Morgunblaðið - 15.08.1986, Side 3

Morgunblaðið - 15.08.1986, Side 3
■f MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. ÁGÚST 1986 B 3 getað valið úr góðum hópi umsækj- enda vegna mikillar eftirsóknar í störfin þrátt fyrir að launin heima séu lág og ég tel að ráðuneytið sé komið með mjög góðan hóp, vel þjálfaðra ritara." Utanríkisráðuneytinu hefur hald- ist nokkuð vel á riturum og margar stúlkur ílenst í starfi sem þær ætl- uðu bara að prófa í nokkur ár. Sigríður var skiptinemi í Texas á sínum tíma og langaði til að kom- ast aftur út til Bandaríkjanna þegar hún sótti um starfið í New York 1970. „Þá var auglýst í ákveðin störf og mig langaði til að komast út í nokkur ár. Eg var í New York í sex ár en var svo flutt til Brussel eftir að flutningsskyldan var sett á. Ég var orðin dálítið þreytt á New York og þótti ágætt að fara til Evrópu." Sigríður vann í sendiráðinu í Brussel í þrjú ár og var svo send heim í tvö ár. „Það er nauðsynlegt að fara heim og starfa í ráðuneyt- inu inn á milli," sagði hún. „Ég var búin að vera úti í tíu ár þegar ég var flutt heim og það breytist margt á þeim tíma. Eg vissi að ég færi út aftur svo að starfíð heima var eins og hver annar „póstur" fyrir mig. Ég myndi sækja aftur um þetta starf en ég er ekki viss um að það sé nógu sniðugt að vera of lengi í því og gera það að ævistarfi. Sendi- ráðin eru mjög lítil svo að ritari verður alltaf ritari og fær ekki mikl- ar launahækkanir eftir vissan starfsaldur. Við sem erum búnar að vera nokkuð lengi í þessu erum sagðar vera með „prinsessu-stæla" þegar við setjum fram einhverjar kröfur. En mér flnnst reynsla okkar oft ekki vera nógu mikils metin. Þeir í ráðuneytinu virðast helst vilja ungar og nýjar stúlkur sem ætla bara að vera í starfmu í stuttan tíma og kæra sig kollótta þótt við séum búnar að læra tungumál, orðnar vanar og komnar með ýmsa þekkingu." Margar starfa lengur en þær ætla sér í upphafi Bima ætlaði út í eitt ár, Sigríð- ur vildi komast til New York og Estrid Brekkan, sem hefur verið ritari í Genf síðan 1984 og flytur til Parísar í haust, sótti um starf í utanríkisþjónustunni upp á grín 1974 af því að hana vantaði sumar- vinnu. Hún fékk starfíð og sér ekki fram á að hætta í bráð. Kristín Sif Sigurðardóttir byijaði í utanríkis- þjónustunni 1984 og segist enn ætla að hætta eftir fyrstu starfs- dvöl sína erlendis. Þær hinar taka orð hennar ekki of hátíðlega og telja rétt að bíða og sjá hvað setur. Hún sótti um ritarastöðu í utan- ríkisráðuneytinu af því að hún vildi komast út. „Mig langaði til að sjá heiminn og fá borgað fyrir það,“ sagði Kristín Sif. „Það freistar mín ekki eins og er að festast í utanríkis- þjónustunni. Þegar ég sótti um langaði mig til að komast út í eitt sendiráð, safna peningum og fara svo í nám. Mig langaði mest til að komast til Genfar af því að borgin er svo miðsvæðis í Évrópu og af því að ég hef áhuga á hótel- og veitingaskóla í Lausanne, sem er þar skammt frá, en ég fékk ekki að fara þangað.