Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.05.1986, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKira/jaVINNULÍF fi MMTUDAGUR 8. MAI1986 * # Kaupskipaútgerð Erlent kaupskip ífyrstasinn skráð á Islandi Nesskip þurrleigir 6.000 tonna norskt stórf lutningaskip NESSKIP hefur tekið á þurrleigu 6000 tonna norskt stór- flutningaskip. Skipið hefur hlotið nafnið Saltnes og er kall- merki skipsins undir íslenskum fána TFMP. Saltnes er fyrsta skipið sem skráð er á íslandi samkvæmt nýjum lögum er heimilar samgönguráðherra að leyfa, þégar sérstakar ástæður mæla með því, að erlent kaupskip, sem íslensk út- gerð hefur á þurrleigu, sé skráð á Islandi enda sé áhöfn þess íslensk. Saltnes var smíðað árið 1978 hjá Kleven Mekaniske Verksted í Noregi samkvæmt kröfum og undir eftirliti Det Norske Veritas. Farrými eru þrjár boxlaga lestar sem eru samtals 262 þúsund rúmfet. Skipið er búið tveimur krönum ásamt kröbbum til að losa lausfarma. Aðalvél er 4 þús- und hestafla Stork Werkspoor og ganghraði 13,5 sjómílur á klst. Aðalvél skipsins brennir svartol- íu. Skipið er búið tveimur yfir- byggðum björgunarbátum sem hvor um sig tekur alla áhöfnina auk hefðbundinna björgunar- tækja svo sem gúmbjörgunar- báta. Að sögn Guðmundar Asgeirs- sonar, framkvæmdastjóra og aðaleiganda Nesskips, er að- búnaður skipverja allur mjög góð- ur og búa þeir allir í rúmgóðum eins manns íbúðum með eigin baði og salerni. Þá er skipið búið mjög fullkomnum Ioftskeytabún- aði og má þar helst nefna síma og telextæki sem vinna um gervi- hnattasamband. „Það gerir kleift að bæði er hægt að hringja og senda telex um borð eða frá borði hvenær sólarhringsins sem er án tillits til þess hvar á jarðkringl- unni skipið er statt. Auk þess er að fínna í brú skipsins Navtex- tæki, sem skráir og prentar á blað hvers konar tilkynningar og upplýsingar til sjófarenda. Þetta tæki skráir tiikynningar sjálfvirkt allan sólarhringinn. Vegna þessa búnaðar hefur fengist heimild til að sigla skipinu til reynslu á ákveðnum siglingaleiðum án loft- skeytamanns," segir Guðmund- ur. Áhöfn skipsins verður 12 manns. Skipstjóri er Gunnar Magnússon, yfirvélstjóri Hjalti Ragnarsson og yfírstýrimaður Þórarinn Ólafsson. Nesskip gerir nú út fimm stórflutningaskip, þ.e. Akranes, Sandnes, Saltnes og Suðurland. Auk þess á Nes- skip ms. Urriðafoss, áður Vestur- land, sem er í þurrleigu hjá Eimskipafélagi íslands. A síðasta ári fluttu skip félagsins alls 706 þúsund tonn, þar af voru flutt 405 þús. tonn milli hafna erlendis eða rúm 57% af heildarflutning- um félagsins. Frá íslandi eru helstu vöruflokkar í flutningum félagsins saltfiskur, saltsíld, fískimjöl, járnblendi, vikur og hraun og brotajárn en til landsins voru flutt kol, koks, kvarts, járn- grýti og tréflísar til Járnblendifé- lagsins en auk þess má nefna timbur, pappír, stál og lítilsháttar af tilfaílandi stykkjavöru. SALTIUES - þannig lítur það út norska stórflutningaskipið sem Nesskip hefur tekið á þurr- leigu og verður fyrsta erlenda skipið sem fæst skráð á íslandi. Á hinni myndinni er Guðmundur Ásgeirsson í Nesskip (í miðið) að ganga frá skráningu skipsins hér á landi í Siglingamálastofnun en með honum á myndinni eru Gísli Auðunsson, sem annast skráning- una hjá stofnuninni, og til hægri er Magnús Jóhannsson siglinga- málastjóri. Landbúnaður Mjólkursamsalan velti nær tveim milljörðum '85 Flytur í nýju mjólkurstöðina um hvítasunnuna Heildarvelta Mjólkursamsölunnar og undirfyrirtækja hennar á síðasta ári varð 1,8 miUjarðar króna, að því er fram kom á aðalfundi Mjólkursamsölunnar nú nýlega. í frétt um aðalfundinn