Morgunblaðið - 19.07.1986, Side 16

Morgunblaðið - 19.07.1986, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986 Hann hækkaði í kræklu sem bognaði í keng, 6. grein: Guðinn Coldwater og fálkinn ungi „Ég er ákveðið þeirrar skoðunar, að frysti- húsaeigendur eigi að endavenda þessum hugsunarhætti, hugsa fyrst og mest um frysti- hús sín hérlendis en síðan um Coldwater, og þá einnig um það, hvort þeir eigi ekki að losa sig við Coldwater.“ eftirAsgeir Jakobsson Ég sagði svo í fyrstu grein minni, að það hefði verið talsmáti forstjóra Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, sem rak mig af stað til að segja sögu frystivinnslunnar og lýsa henni. Mér ofbuðu þau ummæli mannsins í sjónvarpsþætti, að það bæri að afhenda frystivinnslunni, eins og hún er rekin, aflakvóta fiski- skipanna og sjómenn ættu að stunda mannkæi leikafiskirí fyrir frystivinnsluna. Þessi ummæli áréttaði forstjórinn í blaðagrein og bætti þar við hugleiðingum um „skipsskrokka" og eignarétt á fiski- miðunum. Það var ekki hægt að þegja við þessu tali hafandi ráð á bleki og penna. í sjónvarpsþættinum þjörkuðu þeir um það, kvótaráðherrann og forstjóri SH, hvort væri vænlegra til að drepa fiskveiðamar, að binda fískimennina eða láta þá róa alfarið fyrir frystivinnsluna. Halldór var eins og honum er eðlilegt, milli svefns og vöku, starði dreymandi útí bláinn og sá þar fyr- ir sér fískhlaða mikla, sem hann ætlar að safna sér til elliáranna og geyma á Hornafjarðarmiðum, fylla Beruálinn milli grynninga og breiða þar yfír netadræsumar, eins og gert var við heyfymingar fyirum. Kvótinn var í ömggri vörslu. Það sækir enginn kvótann í hendur Halldóri fremur en bam í kjöltu móður. Það mun eitt yfír mæðgin ganga. Þau verður að kveðja bæði í einu. Hinn maðurinn var garpslegur ungur maður, haukfránn til augn- anna, kominn úr salti í frost. og kann ég ekki deili á þeirri fiskverk- un, en ef ég má spá, er hún til orðin í Þróunarfélaginu eða Útflutnings- ráði þeirra hugvitsútflytjendanna. Haukur þessi var komin til að frelsa þjóðina, og var ekki aðeins hvass til augnanna heldur talaði hann tungum hvössum, eins og þeim er gjarnt, sem frelsast hafa óvænt og snögglega undir þennan eða hinn guðinn. Þessi hafði frels- ast undir guðinn Coldwater. Forstjórinn ungi hafði greinilega hug sem fálki og flug sem fálki og eins og hann talaði um fískveiðar, þekkir hann ekki frænku sína rjúp- una fremur en fálkinn, fyrr en kemur að hjartanu. Ef honum verð- ur stolið, skal ég gangast við að hafa vísað á hann. Skemmst er af því að segja að mér líkar ekki við guðinn Cold- water, svo sem fram er komið í greinum mínum, enda er ég hallur undir þann guð, sem mér finnst vænlegra að trúa á mér til sálu- hjálpar en guðinn Coldwater, sem mér fínnst hið versta skurðgoð. Þá var ég heldur ekki sáttur við, að sjómenn réru á lágu fískverði undir kærleiksboðorði kristindómsins, „elska skaltu náunga þinn, eins og sjálfan þig“. En svo mæltist Fálkan- um unga: „Sjómenn eiga ekki að hugsa bara um sjálfa sig. Menn eiga ekki allt.af að hugsa bara um sjálfa sig. Við í frystingunni erum að hugsa um þjóðarhag." Allur þessi texti fór fyrir bijóstið á mér af ýmsum ástæðum. Eg vil einmitt, að fískimenn físki sem mest fyrir sjálfa sig, jafnvel svo mikið, að konur þeirra þurfí ekki að standa sig örþreyttar með bólgn- ar hendur og bjúg á fótum við