Morgunblaðið - 13.04.1986, Side 38
m
ÞINGBRÉF
eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON
„Syndaselur“
— „Þverpólitískt deiluefni"
1 heilum landshlutum hefur
hringormur í fiski ekki tvöfald-
ast heldur víða meir en þrefald-
ast, sagði Guðmundur J. Guð-
mundsson (Abl.-Rvk.) efnislega í
umræðu um frumvarp til laga
um selveiðar við ísland í neðri
deild á dögunum. Vinnulaun við
tínslu hringorma nema hundruð-
um milljóna. Ég býst við, sagði
hann, að hægt væri að hækka
laun verkafólks í fiskiðnaði jafn-
vel um þriðjung ef þessum út-
gjaldalið væri ekki til að dreifa.
Gunnar G. Schram (S.-Rn.)
taldi sterk rök hníga að þvf að
tengsl væru milli fölgunar sela
og vaxandi fjölda hringorma f
fiski. Hringormur væri vandamál
í islenzkum sjávarútvegi, bæði
vegna kostnaðar við tfnslu og
samkeppni um vöruvöndun við
framleiðslu annarra fiskveiði-
þjóða, er ekki hefðu við þennan
vanda að stríða, þ.e. ekki í jafn-
stórum mæli. Hér við bættist að
selurinn „étur það fiskmagn“
sem svarar til ársafla rúmlega
tuttugu togara, sagði þingmað-
urinn.
Efnisatriði frum-
varpsins
Halldór Asgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, mælti fyrir frum-
varpi til laga um selveiðar við ísland
2. apríl sl. Efnisatriði frumvarpsins
eru meðal annars þessi:
* Sjávarútvegsráðuneytið hefur
yfirumsjón allra mála er selveiði
varða (í stað landbúnaðarráðuneytis
nú).
* Hafrannsóknarstofnun annist
rannsóknir á selum við ísland. Feli
ráðunmeytið öðrum aðila rannsókn-
arefni, sel varðandi, skal stofnunin
fá fyrirfram í hendur rannsóknar-
áætlanir og aðstöðu til að fylgjast
með framkvæmd og niðurstöðum
rannsóknar.
* Sjávarútvegsráðuneytið skal hafa
samvinnu við landbúnaðarráðuneyti
um framkvæmd laganna og samráð
við Náttúruvemdarráð, Hafrann-
sóknarstofnun, Búnaðarfélag ís-
lands og Fiskifélag íslands varðandi
ákvarðanir er lúta að friðun eða
fækkun sela.
* Landeiganda eru einum heimilað-
ar selveiðar og ráðstöfunarréttur
þeirra í landareign sinni og 115
metra á haf út. Öllum íslenzkum
ríkisborgurum eru heimilaðar sel-
veiðar utan landareigna, samanber
þó lög um landhelgi, efnahagslög-
sögu og landgrunn.
* Erlendum ríkisborgurum skuiu
óheimilaðar selveiðar við ísland.
Heimilt skal þó að víkja frá þessu
ákvæði í milliríkjasamningum.
* Ráðherra setur reglur um fram-
kvæmd þessara laga. Hann getur
m.a. sett ákvæði um bann við sel-
veiðum á tilteknum svæðum, tak-
markanir á selveiðum miðað við
ákveðinn tíma, friðun ákveðinna
tegunda eða takmörkun á fjölda
dýra er veiða má, lejrfilegar veiðiað-
ferðir, hvemig ganga skuli frá
veiddum dýrum, veiðar í vísindaleg-
um tilgangi, aðgerðir til fækkunar
sela sé þess talin þörf o.fl.
Gagnrýni á frumvarpið
Frumvarp þetta sætti harðri
gagnrýni og afstaða til þess fór
ekki. eftir flokkslínum. Hjörleifur
Guttormsson (Abl.-Al.) var einna
harðorðastur andmælenda. Hann
vefengdi að vísu ekki „að skynsam-
legt sé að hafa stjóm á selveiðum
og leitast við að taka á selveiðum
í ljósi þekkingar hverju sinni og
með þeim hætti að það sé líklegt
til þess að skila þeim árangri sem
menn vilja ná, hvort sem um er að
ræða að minnka hið svonefnda
hringormavandamál sem að hluta
til er rakið til selastofna við landið
- þó að deildar meiningar séu um
þátt selsins og stærð vandamálsins
- og einnig hitt, sem bent hefur
verið á af ýmsum þeim sem hafa
viljað fá þessar lagaheimildir sem
06 ráab^er
,n 4,tö\ub'ab'í
kepv>o»na°&
* vWi»f i
a,semVoloaSl'
.\egvetb\aUOlb0 1
\ ; .,orb\auo- n00$
G^81 vt a \ta\'U‘ *
\oVaúísJ° 200-000J
\ verb\au°-/ 5i000$
Vverb\auu*Vo0o$
“'í'
. * W ——— ^TTsem urf)U
w"",,us
^^^Tstephanie - |okakePpn'
i 1985 p I«et!>“rnií Vreva“blaS
' r Þaer tÖKU K T
985 SverburnáoarJ;eVbob\ab-
■N
V.
ODDI HF.