar hefur verið hafist handa við að kynna þær fyrir einstökum ráðuneyt- um. Ef til vill þarf að grípa til lagasetningar til að koma þessu í viðunandi horf. Þetta tekur sinn tíma og ætlan mín er, að þessi breyting veröi í nokkrum skrefum." Eignaskattar — í kjarasamningunum voru hugmyndir á kreiki um að hækka bæri eignaskatt um 40% til að styrkja fjárhag ríkissjóðs. Hver var afstaða þín til þeirra? „Það er rétt, að hugmyndir voru uppi um þetta, en þær voru aldrei lagðar formlega fyrir okkur ráðherrana. Samningsaðilum var Ijóst, að ég var andvígur þeim. Ástæðan er sú, að menn hafa þegar greitt skatt af þeim tekjum, er gert hafa eignamyndunina mögulega. Og á það er einnig að líta að eignaskipting í þjóðfélaginu er tiltölulega jöfn. Það er því útilokað að ná verulegum tekjum með eignasköttum án þess að skatt- leggja heimili með meðaltekjur." — En er ekki meirihluti fyrir því á þingi, að eignaskattar verði hækkaðir, ef grannt er skoðað? „Framsóknarmenn eru ekki andvígir því, að þessir skattar verði hækkaðir, ekki heldur Alþýðuflokksmenn, sem vilja hækka þá um 300 til 500%, og Alþýðubandalagsmenn hafa ekki verið neinir eftirbátar nýju krata- forystunr.ar um eignaskattshækkanir." — Er þetta eitt af helstu ágreiningsefn- um stjómmálanna um þessar mundir? „Af stóru flokkunum hefur Sjálfstæðis- flokkurinn sérstöðu í þessu efni. Það er ekki nýtt. Afstaðan til eignaskatta hefur lengi skilið á milli íslenskra stjórnmála- flokka.“ — Nú er sparifé skattfijálst en ekki það fé, sem fest er í hlutafé. Er eðlilegt að draga þessi mörk? „Almennt hlýtur það að vera markmið að hafa sem minnstan mun á skattlagningu eftir því í hveiju formi eignirnar eru eða hvernig tekjur falla til. Á hinn bóginn verður að segja það eins og er, að það hefur ekki verið óskynsamlegt að örva sparnað með skattalegum aðgerðum að mínu mati. Við hljótum að leggja höfúðkapp á að efla inn- lendan sparnað. I tíð núverandi ríkisstjórnar hafa verið gerðar breytingar á skattalögum til þess að örva almenning til að kaupa hlutabréf.“ Sala ríkisfyrirtækja — Ef hallinn á ríkissjóði er tímabundinn vegna þess, sem lagt er að ríkinu til að ná Nýting fjárveitinga — I sjónvarpsþætti þar sem rætt var um fátækt á íslandi var Aðalheiður Bjamfreðs- dóttir, formaður Sóknar, þeirrar skoðunar, að ekki væri endilega nauðsynlegt að auka fjárveitingar til framfærslu- og tryggingar- mála heldur væri brýnast að nýta fjármun- ina betur. Ertu sammála þessu? „Ég er þeirrar skoðunar, að það eigi að leita allra leiða til að koma til móts við það fólk, sem býr við þrengstan kost með því að breyta kerflnu því til hagsbóta. Þeir, sem þessu kerfí eru kunnugastir, eins og Aðal- heiður Bjamfreðsdóttir, telja, að fjármunir nýtist ekki sem skyldi. Hér er um viðkvæmt og vandmeðfarið mál að ræða. Löngum hefur verið deilt um skipan þessara mála í stjómmálabaráttunni. Þeir, sem skipa sér vinstra megin við miðju stjórnmálanna, hafa verið þeirrar skoðunar, að allir eigi að sitja við sama borð, ekki beri að mismuna þeim í hag, sem verst em settir. Hugmyndir Aðalheiðar eru allrar athygli verðar. En eins og ég segi er hér um vandasámt mál að ræða, þar sem taka verður tillit til tilflnninga og sýna mannúð, sem sviplaust kerfl gerir þó sennilega seint." Stjórnarsamstarfið Þegar talið snerist að stjómmálabarátt- unni næstu vikur, var Þorsteinn greinilega þeirrar skoðunar, að nú beri þeim, sem sinna landsstjórninni, að láta hinum eftir sviðið, sem beijast í sveitarstjómarkosningunum. Ég leitaði álits hans á þeim ummælum Steingríms Hermannssonar, að hvenær sem er gæti slitnað upp úr stjómarsamstarfinu. Þorsteinn sagði, að þessi ummæli ættu rætur að rekja til vanda innan Framsóknar- flokksins en ekki hins, að einhver einstök ágreiningsefni stefndu stjórnarsamstarfinu í voða eins og sakir standa. „Vinstri armur Framsóknarflokksins verður alltaf hávær og ókyrr, þegar starfað er með sjálfstæðis- mönnum, sömu sögu er að segja um hægri arminn þegar framsóknarmenn em í vinstri stjóm." Raunar hefur það aðeins gerst einu sinni, að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn hafa starfað saman í heilt kjörtímabil, það var í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar á ár- unum 1974 til 1978. Þrátt fyrir ummæli Steingríms Hermannssonar, sem til var vitnað, bendir alit til þess, að ríkisstjórnin stefni að því að sitja út kjörtímabilið, sem lýkur eftir eitt ár. Á hinn bóginn er ljóst, að formaður Alþýðuflokksins og að minnsta kosti Þröstur Ólafsson í Alþýðubandalaginu ganga á eftir Sjálfstæðisflokknum með grasið í skónum. Þorsteinn Pálsson hefur valið þann kost að segjast ætla að leiða Sjálfstæðisflokkinn til næstu þingkosninga án skuldbindingar um samstarf að þeim loknum — á hinn bóginn er hann auðvitað þeirrar skoðunar, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að hafa forystu í ríkisstjórn eftir kosn- ingarnar, hin mikla eftirspum eftir sam- vinnu við sjálfstæðismenn gerir formanni þeirra kleift að setja skilyrði af þessu tagi. Eins og málum er nú háttað telja flestir æskilegt, að framsóknarmenn taki sér frí frá ráðherrastörfum eftir 15 ára setu í stjórnarráðinu. Þorsteinn Pálsson fékkst ekki til að svara neinum spumingum um það, hvort hann vilji fá endurnýjað umboð frá kjósendum, áður en fjárlagafmmvarp fyrir árið 1987 er afgreitt eða lagt fram næsta haust. „í stjórnmálum gildir að taka ákvarðanir á réttum tíma. Og það er ekki tími fyrir slíkar ákvarðanir nú,“ sagði hann að lokum. Bj.Bj.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.