að tína úr bein og orma fyrir annarra þjóða fólk, sem ekki tímir að borga nóg fyrir þetta. Mér fínnst nær að fískimenn hafí efni á að hafa konur sínar heima að gæta bús og bama meðan þeir eru á sjónum og séu þær þá ólúnar, þegar þeir koma í land og hafa þörf fyrir að þeim sé tekið opnum örmum en ekki snúið í þá rassinum og farið að sofa. „Menn eiga ekki allta að hugsa um sjálfa sig. Við í frystingunni hugs- um um þjóðarhag," sagði maðurinn. Þetta hefur máski hljómað dálítið villandi fyrir almenning, sem ekki veit að í máli þeirra, sem frelsast hafa undir Coldwater, er hann og þjóðarhagur eitt og hið sama. Og þetta merkir því: „Við í frysting- unni erum að hugsa um Coldwter.“ Ég er ákveðið þeirrar skoðunar, að frystihúsaeigendur eigi að enda- venda þessum hugsunarhætti, hugsa fyrst og mest um frystihús sín hérlendis en síðan um Cold- water, og þá einnig um það, hvort þeir eigi ekki að losa sig við Cold- water. í greinum mínum hef ég komið nokkuð inná samstöðu SH og SÍS í hleðslu og viðhaldi þess múrs, sem hlaðizt hefur um frystivinnsluna, og það fékkst óvænt staðfesting á þessu í sjónvarpsþættinum. Þegar Fálkinn ungi heimtaði kvótann af ráðherranum, þá lyngdi ráðherrann augunum og tók til að hugsa, og þegar hann hafði hugsað um stund, mátti sjá bregða fyrir glotti við annað munnvikið, og nú fór ráðherrann sér hægt, jafnvel miðað við hans almenna hraða. Það kom í ljós, að hann hafði verið að vanda sig með orðalag á skeyti, sem hann ætlaði að hitta með andstæðinginn í hjartastað. Loks leit hann útundan sér á Fálkann unga, glottið jókst lítið eitt, en allt var hóflegt, og hann sagði: „Já, já, kannski maður afhendi SH og (þama dró hann seiminn, eins og til að auka áherzuna á næsta orð) — og SÍS þessar físk- veiðar." Ráðherranum datt náttúrlega ekki annað í hug, en það vekti skelf- ingu með SH-ingnum, að vera minntur á þann möguleika, að kvót- anum yrði skipt milli SH og SÍS, og það yrði Framsóknarráðherra, sem annaðist skiptin. En þessi framtíðarsýn virtist ekki snerta nokkra taug í SH-ingnum. Sú var þó tíðin, að enginn SH-ingur lagð- ist svo til svefns að kvöldi, að hann ekki vonaði að SÍS væri horfið, þegar hann vaknaði að morgni. Það er sem sagt engin lygi mín, að það hefur gerzt, sem alltaf er að gerast, að þeir Heródus og Pílat- us finna hvom annan, þegar hitnar á báðum. Bandaríkjamarkaðurinn er í hættu. Sú er venja Coldwater, að halda eigendum sínum hér heima veizlur ríkmannlegar og ég held að Iceland Seafood hafí á sama háttinn, ann- ars veit maður yfírleitt lítið um hegðun þeirra SÍS-aranna, þeir karlar em ekkert á ferðinni fyrir opnum tjöldum, hafa sitt brall fyrir sig. Coldwater tekur sína menn út í kippum, stórt hundrað í senn, og fylgja konumar því að líka þær eiga skilið að berja augum árangurinn af andvökunóttum manna sinna, lágu fískverði sjómanna og lágu kaupi frystivinnslu- fólksins. SH-ingum er jafnan mikil upp- lyfting frá basli sínu heima fyrir að þessari utanför og fyllast nýjum krafti og vongleði. Það var ekki til einskis baslað heima. Og menn em stoltir í ræðum sínum og láir þeim það enginn, því að það er afrek ekki ríkari manna en við emm ís- lendingar, að hafa komið á fót öðmm eins fyrirtækjum og Cold- water og Iceland Seafood í guðs eigin landi, þar sem samkeppnin er hörð og menn kalla ekki allt ömmu sína í viðskiptalífínu. Það var einu sinni karl, sem var á hreppnum, en hafði safnað sér nokkmm krónum til að eiga fyrir kistunni og útförinni. Strákurinn, sonur hans, stal bókinni frá karlin- um og keypti sér viskí, ogtrakteraði karl föður sinn í körinni. Þegar gamli maðurinn hafði skoðað skrautlega flöskuna og dreypt á veigunum, reis hann upp við dogg, þótt hann mætti sig annars ekki hræra, og sagði stoltur: „Það er enginn mddi, sem Láfí sonur drekk- ur.