Morgunblaðið - 08.06.1986, Page 9

Morgunblaðið - 08.06.1986, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8: JÚNÍ1986 B 9 úreltasta bátaflota í heimi hér í Homafírði. Það er enginn yfír- byggður bátur til utan togarinn. : Þessi sem við erum staddir í er 26 ára gamall. Upphaflega var þetta Runólfur frá Grundarfírði. Já, ég er búinn að vera lengi á sjó, eiginlega frá því ég var 11 ára. Eg hef aldrei gert neitt annað og ég hef stundað sjómennsku árið um kring síðan 1963, byijaði í raun á fullu til sjós 15 ára, en hafði verið 11 ára gamall og eftir það með Hauki Runólfssyni á Akurey 1960. Jú, eins og þú sérð, þá höfum við góð tæki hér um borð. En það er ekki nóg þó að gott sé að hafa góð tæki, bátana þarf að endumýja." „Hvað fínnst þér um fískveiði- stjómunina?" „Ég er sáttur við hana að mörgu leyti, tel nauðsynlegt að stjóma þessum málum eins og staðan er og ég hef trú á því að friðunin sé eitthvað farin að skila sér nema hvað ég tel að það sé illa komið fyrir ýsunni, við höfum ekki séð : hana hér í mörg ár. Á sjómannadaginn? Ætli ég verði ekki bara með ijölskyldunni á sjó- mannadaginn heima. Ég held mér þyki það mest spennandi. Við byrj- uðum á humamum eftir hvítasunnu og þannig gengur þetta sinn gang. Ég er mikið með sömu mennina. Það eru sömu mennimir uppistaðan í skipshöfninni í mörg ár og þetta er góður mannskapur." -á.j. Grein og myndir: ArniJohnsen. -- Helgi Jóhannsson. „Þessir bátar em allir mjög vel útbúnir. Með talstöð, radar, dýptar- mæli og jafnvel lóran. Svo sníða menn sér auðvitað stakk eftir vexti og halda ekki í róður ef eitthvað er að veðri. Þegar komin eru 5-6 vindstig mega menn fara að gá að sér. Menn em svo kannski aðgætn- ari þegar þeir hafa ekki á aðra að treysta." Að lokum Halldór, nú hefur sjómannadagurinn verið færður til. Eru sjómenn sáttir við það? „Alls ekki. Það er grundvallarat- riði að lögbinda daginn og ég trúi raunar ekki öðm en það verði gert. Sjómannadeginum var flýtt nokkr- um sinnum fyrir einum 20 ámm vegna þess hversu sumarsfldveiðar hófust þá snemma. Þá var dagurinn haidinn síðasta sunnudag maí- mánaðar. Og það varð til þess þá að við gátum t.d. ekki róið kappróð- ur — eins og hér hefur verið venja á sjómannadaginn — vegna ísa sem lagði inn allan Qörð. Hér er alltaf mikið um að vera á sjómannadag- inn. 011 skip inni eins og um jól og áramót. Bærinn fánum prýddur. Dagskrá hefst venjulega um miðjan laugardag og stendur sleitulítið fram á mánudagsnótt. Það á ekki að vera að hringla með sjómanna- daginn. Það er vanvirða við sjó- menn.“ -Ólafur Það var létt yfir strákunum á Frey SF-20 í Hornarfjarðarhöfn þegar við sprönguðum um bryggjuna og hittum menn að máli um sjómennsku, stöðu og stefnu. yið ræddum við þá Björn Armannsson og Valdimar Einarsson skipveija. Bjöm Ármannsson hefur verið sjómaður síðan hann var smápolli að eigin sögn, en hann er frá Vopnafírði. „Eg hef verið sjómaður Björn og Valdimar á Frey. Það þýðir ekkert að gogga í öðru en léttum tón Rœtt við skipverja á Frey SF-20 hér síðan 1972, tók eitt sumar í landi til þess að gifta mig, sagði Bjöm og brosti sínu blíðasta. Það sem mér fínnst helzt brenna á hjá sjómönnum eru launin og ég tel í rauninni að við fáum ekki laun fyrir okkar vinnu. Ég hygg að það sé kominn nýr