Morgunblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 08.06.1986, Qupperneq 16
16 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 1986 Þar fórust leikbræður mínir af Brekastígnum, Miðstræti, Lautinni og skólabræður Rœtt við Sigmar Þór Sveinbjörnsson stýrimann um ýmsa brýna þœtti í öryggismálum sjómanna Líklega er enginn sjómaður á landinu sem um árabil hefur skrifað jafnmargar greinar um öryggismál á þjóðmálavettvangi og þá aðallega í Morgunblaðið og Sigmar Þór Sveinbjömsson stýrimaður á Heijólfi. Hann hefur verið iðinn við kolann að kynna veika hlekki í öryggismálum sjómanna, benda á betri leiðir og það má segja að hans skrif á sínum tíma hafi orðið til þess að sjálfvirki sleppibúnaðurinn fyrir gúmbjörgunarbáta var hannaður. En hvers vegna hefur ungur sjómaður eins og Sigmar Þór slíkan brennandi áhuga á öryggismálum sjómanna? „Hef aldrei komist burt frá öryggismálunum“ „Haustið 1968 var hér eitt af mörgum sjóslysum við Eyjar," sagði Sigmar Þór. „Þá fórst vélbáturinn Þráinn með allri áhöfn, allt ungir menn í blóma lífsins. Þráinn var að koma af síld að austan. Með Þráni fórust 11 menn, þar á meðal voru leikbræður mínir af Breka- stígnum, Miðstrætinu og úr Laut- inni, svo og skólabræður. Þetta slys hafði það mikil áhrif á mig eins og eflaust marga fleiri í þessum bæ og ég hugsaði mikið um það hvað í raun og veru gerðist þegar bátar hyrfu svona í einni svipan og ekki virtist gefast tími til að senda út neyðarkall. Spumingar vöknuðu um það, hvort þeir hefðu komist að gúmmí- bátnum eða höfðu þeir ekki tíma til að ná honum? Einnig hugsaði ég mikið um staðsetningu bátanna o.fl. o.fl. Áhugi minn á slysavamamál- um sjómanna var sem sagt vakinn og síðan hef ég haft brennandi áhuga á þessum málum og það mætti kannski orða það svo að ég hafi aldrei komist burt frá þeim. Ég nefni þetta hér sem dæmi um það að oft þarf maður að missa skyld- menni eða vini til þess að maður fari að hugsa um þessi mál af al- vöru. Það eru ótal atriði sem ég vildi gjaman minnast á í þessu sambandi, en í stuttu blaðaviðtali verður maður að stikla á stóru. Ég held t.d. að það sé mikið alvömmál og mikið vandamál að það er Qallað um sjómenn á annan hátt í þjóð- félaginu en aðra. Þeir eru svolítið settir upp að vegg í ræðu og riti þegar á reynir og að er gáð. Og þetta er að hluta til fjölmiðlum að kenna, að hluta til tíðaranda sem tekur ekki fullt tillit til sjómanna eins og annarra þegna þjóðfélags- ins. Undarlegnr fréttaflutn- ingur af sjómönnum Fyrir nokkrum árum var mér t.d. send úrklippa úr norsku dagblaði. í úrklippunni var sagt frá því að nokkrir íslenskir blaðamenn sem höfðu verið á ráðstefnu í Osló með öðrum blaðamönnum frá Norður- löndum hefðu tekið bát traustataki og siglt honum í strand og skemmt hann töiuvert. Þessir blaðamenn voru svo teknir af norsku lögregl- unni og síðan leystir út af íslenska sendiráðinu í Osló, en mig minnir að það hafi þurft að setja 10 þús. norskar krónur í tryggingu fyrir þá. í bréfi sem fylgdi úrklippunni var ég m.a. spurður að því hvort þessi frétt hefði komið í íslenskum dagblöðum. Auðvitað hafði hún aldrei komið þar því íslenskir blaða- menn eru ekki að birta fréttir sem skaða álit almennings á þeim. Sem sagt, þessi frétt kom aldrei í fijöl- miðlum hér en slíkt hefði að sjálf- sögðu verið eðlilegt miðað við það sem gengur og gerist í frétta- mennsku. En hvers vegna er ég að segja frá þessu hér? Ástæðan er