Morgunblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986
Landhelgisgæslan
ver mikilvægustu
auðlind landsins
Skipshöfn Signrðar um þessar mundir Morgunblaðið/Börkur Amarson
Landhelgisgæslan
sinni veiðieftirliti
Það er nú svo að ef af þessu
yrði mundi það rýra enn meir en
orðið er starfssvið Landhelgisgæzl-
unnar, en ég tel að það eftirlit sem
sjávarútvegsráðuneytið hefur haft
með höndum varðandi veiðamar á
landgrunninu eigi skilyrðislaust að
vera í höndum Landhelgisgæzlunn-
ar, því Landhelgisgæzluna getum
við ekki lagt niður og við höfum
ekki efni á að reka tvö hliðstæð
fyrirtæki innan ríkiskerfisins. Þessi
mál geta verið undir stjóm sjávarút-
vegsráðuneytisins þótt Landhelgis-
gæzlan taki að sér að vinna verkið.
Þama er um að ræða eftirlit bæði
með veiðarfærum og afla sem er í
raun mjög viðamikið starf ef vel á
að fyigjast með veiðunum og sinna
þessu af festu og alvöru og ég er
sannfærður um, að það er rík
ástæða til þess að sinna þessu starfi
mun betur en gert hefur verið og
skapa meira aðhald en verið hefur.
Síðan 1976 eftir að landhelgis-
deilunum Iauk hafa veiðar útlendra
fiskimanna á íslandsmiðum stór-
minnkað og undanfamar vikur hafa
aðeins 2—4 erlend fiskiskip verið á
miðunum og þá samkvæmt leyfi
íslenzkra stjómvalda. Hér er um
að ræða belgísk og færeysk skip.
Þessi þróun hefur einnig orsakað
minnkandi starfssvið Landhelgis-
gæzlunnar og á sl. ári hafði Land-
helgisgæzlan aðeins afskipti af 14
eða 16 erlendum fískiskipum og þá
eingöngu til eftirlits með afla og
veiðarfærum.
Vantar eftirlit í
jöðrum landhelginnar
Talsverður árgangur hefur verið
við ytri mörk fiskveiðilögsögunnar
og þar hafa rússneskir fískimenn
ásamt fiskiskipum Efnahagsbanda-
lags Evrópu auk annarra Evrópu-
þjóða veitt rétt utan við 200 mflna
mörkin. En Landhelgisgæzlan hef-
ur ekki getað sinnt eftirliti með
þessum veiðum sem skyldi vegna
Qárskorts.
í dag er Landhelgisgæzlan aðeins
með þijú skip, Tý, Ægi og Óðin,
og það hefur ekki verið hægt að
reka þau undanfarin ár nema hluta
úr árinu því eitt skipanna hefur
verið bundið 3—4 mánuði á hveíju
ári.“
„Hvað er þá til ráða?“
Landhelgisgæslan
ábyrgi aðilinn
á hafinu
Hluti af starfsemi Landhelgis-
gæzlunnar í dag er að fylgjast með
vitakerfi landsins og hún hefur
orðið að sinna í æ ríkari mæli ýms-
um þáttum vitamála allan ársins
hring. Það má heita furðulegt að
Vitamálastofnunin og Landhelgis-
gæzlan skuli ekki vera sameinaðar.
Það mundi auðvelda og einfalda
rekstur þessara stofnana og spara
mikið fé fyrir ríkissjóð að mínu
mati. Undanfarna mánuði hafa
stjómvöld leitazt við að koma á
samkomulagi milli Landhelgis-
gæzlu, Flugmálastjómar, Lands-
símans og Slysavamafélags íslands
um skipan björgunarmála á haf-
svæðinu umhverfís landið. Ekki
hefur tekizt að sætta sjónarmið
Landhelgisgæzlu og Slysavamafé-
lags Islands þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir um skipan þessara mála.
