Morgunblaðið - 13.04.1986, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR13. APRlL 1986
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Skrifstofustarf
Innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða starfs-
kraft á skrifstofu. Þarf að hafa reynslu við:
Gerð innflutningsskjala, gjaldkera- og inn-
heimtustörf, launaútreikning, almenn skrif-
stofustörf og meðferð skjala.
Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf
o.fl. sendist augld Mbl. sem fyrst merktar:
„P — 8724“.
Lagerstarf
Óskum að ráða starfsmann á vörulager. Auk
afgreiðslustarfa mun hann m.a. sjá um sérlit-
anir í málningu. Hér er um framtíðarstarf að
ræða. Upplýsingarhjá skrifstofustjóra.
Málningarverksmiðjan Harpa hf.,
Skúiagötu 42,
sími 11547.
Kennarar
— kennarar
Kennara vantar að Grunnskóla Fáskrúðs-
fjarðar næsta skólaár. Meðal kennslugreina:
Eðlisfræði, líffræði, handmennt pilta, hand-
mennt stúlkna, myndmennt, tónmennt og
kennsla í yngri bekkjardeildum. Gott ódýrt
húsnæði nálægt skólanum. Flutningsstyrkur.
Nýlegt rúmgott skólahúsnæði.
Upplýsingar gefur skólastjóri í sima 97-5224
á vinnutíma og 97-5159 á kvöldin.
Vistheimilið Sólborg
Þroskaþjálfar !
Laus staða deildarstjóra frá 1. júní.
Lausar stöður deildarþroskaþjálfa og þroska-
þjálfa á deildum.
Upplýsingar veittar í síma 96-21755 virka
dagafrá kl. 10.00-16.00.
Verið velkomnir norður, þroskaþjálfar.
Forstöðumaður.
Takið eftir!
Sjúkrahús Akraness óskar eftir Ijósmæðrum til
sumarafleysinga. Húsnæði íboði. Uppl. gefur
yfirljósmóðir í síma 93-2313 og 93-2023.
Nemi í prentiðnaði
óskast. Þarf að geta byrjað strax.
Æskilegt að umsækjandi hafi vit á vélum.
Umsóknum skal skilað til augl.deildar Mbl.
fyrir 16. apríl merktum: „Nemi — 1986“.
Hvervill mig?
Hef áratuga reynslu við margvísleg skrif-
stofustörf ásamt vinnu við flugfreyjustörf og
hótelstjórn. Gæti hafið störf í júlí eða síðar.
Upplýsingar sendist inn á auglýsingad. Mbl.
merktar: „Samviskusöm".
Húsvörður
Óskum eftir að ráða mann í húsvarðarstarf.
Við leitum að heilsuhraustum manni á góðum
aldri.
Nánari upplýsingar hjá starfsmannastjóra.
SAMBAND ÍSL. SAMVINNUFÉIAGA
STARFSDIANNAHALD
LINDARGÖTU SA
1. stýrimaður —
rækjuveiðar
1. stýrimann vantar á Sólrúnu ÍS-1 sem gerð
er út á rækjuveiðar frá Bolungarvík. Skipið
frystir aflann um borð.
Upplýsingar gefur útgerðarstjóri í síma
94-7200.
Einar Guðfinnsson hf.
Innanhússarkitekt
með 2 '/2 árs starfsreynslu leitar eftir starfi.
Hefur starfað á teiknistofu og við sölu og
skipulagningu á innréttingum.
Tilboð óskast send augld. Mbl. merkt:
„Innanhússarkitekt" fyrir 21. apríl.
Opinber stofnun
óskar eftir að ráða starfsmann til almennra
skrifstofustarfa. Þarf að geta hafið störf eigi
síðar en 2. maí nk. Umsóknir með upplýsing-
um um menntun og fyrri störf sendist augl.-
deild Mbl. fyrir 20. apríl merktar: „J-05604“.
Hálfsdags starf
Óskum að ráða starfskraft hálfan daginn frá
kl. 13.00-18.00. Starfið felst í afgreiðslu í
verslun, símavörslu, almennum skrifstofu-
störfum. Umsóknir er greini frá fyrri störfum
óskast sendar augld. Mbl. fyrir 18. apríl
merktar: G-3181".
Garðyrkjumenn
Skrúðgarðyrkjumaður óskast til starfa. Þarf
að geta starfað sjálfstætt og haft verkstjórn
með höndum. Einnig óskast maður vanur
gröfuvinnu, þarf að hafa meirapróf. Uppl. í
síma666615.
Garðavalhf.
