Morgunblaðið - 13.04.1986, Page 28

Morgunblaðið - 13.04.1986, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. APRÍL1986 Plnrgt Útgefandi utl>W»l$i Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Heildarhagsmunir Efnahagskerfið og hefðbund- in samningagerð hafa ekki, eftir að verðbólgan heltók hag- kerfið, fært okkur miklar kjara- bætur." Það er Þröstur Ólafsson, hagfræðingur og framkvæmda- stjóri Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, sem þannig kemst að orði um kjaraþróun síðastliðins áratugar og fram til síðustu samninga. „Langvarandi jafn- vægisleysi, óstjóm og röng fjár- festingarstefna, ásamt óðaverð- bólgu, var langt komin með að eyðileggja hagkerfíð og þar með grundvöll lífskjaranna." Það er fróðlegt að hyggja að þessum orðum, m.a. í ljósi nýgerðra kjarasamninga milli bæjarstjóm- ar Bolungarvíkur og Verkalýðs- og sjómannafélags þar á staðn- um. Launastefna verðbólguáratug- arins, 1971-1983, bitnaði harðast á þeim lægst launuðu. Umsamdar kjarabætur brannu jafnharðan á báli verðbólgunnar. Verðbólgan skekkti samkeppnisstöðu inn- lendrar framleiðslu og gróf undan almennu atvinnuöryggi. Ekki jók það heldur á rekstraröryggi ís- lenzkra atvinnuvega, að innlend- ur peningaspamaður hrandi og atvinnulífið varð sífellt háðará erlendu lánsfjármagni og erlendri vaxtaþróun. Óvissa um verðlags- þróun, jafnvel næstu mánuði, að ekki sé talað um mísseri, setti æskilegri tækniþróun og fram- vindu í atvinnulífinu stólinn fyrir dymar. Hér ríkti nánast stöðnun í atvinnulífi á sama tíma og grannþjóðir tæknivæddust, efldu hagvöxt og almenn lífskjör. Samræmd launastefna réð ekki ferð í heildarsamtökum launa- fólks. Betur settar stéttir komu oft í kjölfar almennra kjarasamn- inga og knúðu fram „viðbótar- vinning" sem oftar en ekki var verðbólguhvetjandi og flýtti fyrir því að eyða umsömdum „kaup- máttarauka". Kristján Thorlacíus, formaður BSRB, fagnar því í viðtali við Morgunblaðið, að lægstu laun hækka töluvert í nýgerðum samningum í Bolungarvík, en hann bætir við: „Þama er verið að vekja upp gamalt launakerfí, sem við voram að afnema og kallað var á tvöfalt launakerfi, því yfirvinna og vaktaálag miðast við þá Iaunaflokka sem greitt er eftir samkvæmt mun lægri töxt- um.“ Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ, segir um sama efni: „Þetta er samningur af gamla taginu, samningur sem byggir á miklum kostnaðar- hækkunum sem velt er yfir á aðra. Við höfum lagt það til grandvallar að semja um vaxandi kaupmátt og hjaðnandi verðbólgu og erum staðráðnir í því að fylgja þeim samningum eftir." Þröstur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Dagsbrúnar, segir í áður tilvitnaðri grein: „Til lengdar era fáar kjarabæt- ur láglaunafólki drýgri en stöðugt efnahagslíf með lítilli verðbólgu og nægri og traustri vinnu. An gjörbreyttrar efnahagsstefnu stefndi hinsvegar í mikla kjara- rýmun." í nýjustu heildarsamningum var þeim tilmælum beint til sveit- arfélaga að lækka útsvör og halda verðlagningu á hvers konar þjónustu í skefjum. Hætt er hins- vegar við að sveitarfélög almennt geti ekki gengið þann veg sem gert er í Bolungarvíkursamning- unum án þess að sækja „útgjalda- aukann" í vasa skattgreiðenda í einni eða