Morgunblaðið - 30.10.1986, Page 7

Morgunblaðið - 30.10.1986, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986 7 Sinfóníuhljómsveit íslands: Frumflytiir nýtt verk eftir Jón Asgeirsson ÞRIÐJU áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands verða haldnir í kvöld. Á tónleikunum frumflytur hljómsveitin nýtt íslenskt verk, „Konsert fyrir hnéfiðlu og hljómsveit“, eftir Jón Ásgeirsson. Einleikari á selló verður Gunnar Kvaran. Hann ieik- ur einnig einleik í „Élégie" eftir franska tónskáldið Gabriel Fauré. Onnur verk á efniskránni verða balletsvíta úr „Petrusjku" eftir Igor Stravinsky og forleikur úr óperunni „Fidelio" eftir Ludwig van Beethoven. Jón Asgeirsson hefur um ára- bil verið í fremstu röð íslenskra tónskálda. Eftir hann liggur mik- ill fjöldi tónverka, hljómsveitar- og kammerverk, sönglög og kór- verk. Hann hefur einnig unnið að útsetningum á íslenskum þjóðlög- um. Konsertinn sem frumfluttur verður í kvöld er í þremur köflum, Adagio, Vivace, og Allegro. Flutn- ingur hans tekur um hálfa klukkustund. Tæp §ögur ár eru liðin síðan Gunnar Kvaran lék síðast með Sinfóníuhljómsveitinni. Gunnar nam hjá Erling Blöndal Bengtsson í Kaupmannahöfn, auk þess að kenna við Konunglega tónlistar- skólann. Hann stundaði fram- haldsnám í Basel og París, og hefur haldið tónleika víða á meg- inlandinu svo og í New York. í samtali við Morgunblaðið sagði Gunnar að hann hefði æft konsertinn með Jóni um nokkurt skeið. Verkið var skrifað árið 1983, en síðar lagfærði Jón það nokkuð. „Þetta er hefðbundið verk, samanborið við nútímatón- list í dag,“ sagði Gunnar. „Fyrsti kaflinn, Adagio, er ákaflega ljóð- rænn, annar kaflinn, Vivace, glettinn, en f síðasta kaflanum blandast saman dramatísk spenna og ljóðræn fegurð." Gunnar sagði að „Éligie" væri eitt frægasta verk sem samið hefði verið fyrir selló. Faure fæddist árið 1845, og lést árið 1924. Hann er talinn eitt helsta rómantíska tónskáld Frakka. Gunnar sagðist hafa leik- ið verkið nokkrum sinnum með píanóundirleik, en þetta væri í fyrsta sinn sem hann léki það með fullskipaðri hljómsveit. „Þetta verður ný og skemmtileg upplifun" sagði Gunnar Kvaran. Hljómsveitarstjóri á tónleikun- um verður Bandaríkjamaðurinn Arthur Weisberg og verða þeir hljóðritaðir fyrir Evrópusamband útvarpsstöðva. Morgunblaðið/Þorkell Jón Ásgeirsson, tónskáld, ásamt Gunnari Kvaran, sellóleikara. SVS og Varðberg; Erindi um nauðsyn NATO FORSTÖÐUM AÐUR upplýsinga- deildar Atlantshafsbandalagsins, dr. Wilfried A. Hofmann er staddur hér á Iandi. Samtök um vestræna Samvinnu (SVS) og Varðberg munu halda sameigin- legan hádegisfund með honum laugardaginn 1. nóvember. Dr. Hofman mun flytja erindi á ensku, sem nefnist „Nato er enn nauðsynlegt“, og svara fyrirspum- um fundargesta. Fundurinn verður haldinn í Atthagasal Hótel Sögu og hefst kl. 12.00. Fundarseta er aðeins heimil félagsmönnum SVS og Varðbergs, en þeir mega hafa með sér gesti, segir í fréttatilkynn- ingu frá