Matreiðslumaður
Vel þekkt veitingahús í hjarta borgarinnar
vill ráða matreiðslumann til framtiðarstarfa
sem fyrst.
Viðkomandi mun stjórna sinni vakt og þarf
því að vera stjórnsamur.
Við leitum að hörkuduglegum, reglusömum
aðila sem vinnur sjálfstætt og skipulega og
er umfram allt hugmyndaríkur.
Laun samningsatriði. Gott framtíðarstarf.
Umsóknir er tilgreini aldur og starfsreynslu
sendist skrifstofu okkar fyrir 19. apríl nk.
QiðmTónsson
RAÐCJÓF RÁÐNINCARÞIÓNUSTA
TÚNGÖTU5. 101 REVKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍM1621322
Starfsstúlka
Há laun
Viljum ráða starfskraft f sérverslun á besta
stað í borginni til framtíðarstarfa.
Æskilegur aldur 30-45 ára.
Vinnutími frá kl. 13-18.
Há laun í boði.
Umsóknir ásamt nauðsynlegum upplýsinum
sendist skrifstofu okkar fyrir 19. apríl.
CrlJDNT TÓNSSON
RÁÐCJÓF &RÁÐNINCARÞJÓN11STA
TÚNGÖTU5. 101 REVKJAVIK - POSTHÓLF 693 SÍMI 621322
Gestamóttaka og
skrifstofustarf
Við auglýsum fyrir Hótel Holt i eftirtalin
ábyrgðarstörf:
Skrifstofustarf
Starfssvið: Útskrift reikninga, daglegt upp-
gjör, umsjón með tölvufærðu viðskiptabók-
haldi o.fl.
Við leitum að konu helst með starfsreynslu
á þessu sviði, sem vinnur sjálfstætt, hefur
góða framkomu, er reglusöm og stundvís.
Verslunarskólamenntun æskileg.
Gestamóttaka
Um er að ræða framtíðarstarf ekki sumar-
starf.
Vaktavinna.
Við leitum að konu með trausta og fágaða
framkomu, sem hefur gaman af að umgang-
ast aðra, er snyrtileg, reglusöm og stundvís.
Eiginhandarumsóknir er tilgreini aldur,
menntun og fyrri störf, skulu merktar viðkom-
andi starfi og sendast skrifstofu okkar fyrir
18. apríl nk.
Gudni Tónsson
RÁÐCJÖF &RÁÐN1NCARÞJÓNUSTA
TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK — PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322
Garðyrkjumaður
Bæjarsjóður Garðabæjar óskar etir að ráða
garðyrkjumann eða starfsmann, sem hefur
mikla reynslu í garðyrkjustörfum.
Viðkomandi veitir forstöðu unglingavinnu
bæjarins og skólagörðum auk almennra
garðyrkjustarfa.
Um getur verið að ræða 6-8 mánaða starf á
ári eða heilsárs starf eftir aðstæðum.
Laun samkvæmt samkomulagi.
Bæjarstjórinn í Garðabæ.
Kerfisfræðingur
Við leitum að kerfisfræðingi fyrir einn af
viðskiptavinum okkar. Fyrirtækið er þjón-
ustufyrirtæki m.a. á sviði hugbúnaðar, sem
erframarlega á sínu sviði og vinnur markvisst
að uppbyggingu hugbúnaðar og þjónustu við
notendur kerfa. Fyrirtækið hefur öflugan vél-
búnað.
Starfið fellst í kerfisgerð, viðhaldi og þróun
hugbúnaðar fyrir IBM system 36 tölvur. Um
er að ræða ábyrgðarstarf í stjórnun og kerfis-
setningu viðamikilla verkefna.
Krafist er mikillar hæfni í kerfisgerð. Vjðkom-
andi þarf að geta unnið sjálfstætt, hafa frum-
kvæði og áhuga til að reka eigin verkefni.
Góðir samskiptahæfileikar eru nauðsynlegir.
Leitað er eftir áhugasömum kerfisfræðingi
með starfsreynslu og háskólamenntun, sem
þóerekkiskilyrði.
í boði eru mjög góð laun fyrir réttan aðila.
Starfsaðstaða er mjög ákjósanleg á góðum
stað íborginni.
Upplýsingar gefa Hilmar Viktorsson og Þór-
dís G. Bjarnadóttir í síma (91) 68-66-88 eftir
kl. 14.00 næstu daga. Farið verður með allar
fyrirspurnir sem trúnaðarmál.
RÁÐGARÐUR
STJÓRNUNAROG REKSTRARRÁDCJÖF
Nóatúni 17,105 Reykjavík.