Morgunblaðið - 30.10.1986, Side 16

Morgunblaðið - 30.10.1986, Side 16
16r MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986 moigna .... hei/sunnar vegna Leiðtogar í sviðsljósi Grandavegi 42, Reykjavík, sími 91-28777 eftir Garðar Alfonsson Að afloknum leiðtogafundi er ekki úr vegi að líta örlítið til þeirra manna sem birtust okkur í íjölmiðlum, Qöl- miðlar geta að vísu blekkt okkur hér uppi á fslandi eins og þeir bleklcja hundruð milljóna manna annars stað- ar, þó mun því miður hvergi vera eins mikið fjölmiðlafár og í Banda- ríkjunum þar sem milljónir virðast gleypa við ásjónu forseta síns þrátt fyrir að þeir séu honum ósammála í flestu því sem gert er. Við vitum að vísu ekki hvemig þessu er varið í Rússlandi, vonandi kemur að því að skoðanakannanir verði leyfðar í því ríki eins og öðrum. Við þíðum eftir því. En hver er þá munurinn á þess- um leiðtogum, er hann í raun enginn eða er hann mikill, hverjar em að- staeður þeirra og hvaða áhrif hafði útkoman á Reykjavíkurfundinum á hvorn þeirra fyrir sig? Ég lít ekki svo á að ég sé óbrigð- ull sérfræðingur í þessum málum, en hef þó ekkert á móti því að láta mínar skoðanir í ljósi. A hvorum á ég þá að byija, slíkt er vandaverk, svo ég kastaði upp peningi og upp kom hlutur Reagans, nú má ekki taka það sem fyrirboða Núerbaraadglímavið eigin sköpunargáfu því TOYOTA-SAUMAVÉLIN SÉR UM FRAMKVÆMDINA — gpf \ - TOYOTA 8900 er með 25 sporum sem gefa þér allar auðveldustu leiðirn- ar til frábærs saumaskaps. Þú snertir barahnappinn og velur sporið sem þú vilt. SOLUUMBOÐ VIÐ ERUM EINU SPORI Á UNDAN TÍMANUM: V ARAHLUT AUMBOÐIÐ Hann er, eins og margir Amerík- anar, í hærra lagi, þó fínnst mér hann lægri en hann var, það er ef til vill vegna þess að hann er nú farinn töluvert að eldast, rúmlega sjötugur. Viðarhöggið virðist þó gera honum gott. í nokkur ár hefiir mér fundist þetta vera yngri maður, sér- staklega þegar ég heyrði röddina sem hann beitti á Margréti Thateher áður en hann réðist á Lábýu. Eitt af því sem maður verður var við þegar maður ígrundar Banda- ríkjaforseta er hversu erfítt hann virðist eiga með að svara spumingum sem koma honum á óvart, það er þá ef til vill ellin sem þar kemur til, eitthvað er að. Það gengur ekki á öðru nú en því að sannfæra heiminn um hversu Reagan hafí staðið sig vel á Reykjavíkurfundinum og hversu harður hann hafi verið, hann hafði meira að segja bölvað í bílnum sagði ýmislegt ljótt, sem bendir til þess að maðurinn sé í toppformi og ekki ljúf- ur, sem sé ímynd hins harða manns. Maður kemst ekki hjá að halda að hann sé ekki eins harður og af er látið. Snúum okkur þá að Gorbachev. Hann er um það bil meðalmaðurá hæð, frekar þéttur. Þetta hjálpar honum örugglega, hann vekur ekki sérstaka athygli vegna vaxtar. Hann minnir á íslenskan skipstjóra eða flugstjóra. Gorbachev er yngsti leið- togi Ráðstjómarríkjanna frá því að Stalín heitinn var upp á sitt besta, það gerir hann að sjáífsögðu athyglis- verðan. Hann er óragur við að standa í orðasennum og svara ýmsu sem að honum er beint. Mér fínnst þó að undir yfirborðinu leynist mikið skap og töluverð óþolin- Garðar Alfonsson mæði. I þeirri stöðu sem hann er í í dag er það örugglega ókostur. Undir óþolinmæðina gæti verið ýtt af konu hans. Mér finnst staða flokksritarans sé bæði hlaðin styrk og veikleika. Hvert verður þá framhaldið fyrir þessa menn eftir Reykjavíkurfundinn? Báð- ir leiðtogamir hafa í kringum sig ýmsa menn, sérfræðinga í hinu og þessu, á öllum aldri, allskonar per- sónuleikar. Einhvem veginn hefur ásjóna þessara manna breyst. í stað- inn fyrir harðsvíraða byssumenn og aðra slíka em komnir tölvufræðingar og sérfræðingar á þeim sviðum, þetta er meira áberandi hjá Ameríkönum. Ásjóna Reagans er föst í sessi og henni verður haldið uppi eins lengi og hægt er. Staða Grobachevs er óömggari vegna þess að hann er að beijast við þungt og erfítt kerfi og ennþá verra er að það er hann að gera á tímum þar sem allt stendur í jámum. Ef honum tekst að lifa þetta af hafa Sovétmenn eignast leið- toga sem vert er að tala um. Þær hugleiðingar sem hér hafa verið settar fram segja að sjálfsögðu ekki mikið, þær hafa þó orðið til þess að vekja hjá mér þá einkenni- legu tilfínningu að einhvers staðar að baki leiðtoganna séu sömu menn. Höfundur er rennismiður. Reykjavíkurlj óð afhent öldruðum ÁRMÚLA 23 SÍMAR 685870-681733 sra KLAPPARSTÍG 31 SÍMI 14974 ÚT ER komin ljóðabókin „Reykjavíkurljóð“, sem Heim- dallur, félag ungra sjálfstæðis- manna í Reykjavík, gefur út í tilefni 200 ára _ afmælis Reykjavíkurborgar. í bókinni eru 27 Ijóð eftir 20 höfunda, sem allflestir eru ungir að árum. Meirihluti ljóðanna tengist höf- uðborginni á einn eða annan hátt og var það upphafleg ætlun ritnefndar að í bókinni kæmi fram borgarandinn og tilfinning- ar ungra Reykvíkinga til borgar- innar, segir í frétt frá Heimdalli. Ljóðabókin er tileinkuð öldmðum í Reykjavík og er henni dreift á öll elliheimili í borginni. Mánudaginn 27. október tók Þórður Kristleifs- son, 92 ára gamall vistmaður á Droplaugarstöðum, við eintaki af bókinni fyrir hönd elstu kynslóðar- innar í Reykjavík. Meðfylgjandi mynd er tekin er fulltrúar Heimdall- ar, þau Halldóra Vífílsdóttir og Ólafur Þ. Stephensen, afhentu Þórði bókina. Þeir, sem eiga ljóð í bókinni, em eftirtaldir: Bjamey Kristín Ólafs- dóttir, Dagný H. Lilliendahl, Edith Randy, Gerður Kristný Guðjóns- dóttir, Guðmundína Ó. Magnús- dóttir, Guðrún Jenný Jónsdóttir, Hjördís Sigurðardóttir, Hrafnkell Óskarsson, Jóhann Valdimarsson, Kristinn Gíslason, Láms Jón Guð- mundsson, Ólafur Þ. Stephensen, Ólöf Ásgeirsdóttir, Ómar Gíslason, Ragnhildur Ásgeirsdóttir, Ragn- hildur Ófeigsdóttir, Sigríður Hall- dórsdóttir, Sólveig Bima Daníels- dóttir, Stefán Snævarr og Tryggvi V. Líndal. Bókin fæst í bókaverslunum Sigfúsar Eymundssonar og Lámsar Blöndal.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.