Morgunblaðið - 08.06.1986, Page 28

Morgunblaðið - 08.06.1986, Page 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. JÚNÍ 198G Sjomanna- dag’smáltíð Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Sjómannablaðið Víking 3. tölublað 1985 skrifar Jónas heitinn Guðmunds- son merka grein um Hraf nistuheimilin. þeirri grein kemur fram, hver aðdragandi varð að stofn- un Sjómannadagsins. Þar segir Jónas: „Það var árið 1936, er líða tók að jólum, að haldinn var stjórnarfundur í F.f.L. eða nán- ar til tekið 14. des. árið 1935, en meðal mála voru tilmæli frá Ioftskeytamönnum um að kom- ið yrði á alþjóðlegum minning- ardegi um loftskeytamenn, sem farist höfðu. Hinn dugmikli félagshyggju- maður Henry Hálfdánarson, var þá formaður F.Í.L. og gerði hann sér Ijóst að hér var gullið tækifæri til að reyna að ná samstöðu meðal sjómanna um að þetta næði til allra íslenskra sjómanna, er létu lif sitt við skyldustörfin á sjónum og jafn- framt í sambandi við það yrði möguleiki á að efna til árlegs sjómannadags, er sjómennirnir sjálfir hefðu allan veg og vanda af. I framhaldi af þessu skrifaði Henry Hálfdánarson forystu- grein í Firðritarann, 3. tbl. 1936, en það var fjölritað fréttablað F.Í.L., og bar greinin nafnið Sjómannadagur. Fyrsti sameiginlegi fundurinn var svo haldinn í Oddfellowhúsinu mánudaginn 8. mars 1937 og voru mættir fulltrúar frá 9 fé- lögum. Var þar lagt fram upp- kast af starfssviði sjómanna- dagsins og fóru fram um það fjörugar umræður. Fundar- mönnum þótti málið það yfir- gripsmikið að heppilegra væri að kjósa nefnd til að fjalla um það, er svo legði það fyrir full- trúanefnd. Var síðan samþykkt að kjósa einn mann frá hveiju félagi, til að ganga frá reglu- Forréttur Handa 5 200 g beinlaus lúða 2 dl vatn xh dl mysa xh lárviðarlauf 3 piparkom 1 tsk salt gerð fyrir starfssvið sjómanna- dagsins og var formaður kjör- inn Henry Hálfdánarson. Fyrsti fundur í Fulltrúaráði sjó- mannadagsins var svo haldinn hinn 27. febrúar 1938_“ Síðar segir Jónas í sömu grein að samþykkt hafi verið að halda sjómannadaginn há- tíðlegan 1. sunnudag í júní. En þetta ár bar hann upp á hvíta- sunnudag, og var samþykkt að halda hann á annan í hvíta- sunnu. En þá bar hann upp á hestamannadag hestamannafé- lagsins Fáks og var þá sam- þykkt að ef hann bæri upp á hvítasunnudag, skyldi halda hann hátíðlegan annan sunnu- dag í júní. Þetta gerist raunar núna, þó ekki vegna þess að hann bæri upp á hvítasunnu- dag, heldur vegna þess að hann bar upp á daginn eftir bæjar- 1 bikar sýrður ijómi lmsk olíusósa (mayonnaise) xh msk tómatsósa 1 tsk milt sinnep 5 dropar tabaskósósa steinselja eða dill 1. Hitið vatn og mysu ásamt lárviðarlaufí, piparkomum og salti. 