Morgunblaðið - 30.10.1986, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.10.1986, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986 12 Framflutningur á konsert eftir Jón Asgeirsson Gunnar Kvaran einleikari á sinfóníuhljómleikum í kvöld Nýtt íslenskt tónverk, Konsert fyr- ir hnéfíðlu og hljómsveit, eftir Jón Asgeirsson, tónskáld, verður frum- flutt á þriðju áskriftartónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Há- skólabíói í kvöld. Einleikari verður Gunnar Kvaran og stjómandi Arthur Weisberg. Önnur verk á efnisskránni verða Fidelio-forieikur Ludwigs van Beethoven, Élégie fyrir hnéfíðlu og hljómsveit eftir Gabriel Fauré, sem Gunnar Kvaran leikur með Sinfóníu- hljómsveitinni, og loks Petrúsjka eftir Igór Stravinsky. Tónleikamir verða hljóðritaðir fyr- ir Evrópusamband útvarpsstöðva, EBU, og standa öllum aðildarstöðv- um sambandsins til boða. Umfjöllun um gam- alt o g nýtt Jón Ásgeirsson, tónskáld, segir svo um hið nýja verk sitt, Konsert fyrir hnéfíðlu og hljómsveit: „Konsertinn er eins konar umfjöllun um gamalt og nýtt og hugsanlega nýtt og per- sónulegt tónmál. Aðalstef þáttanna þriggja em byggð á því sem kalla mætti lagræn tólftónaskipan, en á móti þeim eru stef sem bera jafnvel sterk einkenni alþýðulagsins og eink- um koma ljóslega fram í 2. þætti. Gunnar Kvaran sellóleikari Þrátt fyrir að tónferlið sé víða undir áhrifum af tónskipan tólftónakerfis- ins, er verkið ekki á neinn máta tólftónaverk, hvað snertir form, sam- hljóman eða samskipan radda. Lokaþátturinn er eins konar niður- staða eða sátt í leit minni að „eigin tónmáli“.“ Jón Ásgeirsson hefur um árabil verið eitt þekktasta og afkastamesta tónskáld hérlendis. Hann fæddist á Arthur Weisberg idjómsveitarstjóri þjóðlögum og flest tónverka hans bera blæ sem mun mega rekja til þjóðlegra áhrifa. Gunnar Kvaran, sellóleikari, sem leikur einleik í hinu nýja verki Jóns Ásgeirssonar, bjó til skamms tíma í Kaupmannahöfn, þar sem hann stundaði nám hjá Erling Blöndal Bengtsson, auk þess sem hann kenndi við Konunglega tónlistarskól- ann. Hann hlaut tónlistarverðlaun Jón Ásgeirsson tónskáld ísafirði 1928. Hann nam við Tónlist- arskólann í Reykjavík og Konungiega skoska tónlistarskólann í Glasgow. Jón er nú lektor við Kennaraháskól- ann og hefur auk þess kennt við Söngskólann í Reykjavík og Tónlist- arskólann. Eftir hann liggur mikill fjöldi tónverka, stórra og smárra: hljómsveitar- og kammerverk, sön- glög og kórverk. Hann hefúr og starfað að útsetningum á íslenskum Gades árið 1969. Gunnar stundaði framhaldsnám hjá prófessor Reine Flachot í Basel og París. Hann hefur haldið tónleika í Frakklandi, Belgíu, New York, Þýskalandi, Hollandi og á öllum Norðurlöndum. Gunnar kennir nú við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskólann í Garðabæ. Fidelio-forleikur Beethovens Ludvig van Beethoven (1770—1827) samdi eina óperu, „Fid- elio“, sem fyrst var sýnd í nóvember 1805. Síðar breytti tónskáldið verk- inu og árið 1814 var óperan flutt í þeirri mynd sem hún hefur síðan haft. Við óperuna samdi Beethoven alls flóra forleiki. Þrír þeirra nefnast „Leónóru-forleikir nr. 1, 2 og 3, en hinn fjórði er „Fidelio“-forleikurinn, sem verður fyrstur á efnisskrá Sin- fómunnar að þessu sinni. Élégie fyrir hné- fiðlu og hljómsveit Gunnar Kvaran leikur í verki Gabriel Fauré, Élégie fyrir hnéfiðlu og hljómsveit op. 24. Fauré (1845—1924) var franskt tónskáld og organleikari. Hann stundaði nám mvið Niedermeyer-skólann í París og var Saint-Saéns meðal kennara hans þar. Frá 1905 til 1920 var hann for- stöðumaður Tónlistarháskólans í París og meðal flölmargra þekktra nemenda hans var tónskáldið Maurice Ravel. Tónlist Faurés átti lengi erfítt uppdráttar utan Frakk- lands, en nú efast enginn um réttmætan sess hans í hópi hinna merkustu frönsku tónskálda. Þekkt- astur er hann fyrir sönglög sín og kammertónlist og óperan „Pénelope" er af mörgum talin meistaraverk. Allra kunnasta verk hans er þó líklega „Sálumessan" op. 48, samin Ttfrt; 10.