Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.06.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNl 1986 B 23 Lúðvík P. Jónasson aðallega að ég held vegna þess að réttindamenn hafa ekki fengist. Svo eru það ugglaust margir sem eru ekki sáttir við að liggja í þessum viðgerðum í öllum landinniverunum. Mér skilst að það hafí verið rúmlega 20 vélstjórar á Rauðanúpi á sl. tveimur árum og það er fullmikið. Sá sem er 1. vélstjóri nú byijaði í október og var 17. fyrsti vélstjórinn á tveimur árum. Eitthvað mun hafa verið erfítt á tímabili að fá gert upp hjá útgerð- inni en það hefur allt breyst til hins betra og nú er gert upp jafnharðan og það er gott að eiga við útgerðina. Þeir vilja ekkert til spara að halda í horfinu og hafa hlutina í lagi. Líklega er um það bil helmingurinn af áhöfninni heimamenn og menn úr sveitinni í kring, en trillukarlar hafa lítið viljað sinna þessu starfí á skuttogurunum. Þeir hafa það svo gott á grásleppunni að þeir vilja ekki gera meira en sinna henni. En ef maður á að lýsa þessu í stuttu máli, þá er þetta vinna og aftur vinna. Það er unnið, borðað og sofíð. Eg hef tekið frekar lítið af fríum, hef reynt að vera þó 1—2 mánuði í einu á sjónum og taka svo eitthvað frí á milli. Maður er þá að gera ýmislegt heima og svo er erfítt að vera alltaf fjarri fjölskyldunni. Jú, sjómennskan er erfíð og það er mikið undir því komið að vel fari um sjómenn. Hæstu tölur í launum geta orðið háar, en þá spáir fólkið sjaldan í alla útiveruna og vinnuna á bak við og þá fer nú glansinn af því, en í raun held ég að væri sanngjamt að auka eitthvað skattaívilnanir sjómanna. Jú, ég hef Ient í ýmsu á sjónun, skipströndum og fleiru. Ég var á Hvassafellinu þegar það strandaði í Finnlandi á leið frá Rússlandi á sínum tíma. Við töfðumst þar í viku meðan botninn var þéttur, fórum til Þýzkalands og skiptum um botn að mestu leyti. Síðan lestuðum við áburð og 47 dögum eftir Finnlands- strandið strandaði skipið við Flatey. Það náðist á flot eftir að áburðurinn hafði verið losaður í Flatey. Þannig hefur nú ræst úr hlutunum. Ég var á Dagstjömunni frá Keflavík þegar við hálffylltum lestina af sjó á Faxaflóa og skipið var alveg að því komið að fara niður. Það var kominn 45 gráða halli, skutrennan á kaf og norðaustan leiðindaþræs- ingur. En það náðist að keyra hann á fullu upp úr þessu. Það var tekin áhætta á að keyra hann upp og það náðist að rétta hann af þegar hann var kominn fyrir vind. Við urðum að drepa á öllu. Það var allt orðið fullt af sjó og við vomm síðan teknir í tog til lands. Maður getur þakkað guði fýrir að hafa lánast að hafa haldið sér á floti í þessu. - áj. Greln og myndir: Arni Johnsen MÐ ERVIT I REIKNIVÉLUNUM FRÁ SHARPl HLJOMBÆR HVERFISGÖTU 103, SÍMI 28766 LSLANDI FÆREYJA OG SKÖTLANDS OGHEIMAFTUR CCA FYR/R AÐE/NS KR. lO.JjU, Flug til Færeyja er ekki aöeins ódýrt — þaö er skemmtilegt og þaö er líka nýstárlegt því eyjarnar átján hafa ótrúlega margt að bjóða góðum gesti. Eftir dvöl í Færeyjum er hægt að fljúga beint þaðan til Skotlands — í innkaup í Glasgow eða skoða heillandi fegurð skosku Hálandanna. Aflaðu þér upplýsinga hjá næstu söluskrífstofu Flugleiða, umboðsmanni eða ferðaskrifstofu um þennan ódýra og nýstárlega ferðamöguleika. FLUGLEIDIR STRIK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.