Morgunblaðið - 13.04.1986, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL1986
33
Þráinn Sigurðs-
son - Minning
Fæddur 23. ágúst 1911
Dáinn 25. mars 1986
Kvöld eitt sumarið 1929 gekk
ungur Hafnfirðingur suður á
íþróttavöll á Melunum í Reykjavík.
Hann var nýfluttur í bæinn. Þar sá
hann nokkra pilta á æfingu f fót-
bolta. Þjálfari liðsins bauð honum
að taka þátt í æfingunni og bretta
upp buxnaskálmamar. Þar með
hófst langt og gifturíkt starf hans
fyrir Knattspymufélagið Fram.
Þetta var Þráinn Sigurðsson, sem
fæddur var í Hafnarfirði 23. ágúst
1911, sonur Sigurðar Ámasonar
kaupmanns þar í bæ og konu hans,
Sigurlínu Helgadóttur. Börn þeirra
vom þrír drepgir. Auk Þráins Ámi
og Halldór. Ámi er nú einn eftir á
lífí. Móðir Þráins andaðist er hann
var 3 ára gamall og fór hann þá í
fóstur til móðurömmu sinnar, Sig-
ríðar Jónsdóttur, og ólst upp hjá
henni til fullorðinsára.
Þráinn nam klæðskeraiðn í
heimabæ sínum og starfaði við þá
iðn alla sína ævi að meira eða minna
leyti. Hann var í mörg ár yfirklæð-
skeri hjá klæðaversluninni Gefjuni
hér í borg er var til húsa í húsi
Hótels íslands á homi Austurstræt-
is og Aðalstrætis en það hús brann
til kaldra kola eins og kunnugt er.
Á þessum tíma var það siður að
drengir fengu sín fyrstu jakkaföt
þegar þeir fermdust ef hagur for-
eldra var slíkur að það væri unnt.
Mörg jakkafötin saumaði Þráinn á
þessa ungu drengi og var jafn
natinn við að máta á þá eins og
eldri borgara bæjarins sem versluðu
í Gefjun á þessum tíma.
Þráinn kvæntist 14. júlí 1936
Guðnýju Þórðardóttur sem var dótt-
ir Þórðar frá Hjalla er var kaup-
maður hér í borg og verslaði við
Laugaveginn eins og margir eldri
menn muna eftir. Þau eignuðust
einn son, Ævar, er fæddist 20.
nóvember 1941.
Fjölskyldan fluttist til Bandarílg-
anna haustið 1950 og bjó þar sfðan.
Guðný andaðist 27. maí 1976 en
Ævar sonur þeirra býr ennþá í
Bandaríkjunum og starfar þar við
bókhalds- og endurskoðunarstörf.
Þráinn kvæntist aftur eftirlifandi
konu sinni, Dorothy, er var stoð
hans og stytta í erfiðum veikindum
hans síðustu árin. Þráinn starfaði
við iðn sína áfram eftir að hann
flutti til Bandaríkjanna, bæði sem
yfirklæðskeri hjá stómm fataversl-
unum og síðan hjá eigin fyrirtæki
við góðan orðstír.
í upphafi þessarar greinar er
því lýst með orðum hans sjálfs
hvemig það bar að að hann gerðist
félagi f Fram. Fyrsta staða hans í
liðinu var bakvarðarstaða og stóð
hann þar við hlið Ólafs heitins
Kalstad, sem var stoð og stytta
liðsins og einn af máttarstólpum
Lögum
kostnaðar-
hlut
útgerðar
Sfjómarfrumvarp um sérstak-
an kostnaðarhlut útgerðar varð
að lögum, er það var samþykkt f
neðri deild Alþingis í gær.
Frumvarpið var flutt í tengslum
við ákvörðun fískverðs, en við
ákvörðun þess fyrir tímabilið 1.
febrúar 1986 til 31. maí 1986 var
við það miðað, að kostnaðarhlutur
útgerðar utan skipta lækkaði um
2 '/2% við landanir innanlands, en
1% þegar fiskiskip selur afla sinn í
erlendri höfn, og aflahlutir sjómanna
hækkuðu sem því svaraði.
Um þessar breytingar var ekki
ágreiningur í Verðlagsnefnd sjávar-
útvegsins og stóðu fulltrúar bæði
sjómanna og útvegsmanna að
ákvörðuninni.
Fram, bæði á leikvelli og í félagslífi
á þessum ámm. Sumarið eftir tók
hann við stöðu markvarðar og þá
stöðu lék hann í níu ár eða allt til
ársins 1938.
