Morgunblaðið - 22.05.1986, Side 12

Morgunblaðið - 22.05.1986, Side 12
 12 B VIÐSKIFTIAIVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 1986 Hiisgagnaiðnaður Axissló ígegn íBelIa NÝ framleiðsla bamaherbergis- húsgagna frá Axis vakti mikla athygli á hinni árlegu húsgagna- sýningu, Scandinavian Furniture Fair í Bella Center í Kaup- mannahöfn fyrr í mánuðinum og margir umboðsaðilar, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum, hafa óskað eftir að fá einkasölu fyrir fyrirtækið á þessum slóðum í framhaldi af sýningunni. Að auki er þegar hafinn tilraunaútflutn- ingur á fataskápum og svefnher- bergishúsgögnum til kaupanda i Philadelphiu í Bandaríkjunum. „Við vorum eini sýnandinn héðan frá íslandi að þessu sinni en vorum þama þáttakendur núna fjórða árið í röð. Með þá reynslu að baki tókum við undir sýningu okkar um 100 ferm. rými til að hafa gott rúm í kringum húsgögnin okkar," segir Eyjólfúr Axelsson, framkvæmda- stjóri Axis í samtali um sýninguna. „Við lögðum þama áherslu á að sýna fataskápa, svefnherbergishús- gögn sem eina heild, einnig hús- gögn í unglingaherbergi og það nýjasta frá okkur vom síðan bama- herbergishúsgögn, sem við höfum þróað nýverið og hittu greinilega í mark þarna i Bella Center." Lákt og annað frá Axis eru þessi nýju bamaherbergishúsgöng hönn- uð af Pétri Lúterssyni. Þetta eru einingar sem raða má upp á ýmsan hátt - geta verið stakt rúm með skrifborði og kommóðum en einnig má mynda með þeim kojur eða láta rúmið hvíla á kommóðunni og skrif- borðinu, svo að í samsetningu gefa þessi húsgöng ýmsa möguleika. Eyjólfur segir einnig, að þessi hús- ; gögn séu algjörlega ný hönnun af ] hálfu Péturs og einingamar sem verið hafi á sýningunni, hafi í reynd > verið einu sýnishomin sem til em og smíðuð rétt áður en sýningin í hófst. Alls tóku um 500 fyrirtæki í húsgagnaiðnaðinum á Norðurlönd- ■ um þátt í sýningunni. Þátttakendur ' voru um 20% fleiri heldur en í fyrra ? og það þrátt fyrir að 30% færri j Bandaríkjamenn hefðu sótt sýning- j una heldur en reiknað hafði verið ; með og var ástæðan fyrir þessum afföllum ótti vestanmanna við geislavirkni og hryðjuverk. Einn kom sex sinnum „Það er óhætt að segja, að þótt við höfum jafnan fengið góðar við- tökur í Bella Center, þegar við höfum sýnt þar áður, þá hafa þær aldrei verið í líkingu við það sem Center nú var,“ segir Eyjólfur. „Mikil að- sókn var í sýningarbásinn hjá okkur allan tímann og margir gestanna vildu gera við okkur samninga þama strax á staðnum. Einn kom til okkur sex sinnum og sat reyndar yfir okkur í klukkutíma fram yfir hin formlegu lok sýningarinnar, og annar kom til okkur þrisvar sinnum og lagði á sig að bíða eftir okkur í klukkutíma í síðasta skiptið, því að við vomm þá í viðræðum við aðra. Mest bar þama á Bandaríkja- mönnum og af þeim vom margir frá vesturströndinni en Evrópu- menn vom þó einnig talsvert áber- andi. Einn af þessum mönnum vildi verða umboðsaðili okkar vestan hafs og tryggja okkur sölu á alls 35 gámum lágmark á fyrsta árinu og annar af vesturströnd Bandaríkj- anna sagðist vera þar með 150 verslanir á sínum snæmm og geta ábyrgst sölu á yfir 50 gámum á fyrsta ári. Það var sá sem heimsótti okkur sex sinnum." A sýningunni í Bella Center treysti Axis einnig viðskiptasam- band sem þegar er komið á við fyrirtæki eitt í Philadelphia í Banda- ríkjunum en það hefur áður fengið tvær tilraunasendingar á