“ Nú'hafa bæði fyrirtækin, Cold- water og Iceland Seafood sent heim ársreikninga sína fyrir árið 1985 og þeir sýna blómlegan rekstur að vanda. En kjömm manna, fyrirtækja og þjóða er misskipt í þessum heimi. I Morgunblaðinu 5. júní var viðtal við nokkra frystihúsaforstjóra og það er ekki hægt að segja, að þar væri á gleðibragurinn. Þeir sögðu ekkert minna en þeir væm strandaðir, og nú skyldi mað- ur ætla að forstjóri SH væri á strandstað að reyna að bjarga því, sem bjargað yrði, en eins og gerist í styijöldum að hershöfðinginn er ekki í fremstu víglínu, því að öllu gildir, að hann haldi sem lengst lífínu og herinn verið ekki stjóm- laus, þá var forstjóri SH fjarri strandstað. Forstjóri SH var sem sagt úti í Bandaríkjunum að brytja físk með forstjóra Coldwaters fyrir Jón silf- urlengju, vin beggja og allra okkar íslendinga, nema hann sjái græn- friðung, þá hleypur hland fyrir hjartað í Jóni, og honum ferst líkt og Pétri um árið, þegar hann sá rómversku hermennina, vill ekkert við þessa íslendinga kannast. Dag- inn eftir að frystihúsamenn hér heima höfðu borið vandræði sín á torg, birtist mynd í Morgunblaðinu af forstjóra SH og forstjóra Cold- waters við fískverkunina fyrir Jón silfurlengju og vom forstjórarnir glaðbeittir á svip og sendu uppörv- andi bros yfír hafíð heim og ekki var minni upörvunin í textanum með myndinni, og er mér þó ekki gmnlaust um að þeir hafi valið sér skakkan tíma. Það er stundum sem hvatningarorð hitta svo hann, sem hvattur er, að hann snýr ófarnaði sínum á þann, sem hvetur. „Þetta er allt þér að kenna góði.“ Ekki held ég þó í alvöru að þessi gmnur minn eigi sér hald í vemleikanum. Það þarf nokkuð til að menn snúi vandræðum sínum upp á guð sinn. „Menn öfunda okkur af skipulagi markaðsmála," var textinn sem for- stjóri Coldwater lét fylgja myndinni, og að auki sagði hann, að öfund- inni fylgdu lofsorð um starfsemi íslenzku sölu- og fískréttafyrirtækj- anna í Bandaríkjunum og hafði þar undir sama hatti bæði fyrirtækin, sem rétt er, og er þessu þannig líkt farið um þessi fyrirtæki í eigu SH og SÍS, eins og um aðalfyrirtækin sjálf, að þegar um er að ræða stöð- una á Bandaríkjamarkaði eiga Coldwater og Iceland Seafood, eina sál. Allt er þetta eins og ég hef lýst fyrr, að Coldwater og Iceland Seafood hafa blómstrað vestra og mörgum leikur öfund á þeirra vel- gengni. Nú langar mig aðeins til að fá fréttir af því, hver öfundi fiski- menn okkar af fískverðinu til vinnslu fyrir þessi fyrirtæki og hver öfundi frystivinnslufólkið af kaupi sinu í þeirri vinnslu. Ekki er það á mínu færi að leggja þessum lærðu stjómendum fyrir- tækja ráðin, en hefði ekki verið skynsamlegra að senda heldur heim plötu með söngnum fræga: „Áfram, kristmenn, krossmenn,“ en sá söng- ur er sagður hughreystandi á erfiðum stundum í bissness, þó ekki reynist hann öllum endingargóður. Hvar ætti þessi söngur betur við en í íslenzkum frystihúsarekstri? Eru