Morgunblaðið - 06.06.1986, Blaðsíða 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 6. JÚNÍ 1986
Kókog
getnaðar-
varnir
Það er margt skrýtið í kýr-
hausnum og nú hafa vísinda-
menn hjá Harvard komizt að raun
um það að hægt sé að nota Coca
Cola til getnaðarvarna. Skolun
legganga að loknum samförum er
nú orðið talin úrelt og brigðul
getnaðarvörn en í Ijós hefur þó
komið að konur í löndum þriðja
heimsins beita þessari aðferð í
stórum stíl og margar þeirra nota
þá einmitt Coca Cola í þessum
tilgangi. Á markaði eru nú fjórar
tegundir af þessum ágæta drykk,
gamla góða kókið, nýtt kók, nýtt
kók án koffeins, og megrunar-kók.
Þeir Harvard-menn gerðu tilraunir
með áhrif þessara fjögurra teg-
unda drykkjarins á sæði og kom
þá reyndar í Ijós að allar unnu þær
á því en voru þó mismunandi virk-
ar. Megrunar-kókið var virkast og
sæðisfrumur sem komust í snert-
ingu við það hættu að bæra á sér
áður en mínúta var liðin. Auk þess
kom í Ijós að gamla kókið var fimm
sinnum virkara en nýja kókið.
Þrátt fyrir þetta mæla þeir hjá
Harvard ekki með því að Coca
Cola sé notað til að koma í veg
fyrir getnað, en sæði á það til að
leita upp eggjaleiðarana og kom-
ast þannig út af því svæði líkamans
sem skolun nær til fáeinum mínút-
um eftir að samförum lýkur þannig
aö frjóvgun eigi sér þrátt fyrir allt
stað.
Orkuþörf
®g
litarháttur
0
Ibaráttunni við aukakílóin er ekki
amaiegt að fá nýjar upplýsingar
frá Lundúna-háskóla þar sem vís-
indamenn telja sig hafa komizt að
því að það fari mjög eftir litarhætti
hversu mikil orkuþörf líkamans er.
Það getur verið huggun harmi
gegn að vita til þess að aðrir séu
í meiri vanda staddir en maður
sjálfur, en niðurstöður vísinda-
mannanna benda til þess að fólk
af hvítum kynstofni brenni að
meöaltali 200—300 fleiri hitaein-
ingum á dag en guli kynstofninn
og þeir sem eru af kynþætti negra.
Þessar upplýsingar komu nokkuö
á óvart en það var ekki um að
villast: Bretar og Grikkir brenndu
10—17% fleiri hitaeiningum á
klukkustund en líkamlegir jafnokar
þeirra frá Kenýa, Ghana, Nígeríu,
Malaysíu, Tailandi, Indlandi og
Pakistan. Niðurstaðan er sú að
fólk frá þessum fjarlægu löndum
þarf að hafa meira fyrir því en hinir
hörundarbleiku að losa sig við
aukakílóin en auðvitað þýðir þetta
jafnframt að hinir síðasttöldu hafa
síður afsökun fyrir offitu.
Einmana ungvidi
og heilsuleysi
á fullorðinsaldri
Um þrjátíu ár eru síðan vís-
indalegar rannsóknir sýndu
svo ekki varð um villzt að börn sem
fara á mis við ástúö, félagsskap
og umhyggju bíða þess líklega
ekki bætur ævilangt. Þessi vitn-
eskja var árangur víðtækra rann-
sókna sem hinn frægi sálfræðing-
ur, Harry Harlow, gerði á atferli
apa. Hann tók apaunga frá mæðr-
um sínum þegar þeir litu dagsins
Ijós og ól þá upp með lífvana stað-
genglum þeirra sem þó mjólkuöu.
Þessar „tuskumömmur" urðu al-
ræmd tákn um firringu en þegar
apaungarnir komust á legg voru
þeir brenglaðir tilfinningalega.
Því er stundum haldið fram að hrotur séu hraustleikamerki en þær geta verið heilsuspillandi, ekki
aðeins fyrir þá sem verða andvaka vegna hins hvimleiða hávaða heldur einnig þann sem hrýtur. Stöðug-
ar hrotur geta valdið ofnæmi og kirtlabólgum að sögn bandaríska háls-, nef- og eyrnalæknisins David
Fairbays. Vitað er, að þeir sem sofa liggjandi á bakinu, eru gjarnir á að hrjóta. Astæðan er sú að við
slökun sígurtungan til baka í munninum og hindrar þá að nokkru leyti loftstreymi í hálsinn. Koma má
í veg fyrir hrotur eða draga verulega úr þeim með því að liggja á hliðinni eða hafa hátt undir höfðinu.
Nú eru nýjar aparannsóknir í
gangi á vegum Denver-háskóla og
árangur þeirra bendir til þess að
aðskilnaður barna frá sínum nán-
ustu í frumbernsku hafi ekki ein-
ungis í för með sér andleg skakka-
föll heldur einnig skaðlegar líkam-
legar afleiðingar þegar til langs
tíma er litið.
Sálfræðingurinn, Mark Lauden-
slager, og samstarfsmenn hans
tóku tvo apaunga frá foreldrunum
og tvo aðra aðskildu þeir aðeins
frá mæðrum sínum. Apaungarnir
voru um sex mánaða gamlir sem
jafngildir 2—3 mannsárum. Þótt
aöskilnaðurinn væri skammvinnur
lét streitan ekki á sér standa enda
vissu apaungarnir ekki að fagnað-
arfundir væru á næsta leiti.
Þegar þessir sömu apaungar
höfðu náð þriggja til fjögurra ára
aldri (unglingar) var ónæmiskerfi
þeirra borið saman við ónæmis-
kerfi fimm apa sem aldrei höfðu
verið haföur í einangrun. í einangr-
unaröpunum var virkni B- og
T-fruma — sem eru meginstoðir
ónæmiskerfisins — mun minni en
hjá samanburðarhópnum. Enda
þótt einangrunaraparnir líti út fyrir
að vera jafn heilbrigðir og hinir
kann þessi skortur á virkni að hafa
það í för með sér þegar tímar líða
að þeim stafi sérstök hætta af
sjúkdómum, segir Laudenslager
um leið og hann leggur áherzlu á
að hér sé einungis um frumniður-
stöður að ræða. Þeim spurningum
er þá ósvarað með hvaða hætti
félagsleysi í frumbernsku hafi
skaðleg áhrif á ónæmiskerfið og
hvað sé í raun og veru sameigin-
legt með einmana öpum og ein-
manafólki.
(Úr American Health)
HBLSA
UMSJÓN/ÁSLAUG RAGNARS
Antikmunir voru sérgreln þessa karls.
ggæsí
SSM
$0 ,
Ssffl :
Dúkar og annað handsaumað var þaö sam þessl haföi
á boðstólum.
Þaö má nota tfmann meöan beöið er eftir viðskiptavinum
viö aö dytta að varningnum.