fataskáp- um og svefnherbergishúsgögnum frá Axis. „Þeir segjast ekkert hafa gert til að auglýsa þessa vöm sér- staklega en engu að síður hafí hún selst vel og fólki líkað hún. Fulltrúar þessa fyrirtækis pöntuðu á sýning- unni gám til viðbótar með fataskáp- um og svefnherbergishúsgögnum og ætla að drífa hann niður til Flórída, þar sem fyrirtækið er einn- ig með verslanir á sínum snæmm. Þessir aðilar vom mjög jákvæðir og bjartsýnir. Sjálfur er ég eigin- lega stoltastur af því ef okkur tekst að selja Bandaríkjamönnum fata- skápa, því að húsgagnaframleið- endur á því sviði á hinum Norður- löndunum hafa margir hvetjir gefið þann markað upp á bátinn og talið vonlausan. Það kom til dæmis til okkar í sýningarbásinn í Bella Center danskur húsgagnaframleið- andi, sem kvaðst vera búinn að reyna að selja fataskápa til Banda- ríkjanna í fjögur ár en án árangurs og hann réð okkur eindregið frá því að reyna að selja þangað. En að selja fataskápa til Philadelphiu í Bandaríkjunum er að kalla má tvöfaldur sigur, því að það er í þeirri borg sem IKEA kom fyrst undir sig fótunum í Bandaríkjunum og hefur síðan átt mikilli velgengni að fagna. Félagar okkar í Phila- dephiu halda því hins vegar fram að IKEA-verslunin ýti undir áhug- ann á okkar vöm, því að IKEA hafi kennt mönnum þar um slóðir að meta þessa norrænu lfnu í hús- gögnum en sjái um leið að þótt skápamir frá Axis séu talsvert dýr- ari, þá séu þeir mun vandaðri og traustari og setji verðið því ekki fyrir sig,“ segir Eyjólfur ennfremur. Það virðist þannig enginn hörgull að erlendum umboðsaðilum fyrir Axis-vömmar en Eyjólfur segir að fyrirtækið hafi ákveðið að fara varlega í sakimar. „Við tókum þá stefnu á sýningunni að gefa ekki upp neitt verð á þeim nýju hús- gögnum sem við sýndum þama heldur kanna hvað menn væm til- búnir að borga fyrir vömna og verðleggja okkur síðan í samræmi við það. Utkoman var verð sem var vel ríflega það sem við vomm fyrir- fram tilbúnir að sætta okkur við og það er því ljóst eftir þessa sýn- ingu að við munum ekki selja fram- leiðslu okkar út á verðið. Tveir aðilar sem heimsóttu okkur, létu til dæmis þau orð falla að þetta sem þeir sæu í básnum hjá okkur væri fallegasta varan í þessum vöm- flokkum á sýningunni en um leið sú aldýrasta. Nú, við tókum einnig þá stefnu á sýningunni að gera enga bindandi viðskiptasamninga þar heldur munum við nú eftir að heim er komið, afla upplýsinga um þá aðila sem vildu gerast söluaðilar fyrir okkur á hinum ýmsu stöðum og jafnframt verðum við að gera upp við okkur hvað stefnu við eigum að taka í þessum sölumálum okkar. Sumir þessara aðila vildu fá einka- umboð fyrir framleiðsluvöm okkar í einstökum löndum. Þannig var til að mynda um þennan aðila á vestur- strönd Bandaríkjanna, sem vildi tryggja okkur kaup á 35 gámum á einu ári. Það samsvarar um 75 milljón króna sölu, svo að þama eru talsverðir fjármunir í húfi fyrir okkur og þetta fyrirkomulag á margan hátt þægilegast fyrir okk- ur, en á sama hátt getur það verið tvíbent að vera með öll eggin í sömu körfunni með því að treysta algjör- lega viðskipti við þennan eina að- ila.