En ég tel undantekningarlaust að
Landhelgisgæzlan eigi að vera hinn
ábyrgi aðili á hafsvæðinu umhverfis
ísland þar sem hún er sú stofnun
í landinu sem hefur tækjum og
mannafla á að skipa til þess að
sinna þessum málum, þ.e.a.s. hún
hefur skip og flugvélar sem verða
að vera til staðar. Ég er ekki að
rýra starfsemi Slysavamafélags Is-
lands með þessum orðum. það vejk
sem deildir Slysavamafélags Is-
lands hafa unnið um langt árabil
er einstætt. Mjög æskilegt væri
hins vegar að nánara samstarf yrði
milli Landhelgisgæzlu og Slysa-
vamafélags íslands um fræðslumál-
in og ég hef þá í huga að í stað
þess að fara að gera út varðskipið
Þór, hið gamla skip, til fræðslu-
starfa, þá yrði þremur varðskipun-
um haldið út allt árið og Landhelgis-
gæzlan aðstoðaði Slysavamafélag
Islands við námskeiðahald í sjávar-
plássum landsins með varðskipun-
um. Landhelgisgæzlan gæti létt
undir í þessum efnum og þrátt fyrir
það gæti Þór nýtzt sem miðstöð
þessa starfs og annarra þátta í
starfi Slysavamafélags íslands.
Öryggisþætti fiski-
skipanna ábótavant
Slysavamafélag íslands á að
mínu mati að sjá um öll minni hátt-
ar björgunarmál sem það hefur
bolmagn til að leysa og sérstaklega
þann þáttinn sem lýtur að strönd
landsins og fræðslu og fyrirbyggj-
andi starf. Og mjög æskilegt er að
þessar stofnanir ynnu náið saman
ásamt Landssíma og Flugmála-
stjóm.
Það hefur færzt í vöxt, að Land-
helgisgæzlan hefur aðstoðað Sigl-
ingamálastofnun við eftirlit á bún-
aði og skráningu skipa og það hefur
sýnt sig að það hefur verið mikil
þörf á slíku. Þetta er nýr þáttur í
starfi gæzlunnar. Undanfarið hefur
verið mjög góð samvinna milli þess-
ara tveggja stofnana um þessi mál
og því miður virðist vera mjög mikið
verkefni þar framundan,- þar sem
heimsins beztu fiskimenn sinna ekki
þessum málum sem skyldi, þ.e. að
hafa búnað og öryggistæki fiski-
skipanna í eins góðu lagi og hægt
er og það er sorglegt til þess að
vita. Það er einnig ljóst að það
þarf að reka meira á eftir því að
menn kunni á þessi tæki og viti
hvemig á að bregðast við og nota
þau, ef upp kemur sú staða. þetta
er eitt af því sem Landhelgisgæzl-
an, sem er sífeilt á vakt við landið,
getur stanzlaust sinnt í samvinnu
við aðra.
Bylting í þyrlu-
útgerð Gæzlunnar
Ný skipan mála í þyrlurekstri
Landhelgisgæzlunnar, kaupin á
hinum nýju þyrlum frá Aerospatiale
lofa mjög góðu og má með sanni
segja að um byltingu sé að ræða
frá því sem verið hefur. Sérstaklega
á ég þar við þann þátt sem snýr
að aðstoð og sjúkraflutningum á
hafsvæðinu umhverfis ísland, svo
og aðstoð við dreifbýlið í landinu.
Ferðalög einstaklinga á ýmsum
farartækjum um óbyggðir Islands
hafa færzt mjög í vöxt á undan-
fömum árum og er ekki séð fyrir
endann á þeirri þróun enn í dag.
Og það er fyrirsjáanlegt að þyrlur
Landhelgisgæzlunnar verða í náinni
framtíð að sinna þessum þætti tölu-
vert meira en verið hefur og þá er
nauðsynlegt að vel sé búið að
tækjum og mannafla þyrludeildar-
innar. Þyrlur Landhelgisgæzlunnar
hafa undanfarin ár unnið að ýmsum
byggingaframkvæmdum fyrir opin-
bera aðila og sjálfstæða víðs vegar
um landið, ýmist verkefni á hálendi
landsins, við skíðalyftur o.fl. o.fl.
og eru slíkar þyrlur nauðsynlegar
í nútímaþjóðfélagi. Ég er sann-
færður um það að þáttur þyrlunnar
mun vafalaust aukast á komandi
árum.
Þyrlurekstur Landhelgisgæzl-
unnar er mjög fjárfrekur og menn
verða að gera sér grein fyrir því
að það má ekki bitna á öðrum þátt-
um stofnunarinnar sem eru ekki
síður mikilvægir, bæði á líðandi
stund og þegar fram í sækir.