-12. nóvember 1986, kl. 08.30—17.00. Á þessu námskeiði er kynnt ný aðferð við hönnun hugbúnaðar, sem tengir hin ýmsu hjálpartæki sem notuö eru í þessu skyni í eina samstæða heild. Aðferðin er auðlærð, og hún er mjög þægileg og hagkvæm í notkun. Aðferðin er sambland bestu atriða úr ýmsum kerfishönnunaraðferðum, þau eru samhæfð þ. e. þau byggja á sömu grundvallarreglunum. Árangurinn er meiri afköst, færri villur, eðlileg og aðgengileg skjalagerð og minna viðhald. Forrit sem skrifuð eru eftir þessari aðferð eru hnitmiðuð, hagkvæm og auðlesin. í þessari aðferð eru ýmis myndræn hjálþartæki ósþart notuð. Námskeiðið byggist að miklu leyti á æfingum og vinnu í hóþum. Þetta gerir þátttak- endum kleift að laga það forritunarmál sem þeir nota að þessari nýju og betri aðferð við hugbúnaðarframleiðslu. ISi Þátttakendur læra að: — hanna og skrifa rétt forrit í fyrstu tilraun. — læra betri samskiþti við notendur og samverkamenn. — finna viilur á fyrstu stigum greiningar, hönnunar og forritunar. — nota myndræn hjálpartæki (gagnaflæðirit, Wamier/Orr, klasauppdrætti) til að gera hönnunina fljótari, skýrari og mótaðri. — útbúa skjöl sem auðvelda viðhald. — útbúa notendahandbók fyrr í kerfisferlinu. — auka afköst og starfsánægju forritara. — minnka kostnað við hugbúnaðargerð og -viðhald. Þatttakendur. Forritarar með a. m. k. tveggja ára starfsreynslu, kerfisfræðingar og verkefnastjórar sem vilja kynnast bestu aðferðum við hönnun hugbúnaöar. Pjíl^ðtjNÍÉÍllÍÍÍf Don J. Wessels, ráðgjafi og fyrirlesari hjá Wessels Intemational. Don J. Wessels hefur haldið námskeið hjá Stómunarfélaginu með góðum árangri, nú síðast námskeið um verkefnastjómun í hönnun hugbúnaðar. Stjómunarfélag Islands Ananauslum 15 ■ Slmi: 6210 6fi Fimmtán börn af hverjum tíu þús- und eru einhverf AÐ UNDANFÖRNU hefur dr. Demetrious Haracopos dvalið hér á landi í boði Umsjónarfélags einhverfra barna, en hann er meðal þekktustu sérfræðinga um bamaeinhverfu. Hann hefur flutt fyrirlestra víða um heim og hér hélt hann námskeið fyrir fagfólk og aðstandendur geð- veikra bama, heimsótti stofnanir og flutti fyrirlestra, m.a. í Norr- æna Húsinu á vegum Félags íslenskra sérkennara. Dr. Haracopos hefur starfað sem sálfræðingur frá ’69 við Sofíeskolen í Danmörku, en það er skóli í ná- grenni Kaupmannahafnar fyrir 37 geðveik eða einhverf böm. Hann hefur verið forstöðumaður skólans frá því fyrr á þessu ári. Hann sagði mjög vel að þessum hóp búið í Danmörku, aðstæður væru með því besta sem þekktist í heiminum. Hann sagði að um 15 böm af hveij- um 10.000 væm einhverf og þyrftu mjög mikla aðstoð alla ævi, en ástæður þessa sjúkdóms em ókunn- ar. Einhverf böm em mjög erfíð umhverfí sínu, þau þurfa mörg hver lítinn svefn, geta lítið sem ekkert leikið sér við önnur böm, leikir þeirra og leikföng em sérstök, sum em árásargjöm, þau þola illa breyt- ingar, mörg föst í ákveðnu hegðun- armynstri, loka sig af í sfnum eigin heimi, og haga sér sérkennilega. Þau þyrftu mjög mikla umönnun og því hefði verið byggt upp sérs- takt kerfí þeim til handa í Dan- mörku, kerfi sem tæki til allra þátta lífs þeirra, heimilis, skóla, vinnu og frítíma. Margir gætu unnið á vem- duðum vinnustöðum er þeir næðu fullorðinsaldri, en þau þyrftu aðstoð við flest, m.a. við að nýta tómstund- ir sínar. Áhersla er lögð á að vinna með foreldmm bamanna, og hjálpa þeim að ala böm sín upp. „ Anægður með það sem ég hef séð og kynnst en margt óunnið“ Haracopos lagði áherslu á að talsvert væri hægt að gera fyrir þessa einstaklinga, hægt væri að halda þeim utan stofnana og án lyfjagjafa með því að koma upp sérstökum heimilum. Hann sagðist hafa hitt Qöldan allan af hérlendu fólki er fengist við þessi mál þá viku sem hann hefur dvalið hér á landi. „Ef ég ber saman það sem er að gerast í þessum málum hér á landi og þá aðstöðu sem við búum við í Danmörku, þá virðist mér þið Metsölublad á hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.