Þetta tímabil var kallað „Við-
reisnartímabilið" en allt starf fé-
lagsins hafði verið í miklum öldudal
um margra ára skeið. Þegar hann
hætti í markinu tóku við ýmis störf
fyrir félagið og knattspymuna hér
í borg, því hann var dómari um
margra ára skeið og var virtur og
góður dómari að mati þeirra sem
hann starfaði með. Þá tók hann að
sér þjálfunarstörf í eldri flokkum
félagsins um skeið og var kosinn
formaður félagsins 1943. Gegndi
hann þeirri stöðu samfleytt til 1946
og aftur var hann kosinn formaður
1948.
Á þessum ámm er hann var
formaður var mikill kraftur í félags-
starfinu. Félaginu hafði verið út-
hlutað lóð undir íþróttasvæði fyrir
neðan Sjómannaskólann og var þá
hafist handa við að ryðja fyrir
knattspymuvelli og byggja félags-
heimili. Stórhugur forystumanna
félagsins á þessum ámm hafði ráðið
meiru um að ráðist var í þessar
framkvæmdir en að efni.stæðu til,
því íþróttafélög em að jafnaði ríkari
af áhuga og hugsjónamönnum en
affé.
Þráinn var einkar laginn við að
glæða félagsandann og standa fyrir
ýmsum aðgerðum til þess að safna
fé í félagssjóðinn. Það var t.d. efnt
til dansleikja í Alþýðubrauðgerðar-
salnum og víðar og einnig kom
hingað á vegum félagsins breskur
töframaður er lék listir sínar í
Reykjavík og nágrenni. Þetta og
margt fleira varð til þess að mikið
líf færðist í félagið.
Þá var það mikil lyftistöng öllu
félagsiífi þegar stofnaður var
kvennaflokkur innan félagsins árið
1944. Guðný, kona Þráins, var ein
af aðaldriffjöðrum þess að slíkt var
gert og stóð hún við hlið manns síns
í öllum undirbúningi þar til þau
fluttu af landi brott og átti þátt í
því að stúlkumar vom um margra
ára skeið ósigrandi í þessari grein.
Eins og áður segir fluttu Þráinn
og fjölskylda hans af landi brott
haustið 1950. Var það mikill missir
fyrir allt félagsstarfið, er það missti
hinn dugmikla forystumann úr
starfi. Hugur hans var alltaf hjá
„gamla góða Fram" og alltaf var
spurt frétta um gang mála hjá fé-
laginu þegar haft var samband við
ættingja og vini hér heima.
Þráinn kom nokkmm sinnum
heim til íslands í stuttar heimsókn-
ir. Síðast kom hann hingað um
sumarið 1984 er ég hitti hann með
vini sínum og félaga, Gunnari Niel-
sen.
Hann hafði orðið fyrir áfalli 1980
en þá blæddi inn á heilann og orsak-
aði það málleysi um tíma. Honum
hafði tekist með viljakrafti og
þrautseigju að ná taki á máli sínu
aftur, en gat þó aðeins mælt á enska
tungu þótt hann skildi íslenskuna
vel. Á síðasta ári fékk hann tvívegis
hjartaáfall og varð aldrei samur
eftir. Hann naut góðrar hjúkmnar
og aðstoðar seinni konu sinnar,
Dorothy, eins og áður er sagt, en
draumur um að þau hjón kæmu
hingað til lands til að halda upp á
75 ára afmæli hans rættist ekki.
Hann andaðist í sjúkrahúsi í Texas
25. mars sl. og fór útför hans fram
þar.
Við Framarar höfum orðið að
sjá á bak nokkmm eldri félögum á
síðasta misseri. Við finnum nú,
þegar litið er til baka yfir sögu fé-
lagsins, hve mikið og óeigingjamt
starf þessir menn unnu til þess að
þeir yngri sem við félaginu tóku
og iðka íþrótt sína innan þess geti
gert það áhyggjulítið.
Það er ósk mín til félagsins að
það eignist marga slíka menn sem
Þráinn var. Þá mun það áfram
dafna og blómgast til gleði og
ánægju allra þeirra sem iðka þar
íþrótt sína.
Um leið og ég lýk þessum fátæk-
legu kveðjuorðum, sem rituð em í
nafni allra Framara eldri og yngri,
sendum við eftirlifandi ættingjum
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Blessuð sé minninggóðs drengs.
Jörundur Þorsteinsson
„Þessi aftiið sameinar
bragögæöi og
bætiefhainnihald smjörs
og mýkt olíunnar" *
* Dr. Jón Óttar Ragnarsson,
Fréttabréf um heilbrigðismál, júní 1981.
Smjörvi - sá eini símjúki
meö smjörbragói.