Morgunblaðið - 13.04.1986, Page 55

Morgunblaðið - 13.04.1986, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL1986 55 L ÍÞRÓTTIR UNGLINGA Islandsmót 2. fiokks: Víkingsstúlkurnar með besta liðið .... •**/>!*«.*.« r Morgunblaðið/VIP • Anna B. Bjarnadóttir fyrirliði flokks Vikings ( handbolta hampar hér bikarnum sem fylgir fslandsmeistaratitilinum sam hún og félagar hennar unnu á dögunum. > ÚRSLITAKEPPNI 2. flokks stúlkna voru átta lið sem höfðu unnið sér þátttökurétt og var Þeim skipt í tvo riðla. Víkings- stúlkurnar unnu annan riðilinn ffleð fullt hús stiga en Haukarnir töpuðu einu stigi í hinum riðlinum sem þó kom ekki í veg fyrir að Þ®r ynnu sinn rjðil. Það voru Þw' Haukar og Víkingur sem léku úrslitaleikinn í mótinu. Áður en sá leikur fór fram kepptu lið FH °9 Stjömunnar um bronsverð- launin því þessi lið höfðu hafnað •2. sæti í sínum riðlum. Fyrri hálfleikur í leiknum um þriðja sætið var frekar slakur og Qreinilegt að allmikil taugaspenna Þáði leikmönnum beggja liða. Staðan í leikhlé var 3:2 Stjörnunni ívil. Leikur liöanna gjörbreyttist í síð- ari hálfleik og varð geysispennandi alll til loka. FH-stelpurnar byrjuðu á að jafna leikinn 3:3 og tóku frum- kvaeðið í leiknum þó svo að munur- inn yrði aldrei meira en eitt mark lengi framan af. Grunnurinn að Þessu frumkvæði var varnarleikur- inn en FH-ingar tóku tvo leikmenn úr umferð og skiptu síðan öðru hvoru yfir í maöur á mann vörn. Þegar hálf mínúta var til leiks- ioka hafa FH-ingar skorað 11 mörk gegn 10 mörkum Stjörnunnar og Garöbæingarnir fá boltann. Sókn Þeirra viröist ekki ætla að bera árangur en á síðustu sekúndu leiksins fá þær dæmt víti, sem þær skora úr og því þurfti að framlengja þennan leik um 10 mínútur. Sama jafnræði hélst með liðun- um í framlengingunni og hafði verið f öllum leiknum og þegar 5 sek. voru eftir af henni var staðan jöfn, 13:13, og allt virtist benda til að grípa þyrfti til vítakastskeppni til að fá fram úrslit. Ragnheiður Magnúsdóttir Stjörnunni var nú samt ekki alveg á því, ein og óstudd braust hún I gegnum vörn FH og skoraöi gott mark og tryggði liði sínu þriðja sætið í þessu ís- landsmóti. Mörk Stjörnunnar í leiknum gerðu: Ragnheiður Magnúsdóttir 5, Hrund Grétarsdóttir 3, Drífa Gunnarsdóttir 2, Ingibjörg Andrés- dóttir, Guðný Guðnadóttir og Sig- ríður Ásgeirsdóttir 1 hver. Mörk FH gerðu: Helga Sigurðar- dóttir 4, Linda Loftsdóttir 3, Björk Sigurjónsdóttir, Ósk Sigurgunn- arsdóttir 2 hvor, Anna B. Jóns- dóttir og Guðrún Ögmundsdóttir 1 hvor. ^ Morgunblaðiö/VIP •Pyrati bikarinn. •Sigurinn í höfn og gleðin leynir sér ekki hjá hinum ungu og mjög svo efnilegu Vlkingsstúlkum. Morgunblaðið/VIP Morgunblaðið/VI P • Grindvíkingurinn Marta G. horfir hér á eftir knettinum þar sem hann siglir hraðbyr í átt að körfunni. Buxurnar sem Marta er íeru í samræmi við vorlfnuna sem nú fyllir verslanir landsíns. víti og staðan var því 4:1 þegar til leikhlés kom. Víkingarnir héldu síðan forystu sinni I síðari hálfleik og sigruðu veröskuldað I leiknum með 8 mörkum gegn 4. Hæðargarðsliðið er skipað jöfn- um og góðum handknattleiksstúlk- um en þó er á engan hallað þó að Sigrún Ólafsdóttir sé útnefnd sem besti leikmaöur þeirra I þess- um leik. Þessi eldsnöggi og kattlið- ugi markvörður varði frábærlega vel í þessum leik, þ. á m. nokkur vítaskot. Lið Hauka mætti ofjörlum sínum I þessum leik, þær dreifðu spilinu ekki nægilega vel út I hornin I sókn- arleik sínum og komust því lítið áleiðis gegn vörn Víkinga. Þorgerð- ur Aðalsteinsdóttir var þeirra besti sóknarleikmaöur I þessum leik, fiskaði mörg vítaköst og var virk á línunni. Steinunn Þorsteinsdóttir átti góðan leik I vörninni og vörn Haukanna var nokkuð góð I leikn- um. Mörk Víkings gerðu: Margrét Hannesdóttir, Rannveig Þórisdótt- ir, Hrund Runólfsdóttir 2 hver, Oddný Guömundsdóttir og Anna M. Bjarnadóttir 1 hvor. í úrslitaleiknum miili Víkings og Hauka byrjuðu Víkingarnir af mikl- um krafti, léku hraðan og skemmti- legan sóknarleik og sterkan varn- arleik. Við þessa góðu byrjun andstæðinganna réðu Haukastúlk- urnar ekki og I seinni hluta fyrri hálfleiks var forysta Víkinga orðin 4 mörk, 4:0. Rétt fyrir leikhlé náðu Haukarnir að skora eitt mark úr

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.