Morgunblaðið - 30.10.1986, Side 4

Morgunblaðið - 30.10.1986, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986 „Bændur fá varla svona tilboð aftur“ - segir formaður Framleiðnisjóðs FJÓRMENNINGARNIR sem þessa dagana ferðast um landið á veg- um Framleiðnisjóðs landbúnaðarins til að kynna bændum búvöru- samning rikis og bænda frá þvi í haust og tilboð Framleiðnisjóðs um fjárstuðning til að hætta hefðbundnum búskap hafa víðast hvar fengið heldur kuldalegar móttökur. Tilboð Framleiðnisjóðs stendur til 15. nóvember hvað varðar sauð- fjárframleiðsluna. Jóhannes Torfa- son formaður Framleiðnisjóðs telur að markmið sjóðsins náist í minnk- un mjólkurframleiðslunnar en varla nema helmingur þess sem að er stefnt í samdrætti sauðfjárfram- leiðslunnar, vegna óhentugrar tímasetningar og þess skamma tíma sem gefst til að kynna málið og koma því í framkvæmd. Jóhann- es sagði meðal annars þegar leitað var álits hans á gagnrýni bænda: „Þessi viðbrögð koma mér ákaflega mikið á óvart því ég tel að verið sé að gefa landbúnaðinum verulega gott tækifæri til að aðlagast breytt- um aðstæðum. Öllum bændum landsins er gert tilboð sem þeir geta metið út frá eigin hagsmunum og hagsmunum heildarinnar. Er þeim tryggt ámóta eftiahagslegt öryggi í 4—6 ár og þeir hefðu haft af framleiðslunni, ef þeir á annað borð hefðu fengið fullt verð fyrir hana, sem þó engan veginn hefði verið öruggt. Auk þess eiga menn kost á aðstoð við nýja atvinnuupp- byggingu. Ég tel litlar líkur á að bændum bjóðist svona gott tilboð aftur, og þeir sem til þess hafa aðstæður ættu því að hugsa sig vel um áður en þeir hafna því. Viðbrögðin einkennast af því að menn viðurkenna ekki þá breytingu sem orðin er á markaðsaðstæðum landbúnaðarins og að landbúnaður- inn þurfí að ganga í gegn um þróun og aðlögun eins og aðrir atvinnu- vegir. Fyrir utan venjulega tog- streitu á milli byggðarlaga virðist mér að tvö atriði séu einkum gagn- rýnd á þessum fundum: Tímasetn- ingin og fullyrðingar um að verið sé að leggja heilu byggðarlögin í rúst. Ég skil vel fyrra gagniýnisat- riðið hjá sauðíjárbændum en um það seinna er aðeins hægt að segja þetta: Ef ekki er hægt að stunda sæmilega arðbæra atvinnu í þessum byggðarlögum fara þau hvort sem er í eyði. Það eru ekki aðgerðir Framleiðnisjóðs sem leggja þessar byggðir í eyði heldur frekar aðgerð- arleysi stjómmálamanna. Samning- ar við Framleiðnisjóð eru hins vegar mikil sárabót fyrir þá sem frá bú- skap þurfa að hverfa á þessum svæðum eins og öðrum og einnig hvatning til að takast á við ný við- fangsefni." IÍEÐUR Heimild: Veðurstofa Islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) / DAG kl. 12.00: Sú aðstoð sem bændur eiga kost á fer eftir stærð búanna og tegund. Getur aðstoðin í einstaka tilvikum farið upp í um 5 milljónir kr., sem dreifíst á nokkur ár, en í flestum tilvikum er hún þó mun lægri. Jóhannes sagði þegar leitað var álits hans á utandagskrárumræðum á Alþingi á þriðjudag um aðgerðir Framleiðnisjóðs: „Það er mjög mikilvægt að stjómmálamenn átti sig á því að landbúnaðurinn á ekki að vera kyrrstöðuatvinnuvegur. Þar á að vera þróun og aðlögun að þeirri stefnumótun sem gildir á hverjum tíma og fellur að þörfum þjóðfélagsins. Sumir vilja loka aug- unum fyrir mikilvægi hagkvæmra rekstrareininga, en í landbúnaði er lífsnauðsyn að hver eining veiti eft- irsóknarverða afkomu. Að því eiga stjómmálamenn að vinna, en ekki að halda dauðahaldi í bændafjöld- ann.“ Vegna þeirra ummæla Páls Pét- urssonar í utandagskrárumræðun- um að aðgerðimar miðuðu að því að gera þá ríkari ríkari en þá fátæk- ari fátækari sagði Jóhannes: „Ég hef ekki séð þessi ummæli Páls í heild, en ef þau eru sönn er auðs- ætt að hann hefur annað hvort ekki kynnt sér eða ekki skilið eðli aðgeða Framleiðnisjóðs. En þau eru að auðvelda bændum að hætta hefðbundnum búskap til að hefja annan rekstur á jörðum sínum, stunda aðra atvinnu eða hverfa á braut, þannig að rými þeirra sem eftir eru þrengist ekki, en betri nýting náist á þá fjárfestingu sem þegar er til staðar. Þetta er mjög mikilvægt fyrir yngri bændur sem yfirleitt bera þyngri fjárhagsbyrð- ar.