Morgunblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986
FAGNAÐARFUNDIR
Fundu stolnu börnin
eftir sjö ára dauðaleit
Ana Maria Gatica er kennari í
Sao Paulo. Hún er 38 ára
gömul og fjögurra bama móðir.
Fyrir skömmu sat hún úti í garði
og horfði á bömin sín að leik. Það
var merkilegt fyrir þá sök að í sjö
ár höfðu hún og Oscar maður
hennar enga hugmynd um hvar þau
tvö elztu vora niðurkomin. En nú
er fjölskyldan loksins sameinuð og
Ana Maria og Oscar gleðjast inni-
lega yfir því að endi hefur verið
bundinn á það skelfingarástand sem
þau þurftu að búa við.
Hjónin eru frá Argentínu. Þar
komst til valda hægri sinnuð herfor-
ingjastjóm árið 1976 og í marz ári
síðar hófst þar sannkölluð ógnar-
stjóm. Allir sem lágu undir grun
um að vera andvígir stjóminni eða
vom skyldir eða tengdir stjómar-
andstæðingum vom beittir harð-
ræði í baráttu herforingjanna við
að uppræta hryðjuverkastarfsemi
vinstri manna. Þúsundir manna
hurfu í leynilegar fangabúðir og
sáust aldrei aftur.
Oscar Gatica var verkalýðsleið-
togi og bjó ásamt fjölskyldu sinni
í bænum La Plata. Þann 16. mars
1977 þurfti Ana Maria að fara með
son sinn Felipe, þriggja mánaða
gamlan, til læknis og bað granna
sína Abdala-hjónin að gæta Mariu
Eugeníu dóttur sinnar sem var 13
mánaða gömul. Þegar Ana Maria
kom heim nokkmm klukkustundum
síðar ríkti dauðakyrrð í götunni þar
sem yfírleitt var ys og þys. En það
sem verra var hús Abdala-ijölskyld-
unnar var galtómt.
Skelkaðir nágrannar skýrðu Önu
Manu frá því sem gerzt hafði.
Skyndilega hefði bíll ekið að húsinu
og vopnaðir menn mðst inn í það.
Þeir höfðu komið út með alla þá
sem inni vom, Mariu Eugeniu og
Jose Sabino son Abdala-hjónanna,
tveggja ára að aldri, frú Abdala og
mann hennar sem var hálfmeðvit-
undarlaus vegna barsmíða. Enginn
vissi hvert farið hafði verið með
þau.
Ana Maria og Oscar vom hrædd
um að mennimir kæmu aftur og
þess vegna fluttust þau til vinafólks
síns í Berisso. Þann 19. apríl ók
þangað að bíll fullur af grímuklædd-
um mönnum, en þannig vom starfs-
menn öryggislögreglunnar iðulega
útbúnir. Þeir bmtu upp glugga á
framhlið hússins og fóm þangað
inn. Oscar var að þvo upp í eld-
húsinu í hinum enda hússins og
honum tókst að komast undan. Ana
Maria var að skipta á baminu og
þegar hún reyndi að verja það árás-
um hinna óboðnu gesta handleggs-
bmtu þeir hana. Hún var síðan
dregin út úr húsinu og henni fleygt
inn í bílinn. Mennimir létu fólkið í
næsta húsi fá Felipe litla og var
því sagt að það gæti gert við hann
það sem það vildi. Ana Maria var
höfð í haldi í fjóra mánuði og pínd
til sagna. Hún gat þó engar upplýs-
ingar gefið þannig að henni var
loks sleppt. En Felipe var á bak og
burt og var henni sagt að hann
hefði verið settur í umsjá hjóna sem
þótzt höfðu vera afi hans og amma.
A tímum herforingjastjómarinn-
ar var stórhættulegt að reyna að
hafa upp á horfnum bömum svo
að Ana Maria og Oscar fluttust til
Brasilíu. Þar eignuðust þau tvö
böm önnur.
