Morgunblaðið - 19.07.1986, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 19.07.1986, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. JÚLÍ 1986 á eina milljón seiða á ári. Sjö starfsmenn vinna hjá fyrir- tækinu og eru vaktir allan sólar- hringinn. Það eru bjartsýnir menn sem vinna hér og ætla sér stórt. Þetta á í framtíðinni eftir að verða háþróaður iðnaður þar sem tölvu- tæknin kemur mjög við sögu. Stærsta vandamálið í þessum at- vinnuvegi í dag er hversu erfitt er að fá lán til svona rekstrar. Kerfið er allt of svifaseint, það þarf miklu hraðari fyrirgreiðslu af hálfu hins opinbera til að þetta verði stóratvinnuvegur", sagði Jóhann að lokum. Erum að fimmfalda af- kastagetu stöðvarinnar - segir Jóhann Geirsson hjá Pólarlaxi „ÞETTA hefur gengið með áföllum. Það hafa tvisvar kom- ið upp sjúkdómar í stöðinni og var hún þarafleiðandi sett í dreifingarbann í eitt ár fyrir hvora uppákomuna,“ sagði Jó- hann Geirsson hjá Pólarlaxi í Straumsvík. „Við byrjuðum með tilraunaeldi í skúr við ISAL árið 1979. Þessi stöð héma var síðan reist haustið 1980 og við höfum síðan verið að sækja í okkur veðrið smám saman. Við borum sjálfir eftir köldu vatni, sem er 3-4 gráður, en 14-15 stiga heitt vatn fáum við frá ÍSAL“. „Við erum nú að þrefalda stöð- ina að stærð með byggingu 2.200 fermetra eldishúss sem áætlað er að taka í notkun í haust. Þessi stækkun þýðir fímmföldun á af- kastagetu stöðvarinnar. Á næsta ári reiknum við með að geta fram- leitt um 7-800.000 seiði. Við erum líka búnir að gera samning við samstarfsaðila okkar um fram- leiðslu á 500 gramma stórseiðum en þau henta sérlega vel til kvía- eldis. Framhaldseldið er í samstarfi við Hafeldi á Ólafsvík og mun Sigurður Bragason hafa yfírum- sjón með því. Núna erum við með 117.000 seiði af stærðinni 60 grömm og 5000 stk. 4-700 gramma en þau verða orðin 3-4 kíló eftir 2 ár. Við höfum markaðssambönd í Vestur-Þýskalandi og Banda- rílq'unum á þessu ári og erum einnig, ásamt Fiskeldi á Húsavík, með sölusamning við norska fyrir- tækið Scanfarm sem hljóðar upp Pólarlax i Straumsvík. Hægra megin er nýja 2.200 fermetra eldis- húsið sem áætlað er að taka í gagnið í haust. Með tilkomu þess verður búið að fimmfalda afkastagetu stöðvarinnar frá þvi sem Mofgunblaðið/Þorkell Ragnar Leifsson starfsmaður Pólarlax sýnir hér einn laxanna sem nota á til undaneldis. nú er. Dr. Hallur Skúlason Doktor í uppeldis- sálfræði HALLUR Skúlason lauk á síðast- liðnum vetri doktorsprófi i uppeldisfræði frá University of Illinois at Urbana-Champaign í Bandaríkjunum. Lokaverkefni hans fjallaði um náms- og starfsval íslenskra ungl- inga og var heiti þess á ensku: „Investigation of Icelandic adole- scents career choices". Hallur lauk kennaraprófí frá Kennaraskóla íslands 1969 og BA- prófí í sálarfræði frá Háskóla ís- lands árið 1974. Frá því að hann lauk MA-prófí frá Universtiy of 111- inois sumarið 1977 hefur hann starfað við sálfræðideild skóla í Reykjavík og kennslu í grunnskól- um, Kennaraháskóla Islands og Háskóla íslands. Hallur er einn stofnenda og nú- verandi eigenda fyrirtækisins Leiðsagnar sem sérhæfir sig í námsaðstoð við skólanemendur á öllum skólastigum, náms- og starfsráðgjöf og uppeldisráðgjöf. Hallur er kvæntur Lilju Kristó- fersdóttur kennara og eiga þau einn son. Ætlum að sleppa 500 þús. seiðum næsta vor - segir Sveinbjörn Oddsson hjá Vogalaxi „VIÐ slepptum fyrst seiðum árið 1982. Þau voru um 20.000 og fengin frá Laxeldisstöð ríkisins i Kollafirði“, sagði Sveinbjörn Oddsson stöðvar- stjóri hjá hafbeitarstöðinni Vogalaxi, í Vogum við Vatns- leysuströnd. Svona fer laxinn á Bandaríkjamarkað, yfirleitt eru 7-9 fiskar i pakka. Morgunblaðið/Þorkell Gulli, Öddi og Stjáni sjá um að mæla lengd laxins, kyngreina hann, vigta og skrá. Einnig taka þeir úr örmerki sem hafa verið sett í hnakka laxanna. Þeir sögðu að meðalstærðin á eins árs fiski væri 2,8 kfló. Minna væri af tveggja ára fiski en sá sem hefði fengist væri yfirleitt í kringum sjö kíló. „Við höfum síðan sleppt um 20-25.000 seiðum árlega nema nú í vor en þá slepptum við alls 36.000 seiðum. Sú nýbreytni var einnig þá að seiðin sem við sleppt- um voru öll komin undan löxum héðan. Hingað til hefur þetta allt verið á tilraunastigi en nú erum við með fulla stöð af seiðum og ætlum að sleppa 500.000 seiðum 1987. Með nokkum veginn sömu heimtum og við höfum haft hing- að til gæti þetta þýtt um 150 tonn af laxi á ári í framtíðinni. „Þær heimtur sem þurfa að vera til að stöð sem þessi standi undir sér eru 3-5 % af sleppi- magni en líkur benda til að við getum náð jafnaðarheimtum upp á 8-10%. í fyrra voru heimtumar 12,3%. Það er hægt að hafa mjög gott upp úr þessu en gallinn við fjárfestingu sem þessa er hversu seint hún skilar sér. Það tekur langan tíma að koma svona rekstri í gang“. „Við erum núna að byija að senda físk á Bandaríkjamarkað og fyrsta sendingin er að fara af stað núna. Verðið er ennþá óljóst en við gemm okkur vonir um að ná 300-350 krónum fyrir kflóið. Það fer um eitt tonn í hverri send- ingu og það virðast ekki vera nein vandræði með markaði enn- þá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.