Morgunblaðið - 30.10.1986, Side 3
Kartöflu-
uppsker-
an er áætl-
uð þrettán
þús. tonn
ÁÆTLAÐ er að 13 þúsund tonn
af kartöflum hafi komið upp úr
kartöflugörðum landsmanna í
haust. Ættu kartöflubirgðimar
þvi að duga til næsta hausts og
vel það.
Agæti, dreifingarstöð matjurta,
hefur látið mæla uppskeruna í
kartöflugeymslum bænda á helstu
framleiðslusvæðunum. Að sögn
Gests Einarssonar framkvæmda-
stjóra er skiptingin þessi á milli
helstu svæðanna: Djúpárhreppur
(Þykkvibær) 4.790 tonn, Eyjafjörð-
ur 3.000 tonn, Homafjörður 620
tonn, Öræfi 245 tonn, Mýrdalur 290
tonn, Rangárvallasýsla utan Djúp-
árhrepps 472 tonn, Hrunamanna-
hreppur 461 tonn, Skeið 232 tonn,
Villingaholtshregpur 747 tonn og
aðrir hreppar í Amessýslu og utan
umboða 408 tonn. Til viðbótar
þessu er síðan framleiðsla á öðmm
svæðum og áætluð heimilisræktun
á höfuðborgarsvæðinu og annars
staðar, en hún var veruleg í haust.
Gestur sagði að 3—4 þúsund tonn
af þessum birgðum væm verk-
smiðjukartöflur, og samsvaraði
uppskera á matarkartöflum heils
árs neyslu og vel það. Sagði hann
að vegna mikillar uppskem í
heimilisgörðum í haust hefði kartöf-
lusala verið léleg í haust, en hún
væri heldur að lifna um þessar
mundir.
Fiskmarkaðurinn
í Hull:
107 krónur
fyrir eitt
kílóaf
stórþorski
FISKVERÐ á mörkuðum í Bret-
landi er enn hátt og á miðviku-
dag fengust mest 107 krónur
fyrir kíló af stórum þorski, en
alls voru seldar tvær lestir af
honum í Hull úr gámi frá Vest-
mannaeyjum. Meðalverð úr
gámum, seldum á mánudag og
þriðjudag var á bilinu 65,83
krónur til 75,64.
Á miðvikudag vom seldar 14
lestir úr gámi frá Vestmannaeyj-
um. Heildarverð fyrir hann var
1.179.100 krónur, meðalverð
84,41. 4,9 lestir af þorski vom í
gámnum og meðalverð fyrir þær
91,75. Af þessu vom 2 lestir af
stómm þorski og fór kílóið af
honum að meðaltali á 107 krónur.
Á mánudag vom seldar í Hull og
Grimsby 362,4 lestir úr gámum.
Heildarverð var 23.856.200 krón-
ur, meðalverð 65,83. Á þriðjudag
var seld með sama hætti og á
sömu stöðum 94,1 lest. Heildar-
verð var 7.115.700 krónur,
meðalverð 75.64. Loks seldi
Sveinborg SI 89 lestir í Grimsby.
Aflinn var blandaður en mest af
þorski og kola. Heildarverð var
6.073.200 krónur, meðalverð
68,25.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásídum Moggansf ^
KARNABÆR
r Austurstræti 22—Laugavegi 30—Laugavegi 66—Glæsibæ.
UMBOÐSMENN UM LAND ALLT
Simi frá skiptiborói 45800
Fataval, Keflavík — Mata Hari, Akureyri — Nína, Akranesi — Sparta, Sauðárkróki — Adam og Eva, Vestmannaeyjum —
Eplið, ísafirði — Báran, Grindavík — Hornabær, Höfn í Hornafirði — Lindin, Selfossi — Nesbær, Neskaupstaö — ísbjörninn.
Borgarnesi — Þórshamar, Stykkishólmi — Viöarsbúö, Fáskrúðsfirði — Kaupfélag Húnvetninga, Hvammstanga — Kaupfélag
Rangæinga, Hvolsvelli — Diana, Ólafsfirði — Skógar, Egilsstöðum — Zikk Zakk, Garðabæ.