til öllu meiri krossberar í viðskipta- heiminum en íslenzkri frystihúsa- eigendur, sem aldrei sjá til lofts og eru nú strandaðir. Auk þess, sem þessir krossberar okkar Islendinga hafa afrekað það umfram alla krossbera veraldar að negla sjálfa sig á krossinn. Þá á ég aðeins eftir að tala nokk- ur orð sérlega til Fálkans unga en hann held ég sé efnilegur strand- kapteinn og vil honum vel. Hér er um að ræða ummæli hans Imynd Islands eftir Rúnar Guðbjartsson Nokkur umræða hefur verið und- anfarið um ímynd íslands, meðal annarra þjóða. Það er rétt, að búið er að vinna geysilegt kynningarstarf í sam- bandi við ferðamálaiðnaðinn á íslandi, og þyrfti að gera jafn vel á öðrum sviðum einnig, því fátt er einni lítilli þjóð mikilvægara en að ímynd hennar í augum annarra þjóða sé eins góð og mögulegt er. Sú ákvörðun íslenzkra stjóm- valda að leyfa að drepa nokkur hundruð hvali í þágu vísinda, eftir að vera búin að samþykkja að hlíta ákvörðun Alþjóðahvalveiðiráðsins um að hætta hvalveiðum, er að mínum dómi mikil mistök. Fremstu vísindamenn á sviði hvalarannsókna telja þessar vísindarannsóknir alveg ónauðsyn- legar og að til séu fyrir löngu allar þær upplýsingar sem hægt sé að afla með því að skoða hvalahræ. Ég tel að við eigum að virða til- fínningar og skoðanir nágranna okkar og bestu viðskiptaþjóða í þessu máli, það eru ekki bara ein- hveijar grátkonur úti í Ameríku sem beijast á móti útrýmingu hval- anna heldur eru milljónir náttúni- vemdarfólks um allan heim, sem em sömu skoðunar og Alþjóðahval- veiðiráðið, að nauðsynlegt sé að gera hlé á hvalveiðum meðan verið er £lö meta stöðuna um hversu langt útrýming hvalanna er komin. Hvalimir eru ekki einkaeign nokkurrar þjóðar heldur eru þeir alþjóðaeign og er það tékið fram í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna. Fyrir þremur ámm var ég stadd- ur í Kanó í Nígeríu starfs míns vegna, eignaðist ég þar nokkra vini. Eitt sinn fómm við að ræða um náttúmvemd Afríku og ég fór eitt- hvað að hneykslast á framferði negranna, þá hafði nýverið birst stór myndskreytt grein í „Time magasine" um ólöglegar veiðar þeirra á górilluöpum. Allir vom sammála mér að þetta væri sorg- legt, en bættu svo við að ég mætti nú líta betur í eigin barm, við Islend- ingar væmm önnum kafnir við að útiýma hvölum. Mér varð svarafátt og þetta var áður en við ákváðum að fara að veiða hvali.í vísindaskyni. Ég hef ferðast víða um heim og kynnst fjölda fólks og það er ótrú- legt hvað margir vita, að íslending- Rúnar Guðbjartsson ar em ein af þessum þjóðum, sem era að drepa hvalinn, sem er í út- rýmingarhættu. Margt af þessu fólki veit ekki einu sinni hvar á „Hvalirnir eru ekki einkaeign nokkurrar þjóðar heldur eru þeir alþjóðaeign, og er það tekið fram í stofnskrá Sameinuðu þjóðanna.“ hnettinum ísland er, en allir vita að við emm að útrýma hvalnum. Þessar vísindaveiðar hafa skaðað þá góðu mynd sem aðrar þjóðir hafa gert sér um íslenzku þjóðina og em á góðri leið með að eyði- leggja þá góðu ímynd, sem íslend- ingar njóta hjá okkar bestu nágrönnum og viðskiptaþjóðum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ég vona að íslenzk stjómvöld taki til endurskoðunar og hætti þessum vísindahvalveiðum, okkur Islendingum og hvölunum til mikill- ar blessunar. Höfundur er flugstjóri lyá Flug- leiðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.