í lok ársins 1983 varð herfor-
ingjastjómin í Argentínu að láta
enda þótt þau sæjust bara um helg-
ar, því að hann var skilinn við konu
sína og hún annaðist uppeldi telp-
unnar. Hann rejmdi að flýja með
bamið en varð að lokum að láta í
minni pokann.
Þetta var erfiður tími fyrir hjónin
að lokum fengu þau telpuna með
dómsúrskurði. Hún var hágrátandi
og vildi ekkert með þau hafa enda
var hálft níunda ár liðið síðan hún
hafði verið slitin frá þeim.
I fyrstu grét hún og vildi ekki
eiga orðastað við foreldra sína en
Norberto Liski sálfræðingur fyrr-
nefndra samtaka talaði við hana
og kom henni lok í skilning um að
Oscar og Ana Maria væru hinir
réttu foreldrar hennar og hefðu
leitað hennar árum saman. Og
smám saman áttaði hún sig og tók
að leika við systkini sín og bæta
sér upp horfín ár.
Oscar og Ana Maria höfðu
heppnina með sér. Þeim hefur
auðnast að fá bömin sín tvö aftur.
En hingað til hefur aðeins verið
hægt að finna 30 af þeim 180
bömum sem hurfu á tímum herfor-
ingjastjórnarinnar í Argentínu.
-JANROCHA
VANDAMAL
Háski af
himnum
ofan
Blómapottur, sem stendur
höllum fæti í gluggakistu,
og steikarpanna, sem fær að
fljúga í hjónaerjum, þetta tvennt
og margt fleira getur gert venju-
legan íbúðareiganda að öreiga
ef svo vill til, að hann býr í
Singapore. Þessir hversdags-
legu húsmunir geta nefnilega
orðið að því, sem stjómvöld kalla
„banvænt rusl“, og þeir, sem
gerast sekir um þá umbreyt-
ingu, verða ekki teknir neinum
vettlingatökum.
í Singapore hefur að undan-
fömu átt sér stað mikil end-
umýjun og uppbygging í hús-
næðismálum þjóðarinnar, sem
telur tvær og hálfa milljón
manna, og er meirihluti hennar
ýmist þegar fluttur eða er í þann
veginn að flytjast í ódýrt hús-
næði í fjölbýlishúsum, sem reist
em á vegum húsnæðismála-
stjómarinnár.
Til að unnt sé að halda friðinn
í Singapore, þessu litla og
þröngbýla landi, hefur þótt
nauðsynlegt að setja tiltölulega
strangar reglur um samskipti
fólks og daglega umgengni. Nú
stendur hins vegar til að gefa
húsnæðismálastjóminni enn víð-
tækara vald til að skikka þá til,
sem strikar fótur á línunni.
„Ruslið banvæna" er undirrótin
að þessu.
Þetta mál komst fyrst á for-
síður dagblaðanna fyrir tveimur
ámm en þá höfðu nokkrir veg-
farendur orðið fyrir alls kyns
dóti, sem kom fljúgandi ofan úr
háhýsunum, og ófrísk kona lát-
ist á sjúkrahúsi tveimur dögum
eftir að hann varð undir brotnu
reiðhjóli, sem kastað var ofan
af sjötta hæð.
Sjaldgægt er, að raslinu sé
kastað út um glugga beinlínis
til að meiða einhvem. Af nýleg-
um málum, sem komið hafa til
kasta dómstólanna, má sjá, að
algengasta ástæðan er, að fólk
vill losna við ónýta hluti, t.d.
sjónvörp, á sem fljótlegastan
hátt eða þá að hjónin noti innan-
stokksmunina til að leggja
áherslu á orð sín.
Lögin, sem nú em fyrir þing-
inu, taka ekki aðeins til skráðs
eiganda íbúðar á vegum hús-
næðismálastjómar, eiginmanns-
ins eins og oftast er, heldur
einnig til konu hans og annarra
íbúa eldri en 14 ára. Getur
stjómin tekið íbúðimar af þeim,
sem bijóta lögin, en þó er ekki
fullljóst hvort það á aðeins við
þegar einhver verður fyrir ofan-
komunni.
