Morgunblaðið - 13.04.1986, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 13.04.1986, Qupperneq 53
Tónleikar í Kirkjuhvoli í Garðabæ ÞRIÐJUDAGINN 15. apríl halda BLásarakvintett Reykjavíkur ásamt Gísla Magnússyni píanóleikara tón- leika í Kirkjuhvoli í Garðabæ. Á efnisskrá eru: Sex bagatellur eftir György Ligeti, Kvintett i Es-dúr fyrir blásara og píanó KV. 452 eftir Mozart og Blásarakvintett eftir Jean Francaix. Blásarakvintett Reykjavíkur skipa: Bemharður Wilkinson, flauta, Daði Kolbeinsson, óbó, Einar Jóhannesson, klarinett, Joseph Ognibene, hom og Hafsteinn Guðmundsson, fagott. Kvintettinn hefur skipað sér fastan sess í tónlistarlífinu síðan hann var stofnaður 1981. Meðlimir hans leika allir með Sinfóníuhljómsveit íslands og fjórir þeirra em kennarar við Tón- listarskóla Garðabæjar. Þeir hafa haldið fjölda tónleika bæði á íslandi og í Evrópu við góðan orðstír. Efnis- skrá þeirra er mjög fjölbreytt, allt frá klassískum verkum til nútíma- verka, sem sum hver hafa verið samin sérstaklega fyrir þá. Gísli Magnússon píanóleikari hefur haldið flölda einleikstónleika og verið einleikari með Sinfóníuhljómsveit ís- lands. Hann hefur verið kennari við Tónlistarskóla Garðabæjar frá 1970 og er nú skólastjóri skólans. Tónleikamir em á vegum Tónlist- arskóla Garðabæjar og rennur allur ágóði af þeim í Listasjóð tónlistarskól- ans. Tónleikamir á þriðjudag hefjast kl. 20.30. Torvald Nils- son leikur hér á landi DAGANA 13.—23. aprfl munsænski gítarleikarinn Torvald Nilsson dvelja hér á landi og halda tónleika á nokkrum stöðum auk þess sem hann mun halda námskeið. Torvald Nilsson lauk námi í gítar- leik og kennslufræðum við Tónlistar- háskólann í Malmö 1971 og stundaði síðan framhaldsnám í Stokkhólmi. Hann hefur kennt gítarleik, kammer- músík, útsetningar o.fl. t Helsingborg og á árlegum sumamámskeiðum m.a. með Per-Olof Johnson. Hann hefur haldið fjölda tónleika, bæði sem ein- leikari og í kammermústk, og einnig konsertfyrirlestra um gítarinn og skyld hljóðfæri og tónlist fyrir þau. Auk þess hefur hann komið oftsinnis fram í útvarpi og sjónvarpi og gefið út nótnabækur hjá Carl Gerhmans Musikförlag í Stokkhólmi. Mánudagiunn 14. apríl kl. 20.30 verða tónleikar í Hafnarfjarðarkirkju. Þriðjudaginn 15. aprfl mun Thorvald Nilsson leika fyrir nemendur í Tónlist- arskólanum á Akranesi og halda siðan tónleika um kvöldið í Safnaðarheimil- inu kl. 20.30. Fimmtudaginn 17. apríl verða tónleikar í Borgamesi. Föstudaginn 18. aprtl og laugardag- inn 19. apríl verður hann með „Master Class" fyrir nemendur Tónskóla Sig- ursveins. Sunnudaginn 20. apríl kl. 15.00 verða tónleikar í Gerðubergi. Mánudaginn 21. apríl kl. 20.30 verða tónleikar í Norræna húsinu. Þriðju- daginn 22 apríl heldur Torvald Nilsson „Master Class" fyrir nemendur úr Tónlistarskólum Keflavíkur og Njarð- víkur, og tónleikar um kvöldið t Njarð- víkurkirkju kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna verður tón- list allt frá 17. til 20. aldar fyrir bæði gítar og altgítar, eftir tónskáld frá ýmsum löndum, m.a. ítalfu Spáni og Englandi. ;MpiRQyNBLAÍ>Ht>,§UNNPDA,«íiR|^HAPW4W86 S3 Musteri óttans PyRAMIDof Fear Spennu- og ævintýramynd fyrir krakka á öllum aldri (alveguppí70 ára). Myndin er í DDLBY 5TEREG | ★ ★ ★ Chris Columbus skrifar handritið að mynd- inni og veit alveg hvernig myndir krakkar vilja sjá. A.I. Mbl. Sýnd kl. 5,7 og 9. Mynd fyrir alla fjölskylduna. Innilegt þakklœti -fcerum viÖ öllum þeim semglöddu ókkur með heimsóknum, gjöfum og heillaóskum á gullbrúÖkaupsdaginn 3. apríl sl. Sigríöur Sigurðardóttir, Antoníus Olafsson frá Berunesi. Lækningastofa Hef opnað lækningastofu í Domus Medica. Viðtalstími mánudaga kl. 16.00-18.00. Tímapantanir í síma 22366 alla daga frá kl. 12.00-18.00. Sigurður Árnason læknir sérfræðingur í krabbameinslækningum. Snowcem aftur á íslandi Byggingamarkaðurinn hefur tek- ið umboð fyrir SnQWCeiTI og býður þér nú að sérpanta á húsið þitt. Við viljum vekja athygli þína á að: snowcem sem þú ætlar að mála með í júní þarft þú að panta fyrir 10. apríl. snowcem sem þú ætlar að mála með í júlí þarft þú að panta fyrir 10. maí. snowcem Sem þú ætlar að mála með í ágúst þarft þú að panta fyrir 10. júní. MARKAÐURINN LiJ Mýrargötu 2, sími622422 CfflJ PDK) TYPAR ny iQusnógömlumvQndQ TYPAR síudúkur frá Du Pont er níðsterkur jarðvegsdúkur ofinn úr polypropylene. @Hann er léttur og mjög meöfærilegur. TYPAR síudúkur leysir alls konar jarðvatns- vandamál. TYPAR er notaöur í ríkum mæli í stærri verk- um svo sem (vegagerö, hafnargerö og @stíflugerö. TYPAR síudúkur er ódýr lausn á jarðvatns- vandamálum vió ræsalagnir við hús- byggingar, lóðaframkvæmdir, (þrótta- @svæði o.s.frv. TYPAR síudúkur dregur úr kostnaði við jarð- vegsskipti og gerir þau jafnvel óþörf og stuölar að því, aö annars ónýtan- legan jarðveg megi nota. Dúkurinn kemur sérstaklega vel aö notum í ódýrri vegagerð, hann dregur úr aur- bleytu í vegum þar sem dúkurinn að- skilur malarburðarlagiö og vatnsmett- að moldar- eða leirblandaöan jarðveg. Notkun dúksins dregur úr kostnaði við vegi, „sem ekkert mega kosta”, en leggja verður, svo sem að sveitabýl- @um, sumarbústöðum o.s.frv. TYPAR er fáanlegur í mörgum gerðum, sem hver hentar til sinna ákveðnu nota. Siðumúla32 Sími 38000 (Fréttatílkynningr)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.