Morgunblaðið - 30.10.1986, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986
17
Kynferðislegir
síbrotamenn
eftirLúðvíg
Lárusson
Blaðagrein Svölu Thorlacius í
Morgunblaðinu þ. 26. september
síðastliðinn endurspeglar alvarlegt
ástand í réttarfarsmálum á íslandi.
Ég vil því nefna þijú atriði þessu
viðvíkjandi.
Kynhneigð —
ofbeldishneigð
Kjmvilla eða homofíl-kynhneigð
þarf alls ekki að hafa í för með sér
tortímandi árásarhneigð. Svo virðist
sem kynferðisleg ofbeldishneigð
hvort heldur er homofíl eða heterofíl
hafí til skamms tíma skammt verið
álitin upprunalega kynferðislegt fyr-
irbæri, þ.e. óeðlileg kynfýsn og ekki
hrein ofbeldisaðgerð sem er ffam-
kvæmd innan ramma kynhegðunar.
Það er miður. Forsendur ofbeldisað-
gerða geta verið í eðli sínum af
ýmsum toga spunnar en það sem
gæti einkennt kynferðislega síbrota-
menn er að forsendumar séu sjaldn-
ast fyllilega meðvitaðar en oft
ómeðvitaðar djúpsálarlegar togstreit-
ur. Það sem kann að hafa villt
mönnum sýn er að brenglun í kyn-
ferðislegri hegðun, sem hluti af
persónuleikabresti, getur verið ein-
skorðuð við það atriði og þarf ekki
að trufla daglega virkni eða venjuleg
samskipti.
Hins vegar geta vissar aðstæður
og tilfinningalegt álag, sem viðkom-
andi getur ekki stýrt meðvitað, orðið
til þess að hann úthverfí andlegar
togstreitur sínar og yfírfæri forsend-
ur þjáningar og niðurlægingar á
fómarlambið. Hér er um hreina and-
lega og líkamlega ofbeldisaðgerð að
ræða en ekki aðeins ólögleg kynmök
við drengi undir lögaldri. Ætti það
að hafa afgerandi þýðingu fyrir
ákvörðun um sakhæfni og auðvelda
úrlausn í refsiaðgerðum eða öllu held-
ur sálrænni meðferð sem afleiðingu
brotsins. Hér vaknar spumingin
hvort dómar í afbrotamálum ráðist
því af þeirri raunvemlegu húsnæðis-
aðstöðu og meðferðarmöguleikum
sem heilbrigðiskerfí býður upp á, en
ekki af þeim eðlilegu þörfum sem
kunna að liggja að baki varanlegri
lausn í hveiju afbrotamáli.
Með því að gefa hinni djúpsálar-
legu ofbeldisforsendu næmari gaum
hafa sænskir sálfræðingar skilið bet-
ur hvers vegna skyndileg spegilmynd
af eigin sjálfseyðingarhvöt yfírfærist
á fómarlambið er hún brýst fram í
tilfínningalegu uppnámi undir nauðg-
un. Dæmigerð lýsing á aðdraganda
er að allt var í besta gengi þangað
til ofbeldishneigðin úthverfðist
skyndilega og fómarlambið fangað í
gildru. Astæða er því til að yfirvega
hvort umræddar nauðganir N.N. séu
ekki dæmi um tímabundna og endur-
tekna sjúklega ofbeldishneigð sem
eðlilega bitnar aðeins á minni máttar.
Kynferðislegir
síbrotamenn?
Í framhaldi af þessu mætti spyrja
hvort ekki sé tímabært að tryggja
að hugtakið „kynferðislegur síbrota-
maður" sé aðeins hugtak sem
samfélagið tryggir að fyrirfinnist
ekki í reynd? Það er að sjálfsögðu
hægara sagt en gert en þó ekki
óyfirstíganlegt og hægt er að nálg-
ast markmiðið mun betur. Þetta er
ekki síður spumingin um fé sem er
af skomum skammti þar sem útgjöld
eru vís en ávinningur til þessa greini-
lega talinn óvís.
Væri ekki snjallt að gera þetta
eitt af máleftium kosningabaráttunn-
ar til Alþingis næsta kjörtímabil? Það
ætti að vera göfugt verkefni fyrir
væntanlega frambjóðendur að
„Því er mikilvægt að
fagleg aðstoð bjóðist
sem fyrst og foreldrum
hjálpað við að hjálpa
bami sínu, þar sem
tengslin eru nánust og
þörfin mest.“
spreyta sig á svo lqosendur geti
dæmt.