“ Hún var send til Brussel um ára- mótin og hálfu ári seinna virtist hún þekkja annan hvérn kjaft í starfs- mannasetri NATO, en íslenska sendiráðið er til húsa í höfuðstöðv- um Norðuratlantshafsbandalags- ins. „Mér leist illa á að fara til Brussel í upphafl af því að ég þekkti ekki borgina. Ég hafði einu sinni komið hingað með járnbraut- arlest og gengið beint inn í gleði- konuhverfi borgarinnar við lestarstöðina og flúið staðinn á stundinni. En mér leið strax vel þegar ég kom hingað í vetur. Það kjaftar á mér hver tuska og ég á auðvelt með að kynnast fólki svo að ég eignaðist strax kunningjahóp. Samt sakna ég stundum kvöld- kaffísins og sunnudagsmáltíðanna með fjölskyldunni heima. Við erum 5 systkinin og alltaf einhver til að tala við heima, það eru því við- brigði að vera aleinn í íbúðinni hér og segja stundum ekki eitt orð allt kvöldið. Og ég sakna pylsu með öllu og soðinnar ýsu.“ Krístín Sif sagði að launin í Brussel væru „eng- in gullnáma. Ég verð ekki rík héma, það er svo óhagstætt að búa einn, en ég kvarta ekki.“ Það þarf ákveðinn „karakter" til að vera einn í útlöndum og koma sér upp vina- og kunningjahópi. Sum íslensku sendiráðin eru inni í skrifstofubyggingum þar sem fjöldi fólks starfar og hittist en önnur em í eigin húsnæði og ritararnir sjá ekki aðra en samstarfsmenn sína og þá sem eiga erindi í sendiráðið allan daginn. Sigríður sagði að hún hefði verið heldur einmana í París fyrst eftir að hún kom þangað. „Það er oft erfítt að kynnast fólki í stórborgum og ég sóttist ekki sér- staklega eftir kunningsskap við Islendingana í borginni. En það rættist úr þessu eftir að ég dreif mig í að bjóða riturum hinna sendi- herranna í OECD í mat til mín. Ég þekkti þær í gegnum símann en eftir að við hittumst urðum við nánari kunningjar." Starf embætt- ismanna í utanríkisþjónustunni gengur að miklu leyti út á kokteil- boð og veisluhöld en ritaramir em yfírleitt ekki með í því. „Við emm þó ekki algjörar öskubuskur," sagði Sigríður og hló. „Okkur er oft boð- ið með í móttökur í íslensku sendi- ráðunum. Það fer eftir tilefni og embættismönnunum á hverjum stað.“ Aðeins ógiftar stúlkurhafa flust milli staða Estrid sagði að ritumnum væri oft boðið til að fylla upp í stóla við matarborð. „Það vantar oft konur í þessi boð og þá er tilval- ið að bjóða okkur.“ Flutningsskyldir ritarar hafa hingað til verið ein- hleypir en nokkrar staðráðnar stúlkur eru giftar. Birna er í þeirra hópi. Flutningsskyldan var sett á eftir að hún hafði verið sex ár í Genf og hún var þá send til Lon- don. „Mér líkaði mjög illa þar,“ sagði hún, en brosti þó við endur- minningarnar. „Ég var nýkomin úr aðgerð á hnéi og húsnæði sendi- ráðsins var mjög óheppilegt fyrir mig; Bretar voru reiðir út í okkur íslendinga á þessum tíma vegna stækkunar landhelginnar í 200 mílur og margir voru óvingjarnlegir við starfsfólk í sendiráðinu út af því; og svo var ég hálftrúlofuð í Genf.“ Birnu var boðin hálfsdagsstaða hjá fastanefndinni í Genf eftir eins árs dvöl í London. Hún tók því boði fegins hendi og er nú gift Svisslend- ingi og er eins barns móðir. „Það em staðráðnir ritarar með full- komna málakunnáttu í mörgum íslenskum sendiráðum," sagði hún. „Við emm ekki í utanríkisþjón- ustunni og njótum ekki sömu fríðinda og flutningsskyldu stúlk- urnar.“ Stúlkurnar í utanríkisþjón- ustunni fá fría húsaleigu, heimferðarstyrk annað hvert ár, borga skatta en ekki útsvar á ís- landi og hafa hingað til getað flutt tollfijálsan bíl með sér heim. Það er nú verið að taka það af og Sigríð- ur sagði að launin erlendis og fríðindin sem fylgja starfinu hefðu rýrnað á síðustu ámm. Það hefur komið fyrir að ritarar væm með böm og þá hafa þær fengið barnastyrk eins og embætt- ismennirnir í utanríkisþjónustunni. Það hefur hins vegar ekki enn kom- ið fyrir að eiginmenn flyttu með þeim milli landa. Þær