Morgunblaðið - 02.10.1986, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 02.10.1986, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 19 Ævintýrin deyja ekki frá mönnunum Békmenntir Jenna Jensdóttir Jakob og Vilhjálmur Grimm: Grimmsævintýri 1. hefti, 1.—26. ævintýri Þýdd og skýrð af Þorsteini Thor- arensen. Vasa-útgáfan, Reykjavík 1986. Svo dásamleg er hin lifandi sagnahefð og á það sammerkt með ljóðinu, að menn geta jafnvel orðið heillaðir af' henni gegn vilja sínum —Hér er vitnað í formála Grimmsbræðra að annarri útgáfu ævintýra þeirra 1819. Þessi for- máli birtist í þýðingu Þorsteins Thorarensen ásamt 25 fyrstu ævin- týrum Grimms, sem nú koma út á íslensku hjá Vasaútgáfunni, í réttri röð ævintýranna. Meðal ævintýranna í þessu hefti eru sum þau þekktustu, s.s. Hans og Gréta, Öskubuska, Hrafnamir sjö og fleiri sögur sem allir íslensk- ir lesendur þekkja. Hér eru einnig sögur sem aldrei hafa birst á íslensku áður. Þorsteinn fer þær nýju leiðir að hann ritar eftirmála við hvert ævintýri. Sjálfsagt verða skiptar skoðanir um gildi þess og vitna ég enn í formála Grimmsbræðra, 2. útgáfu 1819: En hitt er nokkuð áber- andi að menn heillast því aðeins af sögunum, að þeir hafi lifandi tilfinn- ingu fyrir skáldskap — Þorsteinn Thorarensen Þorsteinn ber virðingu fyrir þýð- ingu Theodórs Ámasonar á Grimmsævintýrum. Hann vitnar oft til hennar, er hreinskilinn um hana eins og sína eigin en rýrir hvergi gildi hennar nema sfður sé. Hins vegar á hann sterk orð til þeirra sem honum finnst hafa skrumskælt eða afbakað hin dýrmæstu ævintýri frá upphafi þeirra. Eftirmála Þorsteins um uppruna og þróun sagnanna em ritaðir af sérstæðri hreinskilni og falslausri ást manns er lítur af djúphygli skyggnum augum til fomrar sagna- hefðar. Sem skynjar litríka strengi er felast í lffi hverrar þjóðar er á sér sögu og menningu. Hvort sem lesendur verða á eitt sáttir um túlkun hans og skýringar em eftirmálar hans mikils virði fyr- ir áðurgreinda þætti í þeim. Auk þess færa þeir lesendur hiklaust nær uppmna ævintýranna og f þeim felst mikill fróðleikur. Þýðing Þorsteins er á skemmti- legu máli. Ekki er sleppt úr nötur- legum, nístandi frásögnum, sem Grimmsbræður fengu úr munnlegri geymd fólksins í Hessaralandi í fyreta bindi sagna sinna 1812. Hér birtast því tvær stuttar sögur er komu út í því bindi. Grimmsbræður hurfu frá að setja þær í aðra út- gáfu 1819 — sökum mikilla ásak- ana á hendur þeim vegna óhugnanleika sagnanna. Þessar sögur em því ekki númer- aðar í þýðingu Þoreteins, þótt þær fylgi þar með. Skýringar hans og frásögn í eftirmála þeirra em síst hugnanlegri en sögumar sjálfar. Við slíkum sögum áttu Grimms- bræður m.a. þessi rök: (úr formála 2. útgáfu 1819). „— Auk þess Grimmsbræður þekkist ekki nokkur heilbrigð og sterk bók, sem tilheyrir sjálfu fólk- inu, að þar sé ekki að finna hitt og þetta, sem gjalda megi varhug við, og ber þar efst sjálfa Biblí- una — Sögumar í seinni bindum em margar hin feguretu ævintýri, sem Fía gamla (frau Vicmann), bónda- kona í Nieder — Zwehm sagði Grimmsbræðmm. En hún hafði sér- stæða frásagnarhæfileika og minni sem ekki er öllum gefið. Ég tel það feng fyrir unnendur Grimmsævintýra að eignast þau í þýðingu Þorsteins Thorarensen. Þau em í mörgu frábmgðin þýðingu Theódore Ámasonar. Myndir em margar og skemmtilegar eftir hina ýmsu listamenn. Sumar góðkunn- ingjar úr fyrri þýðingum ævintýr- anna. Gott letur er á ævintýmnum og „handhægt Vasabrot" í kilju auðveldar þeim að verða eign sem flestra er áhuga hafa á lestri góðra sagna. ÞESS VEGNA VELJUM VIÐ ESTHER Á ÞING Við sjálfstæðismenn höfum valið Esther Guðmunds- dóttur til fjölmargra ábyrgðarstarfa í þágu Sjálfstæðis- flokksins og þjóðfélagsins. Við veljum Esther. Vegna þess að hún hefur yfirgripsmikla þekkingu á þjóðfélagsmálum og félagsstörfum. Við veljum Esther. Vegna þess að hún tekur á málum af festu, yfirvegun og atorku. Slík kona er styrkur hverju liði ÞESS VEGNA VELJUM VIÐ ESTHER Á ÞING Stuðningsmenn Estherar Guðmundsdóttur hafa opnað skrifstofu að Grjótagötu 6 Símar 13134 og 14822 Opið daglega frá kl. 1500-21 00 Verið velkomin.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.