Morgunblaðið - 13.04.1986, Page 35

Morgunblaðið - 13.04.1986, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR18. APRÍL 1906 sfc „Ertu búin að lesa „Minningar einnar sem eftir lifði", sem kom út í íslenskri þýðingu fyrirjólin?“ „Ég er að ljúka við hana. Veistu um hvað hún er?“ „Nei, ekki hugmynd, en hún er mögnuð? Veist þú hvað er að gerast og setur þetta allt af stað?“ „Nei, en það er stórkostlegt. Berum saman bækur okkar þegar ég er alveg búin með bókina." Þetta er ekki tilbúið samtal. Og hvorki Gáruhöfundur né kol- lega Valgerður hér á Morgun- blaðinu teljum okkur neitt tregar - ekki sjálfar a.m.k. Við vorum einfaldlega að skiptast á orðum og áhrifum af bókinni hennar Doris Lessing, sem Hjörtur Páls- son þýddi. En það er einmitt þetta sem gerir bækur Doris Lessing svo magnaðar, þær eru svo margslungnar. Grípa á slagæðinni og maður skynjar þær kannski fremur en skilur. Þetta andrúm vefur hún í sögu - persónusögu, sem oftast stefnir siðferðilegum og tilfínningalegum viðbrögðum manneskjunnar gagnvart tiltekn- um aðstæðum eða umhverfí. Nú er von á þessum kunna breska rithöfundi á Listahátíð í Reykjavík í sumar. Maður kímir næstum fyrirfram við tilhugsun- ina um hvemig henni verður við þegar hún fær þessa hefðbundnu snöggsoðnu fjölmiðlaspumingu þess sem hefur lesið um bækur hennan „Sagt er að í bókinni þinni sem kom út á íslandi fyrir jólin sértu að lýsa skelfílegum afleið- ingum kjamorkusprengjunnar. Hveiju vilt þú svara því?“ Henni þykir víst ekkert gaman að svona spumingum. í bókinni er engin vísbending um af hveiju þjóðfélagsbyggingin er að leysast upp, hvaða ógurlega áfall það er sem hefur komið yfír borg sögu- persónanná, svo að öll uppbygg- ing samfélagsins er hmnin, sam- göngutæki horfín, fjarskipti eng- in, rafmagn farið, matarbirgðir hverfandi og stjómvöld gufuð upp, allir að flýja eitthvað og þeir sem eftir em — unga fólkið og bömin — að reyna að bjarga sér sem best þau geta með hörku og eðlisávísun frummannsins. En maður skynjar að þetta gæti allt svo vel orðið ef eitthvað gerðist, tæki í spenntan gikkinn. Hvemig mundi heimsmyndin verða ef allt rafmagn væri horfíð og allir möguleikar á flutningum á olíu og matvælum að engu orðnir? Hvemig mundi mannskepnan bregðast við þegar harðnar á dalnum? Sjáum við ekki nú þegar alla þessa drætti í „bömum of- beldisins" í nútímafólkinu, þegar það fær ekki í velferðarsamfélag- inu það sem það gerir kröfu til. Hvað þá ef öll þess gæði væm ekki lengur fyrir hendi, alls ekki til og menn neyddust til að hrifsa allt sem þeir gætu? Við stöllumar emm sammála um að það sé nokkuð billeg og fljótgripin lausn að kalla þetta sögusvið afleiðingar kjamorku- sprengjunnar, enda mun skáld- konan hafa gefið lítið fyrir þá skýringu. En lesendur grípa það sem þeim hentar í þessum marg- ræðu sögum hennar. Tfu ámm eftir að hún skrifaði sfna frægustu sögu, „Gullnu dagbókina", sem flaug sem metsölubók um víða veröld, skrifar hún í formála nýrr- ar útgáfu að aðalmarkmið sitt hafí verið að móta bókarefni sem bæri í sér sínar eigin skýringar, orðlausa yfirlýsingu; að mótun sögunnar sé hennar mál. En það fór alveg framhjá gagnrýnendum og lesendum. Bæði vinsamlegir og gagnrýnir bókarýnar létu hana bara fjalla um baráttu konunnar við að vera óháð og fijáls, eða að konumar gripu hana sem gott baráttutæki. Og hún bætir við: „Þessi saga heldur áfram að vera mér, höfundinum, ákaflega fróð- leg reynsla. Dæmi. Tíu