Morgunblaðið - 08.06.1986, Page 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986
HÖPN t HORNAFIRÐI
Algjört skilyrði að
endumýja
úreltan bátaflota
— segir Óli Björn á Sigurði Ólafssyni
og segir sína sögu að við fáum
ekki að njóta þess einu sinni að
sjá sjónvarpið því skilyrðin eru ekki
betri en það. En þetta er nú kannske
eins og ýmislegt annað sem lýtur
að sjómönnum, við erum eins konar
þriðja flokks fólk, þessir sjómenn í
landinu. En það væri nú ugglaust
kominn tími til að breyta því eitt-
hvað og brúa bilið. Já, ég held að
þeir selji steinbítinn grimmt í
Frakklandi á góðu verði.
Vetrarvertíðin var mjög góð, gott
veður og ágætis fískerí. Við vorum
með 570 tonn í netin og síðan erum
við búnir að fá um 60 tonn af stein-
bít.
Já, mér fínnst jákvæð staða í
útveginum utan það að við erum
komnir á úrelta báta og í þeim
efnum verður að taka til hendinni
að endumýja bátaflotann, þ.e.a.s.
ef þetta á ekki að verða sjálfdautt.
Það er algert skilyrði að endumýja
bátaflotann. Við eigum elzta og
Hornafjarðarbáturínn
Sigurður Ólafsson var að
leggjast að bryggju í
Hornaf irði þegar okkur bar að
garði. Við brugðum okkur upp
í brú og ræddum við Óla Björn
Þorbjörnsson skipstjóra.
„Við erum búnir að vera í viku-
tíma á steinbít, trolli, en við höfum
10 daga sóknarkvóta í maí. Þetta
er ágætur afli. Við erum með 15
tonn eftir sólarhring, en steinbít
höfum við veitt á þessum árstíma
undanfarin 4 ár. Þú spyrð hvers
vegna við höfum ekki veitt stein-
bítinn áður á þennan hátt, en það
er líklega vegna þess að við höfum
þá haft nóg af öðm að moða úr
áður. Verðið á steinbítnum er 10.88
kr. fyrir 1. flokk. Þetta em hæg
heimatökin má segja. Við emm
héma 3 mflur fyrir utan og það er
stutt að fara en hins vegar furðulegt
ÓliBjörn.
Lagst að bryggju.
IWTClVr A TT'DCtlT% Jk F&TTD
lyijlAA U tr O JL U JK,
Eg get ekki
hugsað mér að
vinna í landi
— segir Helgi Jóhannsson, stýrimaður
og trillukarl í frístundum
Á sjónum er
maður frjáls
Spjallað við Halldór Þorsteinsson
trillukarl á Veiðibjöllunni
„Ég er búinn að vera 23 ár á
sjónum og get alls ekki hugsað
mér að hætta sjómennsku og
fara að vinna í landi. Ég er núna
stýrímaður á Beiti — sem
Síldarvinnslan hérna i
Neskaupstað gerir út — og ég
er meira að segja svo altekinn
af sjómannsbakteríunni að ég
er trillukarl í frístundum. Geri
út þessa 4ra tonna tríllu, Sunnu
Björk NK78,“ segir Helgi
Jóhannsson.
Tíðindamaður Morgunblaðsins
hefur tekið hann tali þar sem hann
er að dytta að trillu sinni í smábáta-
höfninni í Neskaupstað. Það er blíð-
viðri. Fjörðurinn er spegilsléttur og
trillukarlar í landi enda var kosið í
gær og svo ætti í raun að vera sjó-
mannadagurinn í dag, fyrsti sunnu-
dagurjúnímánaðar.
„Þetta er smán. Ég held að það
hefði nú mátt kjósa á einhveijum
öðmm tíma. Það er verið að troða
á sjómönnum með því að færa sjó-
mannadaginn svona til. Sjómenn
em mjög óánægðir með þetta hér
um slóðir," segir Helgi.
Heldurðu að þetta muni þá
skyggja á hátíðahöldin á sjómanna-
daginn að þessu sinni?
„Nei, nei. Við sjómenn látum
ekkert slíkt spilla gleðinni. Það
hefur alltaf verið mikið um að vera
héma í Neskaupstað á sjómanna-
daginn — og hér verður nú mikið
um dýrðir eins og endranær. Já,
auðvitað. Öll skip inni og hver og
einn tekur þátt í gleðinni. Engu að
síður á sjómannadagurinn að vera
á réttum tíma. Rétt skal vera rétt.“
Hvað er það sem gerir sjómanna-
starfíð svona heillandi?
„Spennan, maður. Spennan í
kringum veiðimennskuna. Maður
gjörsamlega gleymir sér þegar
maður lendir í físki. Veit ekkert
hvað tímanum líður. Þessa spennu
finnur maður ekki í landi.“
En ef þér byðist nú gott starf í
landi — værirðu þá bara ekki til-
búinn að yfírgefa sjóinn?
„Nei, nei, kemur ekki til greina.