sú að íslenskit' blaðamenn eru ótrú- lega oft með óbeinar árásir á sjó- menn. Þetta er að vísu mismunandi eftir dagblöðum en verst í DV. Og þetta kemur fram í mörgu. T.d. þegar verið er að tala um hlut sjó- manna úr einstökum veiðiferðum, þá eru gjaman tekin dæmi frá afla- hæsta bátnum, hlutur reiknaður og birtur. Þetta er e.t.v. stærsta og besta loðnuskipið og þegar fólk l_es þetta, þá hugsar það með sér: Ég held að sjómenn hafi það nú gott, þeir geta ekki kvartað. Oft eru líka í blöðunum fréttir af sjómönnum sem lenda í einu eða öðru eins og gengur, bæði vandræðum og öðru og þar eru stundum furðulegar fréttir. Það er t.d. ekki ósennileg fyrirsögn og frétt gæti verið að fiillur sjómaður dettur ofan af svöl- um. Og hvemig er svona háttað gagnvart öðrum stéttum landsins? Hefur nokkur nokkum tíma lesið frétt þar sem var sagt: Fullur kjöt- iðnaðarmaður eða múrari datt ofan af svölum. Þetta er dæmi um það hvemig sjómenn em básaðir af í þessum efiium. Án þess að ég sé að teygja lop- ann, þá er margt sem mætti nefna í þessum eftium. Það er t.d. aldrei fjallað um það sérstaklega að það sé mikil sala hjá fasteignasölum eða að bílasölumar séu sérstaklega að græða þegar mikil sala er á bílum. Það er einfaldlega sagt að það sé mikil sala á bílum. En það er verið að nudda sjómönnum upp úr því þegar þeir ná góðum túrum, þeir ná góðum afla á bát og bát, stöku sinnum án þess að það sé í rauninni nokkuð fréttnæmt fyrir heildar- stöðu sjómanna eins og oft er látið í veðri vaka. Skemmdar kartöflur til baka eða um borð Eitt sinn þegar ég var að vinna á afgreiðslu Friðriks Óskarssonar hér í Eyjum, þá kom til mín sendi- ferðabílstjóri sem var með 20 poka af pökkuðum kartöflum. Ég spurði hann hvort hann ætlaði að senda þessar kartöflur til baka upp á land. Hann svaraði og sagðist ekki vita það. Annað hvort ætlaði fyrirtækið sem átti kartöflumar að senda þetta til baka eða að það yrði sorterað og selt í bátana í heilum pokum. Þetta gengi svona út í búðunum. Þetta vom óflokkaðar kartöflur. Sem sagt, ef það gengi ekki í fóikið í bænum, þá væri bara að senda þetta í heilum pokum um borð í togara og báta. Það væri nógu gott í kjaftinn á sjómanninum." Við vikum nú talinu. að slysavöm- um sjómanna. Flotgfallar handa öllum skipverjum „í vetur og reyndar undanfarin ár,“ sagði Sigmar Þór, „hefur mikið verið rætt um slysavamir sjó- manna. Þó hefur umræðan aðallega snúist um sleppibúnað gúmmíbáta, þ.e. Sigmundsgálgann og eftirlík- ingar hans. En það er fleira sem varðar öryggismál sjómanna og þarf athugunar við og umræðu. Það hefur oft komið fram í sjóprófum og viðræðum við sjómenn sem hafa lent í ströndum og öðrum sjóslysum að þeir hafa ekki getað notað þau bjargbelti sem verið hafa í skipum þeirra og því orðið að henda þeim af sér við þessar aðstæður. Ástæðan er sú að í mörgum tilfellum eru þau alltof stór og fyrirferðarmikil og þannig hönnuð að ekki er hægt að vinna í þeim, t.d. að björgunarstörf- um. Einnig eru mörg dæmi þess að ekki er hægt að fara í björgunar- stól í þeim af fyrrgreindum ástæð- um. Sífellt þarf að endurskoða reglur um þessa hluti og gæta verður þess að aðlaga bjargbelti breyttum aðstæðum hveiju sinni. Nýjustu bjargbelti á markaðinum í dag eru þannig að þau eru fyrirferð- arlítil og þægileg svo auðvelt er að vinna í þeim. Þau eru úr efni sem Sigmar Þór Sveinbjörnsson stýrimaður. sést mjög vel og svo eru þau búin ljósi þannig að auðveldara