annarri mynd. Að því leyti ganga umræddir samningar á skjön við samstöðu nýgerðra heildarsamninga; samstöðu, sem miðaði að því að ná verðbólgu niður á svipað stig og í grann- og samkeppnislöndum og tryggja stöðugleika og jafnvægi í ís- lenzku atvinnu- og efnhagslífi. Vonandi tekst þó að forða því að þessi mál fari úr böndum á nýjan leik með afleiðingum sem við þekkjum af dýrkeyptri reynslu. Samátaki til hjöðnunar verð- bólgu og nýsköpunar atvinnulífs þarf helzt að fylgja heildstæð Iaunastefna, sem tryggir betur hag hinna verst settu í þjóðfélag- inu og gerir ráð fyrir eðlilegu launabili milli starfsgreina, eftir menntunarkröfum viðkomandi starfa, ábyrgð, sem þeim fylgir, og þýðingu þeirra fyrir þjóðar- búskapinn og heildarhagsmuni. Hingað til hafa samningsaðilar, þar á meðal heildarsamtök laun- þega, skorast undan því að setja fram slíka launastefnu. Fyrirbyggjandi heilsuvernd Almenningur er smám saman að gera sér grein fyrir per- sónulegri ábyrgð hvers og eins varðandi eigin heilbrigði og vel- ferð. Andlegt og líkamlegt heil- brigði er lykilatriði í velferð ein- staklinga. Neyzluvenjur, líkams- rækt, innræti og viljastyrkur einstaklinga era ekki sízt hom- steinar að hamingju þeirra - og fyrirbyggjandi heilsuvömum. Ymis konar Qöldasamtök sinna og ómetanlegu hlutverki í fyrir- byggjandi heilsuvemd. Eitt þeirra, Krabbameinsfélag ís- lands, hefur nú landssöfnun undir kjörorðinu „Þjóðarátak gegn krabbameini - þín vegna". Morg- unblaðið hvetur af því tilefni landsmenn til að gegna skyldu- kalli. ftir því, sem hlutur fjöl- miðla hefur orðið meiri í þjóðlífí okkar hafa umræður um vinnu- brögð þeirra og frétta- frásagnir aukizt. Það er vel vegna þess, að fjölmiðlar og starfsmenn þeirra þurfa aðhald. Það er bæði gagnlegt og lærdóms- ríkt að kynnast sjónarmiðum lesenda á meðferð frétta af einstökum atburðum. Þess vegna er það út af fyrir sig fagnaðar- efni fyrir ijölmiðla að fá sterk viðbrögð frá lesendum eða áhorfendum og áheyr- endum. Fréttaflutningur Morgunblaðsins af flugslysinu í Ljósufjöllum hefur bersýni- lega vakið miklar umræður meðal lesenda blaðsins. Það má marka af þeim fjölda fólks, sem hefur séð ástæðu til að hringja í forráðamenn blaðsins til þess, í flestum tilvikum, að láta í ljósi vanþóknun á frétt- um blaðsins um þennan sorglega atburð eða koma á framfæri hófsamri gagnrýni á ýmsa þætti í þessum fréttum. Morgun- blaðið sér ástæðu til að skýra frá þessu hér á þessum vettvangi, rekja efni þeirrar gagnrýni, sem blaðið hefur orðið fýrir og skýra þau sjónarmið, sem liggja að baki fréttaskrifum blaðsins um þetta hörmulega slys. Kannski má segja, að bréf, sem annar ritstjóri Morgunblaðsins fékk frá nafn- greindum einstaklingi í höfuðborginni lýsi vel þeim tilfínningum, sem hafa komið fram hjá mörgum þeirra, sem hafa hringt og lýst skoðun sinni á fréttunum. í bréfi þessu segir m.a.: „Nú geri ég ráð fyrir að þú, sem skáld og rithöfundur, gerir þér grein fyrir hvílíkur vandi það er að lýsa harmi þess er misst hefur náinn ástvin. Það er ef til vill einhveijum unnt, en ég leyfí mér að efast að nokkur á ritstjóm Morgunblaðsins sé þess umkominn. Þess vegna og af mörgum öðram ástæðum fínnst mér þessar greinar í Morgunblaðinu í dag vera