Hagsmunir fómarlamba
Nú á tímum hefur reynslan sýnt
að þiýstihópar ná ýmsum gagn-
merkum kröfum fram séu þær
skipulega rökstuddar. Hér skortir
greinilega á að mynda sérstök hags-
munasamtök fómarlamba og að-
standenda þeirra, þar sem þau standa
áberandi höllum fæti og fyrir utan
áhrifasvið réttarfarsmála. Slík hags-
munasamtök geta að minnsta kosti
þjónað tveimur hlutverkum, að
mynda stoðhópa þeirra sem orðið
hafa fyrir svipuðu ofbeldi og skipzt
á reynslu. Eyða þau þar með þeirri
bannhelgi sem legið hefur yfír
reynslu af ofbeldi, kynferðislegu sem
og öðru. Þau geta líka gefíð aðilum
möguleika á að koma á framfæri
uppbyggjandi gagmýni og reynslu í
gegnum talsmenn sína. Við það geta
þau gefið biturri reynslu sinni já-
kvæðan tilgang og mikilvægar
upplýsingar til þeirra sem kljást fag-
lega við vandann. Það er ekki
veigalítið.
Hvað líður annars bömunum sem
verða fyrir þessum líkamlegu of-
beldisaðgerðum? Viðbrögðin em háð
þroskastigi þeirra og getu til að skilja
hversu alvarlegu samskiptagmnd-
völlurinn er umfram líkamlegan
sársauka og þá óftjálsu þvingun sem
þau verða fyrir. Smábam bendir að-
eins á hvar „meiddið" sé en hægt
er að nota leikföng til að auðvelda
því að tjá sig um atburðinn. Eldri
böm og unglingar skilja nokkuð vel
þá svívirðingu sem þau verða fyrir.
Á þessum ámm þróast og hendir svo
margt vitsmunalega og líkamlega,
sem bömin eiga fullt í fangi með að
ráða fram úr, dæmigert upp á eigin
spýtur, að þörf aðstoðar er bráðnauð-
synleg verði þau fyrir ofbeldisaðgerð-
um.
Það skyndilega áfall sem bam
verður fyrir í þessu samhengi veldur
aðlögunarviðbrögðum, sem taka á sig
ýmsar myndir, en hafa að hluta til
samnefnara með viðbrögðum fullorð-
inna sem má skipta í 2—3 þrep. Við
verknaðinn fellur bamið í einskonar
andlegan og líkamlegan dvala, sem
orsakast af því tilfínningalega áfalli
sem það verður fyrir og bamið kann
jafnvel að neita atvikinu. Þetta
ástand getur varað frá nokkrum
klukkustundum til um það bil viku-
tíma. Á meðan á þessu stendur getur
bamið óttast, fyllst hryllingi, fyrirlitn-
ingu, niðurlægingu, áhrifaleysi og
verið næmt fyrir álagi, þ.e. sýnt
ýmis tilfinningaleg viðbrögð sem gefa
vanlíðan til kynna. Á þessum knappa
tíma er mikilvægt að foreldrar eða
aðstandendur uppgötvi atvikið og
leiti aðstoðar.
Að þessum tíma liðnum hefur
bamið glímt það mikið við atburðinn
með sífelldum uppri^unum og mar-
tröðum, skulum við segja, pakkað
atvikinu það vel inn, að bamið getur
betur beint athygli sinni að öðmm
daglegum verkefnum. Samt sem áð-
ur skjóta endurminningamar upp
kollinum, sem bamið reynir að halda
í ske§um með skipulegum vamar-
háttum, því hið tilfinningalega álag
sem fylgir er truflandi. Er það eins
konar aðlögum við ytri aðstæðum.
Það er framar öllu mikilvægt að
hvetja bamið til að láta tilfínningar
sínar í ljósi með samtali, leikjum og
teikningum og öðmm tiltækum ráð-
um. Hafa ber í huga, að minning og
lýsing bams af atburðinum getur
breyzt með tímanum sem liðið hefur
— bamið er að melta það sem gerzt
hefur. Hér er líka mikilvægt að bam-
inu sé bent á ábyrgðarleysi afbrota-
mannsins við verknaðinn og það
hjálpar því að réttlæta atburðinn.