ámm eftir að ég skrifaði bókina get ég fengið á einni viku þijú bréf um hana, frá þremur gáfuðum, vel mennt- uðum, áhugasömum lesendum, sem hafa haft fyrir því að setjast niður og skrifa mér bréf. Einn er kannski í Jóhannesarborg, annar í San Francisco og þriðji í Buda- pest. Og hér sit ég í London og les öll þessi bréf í einu eða hvert á eftir öðm - þakklát og ánægð með að skrif mín hafa getað hvatt, upplýst eða komið við ein- hvem. En eitt bréfið er eingöngu um baráttu kynjanna, um mann- úðarleysi karlmannsins gagnvart konunni, og skilningsleysi kon- unnar á karlmanninum, og bréf- ritarinn hefur skrifað síðu eftir síðu um þetta og ekkert annað, því hún - ekki þó alltaf hún - getur ekki séð neitt annað í þess- ari bók. Annað bréfíð er um stjómmál, líklega frá gömlum komma eins og ég var einu sinni sjálf og hann skrifar margar síður um pólitík og nefnir ekkert annað efni. Bréf af þessum tveimur tegundum vom algengust meðan bókin var ný (eftir 1962). Þriðja bréfíð, af því tagi sem fyrmm var fágætt en hefur nú sfgið á hin, getur ekki komið auga á neitt annað efíii í bókinni en geðræna kvilla og geðflækjur. Þó er þetta sama bókin.“ Sjáum við ekki þama kortlagð- ar sveiflumar í viðhorfum og uppáhaldshugðarefnum samfé- lagsins fram eftir 20. öldinni? Og svo allt í einu sjá menn í bókinni sem þýdd var á íslandi f vetur bara afleiðingar kjamorku- sprengjunnar - þ.e. væntanlega þeir sem em með allan hugann við það. Þessi bók kemur líka við marga, marga, því hún heldur um slagæð- ina á siðferðilegu og menningar- legu lífí fyrri hluta og miðbiks þessarar aldar, rétt eins og og Tolstoy gerði í Rússlandi um miðja síðustu öld og Stendhal í Frakk- landi. Hún hefur reynt þetta allt á eigin skrokki, alveg eins og aðalpersónan Anna sem skrifar dagbækumar fimm. Þegar Doris Lessing vill ná hugmyndafræði- legri tilfinningu samfélagsins um miðbik 20. aldarinnar þá tekur hún það sem þá er efst á baugi meðal menntafólks, sósíalisma og marxisma, frelsisbaráttu konunn- ar og drauminn um að verða einhvers konar listamaður, þar sem hundmð og þúsundir ungs fólks flykkjast sem aldrei fyrr í kvikmyndagerð, blaðamennsku, tónlistariðkun, myndlist af öllum tegundum, skrifar bækur og tekur myndir, kemur þar í stað einangr- aða, skapandi og næma lista- mannsins á stallinum. Hún finnur fyrir þessu samfélagi, sem hún upplifði sjálf sem ung kona úr nýlendum Afríku í uppreisn gegn kynþáttamisrétti, kúgun konunn- ar, þjóðfélagslegu misrétti o.s.frv. Og lætur Önnu og aðra f bókinni upplifa hvemig þessi hugsjónatrú- arbrögð leysast í sundur í raun- veruleikanum, standast ekki. Vinir Önnu grípa alltaf í tómt, verða eitthvað allt annað en þau öll hugðu í draumum sfnum þegar þau sátu saman og leystu heims- málin. Og það er alveg makalaust hvemig þeir sem upplifað hafa 20. öldina frá 1920 og fram á sjöunda áratuginn þekkja and- rúmið. Sumt er þegar fellt inn í samfélagið og orðið sjálfsagður þáttur í því, sem enginn tekur eftir. Annað hefur ekki staðist og skilið boðendur sína eftir vega- lausa. Dulítið dapurlegt að sjá þetta velmeinandi ágæta fólk sitja eftir, þegar eiginlega hefur flætt undan því. Jafnvel þegar Doris Lessing venti sínu kvæði í kross og teymir nú lesendur sína í nokkurs konar geimferð á aðrar reikistjömur, sem hún byijaði á fyrir 7 árum, þá gerþekkir maður marga þætti mannkynsins, sem við gefnar aðstæður á reikistjömunum henn- ar og í hinum mismunandi beltum 