Morgunblaðið - 02.10.1986, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 02.10.1986, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 2. OKTÓBER 1986 51 Tölvustýrð hjálpartæki eftir Hrafn Sæmundsson Nokkur hundruð íslendingar búa við það hlutskipti að vera í meiri og minni einangrun vegna fötlunar. Hér er á ferðinni fólk á mismun- andi aldri sem ber mismunandi fotlun. Ef til vill vita allir íslendingar þetta. Hér er ekki um að ræða stað- reyndir sem reynt er að fela. Þvert á móti er unnið á mörgum vígstöðv- um til að létta hlutskipti fatlaðra einstaklinga. Margar stofnanir eru starfandi og nýjar bætast við og þekking eykst og fleira menntað fólk kemur til starfa. Engu að síður eru stórar eyður í þjónustu við fatlað fólk. Ein stærsta eyðan er sú að á íslandi er enginn sérstakur aðili sem hefur heildar umsjón með vali, hönnun og þróun tölvustýrðra hjálpartækja. Einnig er ekki um formleg tengsl þessara mála við tryggingarkerfíð að ræða. A þessu sviði erum við íslending- ar á steinaldarstigi. Á þessu sviði verða íslendingar að flytja sig inn í nútímann og viðurkenna tækniþró- un sem orðið hefur. Sú staðreynd að hundruð íslend- inga liggja eða sitja daginn langan án þess að geta hreyft sig eða að- hafst nokkuð nema með hjálp annarra, beinir huganum að mögu- leikum þessa fólks til að ijúfa einangrun sína með notkun hjálpar- tækja. Á síðustu árum hefur þróun í gerð hjálpartækja verið mjög mik- il. Tölvustýrð hjálpartæki hafa meðal annars valdið hreinni bylt- ingu á högum fatlaðs fólks. Með því að hanna og velja rétt hjálpar- tæki hefur tekist að rjúfa einangrun þúsunda fatlaðra einstaklinga. Og við hvað er átt þegar talað Hrafn Sæmundsson „Tölvustýrð hjálpar- tæki hafa meðal annars valdið hreinni byltingn á högnm fatlaðs fólks. Með þvi að hanna og velja rétt hjálpartæki hefur tekist að ijúfa einangrun þúsunda fatlaðra einstaklinga.“ er um tölvustýrð hjálpartæki? Tölvustýrð hjálpartæki er útbúnað- ur sem íeysir fatlað fólk úr einangr- un. Tölvustýrt hjálpartæki gefur dögunum lit og tilgang fyrir mikið fatlað fólk. Það gefur sumum tæki- færi á námi og atvinnu. Það gefur öðrum tækifæri á afþreyingu sem ekki er fyrir hendi án tæknilegrar aðstoðar. Þetta fer eftir eðli fötlun- arinnar. Hvað okkur íslendinga varðar er ekki um það að ræða að fínna upp hjólið eða gera nýjar vísindalegar uppgötvanir. Tölvustýrð hjálpar- tæki hafa verið þróuð í Vestur- Evrópu og í flestum tilvikum er nægjanlegt að flytja þekkinguna yfír Atlantshafið. I öðrum tilvikum eigum við — eins og dæmin sanna — vísinda- og uppfinningamenn sem standa fremstir meðal jafn- ingja í heiminum og geta staðfært og hannað tölvustýrð hjálpartæki þegar þess gerist þörf í sérstökum tilvikum. Ég vil að lokum víkja aðeins að hlutskipti foreldra og aðstandenda mikið fatlaðra einstaklinga. Hlut- skipti þeirra sem eignast fatlað bam sem þarf algera umönnun all- an sólarhringinn. Hlutskipti þeirra foreldra og umsjónarmanna fatl- aðra sem geta aldrei vikið sér frá, geta aldrei orðið veikir, geta aldrei farið áhyggjulausir í sumarleyfí. Þrátt fyrir stofnanir skiptir það fólk hundruðum sem býr við þetta hlutskipti. Umönnun fatlaðra mun ekki hverfa við almenna notkun tölvu- stýrðra hjálpartækja. Hinsvegar munu margir fatlaðir, bæði hreyfí- hamlaðir, þroskaheftir og aðrir sem bera annarskonar fötlun, eignast aukna möguleika á nýju lífi, losna úr einangrun í umhverfínu og verða hamingjusamari ef þeir fá tækifæri á að nýta sér þá þekkingu sem nú þegar er fyrir hendi og viðráðanleg. Þetta mun einnig breyta lífí Qöl- skyldna þeirra meira og minna. Ég sagði í upphafi að fatlaðir einstaklingar sem þurfa á þessari þjónustu að halda, skiptu hundruð- um. Og þeim mun Q'ölga. Fötlun gerir ekki boð á undan sér í öllum tilvikum. Og hún fer ekki í manngreinarálit. Höfundur er atvinnumÁlafulItrúi. Kynning á WOLTZ snyrtivörum í dag kl. 14.00 - 18.00 Snyrtivöruverslunin Sandra Reykjavíkurvegi 50, Hafnarfirði. Förðunarmeistari farðar viðskiptavinina. italiana TVEIR KUVSSAKASSAR Á VÆGAST SAGT ÓTRÚ- LEGAGÓDUVEREM 3 kg kindabjúgu 3 kg valið súpukjöt 3 kg óðalpylsa 3 kg Napoleon-bacon 2 kg paprikupylsa 3 kg nautahakk 2V2 kg hangikjötsframpartur 2V2 kg baconbúðingur 22V2 kg VerA adeins kr. 5.0 3 kg svínabógsU 1 kg svtna- og h SENDUM UM ALLT LAND KAUP?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.