er ekki getið um rekstraraf komu fyrirtækisins á árinu. í fréttinni kemur hins vegar fram að innvegið mjólkurmagn á árinu á svæðinu var 61,2 milljón lítrar, sem var um 9,6% aukning frá árinu áður. Innvegið mjólkurmagn hefur aðeins einu sinni áður verið meira en, það var árið 1978. Heildarsala á ferskum mjólurafurðum var svip- uð og árið á undan með nokkurri minnkun í sölu á nýmjólk en aftur á móti aukningu í sölu á léttmjólk og undanrennu. Ákveðið var á fundinum á greiða framleiðendum á svæðinu grundvallarverð fyrir innlagða mjólk, þrátt fyrir að út- borgunargeta samlaganna væri um 5 aurar á lítra undir grundvallar- verði. Meðalgrundvallarverð ársins var 20,94 kr. á hvern lítra. í máli Guðlaugs Björgvinssonar, forstjóra Mjólkursamsölunnar, kom fram að stefnt er að flutningi mjólk- urstöðvar og skrifstofu í nýbygg- inguna við Bitruháls um hvíta- sunnuhelgina 18.—19. maí nk. Að þessu sinni gekk úr stjórninni Ágúst Þorvaldsson á Brúnastöðum, sem setið hefur í stjórn MS í 20 ár og þar af formaður í 17 ár en hann gaf nú ekki kost á sér til endur- kjörs. í hans stað var Magnús Sigurðsson í Birtingarholti kosinn í stjórnina. Rekstrarráðgi öf 'Helgi G. Þórðarson formaðurFIR AÐALFUNDUR Félags ísl. rekstrarráðgjafa var haldinn í. apríl sl. á Hótel Loftleiðum. í skýrsiu stjórnar kom fram að fjölgun hefur orðið á aðildarfyr- irtækjum félagsins. Hafin er út- gáfa fréttabréfs og er 2. tölublað nú að koma út. Töluverðar um- ræður urðu innan félagsins um breytingar á viðfangsefnum rekstrarráðgjafa á tímum örrar þróunar og breytinga á flestum sviðum. Ný stjórn var kjörin á aðalfundin- um og skipa hana Helgi G. Þórðar- son, formaður, Gísli Erlendsson, varaformaður, Sigurður Ingólfsson, ritari, Kristján Kristjánsson, gjald- keri og Gunnar Maack, meðstjórn- andi. Aðildarfyrirtæki Félags ísl. rekstrarráðgjafa eru nú: Björn Viggósson, Hagvangur hf., Hann- arr hf., Helgi G. Þórðarson, Hug- virki, Ráðgarður hf., Ráðgjafaþjón- usta Benedikts Gunnarssonar, Rekstrarstofan og Rekstrartækni hf. Félagið ei aðili að FEACO, Evrópusamtökum rekstrarráðgjafa. HEFURÞUHUGMYND? VANTAR ÞIG FÉ? ERT ÞÚ ÁBYGGILEG(UR)? Markaðs- og söluráðgjöf getur ef til vili aðstoðað við að láta hjólin snúast. HEILDARLAUSN Ert þú að hugsa um að auka söluna, vinna nýja markaði, tölvukaup, vélakaup, stofna nýtt fyrirtæki eða að auka og bæta núverandi rekstur? Við veitum ráðgjöf og aðstoðum þig við fjármögn- un svo þú getir einbeitt þér að rekstrinum. Varðandi hugbúnað fyrir einkatöivur viljum vid benda á nokkra spennandi möguleika frá Kerfis- þróun: STÓLPI - ALHLIÐA TÖLVUKERFI Hentar flestum fyrirtækjum, öflugur, einfaldur í notkun og ódýr. Nú hafa 16 af þeim 18 fyrirtækjum sem þátt tóku í útboði Landssambands iðnaðarmanna fest kaup á STÓLPA. SÖLUSTJÓRINN Þrælmögnuð lausn til að styrkja sölu- og markaðs- starfsemi stórra sem smárra fyrirtækja. SÖLUSTJÓRINN verður á næstunni einnig fáan- legur með upplýsingum um 20.000 starfandi fyrir- tæki og valda einstaklinga. K-GRUNNUR íslenskt gagnasafnskerfi sem gefur ótrúlega möguleika við gagnavinnslu t.d. í tengslum við SÖLUSTJÓRANN. K—GRUNNUR er m.a. með öfluga listavinnslu og reikniverk. FJÁRMÖGNUN Þú velur þau tæki og búnað sem þú þarft og við munum reyna að leysa dæmið til enda með þér. Vinsamlegast sendið inn upplýsingar um nafn, heimilisfang og símanúmer. Við sendum um hæl allar nauðsynlegar upplýsingar þannig að þú getir kynnt þér þessa nýju möguleika í ró og næði. BJORN VIGGOSSON MARKAÐS- OG SÖLURÁPGJÖF Armúli 38 108 Reykjavík Sími687466

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.