Ærin verkefni ef
hlúð er að Gæzlunni
Framansagt sýnir að verkefnin
fyrir Landhelgisgæzluna eru ærin
og mikil ef hlúð er að stofnuninni
og henni veitt nauðsynlegt fjár-
magn til þess að sinna sínum verk-
efnum, bæði hefðbundnum og nýj-
um sem hér hefur verið bryddað á.
Ég veit að stjómvöld hafa í mörg
hom að líta varðandi fjárveitingar
til ýmissa ríkisstofnana, en ríkis-
valdið má ekki gleyma þeirri stofn-
un sem fylgist með og varðveitir
langmikilvægustu auðlind landsins,
auðlindinni, sem þjóðin hefur lifað
á og mun lifa á.
Umfjöllunin um Landhelgisgæzl-
una undanfama mánuði vegna
þátta sem einstaklingar telja að
miður hafi farið hefur komið á róti.
En ég tel að hinn neikvæði þáttur
í þessari umfjöllun hafi verið stór-
lega orðum aukinn og það er leitt
til þess að vita. Varðandi áfengis-
neyzlu starfsmanna Landhelgis-
gæzlunnar þá neyta þeir áfengis
eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins
og að mínu áliti í mun minna mæli
en margar aðrar stéttir. Samkvæmt
kjarasamningum eiga áhafnir varð-
skipanna að standa 8 tíma vaktir,
8 tíma vinnudag eins og aðrar stétt-
ir þjóðfélagsins og því eiga menn
frí í 16 klukkustundir. Þessar 16
klukkustundir hafa stjómvöld ekki
séð sér fært að kaupa af áhöfnum
varðskipanna nema að mjög tak-
mörkuðu leyti, og á meðan svo er
tel ég mjög vafasamt að banna
starfsmönnum landhelgisgæzlunn-
ar að neyta áfengis í sínum frítíma,
en það skal skýrt tekið fram, að
áfengisneyzla um borð í skipum á
hafi úti hefur verið og er bönnuð
og hafa áhafnir varðskipanna virt
það bann mjög vel. Þegar varðskip-
in eru við land er það eins og hjá
öðrum sæfarendum, eilíf barátta
við tímann og stundum vill það
rekast á við starfið sjálft eins og
gengur. Þetta er spuming um fjöl-
skylduna, umhyggjuna fyrir starf-
inu og skemmtunina. Landhelgis-
gæzlan hefur haft og hefur mjög
góðu fólki á að skipa, sem hefur
sérhæft sig í hinum ýmsu störfum
hennar og hafa ráðamenn stofnun-
arinnar reynt eftir megni að þjálfa
starfsmenn hennar og liðsinna þeim
svo að þeir verði hæfari til starfsins.
Ég er bjartsýnn á að þessi umfjöllun
verði stofnuninni í heild til góðs svo
að forráða menn þjóðarinnar beri
gæfu til að hlú að Landhelgis-
gæzlunni sem skyldi.
Nýtt 2000-3000
tonna varðskip
Helztu atriði sem varða stöðu og
stefnu Landhelgisgæzlunnar eru
eftirlit með veiðum og afla, vita-
þjónustu, almennt eftirlit innan 200
mflna markanna, björgunarmál og
yfirstjóm á hafinu umhverfis landið
í þeim efnum, aðstoð við dreifbýlið,
aðstoð við fiskveiðiflotann, öryggis-
málin og fræðsla í öryggismálum,
þyrluþátturinn og skipaeftirlit.
Varðskipið Óðinn er elzta skip
Landhelgisgæslunnar, smíðað árið
1959 og er því orðið 27 ára gam-
alt. Eðlilegt er að menn fari að
huga að nýsmíði fyrir Gæzluna,
2000—3000 tonna skipi. Ægir er
um 1000 tonn en þar sem veiðar
íslenzkra fiskimanna færast sífellt
norðar á bóginn og það er ljóst að
við ætlum að vera okkar mönnum
til aðstoðar þá dugir ekki minna
skip.
Ég vil svo að lokum nota tæki-
færið og óska öllum íslenskum sjó-
mönnum til hamingju með daginn.
-á.j.