“ Miðstjórn ASÍ: Launamisrétti verði leiðrétt EFTIRFARANDI samþykkt var gerð samhljóða á fundi mið- stjórnar Alþýðusambands Ís- lands í gær: „Með vísan til niðurstaðna launa- könnunar Kjararannsóknamefndar samþykkir miðstjóm ASÍ að í kom- andi kjarasamningum verði lögð megináhersla á að leiðrétta það mikla launamisrétti sem nú ríkir milli karla og kvenna. í því sambandi leggur miðstjóm áherslu á að vægi bónus í launum minnki og að tímakaup hækki. Bón- usinn hefur á undanfömum ámm haldið almennum launatöxtum fyrir neðan allt velsæmi, þannig að þeir sem ekki eiga þess kost að auka tekjur sínar með bónusvinnu sitja eftir. Þá leggur miðstjóm einnig áherslu á að það mikla misrétti sem ríkir milli landshluta verði leiðrétt." Margir Reykvík- ingar ökklabrotnir ÞEGAR veturinn gengur í garð og hálka er á götum og gang- stéttum fjölgar beinbrotum borgarbúa. Á Slysadeild Borgarspitalans fengust þær upplýsingar að mjög mikið hefði verið að gera þar síðustu tvær vikur. Ökklabrot væru algeng, en ekki væri mikið um mjög slæm brot, t.d. mjaðmargrindarbrot hjá eldra fólki. Ekki vildu starfsmenn þar kenna hálkunni um öll ökkla- brotin og bentu á að nú væm skólamir famir að starfa á fullu og eitthvað af brotunum mætti rekja til leikfimiiðkana og íþrótta- iðkana ungs fólks sem hefðu látið slíkt kyrrt liggja í sumar. Sauðfjárafurðir: VEÐURHORFUR í DAG: YFIRLIT á hádegi í gær: Um 200 km norðaustur af Langanesi er 970 millibara lægð sem þokast norðaustur og önnur minnkandi 980 millibara djúp á sunnanverðu Grænlandshafi. SPÁ: Norðan kaldi eða stinningskaldi (5-6 vindstig) með éljum um norðanvert landið en björtu veðri syðra. Hiti á bilinu -5 til 0 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: FÖSTUDAGUR: Suðvestlæg átt og slydduél á vestanverðu landinu en vestlæg átt, þurrt og víða léttskýjað, á norðaustur- og austur- landi. Fremur kalt í veðri. LAUGARDAGUR: Sunnan- og suðaustanátt og fremur hlýtt. Sum staðar þurrt norðaustanlands en rigning í öðrum landshlutum. TÁKN: Q ► Heiðskírt •á q Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað y, Norðan, 4 vindstig: ' Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * •JO Hitastig: 10 gráður á Celsíus Skúrir * V E' = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur á Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hHI veður Akureyri -2 skýjaó Reytcjavík -1 skýjaö Bergen B skýjað Helslnki 7 alskýjaó Jan Mayen 4 rlgnlng Kaupmannah. 11 skúr Narssarssuaq -6 snjókoma Nuuk —6 léttskýjaö Osló 10 skýjað Stokkhólmur 8 rigning Þórshöfn 6 skúr Algarve 21 skýjað Amsterdam 12 iéttskýjað Aþena vantar Barcelona 20 léttskýjað Berifn 11 rigning Chicago 11 skýjað Glasgow 8 skúr Feneyjar 15 léttskýjað Frankfurt 11 rigning Hamborg 11 skýjað LasPalmas vantar London 12 léttskýjað LosAngeles 17 háifakýjað Lúxemborg 10 skýjað Madríd 18 hálfskýjað Malaga 21 heiðskírt Mallorca vantar Mlami 25 léttskýjað Montreal 8 þokumóða Nice 19 skýjað NewYork 11 helðsklrt París 13 hálfskýjað Vín 8 þokumóða Washington 9 þokumóða Winnipeg -1 alskýjað Fullvirðisrétti út- hlutað á einstak- linga í fyrsta sinn LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA, Jón Helgason, undirritaði í gær reglugerð um fullvirðisrétt til framleiðslu sauðfjárafurða verðlagsá- rið 1987-1988. í reglugerð þessari er í fyrsta sinn gert ráð fyrir að fullvirðisrétti sé úthlutað á einstaklinga, en hingað til hefur aðeins verið um að ræða fullvirðisrétt fyrir búmarkssvæðin, en þau eru 26 talsins. Á tímabilinu 1. september 1987 til 30. ágúst 1988 fá framleiðendur sauðfjárafurða greitt fullt verð fyr- ir 11.800 tonn af kindakjöti með tilsvarandi magni af slátri og gær- um. Þó breytist sú tala í samræmi við þau skipti, sölu eða leigu á full- virðisrétti sem verða á tímabilinu. Fast er haldið við þá reglu að eng- inn fær meiri skerðingu á fullvirðis- rétt sinn en 10%, miðað við innlegg sitt árið 1984 eða 1985. Hver bóndi fær upplýsingar um fullvirðisrétt sinn fyrir 10. nóvember nk. Á þeim svæðum þar sem fullvirð- isréttur einstaklinga verður skertur vegna þess að búmark svæðisins springur, gildir sú regla um skerð- inguna að innlegg sem svarar til 95,1-100% af sauðfjárbúmarki skerðist að hámarki um 10%, inn- legg sem svarar til 85,1-95% skerðist um 7%, 75,1-85% skerðist um 5%, 70,1-75% skerðist um 3% og innlegg sem svarar til 65,1-70% af sauðfjárbúmarki skerðist um 1%. Vinnuslys við malbikun UNGLINGSPILTUR brotnaði illa á fæti í vinnuslysi á Bíldshöfða í gær. Slysið varð um kl. 11:30. Piltur- inn, sem er 16 ára gamall, var að vinna við malbikunarvél á Bfldshöfða, fyrir framan slökkvi- stöðina sem þar er. Svo illa vildi til malbikunarvélin fór ofan á annan fót piltsins, sem brotnaði illa fyrir neðan ökkla.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.