3, 4 og 5 gætu þróast einmitt svona eins og hún lýsir því. í öllum bókunum setur hún manneskjuna andspænis aðstæðum, sumum framandi og við þekkjum næstum hvert viðbragð. Það verður gaman að fá Doris Lessing til Islands, þótt varla rekji hún fyrir okkur á 3 mínútum á skjánum kjama bóka sinna og allan sannleikann um sig. Það er skemmtileg nýjung á Listahátíð að fá frægan rithöfund. Það breikkar einhæft svið vemlega. Og þá er ekki seinna vænna en að fara að lesa eitthvað af þessum bókum hennar, til að reyna að vita um hvað málið snýst - dugar kannski ekki til. En: Vetursumar voroghaust. Vit, það kemur endalaust (PH/ABS) ITAISKA RIVIERAN BEINT FLUGmedTERRU RIVIERU-FERÐIR OKKAR HEFJAST: 26. maí 16. júnf 7. júli 28. júlí 18. ágúst 8. september 3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur 3 vikur BERID SAMAN OKKAR VERÐ OG ANNARRA FRÁ KR. 23.000.- / 3 VIKUR \ Hvað segja þeir sem tókur sér far með Terru 1985 Tfminn líður óðfluga, fyrsta Rivieru-ferðin okkar hefst 26. maí — aðeins 43 dagar þangaö til. Með því að leggja fyrir aðeins 535 kr. á dag, áttu fyrir fyrstu ferðinni (3 vikur), en ef þú leggur fyrir aðeins 317 kr. á dag í 85 daga, áttu fyrir 3ju ferðinni 7. júlí. 3 vikur Getur það verið auðveldara? (Fyrir nú utan það hvað það er ódýrara að búa á Ítalíu.) co Okkur langar til að færa ykkur þakkir fyrir góöa þjónustu og gott viömót. Viö hjónin höfum feröast viöa, einnig áöur til Itallu og haft góö kynni af landi og þjóö, okkur finnst italía mjög fögur. Viö bjuggum á Perla Marina og var ibúöin góö, sundlaugin frábær og þjónustufólkiö mjög elskulegt. Bærinn Pietra fannst okkur mjög vinalegur og tallegur og einnig nágrannabæirnir, sem viö skruppum Oft til. Þyri Glsladóttir og Haraldur Stalngrlmsson, Pletra Llgure er á þelm hluta Rivierunnarsem heitir „Riviera Delle Palrne", eftlr pólmunum sem eru þar rfkjandi gróöur. Pietra er gamall bær frá þvl um 1300, en tlltölulega nýr sem ferðamannastaður og hefur þvf enn þá varð- veltt sérkennl sfn sem ftalskur lifandi bær, en býöur þó upp á allt það sem feröamaður { sumarleyfi vlll hafa, ómengaðan sjó, aö- stöðu tll fþrótta, góð veitinga- og kaffihús og um fram allt Iff og fjör. Alassio er þar á Rivlerunni sem kallast „Riviera dei Fiori" eöa Blómarivleran. Þar eru ræktaðar nelllkur, rósir og ótal aörar teg- undir af blómum á hundruöm hektara. Alass- lo er gamalgrólnn feröamannastaður meö al- þjóölegum blæ. Þangaö hafa vanlö komur sfnar frá þvf snemma á öldinni Bretar og Svf- ar, enda ströndln f Alasslo f einu orði sagt frá- bær. I Alassio er skemmtanalff fjölbreyttara og úrval sölubúða meira en vföast hvar ann- ars staöar á ströndlnni. Ein skoðunarferðin er til Genova, sem er stærsta Ví hafnarborg Italfu með 800.000 fbúa og skoðum ~ iðandi mannllf þessarar gömlu og fögru stór- !f' borgar. Þar er m.a. miðstöð skemmtiferöa- U skipasiglinga margra þjóða um Mlöjaröarhaf- 'j. iö. I Genova fæddist einn frægasti sonur (talfu 1 Kristófer Kólumbus. Aöeins er um hálf tfma ■ ferð I lest til Genova ef menn vilja skoöa nánar 9 llstasöfn. óperu, leikhús, stórverslanir og hiö SS fjölbreytta næturlff sem þar er aö finna. Fáið lánaða hjá okkur VHS—myndbandsspólu! ATH. OPIÐ í DAG (SUNNUDAG) 1-6 ^ÍGENOVA^^ ■ÍPIETRA LIGURE WALASSIO La Spezia FERÐASKRIFSTOFAN ^pTerra LAUGAVEGI 28. 101 REVKJAvlK STAÐFESTINGARGJALD MA AÐ SJALFSOGÐU GREIÐA MEÐ VISA EÐA EURO.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.