Morgunblaðið - 19.07.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.07.1986, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR' 19. JÚLÍ 1986 29 Afskipti Bandaríkjamanna af hvalveiðum Islendinga eftir Jón Asgeir Sigurðsson Bandarikjamenn krefjast þess að hvalaafurðir sem hlotnast af vísindaveiðum íslendinga farí að mestu leyti til innanlandsneyslu og leggjast eindregið gegn út- flutningi á miklu magni hval- kjöts. Japanir samþykktu áríð 1984 að flytja ekki inn hvalkjöt án samþykkis Bandaríkjamanna. Telji Malcolm Baldríge, við- skiptaráðherra Bandaríkjanna, sannað að viðskipti með hvalkjöt hafi átt sér stað, gæti komið til efnahagslegra refsiaðgerða gegn íslendingum og Japönum. Ströng ákvæði í banda- rískum lögum Alþjóða hvalveiðiráðið getur ekki framfylgt eigin ákvörðunum. Ráðið hefur engin viðurlög að grípa til vegna veiða sem brjóta í bága við hvaiveiðikvótana. Aðildarríki Al- þjóða hvalveiðisáttmáians geta ennfremur skotið sér undan kvótum með því einfaldlega að leggja fram formleg mótmæli við þeim. Af þessum og öðrum ástæðum samþykkti Bandaríkjaþing árið 1978 lagaákvæði um ráðstafanir til stuðnings alþjóðasamþykktum um vemd físki- eða hvalastofna. „Pelly-ákvæðið" í bandarískum iög- um um útvegsmál skyldar við- skiptaráðherra til að tilkynna forsetanum hvalveiðar og verslun sem þykja „rýra árangur" alþjóða- samþykkta. Forsetanum er heimilað að grípa til innflutningsbanns á fískafurðum frá viðkomandi landi og gefnar fijálsar hendur. Ronald Reagan getur ákveðið algjört inn- flutningsbann gegn viðkomandi ríki, alls engar refsiaðgerðir og allt þar á milli. Til að herða á um framkvæmdir samþykkti Bandaríkjaþing nokkru síðar annað lagaákvæði, sem nefn- ist „Packwood-ákvæðið". Það leggur viðskiptaráðherra þá skyldu á herðar að fylgjast grannt með öllum veiðum sem gætu falið í sér brot á samningum og hraða þarað- lútandi ákvörðunum. Ennfremur skal forsetinn undanbragðalaust grípa til stórfelldra efnahagslegra refísaðgerða gegn þeim sem stunda fískveiðar í bandarískri lögsögu. Hvalveiðar Japana Allt veltur á upprunalegri ákvörðun bandaríska viðskiptaráð- herrans um formlega tilkynningu til forsetans, að athafnir einhverrar þjóðar „rýri árangur" hvalveiði- bannsins. Eftir þá ákvörðun ganga málin nær sjálfvirkt samkvæmt Packwood-ákvæðinu, ef viðkom- andi þjóð stundar fískveiðar í bandarískri lögsögu. Annars gilda viðurlög Pelly-ákvæðisins, sem gefa forsetanum mun meira svigrúm - hann ræður til hvaða ráða skal grip- ið. Bandaríkjaforseti hefði að feng- inni tilkynningu Malcolms Baldrige viðskiptaráðherra ekki komist hjá að beita Japani stórfelldum efna- hagsþvingunum. Árið 1984 veiddu Japanir nær eina milljón tonna af físki í bandarískri lögsögu og Pack- wood-ákvæðið fyrirskipar að veiðik- vótinn sé strax skorinn niður um helming. Augljóslega voru miklir hagsmunir í húfí. Viðskiptaráðherra ákvað að til- kynna forsetanum ekki að hvalveið- ar Japana þættu „rýra árangur" samþykkta Alþjóða hvalveiðiráðs- ins, en semja þess í stað við Japani að þeir virtu alþjóðasamþykktir og hættu hvalveiðum nokkurn veginn í samræmi við veiðibann Alþjóða hvalveiðiráðsins. í nóvember 1984 sömdu Bandaríkin og Japan, með bréfaskiptum milli stjórnvalda (enn- fremur fylgdi munnlegt ákvæði, sem síðar verður minnst á). Mikil- vægast þótti Bandaríkjamönnum að Japanir féllust á að afturkalla mótmæli gegn veiðikvótum Alþjóða hvalveiðiráðsins og hlíta þarmeð samþykktum þess. Friðunarmenn mótmæltu þessum gangi mála og óskuðu eftir að dómsúrskurði um það að ráðherran- um væri skylt að beita Packwood- ákvæðinu án tafar. En hæstiréttur Bandaríkjanna taldi viðskiptaráð- herrann hafa svigrúm til að meta aðstæður hveiju sinni og fresta aðgerðum ef betri árangur næðist í samningum. Viðskiptaráðherra til- kynnir að Noregnr hafi gerst brotlegnr Norðmenn ákváðu á sínum tíma að mótmæla núllkvóta Alþjóða hval- veiðiráðsins fyrir hrefnuveiðar