Eg yfírgef ekki ævintýrið. Veiði-
mennskan er mér í blóð borin."
En er sjómannsstarfíð ekki erfítt
starf í raun og veru — og jafnvel
hættulegt?
„Ekki miðað við það sem áður
var. Aðstaða hefur öll gjörbreyst.
Ég byrjaði t.d. á 24 tonna skipi og
er nú á 1000 tonna skipi. Það er
gjörólík aðstaða og raunar ekki
saman jafnandi. Öryggisbúnaður
er líka allur annar, þótt öryggis sé
enn víða ábótavant. En það er þá
ekki síst okkur sjómönnunum sjálf-
um að kenna. Pyrst og fremst held
Morgunblaðið/Ólafur
Halldór Þorsteinsson um borð í
trillu sinni, Veiðibjöliunni.
ég þó að það skorti þjálfun í örygg-
ismálum, að halda þekkingunni við
og það stendur vonandi til bóta.
Nei, ég held að íjölskyldulíf sjó-
manna sé yfirleitt gott — en auðvit-
að er það persónubundið eins og
hjá öðru fólki. Hins vegar er því
ekki að leyna að sjómannskonan
er oft í tvíþættu hlutverki á heimil-
inu vegna fjarveru mannsins og á
henni hvílir e.t.v. meira álag en
öðrum húsmæðrum.
Launin? Þau hafa nú farið versn-
andi held ég — og versnuðu til
muna þegar skiptaprósentan var
lækkuð. En launin endurspegla ekki
.afstöðu þjóðarinnar til sjómannsins.
Ég held að sjómenn njóti vaxandi
almenningsálits — og meiri skiln-
ings,“ segir Helgi Jóhannsson að
lokum.
— Ólafur.
Egilsatöðum.
Halldór Þorsteinsson er
Norðfirðingur í húð og hár, 45
ára að aldri og hefur stundað
sjóinn lengi. Allt frá árínu 1971
hefur hann stundað
smábátaútgerð á surnrum en
verið á togurum á haustin og
veturna.
„Ég var 12 ára þegar ég fór í
minn fyrsta sjóróður. Það var með
frænda mínum, sjósóknara. Sjó-
mennsku hóf ég svo að stunda fyrir
alvöru 1956 frá Keflavík. Þá réðist
ég þangað á vetrarvertíð og komst
í skipsrúm á Langanesinu, 58 tonna
bát sem raunar var smíðaður hér í
Dráttarbrautinni í Neskaupstað.
Síðan má segja að ég hafí stundað
sjóinn alla tíð utan þess tíma er fór
í vélvirkjanám.
— Já, Veiðibjallan. Þetta er for-
láta gripur, 5 tonna bátur sem var
smíðaður fyrir mig á Borgarfírði
eystri fyrir nær 12 árum. Eg hefí
róið einn á Veiðibjöllunni síðan
1980 — einfaldlega vegna þess að
fiskverðsþróunin hefur verið á þann
veg að svona smábátaútgerð ber
hreinlega ekki nema einn mann.“
Er gaman að vera trillukarl?
„Það er ævintýri. Á sjónum er
maður fijáls. Að vera einn með
sjálfum sér og gefa sig veiði-
mennskunni á vald. Það er fátt jafn
stórkostlegt."
Og hvernig gengur svo út-
haldið fyrir sig hjá tríllukarli í
Ncskaupstað?
„Veiðisvæðið er yfírleitt fjörður-
inn héma og allt út að 12 mílum.
Það er misjafnt hvað menn sækja
langt. Menn halda yfirleitt út í býtið
á morgnana og koma svo að upp úr
miðjum degi. Flestir stunda þessa
útgerð einungis á vorin og sumrin
en aðrir árið um kring. Flestir
stunda þetta alfarið sem atvinnu
en þeir eru líka til sem hafa þetta
fyrst og fremst sem tómstundagam-
an. Ja, ætli það séu ekki gerðar út
héðan um 40 trillur og aðstaðan
fyrir þessa útgerð er orðin dágóð."
Ertu aflakló?
„Ég held að ég sé nú svona
venjulegur meðaljón í þeim efnum.
Fiska þetta frá 25-32 tonn yfír
sumartímann. Aðrir físka meira,
allt að 70 tonnum yfír árið — en
þeir teggja líka meira undir."
Segðu mér eitt. Ertu aldrei
sjóveikur?
„Ég fínn stundum fyrir einhvers
konar jafnvægistruflunum í fyrstu
róðrunum á vorin á meðan ég er
að ná takti við trilluna. Svo er það
búið.“
Kanntu ekki eina sjómanns-
sögu að segja okkur?
„Nei, blessaður vertu. Slíkar
sögur heyra allar fortíðinni til. Síð-
an tæknin varð svona háþróuð eru
menn löngu hættir að taka land í
Mjóafirði í stað Seyðisfjarðar."
En er þetta ekki hálfgert
glæfraspil að vera einn á trillu
langt úti á hafi?