Lögin ná aðeins til þeirra, sem
búa í opinbem húsnæði, og því
munu þeir, sem kaupa eða leigja
OGNIRNARIVARSJAI
GLEÐIBROS — Ana Maria og
Oscar Gatica með börnunum sín-
af völdum eftir að hafa beðið niður-
lægjandi ósigur fyrir Bretum í
Falklandseyjastríðinu. Við stjóm
landsins tók þá borgaraleg ríkis-
stjóm undir fomstu Raoul Alfonsin.
Árið 1984 fluttust Ana Maria og
Oscar Gattica til Argentínu að nýju
og hófu leit að bömum sínum tveim-
ur. Þau leituðu til sérstakra sam-
taka kvenna sem beittu sér fyrir
því að hafa upp á týndum bömum.
Mikill fjöldi bama hafði horflð er
öryggislögreglan handtók foreldra
þeirra og önnur höfðu fæðzt í fang-
elsi en aldrei komizt til fjölskyldna
sinna. Oscar og Ana Maria komust
að raun um að horfnu bömin þeirra
vom þau einu sem áttu báða for-
eldra á lífí. Önnur höfðu misst
annað hvort foreldrið eða bæði.
Leitin að bömunum gekk vel. I
ljós kom að hjónin í Berisso höfðu
látið baralaus hjón fá Felipe og þau
ólu hann upp sem sitt eigið bam.
Síðan skildu hjónin og konan neitaði
að trúa því að Oscar og Ana Maria
ættu bamið. En hún gat ekki
komist hjá því að viðurkenna að
Felipe var lifandi eftirmynd föður
síns,“ segir A'na Maia. Að lokum
áttaði hún sig á því að bezt væri
fyrir drenginn að fara til fjölskyldu
sinnar aftur og lét hann af hendi.
Hún varð náinn vinur fjölskyldunn-
ar og kemur oft í heimsókn. Felipe
tókst furðufljótt að aðlagazt fjöl-
skyldu sinni sem hann mundi ekkert
eftir og naut við það aðstoðar yngri
systkina sinna. Og nú vildu þau öll
fínna elztu stúlkuna, Mariu Eugen-
íu. Þegar fjölskyldan borðaði saman
beið hennar auður stóll við borðið.
Daglega fóm Oscar og Ana
Maria á skrifstofu samtakannaí
Buenos Aires til að skoða myndir
og tala við fólk sem hafði verið látið
laust. Þau leituðu allra leiða til að
komast að því hvar Maria Eugenia
væri niður komin. Loks bámst
böndin að lögreglufulltrúa í La
Plata þar sem þau höfðu átt heima.
Hann hét Rodolfo Silva og blóð-
pmfur tóku af öll tvímæli um að
níu ára gömul telpa sem hét Elísa-
bet og hann fullyrti að væri dóttir
sín var engin önnur en Maria
Eugenia. Hann vildi ekki fyrir
nokkum mun láta hana frá sér
Mary Berg
hélt líka
dagbók
Pólveijar minntust þess í síðasta
mánuði, að þá vom liðin 43 ár
frá uppreisninni í gyðingagettóinu í
Varsjá. Var af því tilefni fært upp
leikrit, sem byggt er á dagbók Mary
Berg, konu af gyðingaættum, en hún
lifði af vegna þess, að hún var
bandarískur borgari og bar á bijóst-
inu bandaríska fánann en ekki gula
Davíðsstjömuna.
Dagbókin hennar Mary Berg var
gefln út á síðasta stríðsárinu og var
þá fyrsta frásögnin um daglegt líf
og dauðann í gettóinu. Þrátt fyrir
það er hún nú tiltölulega fáum kunn
og miklu óþekktari en „Dagbók
Önnu Frank".
