Morgunblaðið - 22.05.1986, Side 4

Morgunblaðið - 22.05.1986, Side 4
4 B ; MORGUNBLAÐIÐ, VIDSKIPll'laWNWUUF lilj^g^DAGUR 22.,MAÍ,1986 r TOYOTA Nybýlavegi 8 200 Kópavogi S 91 -44144 FJÁ RFESTINGA RSJ ÓÐS - REIKNINGUR STOFNAÐUR FYRIR l.JÚNÍ GETUR LÆKKAÐ SKATTSKYLDAR TEKJUR UM 40% iS/ i yrirtækjum og einstaklingum mfellf sem hafa tekjur af atvinnu- rekstri er heimilt að draga allt að 40% frá skattskyldum tekjum ársins 1985 til þess að leggja í fjárfestingarsjóð. Skilyrði er að helmingur upphæðarinnar sé lagður inn á 6 mánaða bundinn reikning fyrir 1. júní n.k. m /; / f reikningsárið er annað en fmSmffl almanaksárið er heimilt að leggja inn á reikninginn innan 5 mánaða frá lokum reikningsárs. / 7 nnstæðan er verðtryggð sam- _____/ kvæmt lánskjaravísitölu og ber að áuki 3,5% vexti. Að loknum 6 mánaða binditímanum er innstæðan laus til ráðstöfunar. I | Nánari upplýsingar veita sparis j óðsdeildir ° bankans um allt land og hagdeild | Laugavegi 7, Reykjavík, sími 27722. Uindsbanki íslands Banki allra landsmanna HOOár Fyrirtæki: Almennar með liðlega 3,3 millj. kr. hagnað Gjörbreytt skipulag og ný markaðssókn hafin zmtA Morgunblaðið/Börkur KAMPAKATIR — Þeir Þorvarður Sæmundsson og Ólafur B. Thors eru greinilega ánægðir með sig í nýju afgreiðslunni í Almennum tryggingum og með þeim er Halldóra Baldvinsdóttir. AUKIN samkeppni meðal ís- lenskra lánastofnana um hylli viðskiptavina hefur ekki farið fram hjá nokkrum manni á und- anförnum árum. Með stuttu milli- bili býður einhver þeirra upp á byltingakenndar nýjungar í þeirri von að stækka hóp við- skiptavina sinna. Má þar til dæmis nefna tölvubanka, tölvu- kort og heilan frumskóg af inn- lánsreikningum, sem hver og einn á að tryggja bestu ávöxtun. Bankarnir hafa vaknað til með- vitundar um að þeirra hlutverk sé að sinna viðskiptavininum, en ekki öfugt. Sams konar vakning er að veða hjá íslensku trygg- ingafélögunum. Eitt elsta og þekktasta tryggingafélagið, Almennar tryggingar hf., hefur nú lokið við undirbúning sinn fyrir harðnandi samkeppni og byltingarkenndar breytingar á tryggingum, sem ætlað er að auðvelda og einfalda vátrygging- arvernd viðskiptavina sinna. „Harðnandi samkeppni á mark- aðnum leiðir til breytinga. Það er ljóst, að öll tryggingaþjónusta er að gjörbreytast," segir Þorvarður Sæmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Almennra. „Bankamir byijuðu að auglýsa sig og berjast um viðskiptavini. Þjón- ustuhugtakið varð ofan á og neyt- endur vöknuðu. Við ætlum okkur að verða leiðandi afl í að breyta og bæta þjónustuna á íslenskum trygg- ingamarkaði." Fyrir ári síðan hófst markaðs- sókn Almennra, þegar það bauð atvinnurekstrartrygginguna, sem náð hefur umtalsverðum vinsældum hjá forráðamönnum fyrirtækja, að sögn talsmanna Almennra. Trygg- ingin hafi verið gjörbreyting á því vátryggingarfyrirkomulagi, sem þekkst hafði hér, og leiddi til þess að önnur félög tóku hana upp skömmu síðar, sem sína eigin. „Það sem þessi trygging hefur m.a. umfram aðrar, er að hana