i Norðaustur-Atlantshafi og áskildu sér þannig rétt til áframhaldandi veiða. Hvalfriðunarsamtök í Banda- ríkjunum mótmæltu veiðum Norðmanna. Eftir að hafa reynt í tvö og hálft ár að semja við Norðmenn, gerði Malcolm Baldrige viðskiptaráðherra forsetanum viðvart 9. júní síðastlið- inn, að Noregur stundaði hvalveiðar sem þætti „rýra árangur" alþjóð- legra samþykkta. Peily-ákvæðið gerir að verkum að fyrir 8. ágúst þarf Bandaríkjaforseti að ákveða til hvaða refsiaðgerða skuli grípa. — Norska ríkisstjómin ákvað ný- lega að hætta hrefnuveiðum, enda hafa þær ekki gengið að óskum, aðeins veiðst 100 af 400 áformuð- um dýrum og vertíðinni lýkur í næstu viku. í viðtölum undirritaðs við talsmenn sjávarútvegsráðuneyt- isins í Washington kom fram að Bandaríkin hyggist ekki hætta við að beita Pelly-ákvæðinu, nema Nor- egur afturkalli formleg mótmæli sín gegn kvótanum og hætti hrefnu- veiðum. Malcolm Baldrige áformaði að senda Ronald Reagan tillögur sínar um refsiaðgerðir gegn Norðmönn- um 8. júlí síðastliðinn, en frestaði því um viku eða svo. Ekkert er vit- að með vissu um hugmyndir Baldrige að refsiaðgerðum, en um- hverfísvemdarmenn hald að ætlun- in sé að skera niður fiskinnflutning Norðmanna um þriðjung. Staða íslands íslendingar ætla að veiða 200 hvali á þessu ári og framleiða 2.000 til 2.500 tonn af hvalaafurðum. Til innanlandsneyslu fara 200 til 300 tonn, en afganginn verður að flytja út, nánar tiltekið til Japan. Þótt Japönum þyki hvalkjöt gott, geta samt sem áður verið ýmis ljón í veginum fyrir útflutningi islenskra hvalaafurða. I fyrsta lagi fylgdi samningi þeim sem Japanir og Bandaríkjamenn gerðu í nóvember 1984, munnlegt loforð Japana um það, að á gildis- tíma hvalveiðibanns Alþjóða hval- veiðiráðsins flytji þeir ekki inn hvalkjöt án samþykkis Bandaríkja- manna. Undirritaður hefur fengið þetta staðfest hjá stjómvöldum í Washington. f öðm lagi gilda lagaákvæðin sem kennd em við Pelly og Pack- wood um verslun jafnt sem veiðar. Umhverfísvemdarmenn telja vísindaáætlun Kóreumanna skrípa- leik og vilja beita nefndum laga- ákvæðum á hvalveiðar Kóreu. Vísindaáætlun íslendinga þykir hinsvegar nafnsins verð, hún var kynnt á viðræðufundunum í Wash- ington í byijun síðustu viku. Vísindaveiðar íslendinga teljast væntanlega ekki ,,rýra árangur" alþjóðasamþykkta. Oðm máli gildir hinsvegar um milliríkjaverslun með hvalkjöt. í þriðja lagi telja Bandaríkja- menn samþykkt ársfundar Alþjóða hvalveiðiráðsins í Malmö fela í sér, að kjöt og aðrar afurðir hvalveiða í vísindaskyni skuli samkvæmt orð- anna hljóðan „fyrst og fremst nýttar til neyslu innanlands" (should be utilized primarily for loc- al consumption). Islendingar telja aftur á móti að þessi samþykkt haldi opnum möguleikanum á milliríkjaverslun með hvalkjöt. Á w viðræðufundum í Washington í ' byijun síðustu viku, bar mest í milli j um „innanlandsneysluna". Bandaríkjamenn gera með öðmm ; orðum kröfu um að meginhluti * hvalaafurða íslendinga fari til inn- anlandsneyslu og leggjast eindregið j gegn útflutningi á miklu magni _ hvalkjöts. Japanir munu samkvæmt ! áðumefíidum samningi einungis flytja inn hvalkjöt að fengnu sam- þykki Bandaríkjamanna. Eigi : viðskipti með hvalkjöt sér samt sem áður stað og telji viðskiptaráðherra Bandaríkjanna það „rýra árangur" alþjóðasamþykkta, gæti að mati ýmissa aðila komið til beitingar Pelly-ákvæðisins gegn íslending- um. Þrýst á um samning'a í títtnefndum hæstaréttardómi * er á einum stað minnt á „þann árangur sem Bandaríkin hafa náð með því að nota Pelly-ákvæðið til að sannfæra aðrar þjóðir um giidi þess að fylgja veiðikvótum Alþjóða hvalveiðiráðsins og varðveita þann- ig hvala stofna heimsins". Með samningum geti náðst jafn góð eða betri niðurstaða en með viðskipta- þvingunum, segir í dómnum. Þannig samdi viðskiptaráðherrann við Japani um að hlíta alþjóðasam- þykktum, í stað þess að grípa strax til refsiaðgerða samkvæmt Pelly- og