sem hafa gift sig hafa hingað til hætt þegar þær áttu að flytja. Þorsteinn sagði að leiðbeiningar ráðuneytisins varð- andi ritara miðuðust við einhleyp- inga og íbúðir sem íslenska ríkið væri með á leigu hefðu ekki verið teknar með fjölskyldufólk í huga. Estrid verður með mann og bamið hans þegar hún flyst til Parísar í haust og sér ekki að það verði nokkmm vandkvæðum bundið. „Ég er svo heppin að hann er listamaður og hann getur því unnið hvar sem er,“ sagði hún en mökum fólks í störfum erlendis reynist oft ómögu- legt að fá atvinnuleyfí og vinnu á stöðum sem þeir flytjast til. „Opna sendiráð íKúalaLúmpúr ogfá„fútt“ í þetta“ Estrid kom til Genfar frá Moskvu fyrir tveimur ámm. „Mér hefur hundleiðst hérna," sagði hún. „Starfíð er ágætt en það er ekkert að gerast í Genf. Ég var í þijú ár í Moskvu og kunni mjög vel við mig, þó var ég fegin að komast aftur í menninguna þegar ég var flutt þaðan. Það var mikill munur að koma aftur á stað þar sem hlut- imir ganga eðlilega fyrir sig. Það er ekki hægt að stóla á neitt í Moskvu. Ég þurfti til dæmis einu sinni að láta skipta um lás í hurð- inni hjá mér en gat ekki opnað þegar ég kom heim. Maðurinn hafði látið lásinn öfugan í og húnninn sneri niður. Það kemur eitthvað fyrir daglega sem maður hefur ekki vanist og fer því í taugarnar á manni í Moskvu en það er hreint ævintýri að vera þar. Ég kynntist Rússum og reyndi að ferðast um þótt það gengi misjafnlega vel að fá leyfi til þess. Ég komst þó eitt sinn til Síberíu. Á leiðinni þangað tilkynnti flugfreyjan farþegunum að það væm 381 mennskir um borð og einn útlend- ingur. Islendingar reka sendiráð á svo fáum stöðum að það em eiginlega engir staðir nema New York og Moskva sem em ævintýralegir að komast á í utanríkisþjónustunni. Það ætti að opna sendiráð í Kúala Lúmpur til að fá eitthvað „fútt“ í þetta,“ sagði Estrid. Hún var í New York í fjögur ár eftir tveggja ára starf í utanríkisráðuneytinu og var svo aftur í ár á íslandi áður en hún fór til Moskvu 1981. Hún ólst upp erlendis og réð sig í utanríkisþjón- ustuna til að komast út. ,,Ég ætlaði mér aldrei að búa á Islandi og væri ekki í þessu starfi ef ég hefði þurft að vera í ráðuneytinu í lengri tíma.“ Nokkuð rótleysi kemst á fólk sem flytur milli landa með nokkurra ára millibili. Sigríður sagði að hún gæfí sér nú ár til að venjast nýjum stöð- um og kynnast fólki almennilega. Hún reynir að njóta staðanna sem best, skoðar sig um, fer á söfn og konserta og í gönguferðir í skógum og skrúðgörðum. Ritararnir vita oft ekki með miklum fyrirvara hvert eða hvenær þeir verða fluttir en mega búast við flutningi eftir þriggja ára dvöl á einum stað. Það tekur sinn tíma að flytja og koma sér svo fyrir aftur á nýjum stað. „Maður heldur vinunum í þessu starfi,“ sagði Sigríður, „en kunn- ingjarnir hverfa.“ Grein og myndir: Anna Bjarnadóttir T + STOR ÚTSALA hefst í dag Dömudeild Herradeild kjólefni skyrtur metravara sokkar borðdúkar peysur Allt selt á ótrúlega lágu verði. Egill 3acobsen Austurstræti 9 ISFUGL ALLTAF EFSTUR! Já við höfum lengi verið efstir og fyrstir með ýmsar vinsælar og gómsætar nýjungar eins og t.d.: Helgar^ngur Veislukjúklmgurinn OKKAR GRILLPÁRTY KJÚKLINGVR Kjúllettur M BEINT ÚR FRYSTINUM -TILBÚID Á ÍO MÍN. BARBECUE'^ BITAR - og bráðlega er von á enn fleiri nýjungum frá okkur. ísf LICll gott-hollt ,I>IUyl OGÓDÝRT Sími; 666103 I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.