má laga að ólíkum þörfum fyrirtækja, án tillits til stærðar eða tegundar. Ifyrirtæki urðu ætíð að kaupa fjölda alls kyns trygginga, með mismun- andi skilmálum og endumýjunar- dögum, sem oft leiddi til þess að enginn vissi í raun hvort viðkomandi fyrirtæki væri vel, illa eða nánast ótryggt," segir Þorvarður. „Með atvinnurekstrartrygging- unni sameinum við fimm vátrygg- ingar í einn kjama, sem enginn atvinnurekstur getur verið án og hægt er að bæta við sjö öðmm tryggingum sem viðbótarvemd, ef þess þarf með eða er óskað. I kjam- anum eru bruna-, þjófnaðar-, vatns- tjóns-, ábyrgðar- og rekstrarstöðv- unartrygging. Við þetta má t.d. bæta slysatryggingu, húseigenda- tryggingu, rafeindatækjatrygg- ingu, kæli- og frystivömtryggingu, svo dæmi séu nefhd. Þessari nýjung hefur verið mjög vel tekið á fyrirtækjamarkaðnum og í raun verið fagnað sem mjög þarfri tryggingu. Fyrirtækin fundu út með einföldum samanburði, að þau væm oft vantryggð. Höfðu í raun ekki nauðsynlega vátrygg- ingavemd eða vom undirtryggð. Við komum t.d. inn í fyrirtæki, sem var með eina millj. króna bmna- tryggingu, en þurfti í raun 3—4 millj. króna tryggingu. Víða verðum við varir við mikla vanrækslu í þessum málum, sem er stórhættu- leg, ef óhapp kemur fyrir. Við breyttum skilmálunum, með því meðal annars að taka upp læsilegt mannamál í staðinn fyrir gamalt og flókið tryggingamál. Smáletrið margfræga er nú til dæmis prentað með rauðum lit í skilmálunum, sem koma í aðgengilegri möppu, þar sem öll atriði eru sett fram á ein- faldan og glöggan máta. Mörg og mismunandi skírteini heyra nú sögunni til. Tryggjandi er ekki lengur í vafa um trygginguna, skil- málana og hvaða vemd hann var að kaupa sér.“ Skipulag gjörbreytt Uppbyggingu og skipulagi Al- mennra hefur verið gjörbreytt og aðalskrifstofa félagsins að Síðu- múla 39 endurskipulögð og aðlöguð að aukinni og endurbættri starfsemi félagsins. Skipulagsbreytingin var tilkynnt í október í fyrra, en segja má, að hún hafi ekki tekið fullkom- lega gildi fyrr en nú í mars—apríl. Samkvæmt nýju skipuriti hefur fé- laginu verið skipt í þrjú aðalsvið, þ.e. markaðs- og sölusvið, tjóna- og rekstrarsvið og fjármálasvið. Framkvæmdastjóri mrkaðs- og sölusviðs er Þorvarður Sæmunds- son, Þorgeir Lúðvíksson er yfir tjónasviðinu og Sigurður Sigur- karlsson yfir rekstrar- og fjármála- sviði, en forstjóri Almennra er Ólaf- ur B. Thors. Húsnæðinu í Síðumúlanum hefur m.a. þannig verið breytt, að á fyrstu hæð er markaðs- og sölusviðið, en á annarri hæð er tjónadeildin. Við- skiptavinurinn getur því nú á auð- veldan hátt fundið þá starfsmenn, sem hann þarf að eiga orð við, til að fá skjóta lausn á sínum málum. Allar innréttingar og fyrirkomulag er hannað með það fyrir augum að viðskiptavinurinn finni sig velkom- inn hjá þjónustufyrirtæki sem hefur hagsmuni hans í fyrirrúmi. Leiðandi afl „Við höfum verið að gjörbreyta hér öllu til þess að geta þjónað betur okkar viðskiptavinum. Hér á fólki að iíða vel, bæði viðskiptavin- um og