“ Árangur langs þróunarstarfs Axis mun nú þurfa að senda sýn- ishom til nokkurra aðila hið fyrsta. Einn þeirra vill til dæmis fá fimm eintök af hverri gerð til að vera með á húsgagnasýningu í Englandi í októbermánuði nk. og einnig mun Axis þurfa að sinna áhugasömum söluaðilum í Þýskalandi, Hollandi og Belgíu en belgíski aðilinn einn er t.d. með 65 verslanir á sínum vegum. „Við höfum þannig úr miklu meira að moða heldur en við höfðum látið okkur dreyma um fyrirfram," segir Eyjólfur. Hann segir að vísu, að það skapi fyrirtæki vissa erfið- leika að fá allar þessar pantanir á einu bretti en verið sé að vinna að því að afla efnis til að geta sinnt þeim. Hann hefur hins vegar ekki teljandi áhyggjur af því, að fyrir- tækið muni ekki anna eftirspum- inni, ef í ljós kemur að raunveruleg útflutningsframleiðsla verður í samræmi við þann áhuga sem fyrir- tækinu var sýndur i Bella Center. „Við nýtum verksmiðjuna núna ekki fyrir innanlandsframleiðsluna nema með 25% afkastagetu - en ef þetta skilar sér allt saman gæti þó farið svo að við yrðum að vinna hér á vöktum og eins má semja við önnur verkstæði sem undirverktaka ef til þess kemur." Eyjólfur segir engan vafa leika á því að athyglin sem Axis fékk nú í Bella Center sé ekki einungis afrakstur þessara einu sýningar heldur fyrri þátttöku Axis á þessari sömu sýningu og það hafi þannig tekið full fjögur ár að skila sér. Eyjólfúr segir líka að menn hafi komið að máli við sig og sagt sér að þeir hefðu fylgst með með fyrir- tækinu á sýningunni í öll skiptin og lýst aðdáun sinni á því hvemig fyrirtækið hefði stöðugt verið að þróa framleiðsluvömr sínar með hverri sýningunni. „Það er því ekki fyrr en eftir að fyrirtæki hefur verið með í nokkur skipti á sýningu sem þessari, sem kaupendumir telja sig vera búna að fá vissu fyrir því að þama fari framleiðandi sem er ekki bara einhver bóla heldur sem ætli sér af fullri alvöru að hasla sér völl á erlendum markaði og sé til- búinn að færa þær fómir sem til þess þarf.“ Eyjólfur er þess vegna gagn- rýninn á þann stuðning sem fyrir- tæki hér heima geta vænst frá stjómvöldum og lánastofnunum í þessari viðleitni sinni. Til að mynda hefur Axis nýverið hafnað láni til vöruþróunar og markaðsstarfsemi frá Iðnlánasjóði, því það er einungis til 3ja ára, með fullri verðtryggingu og 7% vöxtum - og byijað að borga af því þegar á fyrsta ári. Á sama tíma bjóðast hins vegar keppinaut- unum í Noregi og Danmörku lán til allt að 5 ára og ekki byijað að borga af þeim fyrr en eftir 3 ár, enda er almennt viðurkennt að vöruþróunarferillinn taki 3-5 ár og fyrirtækin því vanbúin til afborgana af slíkum lánum fyrir þann tíma. Einnig segir Eyjólfur að tilfinnan- legur skortur hafi verið á útflutn- ingslánum, þó að horfur séu nú á að það standi til bóta. Þriðji þáttur- inn sem Eyjólfur segir að nauðsyn- legt sé að lagfæra til að útflutnings- starfsemi héðan komist á laggimar fyrir alvöru, sé flutningskostnaður- inn frá iandinu. Segir Eyjólfur að viðskiptaaðili hans í Philadelphiu hafi til að mynda lent í miklum erfiðleikum af þeim sökum og að óhjákvæmilegt sé að hefja viðræður við skipafélögin um eitthvert skyn- samlegt fyrirkomulag og flutnings- gjöld til útflutningsfyrirtækjanna, sem allir aðilar geti unað við. Á móti þessum neikvæðu atriðum I útflutningsviðleitni Axis vildi hins vegar Eyjólfur tefla fram þætti Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins, sem hann kvað hafa veitt sér ómet- anlegan stuðnings og fulltrúi henn- ar hefði verið sér til trausts og halds allan tímann meðan á sýning- unni í Bella Center stóð. Símanúmer okkar er . 27809 ■ jtatufLughf Grandagarði 1 b, Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.