skrifstofu Atlantshafs- bandalagsins á íslandi. Góð aðsókn að sýningu Karólínu GÓÐ aðsókn hefur verið að sýn- ingu Karólínu Lárusdóttur að Kjarvalsstöðum, og seldist mikill meirihluti verkanna fyrstu sýn- ingarhelgina. Sýningin var opnuð s.l. íaugar- dag, en Karólína sýnir 86 verk, vatnslitamyndir, olíumálverk og grafíkverk. Morgunblaðið/Ól. K. Magnússon Aðstandendur útgáfu annálsins, Hafsteinn Guðmundsson, Gisli Ólafsson og Björn Jóhannsson. Bókaútgáfan Þjóðsaga: Annáll ársins 1985 með ís- lenskum sérkafla kominn út ÚT ER kominn bókin „Árið 1985, Stórviðburði í myndum og máli með íslenskum sérkafla". Þetta er í 21. skiptið sem þessi annáll kemur út hér á landi. Bókaútgáfan Þjóðsaga gefur bókina út í sam- vinnu við „Weltrundschau Verlag AG“ í Sviss. Gísli Ólafsson ritstýrir íslensku útgáfunni, Björn Jóhannson skrifaði innlenda kafla bókar- innar sem Hafsteinn Guðmundsson hannaði. Bókin er prentuð i Sviss. Efnisskipan bókarinnar er með svipuðum hætti og undanfarin ár. Atburðir á heimsvísu eru raktir í tímaröð, hver mánuður myndar sérkafla sem hefst á fréttaskýringu um helsta viðburð mánaðaríns. Ljósmyndir eru á hverri síðu, og einnig er á myndrænan hátt gerð grein fyrir stöðu ýmissa mála í heiminum. Sem dæmi má nefna kort yfír vímuefnaframleiðslu, út- breiðslu kjamorkuvera og skuldir einstakra landa. í innlenda kaflanum er stiklað á stóru um helstu viðburði ársins í máli og myndum. Þar segir m.a. af fundi Norðurlandaráðs í Reykja- vik, fyrstu konunni sem gerðist atvinnuflugmaður á íslandi, stofn- un einkaskóla, kvennafrídeginum og kjöri ungfrú heims. Fjórtán ljós- myndarar myndskreyta kaflann. Fyrir aftan erlenda annálinn eru yfírlitsgreinar um ýmis mál: al- þjóðamál, efnahagsmál, tækni, læknisfræði, myndlist, kvikmyndir, tísku og íþróttir. Þar er fjallað um „Stjömustríðsáætlunina" og mál- verk Márc Chagall svo eitthvað sé nefnt. „Árið 1985“ kemur út á átta tungumálum um þessar mundir: þýsku, ensku, frönsku, íslensku, ítölsku, spænsku, sænsku og finnsku. Námskeiðaáætlun Ópusfjárhagsbókhald 3. nóv. Grunnnámskeið 27. nóv. Ópus viðskiptamannabókhald 4. nóv. PC stýrikerfi 1 (DOS) 28. nóv. Ópus birgðir+nótuútskrift 5. nóv. LAUN áramótauppgjör 2. des. Ópus innflutningskerfi 6. nóv. dBaselll 3.-5. des. Word Perfect ritv.kerfi 10.-1 l.nóv. LAUN áramótauppgjör 8. des. S/36 stýrikerfi 12. nóv. S/36 stýrikerfi 9. des. Grunnnámskeið 13. nóv. Word Perfectframhald 10.-1 l.des. PC stýrikerfi 1 (DOS) 14. nóv. Wordframhald 12. des. Lotus 123 17.-19. nóv. Grunnnámskeið 16. des. S/36IBM fjárhagsbókhald 21. nóv. PC-stýrikerfi 1 (DOS) 17.des. S/36 Frum vskm./afgr.kerfi 25.-26. nóv. PC stýrikerfi 2 18.des. Námskeiðin eru haldin í húsnæði okkar á Nýbýlavegi 16, Kópavogi. Kennt er 6 klst. á dag, frá 9 til 12 og 13 til 16. Þátttakendum er boðinn hádegisverður í mötuneyti okkar. Allar nánari upplýsingar eru veittar í síma 641222 rx i_ igísli j. johnsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.