starfsfólki," segir Ólafur B. Thors. „Við erum með ýmsar nýj- ungar og breytingar á þjónustunni á teikniborðinu og það er alveg ljóst, að við ætlum okkur ekki að vera sporgöngumenn í þessum viðskipt- um. Við ætlum að verða leiðandi afl, þar sem tiyggjendur finna trausta og góða tryggingaþjón- ustu,“ segir Ólafur ennfremur. Afkoma félagsins á sl. ári var hagstæð, að sögn Ólafs, og fé- lagið skilaði hagnaði upp á kr. 3.356.089,-. Aðalfundur félagsins, sem haldinn var 18. apríl sl. sam- þykkti að greiða hluthöfum 10% arð. Heildariðgjöldin fyrir árið 1985 námu kr 379.555.677,- og höfðu hækkað um 33% milli ára. Heildar- tjón hækkuðu um 47% frá fyrra ári umfram hækkun iðgjalda og hafði það neikvæð áhrif á afkomu vá- tryggingarekstursins. Þessi hækk- un varð öll í frumtryggingum, þar sem tjónin hækkuðu um 67%, en tjón í endurtryggingum lækkuðu hins vegar um 13%. í ræðu sem Hjalti Geir Kristjánsson, stjómar- formaður Almennra trygginga hf.', flutti á aðalfundinum sagði hann m.a. um þessi mál: „Mest varð hækkunin í bifreiðatryggingum, sem er langstærsti einstaki trygg- ingaflokkurinn hjá félaginu. Þar hækkuðu tjónin um rúmar 60 millj- ónir eða úr rúmlega 71 milljón árið 1984 í rúmlega 131 millj. 1985. Þessi hækkun nemur 85%. Heildar- tap á bifreiðatryggingum nam tæpum 19 millj. fyrir kostnað, en rúmlega 39 millj. að meðtöldum kostnaði." Hann bætti svo við um aukið bifreiðatjón: „Það er sorglegt að sjá að þessi tryggingagrein er nú aftur að færast í fyrra horf, þ.e. verulegan taprekstur, eftir að aðeins rofaði til undanfarin tvö ár.“ Og einnig: „Reyndar eru tjón af völdum umferðaslysa raunverulegt þjóðarmein á íslandi og þyrfti þjóð- arátak til þess að fækka þessum tjónum og þar með lækka iðgjöld bifreiðatrygginga." Hlutafé aukið — hluthöfum fjölgar Fram kom á aðalfundinum í ræðu Hjalta Geirs, að á árinu 1985 var hlutafé Almennra trygginga hf. aukið um 12 milljónir króna úr 24 í 36 milljónir, og seldist viðbótar- hiutaféð á örfáum dögum, en í árs- lok voru hluthafar 246. Á aðalfundinum voru eftirtaldir menn kjömir í stjóm: Hjalti Geir Kristjánsson, formaður, Gunnar S. Bjömsson, varaformaður, Davíð Sch. Thorsteinsson, ritari, Jóhann Bergþórsson og Ólafur Davíðsson. í varastjóm voru kjömir Sigurður Egilsson og Pétur Guðmundsson. „Nú þegar skipulagsbreytingum er lokið og búið er að aðlaga skrif- stofuna að aukinni og bættri þjón- ustu við tryggjendur, þá ætlum við okkur hér hjá Almennum að ein- beita okkur að því að einfalda öll tryggingamál til þess að allir við- skiptavinir okkar skilji betur um hvað tryggingavemd snýst og geti þannig gengið úr skugga um að þeir njóti fullkominnar vátrygg- ingavemdar. Við ætlum líka að leggja okkar af mörkum til að stuðla að færri tjónum. Við viljum fá almenning í lið með okkur í þessu þjóðfélagslega baráttumáli. Slys og tjón em alltof tíð hér á landi. Með fækkun slysa og tjóna fást mun lægri iðgjöld og öryggi almennings eykst," segir Ólafur að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.