Packwood-ákvæðunum. Bandaríska sjávarútvegsráðu- neytinu berast stöðugt bréf vegna _ hvalveiða íslendinga og umhverfís- vemdarsamtökin hafa mikil áhrif á ákvarðanir ráðuneytisins. í áður- nefndum hæstaréttardómi var vísað á bug þeirri fullyrðingu viðskipta- ráðherrans að einkaaðilar geti ekki knúið stjómvöld til athafna í sam- ræmi við lög. Það veitir friðunar- samtökum sterkari stöðu þegar þau hyggjast þrýsta á um aðgerðir stjómvalda. Eftir hæstaréttardóminn hefur athygli umhverfisvemdarmanna í auknum mæli beinst að hvalveiðum í Atlantshafí, en áður einbeittu þeir sér að Kyrrahafínu. Greenpeace- menn eiga nýjar myndir úr Hval- fírði, sem sýna hvalskurð og pökkun í umbúðir merktar á japönsku. Þessar ljósmyndir voru teknar í júní- lok og telja þeir þær sanna að fullur hugur sé á þessum viðskiptum, enda hefur annað ekki komið fram í íslenskum fjölmiðlum. Talsmenn Greenpeace segja það bera vott um tvöfeldni Japana, að þeir lofí að flytja ekki inn hvalkjöt án þess að Bandaríkin gjaldi jáyrði við, en séu á hinn bóginn að láta pakka fyrir sig hvalkjöti á íslandi. Samt sem áður telur Dean Wilkin- ^ son talsmaður Grennpeace að japanska ríkisstjómin muni standa föst fyrir og ekki leyfa innflutning frá Islandi. Höfundur er fréttaritari Morgun- blaðsins í Bandaríkjunum. British Midland rótgróið flugfélag EINS OG fram hefur komið í fréttum Morgunblaðsins bíður breska flugfélagið British Mid- land Airways nú eftir afgreiðslu þarlendra flugmálayfirvalda á umsókn félagsins um daglegt áætlunarflug allt árið milli Bret- lands og íslands. Þetta flugfélag hefur annars verið Iítið í fréttum fjölmiðla hérlendis og því er hér aðeins greint frá sögu þess og umsvifum. British Midland-flugfélagið (BMA) er 48 ára gamalt, stofnað árið 1938 og hét upphaflega Derby Aviation. Það hóf áætlunarflug með farþega og frakt árið 1953 og nú heldur það uppi áætlunarflugi frá þremur breskum flugvöllum. Frá East Midland-flugvellinum er flogið til sjö borga í Evrópu, frá Birming- ham-vellinum til einnar borgar og frá Heathrow-flugvellinum við Lon- don til sjö evrópskra borga. Auk þess annast BMA flug milli níu áfangastaða á Bretlandi og Ermar- sundseyjanna. Árið 1982 stofnuðu BMA og breska skipafélagið British Comm- onwealth smáflugfélagið Manx Airlines sem flýgur áætlunarflug frá eyjunni Mön til ýmissa staða á Bretlandi og írlandi. Á áttunda ára- tugnum lagði BMA mikla áherslu á þann hluta fyrirtækisins sem sér- hæfði sig í leigu á Boeing 707- þotum. Það var blómlegur rekstur og átti BMA viðskipti við 25 al- þjóðaflugfélög á þessu sviði, einkum flugfélög í Evrópu, Afríku og Mið- Austurlöndum. Árið 1983 festi BMA kaup á öðru smáfélagi, Log- anair af konunglega Skotlands- bankanum. Upphaflega var BMA í einkaeign en árið 1969 komst það í eigu fjár- festingafélags sem að stóðu opin- berir aðilar og ýmsir bankar. Það var svo árið 1978 sem BMA komst á ný í eigu einkaaðila þegar yfir- menn þess keyptu félagið af áðumefndu fjárfestingafélagi. Þar var fremstur í flokki Michael Bis- hop, núverandi stjórnarformaður og forstjóri. BMA hefur höfuðstöðvar í Derby á Bretlandi og hjá því starfa um 1250 manns. Samtals á félagið nú 18 flugvélar af eftirfarandi gerðum: 2 Douglas DC 9-32, 6 Douglas DC British Midland-flugfélagið á nú 18 flugvélar af ýmsum gerðum og stærðum. Að auki hefur það pantað 5 BAE ATP-skrúfuþotur eins og þá á myndinni. Sú flugvélagerð er ennþá í smíðum og reiknað með fyrsta reynsluflugi núna í haust. 9-15, 3 Viscount 800, 5_ Fokker F-27-200, 2 Shorts 360. í pöntun eru 5 vélar af alveg nýrri flugvéla- gerð, Britis Aerospace ATP en það er skrúfuþota fyrir 60—70 farþega. Vélum af þeirri gerð verðu fyrst reynsluflogið næsta haust. Ekki er vitað hvaða flugvélagerð BMA hyggst nota til íslandsflugsins ef svo fer að félagið fær flugleyfið. Búist er við nánari fréttum af því máli nú síðar í júlí.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.