smekkleysa, svo ekki sé sterkar að orði kveðið, og ég vona að þetta sé ekki tákn um hvert íslenzk blaðamennska stefnir." Það er ekki venja Morgunblaðsins að vitna í nafnlaus bréf. Þó skal það gert af þessu tilefni. í bréfi, sem ritstjóm blaðsins barst frá húsmóður í Garðabæ, sem ekki lætur nafns síns getið, segir m.a.: „Ég lýsi megnustu andúð minni í garð ykkar frétta- manna hjá Morgunblaðinu í sambandi við fréttir og myndir af flugslysinu. Allar þessar myndir — fyrir hvem era þær? Fyrir nánustu ættingja hinna látnu — eða hvað? Viðtal hinna slösuðu við björgunar- menn, er leyfilegt að birta það, menn stórslasaðir og kannski varla og ekki með sjálfum sér . . . Ég var ein af þeim mörgu, sem beið allan laugardaginn og alla nóttina eftir fréttum af þessu hörmu- lega slysi, með foreldram, unnustu og stór- um systkinahópi, ásamt mökum, þetta var vægast sagt Iangur og erfíður tími. Fjöl- miðlar ættu ekki að gera í því að skrifa um slík slys — sem um sé að ræða — æsifrétt. Munið að eftirlifandi ættingjar eiga um sárt að binda, þið ættuð að setja ykkur í spor þeirra meira en gert er, hver verður næstur, það veit enginn." Ef reynt er að bijóta til mergjar þá gagnrýni, sem borin hefur verið fram á ritstjóm Morgunblaðsins af þessu tilefni síðustu daga má segja að hún felist í eftir- farandi athugasemdum: Fyrsta: Morgun- blaðið er að „velta sér upp úr“ og „smjatta" á þessu sorglega slysi. Annað: Oviðeigandi er að segja frá ummælum annars þeirra, sem komst lífs af við björgunarmenn á leiðinni frá slysstað. Þriðja: Með svo ná- kvæmum frásögnum er gengið of nærri aðstandendum. Fjórða: Uppsláttur á for- síðu er í æsifréttastíl. Fimmta: Endurtekn- ing á viðtali, sem að hluta birtist á forsíðu á bls. 2 er ekki við hæfi. Sjötta: Ekki á að birta svona margar myndir af sjálfum slysstaðnum. Sjöunda: Óviðeigandi er að birta svo nákvæmar fréttir og viðtöl, svo fljótt eftir slysið. Áttunda: Blaðamenn Morgunblaðsins læðast inn á sjúkrastofur í óleyfí. Níunda: Morgunblaðið er að reyna að auka sölu sína. Því er ekki að Ieyna að þessi viðbrögð lesenda, sem vora það útbreidd að þau gátu ekki verið takmörkuð við afmarkaðan hóp, komu forráðamönnum Morgunblaðsins gersamlega í opna skjöldu. Ástæðan er fyrst og fremst sú, að blaðið hefur beitt nákvæmlega sömu vinnubrögðum og nú, þegar önnur stórslys hafa orðið og þá hefur sú gagnrýni ekki heyrzt, sem nú hefur komið ffarn. Hitt er auðvitað alveg ljóst, að þessar athugasemdir verða rit- stjóram og blaðamönnum Morgunblaðsins mikið íhugunarefni og eiga eftir að leiða af sér umræður innan blaðsins um fagleg vinnubrögð þegar slíkir atburðir verða. Hér á eftir verður gerð grein fyrir afstöðu ritstjómar Morgunblaðsins til þessarar gagnrýni. Erfitt hlutskipti Það er erfitt hlutskipti fyrir blöð og blaðamenn að þurfa að fjalla um atburði á borð við þann, sem varð í Ljósufjöllum sl. laugardag. Blaðamenn era ekkert öðru- vísi en annað fólk. Þeir taka slíka hörm- ungaratburði nærri sér og eiga stundum erfitt með að vinna þau verk, sem starf þeirra krefst við slík skilyrði. Morgunblaðið lítur á það sem óhjákvæmilegt hlutverk blaðsins, sem ekki verði undan vikizt, að segja frá slysum sem þessum. Það er nú einu sinni verkefni