2. Þvoið lúðuna upp úr köldu vatni, leggið síðan í löginn og sjóð- ið við hægan hita í 10 mínútur. Kælið. stjórnarkosningar þessu sinni og var því samþykkt að halda hann annan sunnudag í júní, eða8. júní. Hér f nágrenninu er gamli Stýrimannaskólinn, en tengda- faðir minn útskrifaðist þaðan með 1920 árganginum. Hálfri öld síðar voru svo bamabörnin hans þar við sitt grunnskóla- nám, en þá hafði þetta virðu- lega hús fengið nafnið Barna- skóli Vesturbæjar. Þar sem sjó- mannaefnum var áður fyrr kennt að taka sólarhæðina og stinga út í sjókortum, er ung- viðið í Vesturbænum að þreifa sig áfram við að stinga út í korti lifsins. Líklega em dagar þessa skóla sem grunnskóla senn taldir, og verður fróðlegt að fylgjast með, hvað gert verður við skólahúsið, eftir að þessu hlutverki þess lýkur. 3. Afþíðið rækjumar. 4. Nuddið sveppina vel með eldhúsrúllu. Þvoið ekki. Skerið síðan í sneiðar. 5. Skerið greipávöxtinn í tvennt. Takið síðan aldinkjötið úr himnunni og setjið í skál. Geymið allan safa. 6. Skerið lúðuna í bita, setjið síðan í smá skálar ásamt rækjum, greipi og sveppum. 7. Blandið saman sýrðum ijóma, olíusósu, sinnepi, tómat- sósu, og tabaskósósu. Setjið greipsafann saman við ef hann er til. 8. Saxið dill eða steinselju og setjið út f sósuna. Hellið sósunni jafnt yfir það sem er í skálunum. 9. Skreytið með steinselju eða dillgrein. 10. Berið kalt á borð með rist- uðu brauði og smjöri. Pottréttur úr svínakjöti IV2 kg svínakjöt, frampartur 3 stórir laukar 3 msk matarolía 3 stórar gulrætur 2 stórar grænar paprikur 1 msk smjör + 1 msk matarolía 2 tsk salt 1 tsk paprikuduft xh dl kínversk soya 3 msk vínedik 1 lítil dós tómatmauk 1 heildós ananas í bitum 1 dl vatn 200 g ijómaostur án bragðefna 1. Skerið kjötið í litla bita, þerrið síðan vel með eldhúspappír. 2. Hitið helming olíunnar á pönnu þar til rýkur úr henni og steikið helming kjötsins. Setjið síðan í pott. Steikið hinn helming kjötsins og setjið í pottinn. 2. Skerið gulræturnar í þunnar sneiðar, takið steinana úr paprik- unum og skerið f sneiðar, saxið laukinn. 3. Hitið smjör + olíu í potti, hafíð vægan hita. Sjóðið gulræ- tumar laukinn og paprikumar í smjörinu í 10 mínútur. Setjið þá yfír kjötið. 4. Hellið safanum úr ananasdó- sinni yfir kjötið ásamt vatni, so- yju, ediki og tómatmauki. Setjið salt og paprikuduft út í. 5. Setjið lok á pottinn og látið þetta sjóða við vægan hita í 1 klst. 6. Setjið ananasbitana út í og látið sjóða áfram í 15 mínútur. 7. Hrærið ijómaostinn út í. 8. Berið réttinn fram í pottinum eða hellið í skál. Meðlæti: Soðin hrísgijón og hrásalat. Bananar með súkkulaði og ís Handa 5 5 litlir bananar 1 pk suðusúkkulaði, 100 g 1 dl vatn 25 gmöndlur lh lítri ís, sú tegund sem ykkur hentar 1 peli ijómi 1. Hellið sjóðandi vatni á möndlumar, látið standa í 10 mín- útur. Afhýðið þær síðan. Skerið í aflangar ræmur. Hitið pönnu og ristið möndlumar á þurri pönn- unni. Kælið. 2. Afhýðið bananana og skerið í þykkar sneiðar. 3. Setjið súkkulaði og vatn í pott og bræðið. 4. Þeytið ijómann. 5. Setjið banana og ís á botninn á 5 desertskálum, hellið súkkul- aðisósunni yfir. 6. Setjið ijómann ofan á, stráið möndlunum yfir. 150 grækjur 100 g ferskir sveppir Beckers Vdrumarkaðurinn hf. lÁrmúla 1a. Sími 91-686117. Alíar víkur verða fegrunarvíktir með Beckers málníngu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.