er að finna menn sem í þeim eru þótt myrkur og slæmt skyggni sé. Þá má nefna að mörg nýju beltanna hafa lykkju sem hægt er að krækja í taug frá þyrlu. Björgunarbeltin eru eitt atriði af mörgum sem verð- ur að huga að. Þó má segja að það nýjasta og það sem ugglaust tekur meira og minna við af bjargbeltun- um, þótt þau verði alltaf nauðsyn- leg, er flotgallamir. Flotgallar eiga að vera til handa öllum skipveijum í öllum skipum. Þeir eru það nýjasta í þessu og gefa mikla möguleika í björgun. Víða pottur brotinn Á sl. 12 árum hafa að jafnaði 11 sjómenn slasazt eða látizt á hveiju ári við það að festingar á blökkum eða vírar hafa slitnað niður eða bilað. Það er því ljóst að það þarf miklu meira eftirlit t.d með skyndiskoðunum á þessum búnaði, þ.e. blökkum, vírum, stög- um og öllum hugsanlegum festing- um. Nú á tímum reyna útgerðar- menn að spara á sem flestum svið- um sem eðlilegt er, en það má ekki ganga of langt. Ein leiðin til þess er sú að hafa logsuðu og rafsuðu um borð í skipunum. Þetta er auð- vitað gott og gilt ef til eru menn um borð sem kunna með þessi tæki að fara. Reynslan sýnir því miður að þessi tæki eru oft notuð af mönnum sem enga kunnáttu eða mjög takmarkaða hafa í að rafsjóða eða logsjóða. Suður, verk þeirra manna sem ekki kunna þetta fag, geta gefið sig þegar sízt skyldi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og hafa reyndar oft valdið slysum á sjómönnum. Allar suður sem halda blökkum, festingum og öðru slíku ætti kunnáttumaður að sjóða og síðan að skoða og gegnumlýsa þannig að hægt væri að ganga úr skugga um að þær standist þau átök sem ætlast er til af þeim. Sama gildir um víra og stög og fleiri þætti. Þetta á auðvitað að skoða — ekki bara einu sinni á ári heldur oft. Það er einmitt þetta sem sjó- menn hafa í huga þegar þeir eru að skora á Siglingamálastofnun að gera skyndiskoðanir á skipum. Því miður hefur ekki verið skilningur á þessu til skamms tíma en nú er verið að herða róðurinn í þessum efnum og menn eru að vakna til vitundar um það hve mikilvægt er að sinna þessum málum af festu og alvöru, og það á ekki bara við um þátt Siglingamálastofnunar, skipaskoðunarmanna og annarra. Ekki hvað sízt á það við um sjómenn sjálfa og skipstjómarmenn. Úrbóta þörf í öryggfismálum við bryg-gjur landsins Mörg dauðaslys hafa orðið í höfnum landsins þegar sjómenn eru að fara um borð í skipin eða frá borði, t.d. við eftirlit á skipum eða vélum þeirra. Þau eru ófá dauða- slysin, sem hafa orðið þannig að sjómenn hafa dottið milli skips og bryggju eða milli báta. Þess vegna þarf að huga að því að hafa góða landganga um borð í skipum, því þessu eru mjög ábótavant hér á landi, sérstaklega varðandi minni skip eða togara. Þá er mikið atriði að hafa skip og bryggjur vel upp- lýstar. Hvað varðar bryggjukanta, þá verða þar að vera góðir stigar og þétt á milli þeirra þannig að ef menn detta í sjóinn, þá eiga þeir möguleika á að komast upp sjálfir því oft verða þessi slys þegar sjó- menn eru einir að vinna í skipunum. Þessum þætti öryggismála hefur ekki verið sinnt sem skyldi við hafnir landsins. Sem dæmi um svona slys mætti minna á hið hörmulega slys við Grundartanga. Af myndum að dæma sem birtust í blöðum af slysstað virtist vera alltof langt milli stiga og þar sem stigar voru, þar voru gúmmípulsur fyrir þeim til að taka stuðið af skipum og var því ógemingur að

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.