Eins og í bókinni, sem Anna Frank
skrifaði í þakherbergiskytm í Amst-
erdam, lýsir Berg vonum og þrám
ungrar konu, listrænnar og vel gef-
innar, sem sér æsku sína hverfa inn
í heim skelfingar, ótta og vonleysis.
Það er hins vegar ólíkt með bókun-
um, að Berg lýsir af eigin raun
niðurlægingunni, þjáningunum og
manndrápunum, sem urðu hlutskipti
milljóna gyðinga í Austur-Evrópu
þegar þeim var safnað saman í
gettóunum til að vera síðar fluttir í
dauðabúðimar.
Berg segir frá því, sem hún varð
vitni að á götunum, á heimilum fólks
og í verslunum, frá barsmíðunum,
morðunum og nauðungarflutningun-
um. Sá er líka munurinn á örlögum
þessara tveggja kvenna, að Anna
Frank var flutt í útrýmingarbúðimar
og lifði ekki stríðið af en vegna
tengsla Mary Berg við Bandaríkin
var skipt á henni og þýskum stríðs-
föngum og hún komst með dag-
bókina sína yfír Þýskaland og
Frakkland og þaðan til New York.
Mary Berg er nú gift kona ein-
hvers staðar f Bandaríkjunum en hún
hefur beðið vini sína um að koma
því á framfæri, að hún vilji ekki
ræða opinberlega um bókina sína
og endurminningar. Jan Krzyzanow-
ski, sem setti upp leikritið í Varsjá,
segir, að Berg, sem nú er 62 ára
gömul, hafi veitt leyfi fyrir leikritinu
en ekki viljað koma til Póllands.
Hafði Krzyzanowski það eftir vinum
Mary Berg, að hún væri enn með
samviskukvalir yfír því að hafa lifað
af.
„Mér skilst, að það valdi henni
hugarangri, að hún skyldi lifa Hel-
förina af á sama tíma og milljónir
trúsystkina hennar vom líflátin,"
sagði hann.
„í dagbókinni má fínna merki um
þessa sektarkennd. Móðir Bergs var
bandarískur borgari og vegna þess
fékk hún frekar en aðrir að fara
ferða sinna um gettóið og þetta
frelsi notaði hún til að bera vitni
fólki sínu og örlögum þess.
Þegar uppreisnin í gettóinu í
Varsjá hófst árið 1943 var Mary
Berg komin til Frakklands á vegum
Rauða krossins og í þann veginn að
fara til Bandaríkjanna. Þjóðveijar
vom að heQast handa við allsheijar-
brottflutning úr gettóinu þegar 7000
illa vopnaðir menn úr baráttusveit-
um gyðinga létu til skarar skríða
gegn kúgumnum. í þijár vikur var
barist hús úr húsi og þegar átökun-
um lauk vom 6000 þessara manna
fallnir og síðustu 56.000 íbúamir
vom fluttirtil Treblinka.
Berg upplifði ekki þessa daga en
mánuði síðar skrifaði hún um átökin,
sem áttu sér stað í hennar eigin
bijósti
„Við, sem sluppum frá gettóinu,
getum ekki horfst í augu af skömm.
Hvaða rétt höfðum við til að bjarga
okkur? Hvers vegna er allt svo fall-
egt í þessu landi? Hér angar allt af
blómum og sólskini en þama, þama
fyrir handan, af blóði, blóði minnar
eigin þjóðar. Ég biygðast mín.“
Dagbókin hennar Mary Berg var
þýdd á ensku og gefín út í New
York skömmu eftir að hún kom til
Bandaríkjanna. Birtist þýðingin í
hlutum í dagblöðunum og var þar
um að rajða fyrstu nákvæmu lýsing-
amar á skelfíngaræði nasismans.
Julian Tuwim, pólskur gyðingur og
skáld, sem nú býr í New York, sagði
um bókina, að hún væri „einskonar
samnefnari þjáninga okkar".
- MICHAEL T. KAUFMAN.
EFTIRLEIKURINN - Þegar
blóðbaðinu lauk voru þeir sem
eftir lifðu færðir til
gereyðingarbúðanna.