Morgunblaðið - 19.07.1986, Side 11

Morgunblaðið - 19.07.1986, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986 11 Svisslendingamir^ Andreas Mosimann og Franz Stössel leggja á ráðin um bakpoka- Gerhard Leder t.v. og Dominique Perritaz eyða á þriðja mánuði í að aka um landið ferðalag- sitt um ísland. Þótt landið hafi tekið kuldalega á móti þeim, olIi það þeim á vélhjólum sínum. Ekki eru þeir þó samferða, fór annar suðurum en hinn norður eklu áhyggjum. „Það er aldrei sama veðrið í meira en tíu mínútur á íslandi". um frá Seyðisfirði og hittust þeir fyrir tilviljun þarna á tjaldstæðinu. veður haldist aldrei óbreytt lengur en tíu mínútur í einu á Islandi. Það sem kom þeim mest á óvart var verðlagið. Þeir sögðu að þetta væri fyrsta landið sem þeir kæmu til þar sem verðlag væri hærra en í Sviss. Islendingar ótrúlega hjálpsamir A bílastæði tjaldstæðisins voru tveir ungir menn að leggja á vél- hjól sín og búast til ferðar. Þeir sögðust heita Gerhard Leder frá Þýskalandi og Dominique Perritaz frá Sviss. Við nánari athugun kom í ljós að þeir voru fyrir tilviljun staddir þama á sama tíma. Báðir ætluðu samt að eyða sumrinu í að fara um landið á vélhjólum sínum, en Svisslendingurinn kom með Norröna 12. júní og ók norðurum með ströndinni til Reykjavíkur. Hann fer 21. ágúst út. Þjóðveijinn kom með feijunni fyrir þrem vikum og fylgdi suður- ströndinni, og skrapp líka til ísa- flarðar. Hann ætlaði að taka síðustu ferð út, 28. ágúst. Honum þótti mest til Vestfjarðanna koma af því sem hann hafði séð, en það er fyrst og fremst náttúrufegurðin sem dregur menn út í svon'a .ævintýri. Ekki fannst honum þjóðin gáfuleg. „íslendingar eru vitlausir. Þeir hugsa bara um að vinna til að geta keypt meira og meira. Lífstíllinn er alltof amerískur. Þeir kunna ekki að njóta lífsins, t.d. með svona ferðalagi." sagði hann. Perritaz hinn svissneski þurfti á öllum sinum sterkustu lýsingarorð- um að halda til að dásama íslensku náttúrufegurðina. Jökulsárgljúfur voru otrúlega stórkostleg, Látra- bjarg líka, og Snæfellsjökull og Snæfellsnes ekki síðri. Þá var John og Betty Barrett, sem voru á ferð með Mytton, eru þrautreynd- ir ferðagarpar, sem hafa heimsótt öll lönd í Evrópu, og einnig Norður-Ameríku og Norður-Afríku. Magnús Magnússon, sjónvarps- maður i Bretlandi, teymdi þau til íslands. Þeim fannst að það þyrfti að vara ferðamenn betur við loftslagi og veðráttu hér á landi. Dritvík eins og paradís í hraunauðn- inni. Þá var hann hrifinn af hvað íslendingar væru opnir og vingjam- legir. Bændur sem hann hafði beðið um leyfi til að tjalda buðu honum oft upp á kaffisopa. Þá var hann sérstaklega hrifínn af hjálpsemi manna. Tvisvar hafði hann' fengið hjálp til að gera við hjól sitt á sunnu- degi. Það sagði hann að hefði verið óhugsandi í Sviss. Einkum var hann þakklátur marini fyrir norðan sem bauð honum hjálp að fyrra bragði, og taldi ekki eftir sér þótt hann þyrfti að hafa töluvert fyrir því. Hann er með alla nauðsynlegustu varahlutina með sér, og auk þess viðlegubúnað. „Það er ekkert pláss fyrir það sem maður þarf að hafa með sér en það kemst samt allt fyrir einhvem veginn á endanum, sagði hann. - BÞ Handknattleiksfólk Stjörnunnar hefur verið í mikilli sókn að undan- förnu. Myndin er úr leik Stjörnunnar og KA í fyrstu deild í vetur. Gjaldþrot handknattleiksdeildar Stjörnunnar: Bæjarráð Garðabæjar ábyrgðist greiðslur BÆJARRÁÐ Garðabæjar og stjórn Stjörnunnar hafa ákveðið að taka á „gjaldþrotamálinu“ þannig að allar réttmætar kröfur á félagið frá þeim tíma sem um ræðir verði greiddar. Sem kunnugt er birtist auglýsing í Lögbirtingablaðinu 16. júlí síðast- liðinn þess efnis að handknattleiks- deild Stjörnunnar í Garðabæ hafj verið tekin til gjaldþrotaskipta. í fréttatilkynningu sem bæjarráð Garðabæjar sendi frá sér í gær seg- ir að í ársbyjun 1984 hafi stjórn- skipulag. Stjörnunnar .verið ehdprsköðað'og'á -þeim tímarnótum hafi bæjarstjórnin samþykkt að gera ráðstafanir til þess að ný stjórn, sem kjörin var í mars 1984, gæti byijað með hreint borð, en verulegar skuldir höfðu safnast upp á ámnum þar á undan. „Það ástand sem nú hefur skapast," segir í fréttatilkynningu bæjarráðs, „er vegnas þess að á sínum tíma komu ekki fram allar kröfur frá þessu tímabili. En samþykkt bæjarstjóm- ar stendur óbreytt. Þess vegna mun bæjarráð og stjóm Stjömunnar taka á málinu þannig að allar rétt- mætar kröfur á félagið frá þessum • tíma verðá greiddar."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.