fréttamiðils að skýra frá því, sem er að gerast í umhverfí hans, hvort sem það era góðar fréttir eða váleg tíðindi. Blaðið hefur jafnan leitazt við að skýra frá sorgaratburðum á þann veg, að hinum látnu sé sýnd fyllsta virðing um leið og rækilega er skýrt frá þeim krafta- verkum, sem oft verða, þegar fólk kemst með einhveijum óskiljanlegum hætti lífs af. Fjölmörg dæmi mætti nefna um svipuð vinnubrögð og nú. Lýsingar þeirra sem hafa komizt af hafa jafnvel verið drastí- skari en nú án þess ástæða sé til að riija þær upp til að minna á það af gefnu til- efni. Én þær era merk söguleg heimild margar hveijar og í samræmi við íslenzka hefð þótt leiðarahöfundur Þjóðviljans hafi á því aðra skoðun í blaði sínu í gær. A þeim bæ sitja miskunnarlaus og oft per- sónuleg stjómmálaskrif í fyrirrúmi en síður blaðamennska í venjulegum skilningi Þeir, sem fylgzt hafa með Morgun- blaðinu áram og jafnvel áratugum saman, vita, að blaðið „veltir sér“ ekki upp úr sorgaratburðum og „smjattar" ekki á þeim. Það er ósanngjöm gagnrýni eins og blaðið sjálft frá degi til dags er til vitnis um. Sú athugasemd, að ekki eigi að segja frá því, sem þeir, sem komast lífs af kunna að segja við björgunarmenn sína er auðvit- að umhugsunarverð. En því er til að svara í fyrsta lagi, að það hlýtur að eiga erindi til almennings, ef það vitnast, hvað raun- veralega gerðist, þegar svo hörmulegt slys bar að höndum. í öðra lagi er athyglisvert, að slíkar frásagnir birtust t.d. hér í blaðinu þegar Flugleiðaþotan fórst árið 1978 á Sri Lanka og vora þá engar athugasemdir gerðar, þótt íslendingar ættu hlut að máli, sem að sjálfsögðu áttu aðstandendur hér á landi. Spyija má, hvort það sé ekki rétt- mæt gagnrýni, að gengið sé of nærri aðstandendum með slíkum frásögnum. Það er einnig umhugsunarefni en auðvitað getur ekkert gengið nær þeim en atburður- inn sjálfur. Og oft er það nú svo, að fólki fínnst þrátt fyrir allt betra að vita hvað gerðist en lifa í óvissu um það alla tíð. Um þær athugasemdir að það beri keim af æsifréttamennsku að birta fréttir um slysið í Ljósufjöllum á forsíðu er það að segja, að það var fréttamat ritstjómar Morgunblaðsins að slys þetta væri svo hrikalegt og afdrifaríkt að það ætti hvergi heima nema á forsíðu blaðsins. Þessi gagmýni hefur einnig komið á óvart vegna þess að oft áður hafa fréttir um stórslys birzt á forsíðu blaðsins. Raunar er það fost regla, þegar um svo alvarlega atburði er að ræða. Þannig birtist t.d. fréttin um Helliseyjarslysið og björgun Guðlaugs Friðþórssonar á forsíðu svo og fréttin um flugslysið á Sri Lanka án þess að at- hugasemdir væra gerðar. Auðvitað er það matsatriði, hvort viðtalið við Pálmar Gunn- MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. APRÍL 1986 29 M ‘■iDl'II YfjrÍOOJátnir i flugHlnKÍnn tSri l.anka: Flugstjórinn gaf hreyflunum fullt afl rétt fyrir flugslysið Þau fórust i flugslysinu arsson hefði átt að birtast á forsíðu blaðs- ins. Ástæðan fyrir því, að það var gert var einfaldlega sú, að frásögn hans er svo einstæð að hún flokkast undir heimsfréttir. Með rökum má gagnrýna Morgunblaðið fyrir tvítekningu á sumum hlutum við- talsins á bls. 2. Erfítt var að koma öllum textanum fyrir á forsíðu. Þess vegna var kjami