gmndvöllur í þessari stöðu, einmitt sá að fá kostnaðar- hlutdeildina til baka aftur. Varðandi fískveiðistjómunina þá er ég fylgj- andi henni, en ég er mjög óánægður með söluna á kvótanum. Mér finnst það stórskrýtið að það skuli vera hægt að selja þorskinn syndandi í sjónum á kr 7 kr. kg. Já, mér líkar ágætlega á sjónum. Mig hefur að vísu alltaf langað til að fara í land, prófa það. En það er þá ekkert annað sem býður manns en fara að gogga físk upp í kar í frystihúsinu, jafnvel þótt ég sé vélstjóri. En ég nenni því ekki og þá held ég að mig langi heldur á sjóinn. Það er gott að vera hér á Homafírði í útgerðinni. Ég er búinn að vera með sama skipstjóranum í 13 ár, Birgi Sigurðssyni, og líkar vel. Það er líka svo að albeztu menn sem á íslandi búa eru sjómenn þótt verið sé að saka þá um fyllirí. Það verður hins vegar ekkert af þeim skafíð að þeir em engir englar í þeim efnum, en ég held að það sé allt í hófí miðað við það sem gerist og gengur. Já, það er létt i okkur hljóðið, enda þýðir ekkert að vera að gogga í neinu öðm. Valdimar Einarsson er kokkur á bátnum. Hann er frá Keflavík og er 24 ára gamall og hefur verið á sjó síðan hann var 16 ára. Ég hef það gott, það er ekkert annað að segja. Þeir sem vilja hafa það gott hér geta það, en það kostar auðvitað vinnu. Já, það hefur alltaf fylgt því að ef maður vill hafa það gott, þá kostar það vinnu, skaut Bjöm inn í. Hitt er að það er gott að fá frí- stundir og satt að segja vill það nú brenna við að maður bíði svolítið spenntur eftir frídögum um páska - og þeim dögum sem koma til í sambandi við sóknarkvótann. Já, það er skemmtilegt að vera á sjón- um, það er skemmtilegt að vinna með duglegum mönnum og taka á. Halldór Ásgrímsson var héma eitt sinn með okkur um borð á milli þinga minnir mig. Dóri var harð- duglegur sjómaður. Hann var á blökkinni, alerfiðasta staðnum og dró einn kapalinn af spiltromlunum. Spilinu var kúplað út, en hann stóð einn í verkinu. Árið eftir þurfti hins vegar tvo í að draga kapalinn. Nei, ég hef aldrei lent í neinu sem betur fer og vona að það eigi ekki eftir að koma upp. Ég spurði þá Valdimar og Bjöm hvað þeir gerðu á Sjómannadaginn sér til skemmtunar. Þeir svömðu í einum kór: Við fömm á fyll... . nei, sögðu þeir svo báðir í einu, nei, nei. Við fömm væntanlega á hótelið í boði útgerðarinnar í eins- konar vertíðarslútt, en við höfum slegið tvær flugur í einu höggi á þennan hátt, haft vertíðarlokin og Sjómannadaginn undir einni sæng. Og það er engin spuming að það er veitt vel í mat og drykk. _ - ■ s > ~a z SUMARBUSTAÐA EIGENDUR Notið dagsbirtuna til þess að lýsa upp sumarbústaðinn. Nú er hægt aö lesa í rúminu, hafa meö sér sjónvarp, útvarp, setja upp viftu fyrir gaseldavélina o.fl. o.fl. Fáanlegt í pakka sem inniheldur: Sólarsellu Stjórnstöð Ftafgeymi I Inniljós 6 stk. 50 m rafleiðslur tenglar og klær, tilbúiö til uppsetningar. Getum einnig afgreitt pantanir eftir þörfum hvers og eins. Aðstoð við uppsetningu. Leitið nánari upplýsinga. ðLAÍUS GÍSLISON 4 co. m. SUNDABORG 22 104 REYKJAVÍK SÍMI 84800 Eigum fyrirliggjandi YAMAHA utanborðsmótora í stæröum £rá 4—40 hestöíl. Útvegum allar stæróir með 3—5 vikna fyrirvara. BÍLABORGHF Smiðshöföa 23, s: 6B 12 $9 V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.