Morgunblaðið - 13.04.1986, Síða 56

Morgunblaðið - 13.04.1986, Síða 56
Þjóðarátak þín vegna: Hátt á annað þús- und þátttakendur LANDSSÖFNUN Krabbameins- félags íslands undir kjörorðinu „Þjóðarátak gegn krabbameini — þín vegna“ hófst i gær. Hátt á annað þúsund manns taka þátt í söfnuninni. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Krabba- meinsfélaginu í gær vantaði lengi vel sjálfboðaliða í söfnunina, en á föstudagskvöldið og á laugardags- morguninn hringdu fjölmargir og buðu sig fram til starfa. Betur gekk að fá sjálfboðaliða til starfa úti á landi en í Reykjavík. Ýmis félaga- samtök aðstoðuðu við söfnunina og voru félagar í Fombflaklúbbnum með bfla sína fyrir utan stórmarkaði í Reykjavík og tóku við framlögum. Starfsfólk söfnunarinnar verður við símann í húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð f Reykjavík í dag og tekur við framlögum. Einnig verða framlög sótt ef óskað er. Morgunblaðið/Óiafur K. Magnúsaon. í bækistöðvum Krabbameinsfélags íslands i gær. Einar Ágústsson sendiherra látinn EINAR Ágústsson sendiherra í Kaupmannahöfn lést þar í fyrrinótt eftir skamma sjúkdómslegu á 64. aldursári. Hann fæddist að Hallgeirsey í A-Landeyjum 23. september 1922, sonur Ágústs Einarssonar kaup- félagsstjóra og Helgu Jónasdóttur kennara. Einar varð stúdent frá MR 1941 og lauk lögfræðiprófí frá ^g^Háskóla íslands 1947. Héraðs- dómslögmaður varð hann 1952. Eftir lögfræðipróf varð hann skrif- stofustjóri hjá Sölunefnd setuliðs- eigna og var jafnframt starfsmaður Fjárhagsráðs til 1954. Næstu þijú ár var hann fulltrúi í fjármálaráðu- neytinu en tók þá við stöðu spari- sjóðsstjóra Samvinnusparisjóðsins til 1963 og var jafnframt fulltrúi forstjóra SIS og veitti lífeyrissjóði Sambandsins forstöðu til 1960. Frá 1963—’71 var hann bankastjóri í Samvinnubankanum. Einar Ágústsson var kosinn á þing 1963 og sat þar til 1978. Hann varð utanríkisráðherra i stjóm Ólafs Jóhannessonar 1971 "£0tog aftur í stjóm Geirs Hallgríms- sonar 1974. Hann lét af ráðherra- embætti haustið 1978 og var skip- aður sendiherra í Danmörku frá 1. janúar 1980 og var jafnframt sendi- herra íslands á Ítalíu, í ísrael og Tyrklandi. Einar gegndi fjölmörgum trúnað- arstörfum fyrir Framsóknarflokk- inn. Hann var formaður Framsókn- arfélags Reykjavíkur 1958—’61, átti sæti í miðstjóm flokksins frá 1960 og var varaformaður hans 1967—’80. Jafnframt átti hann sæti í framkvæmdastjóm Fram- sóknarflokksins. Hann var borgarfulltrúi í Reykja- vík 1962—’71, í borgarráði ’63—’64, sat í nefndum á vegum borgarinnar, stjóm Landsvirkjunar, var formaður utanríkismálanefndar Alþingis og öryggismálanefndar 1978—’79. Hann var sæmdur mörgum heiðursmerkjum. Einar Ágústsson gegndi embætti utanríkisráðherra á stormasömum tímum í samskiptum íslendinga við aðrar þjóðir.Á fyrstu ráðherraárum hans ríkti mikil óvissa um framhald vamarsamstarfs íslands og Banda- ríkjanna. Hann átti þátt í að treysta það samstarf er hann gegndi emb- ætti utanríkisráðherra í ríkisstjóm Geirs Hallgrímssonar. Á ráðherra- árum hans áttu íslendingar tvisvar sinnum í landhelgisdeilu við Breta. Einar Ágústsson átti hlut að því að leiða þau deilumál farsællega til lykta. Um skeið var djúpstæður ágreiningur milli Morgunblaðsins og hans um meðferð utanríkismála. Þrátt fyrir það voru samskipti hans og Morgunblaðsins ávallt vinsam- leg. Eftirlifandi kona Einars Ágústsson- ar er Þórunn Sigurðahióttir. Morg- unblaðið vottar Þórunni og bömum þeirra samúð sína. Einar Ágústsson Morgunblaðið/Sigurgeir 1.000 tonn komin á Iand og tilefni til tertu- veizlu. Frá vinstri: Sigurður Einarsson, út- gerðarmaður, Tómas ísfeld, kokkur, Sigurður Georgsson, skipstjóri, Garðar Ásbjörnsson, út- gerðarstjóri, og Þórarinn Sigurðsson. Þúsund tonn og 25 tertur að baki „ÞAÐ má segja að við séum komnir með 25 tertu afla. Það segir kokkurinn að minnsta kosti. Við höfum þann sið að gefa tertur við hvert 100 tonna mark i aflanum og á föstudag fórum við yfir 1.000 tonnin viku fyrr en í fyrra og borðuðum 25 tertuna á vertíðinni," sagði Sigurður Georgsson, aflakóngur á Suðurey VE, í samtali við Morgunblaðið. Er Morgunblaðið náði sambandi við Sigurð í talstöð var hann í „holunni" sinni út af Vík í Mýrdal og lét illa af aflanum, enda komin bræla. Hann sagðist hafa haldið sig þama á vertíðinni og holan verið mjög gjöful til þessa. Hins vegar hefði það gert gæfumuninn fyrir vertíðina frá J 07vn Það eru ekki allir, sem geta státað af tertu með þessari áletrun. Eyjum í heild, að algjör dauði væri á grunnslóð- inni. Sigurður og áhöfn hans urðu aflakóngar tvö sfðustu ár og hann sagði að galdurinn væri líklega að hitta á réttu holuna. Annars væri þetta ekkert annað en heppni. Sigurður sagði um 80% aflans vera þorsk og afkoman væri því sæmileg, þó kallamir teldu sig ekkert of sæla af hlutnum miðað við púlið. Þeir hefðu aðeins sett físk í einn og hálfan gám til að drýgja tekjumar aðeins og það hefði komið vel út. „Við værum á grænni grein ef ailt hefði farið í gáma, en það verður ekki við öllu séð og einhver fískur verður að berast til vinnslunnar í landi," sagði Sigurður Georgsson. Litlar líkur taldar á aukningu kvóta ÁKVÖRÐUN um breytingar á heildaraflakvóta þessa árs á að liggja fyrir eigi sfðar en 15. þessa mánaðar og samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins eru líkur á aukningu litlar sem engar þrátt fyrir talsvert meiri þorskafla miðað við sama tíma á sfðasta ári. Niðurstöður úr rannsóknum Hafrannsóknastofnunar munu ekki gefa tilefni til aukningar, sérstaklega með tilliti til þess, að mikill fjöldi skipa á sóknar- marki gefur möguleika á nokkru meiri afla en lagt var til í upp- hafiárs. Þorskafli fyrstu þijá mánuði árs- ins varð 118.025 lestir en í fyrra 93.559. Aukningin er hins vegar mjög mismunandi eftir landssvæð- um, mest fyrir Vesturlandi, en samdráttur er fyrir Suðurlandi. Niðurstöður Hafrannsóknastofnun- ar á stofnstærðarmælingum, sem gerðar voru fyrir nokkru, liggja endanlega fyrir um helgina eða á mánudag, en útkoma þeirra mun vera lakari en á síðasta ári. Samkvæmt reglugerð um veiðar á þessu ári er lagt til að heildar- þorskafli á árinu verði 300.000 lestir, en miðað við sveigjanleika kerfisins, sóknarmark og milli- færsluheimildir, er talið af hálfu sjávarútvegsráðuneytisins að heild- arafíinn geti orðið um 340.000 lestir. Það er nokkru meira en físki- fræðingar telja ráðlegt að verði veitt og því ólíklegt að þeir leggi til aukningu á leyfílegum þorskafla. Bayenrvill kaupa Asgeir HIÐ heimsþekkta vestur-þýska knattspyrnulið, Bayern MÚnchen, vill kaupa Ásgeir Sigurvinsson frá Stuttgart. Þjálfari liðsins, Udo Latek, vill að Ásgeir taki við stöðu Danans Sörens Lerbys, sem seldur hefur verið f ranska liðinu Cannes. Asgeir hefur leikið mjög vel í Bayem MÚnchen um eins árs v-þýsku knattspymunni að und- anfömu og lið hans, Stuttgart, hefur ekki tapað leik í langan tíma. Frammistaða Ásgeirs hefur ekki farið framhjá evrópskum knattspymufélögum og hefur Stuttgart fengið flölmargar fyrir- spumir og tilboð í Ásgeir. Hann vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið þegar Morgunblaðið ræddi viðhannígær. Ásgeir Sigurvinsson lék með skeið fyrir nokkrum ámm en fékk ekki þau tækifæri hjá Cemai, þáverandi þjálfara liðsins, sem knattspymusérfræðingar töldu hann eiga skilin. Það vekur því verulega athygli að Bayem skuli nú sýna Ásgeiri athygli á ný og svo kann að fara að hann endi glæstan knattspymuferil hjá þessu fræga liði. Asgeir stendur nú á þrítugu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.