viðtalsins tekinn þar en viðtalið í heild sinni birt á bls. 2. Astæðan fyrir því að það var birt á bls. 2 en ekki inni í blaðinu var einfaldlega sú, að það var tekið seint um kvöld og búið var að loka öllum öðram síðum blaðsins. Um þær athugasemdir að ekki hafí átt að birta ítar- legar fréttir og viðtöl svo fljótt og nær- myndir af slysstað, er það að segja, að það er einfaldlega hlutverk dagblaðs að birta fréttir strax. Með því er ekki sagt, að Morgunblaðið birti allt, sem það veit um atburði á slysstað, eða hvaða myndir sem er. Þvert á móti era myndir af slys- stað jaftian valdar af mikilli varkámi til þess að með engu móti sé hægt að segja, að smekkleysi hafí ráðið vali mynda. Sú ásökun að Morgunblaðið geri mikið úr slysafréttum til þess að auka sölu er fárán- leg. Morgunblaðið þarf ekki á því að halda. Loks hefur því verið haldið fram, að blaða- maður og ljósmyndari Morgunblaðsins hafi læðst í leyfisleysi inn á sjúkrastofu á sjúkrahúsi. Þetta er ósatt. Það kemur aldrei til greina af Morgunblaðsins hálfu að stunda slík vinnubrögð. Sú spuming var borin fram að þessu sinni eins og svo oft áður, þegar fólk lifír af stórslys með undraverðum hætti, hvort viðkomandi vildi veita Morgunblaðinu viðtal. Þessari spum- ingu var beint til læknis á vakt, sem tók að sér að bera hana undir hinn slasaða. Pálmar Gunnarsson féllst á að skýra les- endum Morgunblaðsins frá einstæðri lífs- reynslu sinni. Læknir á vakt samþykkti það fyrir sitt leyti. Það er hins vegar mál, sem blaðinu er óviðkomandi, ef ágreining- ur er meðal starfsmanna sjúkrahússins um þessa ákvörðun. Morgunblaðið fór í einu og öllu rétt að í þessu tilviki. Eins og af þessum skýringum má sjá telur Morgunblaðið að löng hefð sé fyrir þeim vinnubrögðum, sem blaðið hefur beitt að þessu sinni. Þeim mun meiri umhugsun veldur sú gagnrýni, sem hér hefur verið frá skýrt og vekur t.d. upp þá spumingu, hvort fólkinu í landinu þyki nálægð fjöl- miðlanna vera orðin óþægilega mikil. Við þeim spumingum fást út af fyrir sig engin svör en þær hljóta að verða til áfram- haldandi íhugunar. Sri Lanka og Hellisey Hér að framan hefur afstaða Morgun- blaðsins nokkuð verið rökstudd með tilvís- un til fréttaflutnings blaðsins af flugslys- inu við Sri Lanka í nóvember 1978 og sjó- slysinu við Vestmannaeyjar, þegar Hellisey fórst, en Guðlaugur Friðþórsson bjargaðist með stórkostlegum hætti, sem vakið hefur heimsathygli. Ástæða er til að fara nokkr- um orðum um fréttir blaðsins í þeim tilfell- um tveimur. Fyrsta frétt Morgunblaðsins af flugslys- REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 12. apríl W HlltlR MKf> I StPNA Íl'RÚrrAHI.Af>t HaratdSnwholm i HamtalividMorpunblalUA: ,Jtankaði við mérklemmdur urniir Iré og eldtungurnar teygðu nig að mér” Rændu ferju áBosporus SjeÍíöiurin 3 !tlorgimMat>íí> JL j (Hnikrt J'flfewMtw „Svo synti ég aftur inn í brimgáröinn á ftillri ferÖ“ ytifHkw X Gæti leitt tii verulegr- r ar orkuverftshækkunar Sandey er kom- in á réttan kjöl „Sjálfvírkur búnaður htiföi bjargaö þrvmur J „iiröw’ v Ug í:fs- > reynsta " JllorðunþlatJíí) .„í/aðtir truði t þnekkiað “ iKaðurnm tifivuti" Héttum stund aðþetta oœri rondur draumur tW niW • * •arnai «iaau«' ,jfif tiujpiaði bara uœ það eitt að losa mig ur nótinni” ..RwfY’iai* v.rkr»ti*4«-x,“ -sn-a. '.ailirtnn „Þeir hentu mer í sandhrúgu ’* ^ Uwr \ V I Mjun KT»« «1 Flugvélin nötraði og kasfeiðist til í loftinu Einn bjargaðist, en fjórir menn fórust með Hellisey -Sintí. H*tUl“ var ukAiI þoxs ftrsta wni (óuV Inugur lYióþiirsnut sagrti er hnnunt haföt « ótrulegan hátt tekizt art komast aö landi og brjóta.st yfír tiflA hraunió til byscta Þiýsti baniinu að mer og reyndi að verja konmia mína ar iruft* kjarw- wiutitnuw Hér birtast nokkrar myndir af forsíðum og baksíðum Morg- unblaðsins með frásögnum af þremur stórslys- um, flugslysinu á Sri Lanka 1978, ' Helliseyjarslysinu við Vestmanna- eyjar 1984 og flugslysinu í Ljósufjöllum nú. Myndirnar eru birtar í tilefni af umræðum um fréttaflutning Morgnnblaðsins af slysinu í Ljósu- fjöllum. Þær sýna að vinnubrögð eru hin sömu í þessum þremur tilfellum og mörgnm öðrum, s.s. í Pelagus-slys- inu við Ejjar og þegar Léttir S.H. 175 sökkútaf Snæfellsnesi, systkin björgnð- ust en faðir þeirra fórst. inu á Sri Lanka birtist á forsíðu blaðsins hinn 17. nóvember 1978. í þeirri frétt var vísað til samtals, sem íslendingur átti við einn þeirra íslendinga, sem komst lífs af úr flugslysinu með sama hætti og í fyrstu frétt Morgunblaðsins af slysinu í Ljósufjöll- um var vísað til samtals milli björgunar- manns og annars þeirra, sem komst lífs af. Þennan sama dag birtist á forsíðu mynd af einni íslenzku flugfreyjanna, sem komst af, ásamt myndum af þeim íslend- ingum, sem fórast. Sama dag birtist á miðopnu blaðsins ítarleg fréttafrásögn frá AP-fréttastofunni, þar sem sumir þeirra, sem komust af lýstu því, sem gerðist um borð í vélinni þegar slysið varð. Við lestur þeirra lýsinga nú kemur í ljós, að þær era í sjálfu sér jafn nákvæmar og þær frásagn- ir, sem Morgunblaðið hefur birt af flugslys- inu í Ljósufjöllum. Daginn eftir birti Morg- unblaðið enn lýsingar sjónarvotta á því hver aðkoman var á slysstað, sem era mun afdráttarlausari en nokkuð, sem birzt hefur hér í blaðinu undanfarna daga. Þriðjudaginn 21. nóvember birti Morgun- blaðið svo viðtöl við nokkra þá íslendinga, sem komust lífs af úr slysinu á Sri Lanka. Þá var blaðamaður Morgunblaðsins kom- inn á staðinn. Lýsingar þessara íslendinga á því sem gerðist vora mjög nákvæmar. Við lestur þessara frétta nú nær 8 áram síðar vaknar sú spuming, hvers vegna sú gagnrýni, sem upp kemur nú á fréttafrá- sagnir af þessu tagi, kom ekki fram þá. Lýsingar eru a.m.k. jafn nákvæmar ef ekki enn afdráttarlausari. Er ástæðan sú, að þetta slys gerist í mikilli fjarlægð frá íslandi og áhrifin verða önnur, þótt Islend- ingar eigi hlut að máli, sem eiga aðstand- endur hér? Morgunblaðið birti fyrstu frétt sína af sjóslysinu við Vestmannaeyjar, þegar vél- báturinn Hellisey fórst þriðjudaginn 13. marz 1984 og þá á forsíðu, en báturinn fórst á sunnudagskvöldi. Föstudaginn 16. marz birti blaðið svo ítarlegt viðtal við Guðlaug Friðþórsson, að vísu ekki á forsíðu heldur á miðopnu. Hins vegar var hálf baksíðan lögð undir stutta frásögn af kjama þess, sem Guðlaugur sagði í þessu viðtali ásamt mynd af honum á sjúkrahúsi. Morgunblaðið leggur forsíðu og baksíðu að jöfnu sem fréttasíður, þannig að frá blaðsins sjónarmiði séð er nákvæmlega enginn munur á meðferð þessara tveggja frétta. í þessu viðtal lýsti Guðlaugur ná- kvæmlega því, sem gerðist um borð þegar báturinn sökk og hver eftirleikurinn varð. Ef miðað er við slysadaginn birtist viðtal þetta degi síðar en viðtalið við Pálmar Gunnarsson. Frásögn Guðlaugs er í öllum atriðum jafn nákvæm. Engar athugasemd- ir vora gerðar við þetta viðtal þá. Þó fórast fjórir ungir sjómenn í því slysi, sem áttu að sjálfsögðu aðstandendur hér. Er ástæðan fyrir þessum mismunandi viðbrögðum sú, að í öðra tilvikinu verður slysið í fjarlægri heimsálfu og þess vegna ekki eins nálægt okkur, þótt Islendingar eigi hlut að máli, en í hinu tilfellinu sú, að fólki þyki flugslys hryllilegri en sjóslys? Nauðsynlegar umræður Kannski finnst einhveijum, að það sé of langt gengið af hálfu Morgunblaðsins að efna til umræðna af því tagi, sem hér er gert. En ritstjórar blaðsins telja það nauðsynlegt. Morgunblaðið vill ekki sópa undir teppi þeim athugasemdum, sem all- margir einstaklingar hafa gert við frétta- flutning blaðsins undanfama daga,en að sjálfsögðu era þeir hverfandi miðað við þær tugþúsundir sem fá blaðið i hendur. Með þessum umræðum hér í Reykjavíkur- bréfí og áður í leiðuram vill blaðið sýna að það hlustar á þessar athugasemdir, íhugar þær, skoðar fyrri vinnubrögð í svipuðum tilfellum, horfír í eigin barm og spyr, hvort eitthvað hafí farið úrskeiðis. Nábýlið í okkar fámenna samfélagi veldur því auðvitað, að fjölmiðlum er meiri vandi á höndum hér en víða annars staðar. Hvað eftir annað gera menn þær athuga- semdir við blaðaskrif og fréttaflutning rík- isfjölmiðla að gengið sé of nærri einkalífi fólks. Blaðamenn eiga að ræða þetta í sín- um hópi. Starfsmenn á ritstjóm Morgun- blaðsins hafa að sjálfsögðu gert það. Þótt flestir sem við fréttaskrif starfa séu á einu máli um vinnubrögðin era þeir til á ritstjóm Morgunblaðsins sem era á öðra mál. Hjá því verður ekki komizt i samfélagi ólíkra einstaklinga. En ábyrgðin hvílir að sjálf- sögðu á herðum ritstjóranna einna. Blaðamennska er harður skóli. Hún fjallar um mannlífið og á að vera mennskt starf eins og orðið bendir til. Fréttamenn Morgunblaðsins gera sér það ljóst þótt meðalhófíð sé vandratað eins og oft vill verða. Starf blaðamannsins er unnið fyrir opnum tjöldum. Það er umræðuefni. Það er eldur sem menn herðast í. Það tekur oft á taugamar.það nístir oft hjartaræ- tumar.Blaðamenn era oft berskjaldaðir gagnvart þeim sem þurfa ekki að standa í þeirra sporam og skila verkefnum refja- laust dag hvem. En dagblöð eiga að vera eins öragg heimild og unnt er. Þau eiga að hafa þrek til að skýra undanbragðalaust frá stað- reyndum, sérstaklega ef hægt er að læra eitthvað af þeim. Óryggi í flugi er nú til umræðu vegna skrifa Morgunblaðsins. Tíu slys á littum vélum þar sem nær þrír tugir manna hafa farizt hér á landi á hálfum áratug er íhugunarefni og ógnvekjandi staðreynd. Mildar tækniframfarir hafa stundum leitt til stórslysa. Sízt af öllu höfum við náttúrana í hendi okkar, hvað sem allri tækni líður. Fjölmiðlamir era oft boðberar válegra tíðinda. Kannski er það enn svo, að sendiboðamir verða hengdir fyrir að flytj a þungbærar fréttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.