Þriðja þrepið einkennist af sam-
hæfíngu á persónulegri reynslu, sem
tengist þessari nýju stöðu, þ.e. að
vera næmur fyrir öllu sem minnir á
þau atriði sem líktust þeim sem gerð-
ust er verknaðurinn var framinn eða
rétt áður. Þunglyndi er hinn eðlilegi
fylgifiskur ef ekkert er að gert.
Líkamlegir sjúkdómar og fruflanir
svo sem lystarleysi, magaverkir,
svefntruflanir, undirmiga og óróleiki
geta komið sem afleiðing af hinu
andlega ójafnvægi. Hræðsla við fólk,
að fara að heiman, vera ein(n), að
forðast vini og skóla getur líka hent.
Ofbeldisatburðurinn hefur þó ekki
aðeins djúpstæð áhrif á fómarlambið
heldur einnig á foreldra. Sektarkennd
getur eðlilega gert vart við sig ef
foreldrum finnst þau ekki hafa gert
nægilegar varúðarráðstafanir, þó
slíkt sé nær óframkvæmanlegt.
Hefnigimi er þar af leiðandi algeng
viðbrögð eins og Svala nefndi og
ofur eðlileg. Þó bera foreldrar að
forðast sterk tilfinningaleg viðbrögð
á þennan hátt að baminu áheyrandi.
Getur það valdið baminu enn meiri
vandkvæðum en orðið er og lengt
aðlögunarferil þess að þola stígandi
í ofbeldisatvikinu. Onnur viðbrögð
foreldra, sem eiga sér eðlilega skýr-
ingar, eru að ofvemda bamið með
ýmsum hætti svo sem að halda því
enn meira innan dyra og frá félags-
legum tengslum sem gerir bamið enn
tortryggnara. Batalíkur eru tiltölu-
lega góðar en tilfinningalegar trafl-
anir og önnur vandkvæði era eðlilega
afleiðingar meðan á aðlögunartíma
stendur. Því er mikilvægt að fagieg
aðstoð bjóðist sem fyrst og foreldram
hjálpað við að hjálpa bami sínu, þar
sem tengslin era nánust og þörfin
mest.
Höfundur er cand. psych. og starf-
ar sem sálfræðinguri Solrod
kommime í Danmörku.
FJARSKIPTIMEÐ
TÖLVUM
Á seinustu tveimur árum hefur orðið gerbylting á
sviði gagnaflutninga og tölvufjarskipta I Evrópu.
Við íslendingar erum nú orðnir þátttakendur í
þessari byltingu meö tilkomu gagnanets Pósts og
slma og opnun þess fyrir tölvufjarskipti til útlanda.
í byrjun sumars opnaöist okkur allt I einu auö-
veldur og ódýr aógangur að upplýsingaveitum,
gagnabönkum, pósthólfum, telexþjónustum, tölvu-
ráóstefnum og þingum út um vlða veröld. Innlendir
gagnabankar og tölvuþing eru einnig I hraðri upp-
byggingu.
Stjórnunarfélagið hefur af þessu tilefni ákveðið
að efna til námskeiðs um Fjarskipti með tölvum
þar sem sýnd veröur tenging viö marga innlenda
og erlenda upplýsingamiðla. Einnig verða sýndir
kostnaöarútreikningar við uppsetningu og rekstur
sllkra tenginga um gagnanet Pósts og slma og
talslmanetiö.
Efni námskeiðsins:
Hvað er gagnanet? — mótald? — samskiptaforrit?
— Tenging einmenningstölva við gagnanetið.
Uppiýsingaveitur (videotex) — Prestel — gagna-
bankar — Dialog — DataStar — SKÝRR — telex-
þjónusta — pósthólf — EasyLink — Telcom Gold
— Tölvuráóstefnur (Computer Conferensing) —
The Source — QZ — Tölvuþing (Bulletin Boards)
— Háskóli íslands — RBBS — frétta-, auglýsinga-
og upplýsingamiölar — CompuServe
Kostnaðarútreikningar við upp-
setningu og rekstur tengingar
um gagnanet og talslmanet.
Notkun gagnabanka og ann-
arra upplýsingamiölatil öflunar
upplýsinga I viðskiptalegum til-
gangi. (Umboð fyrir vörur, fram-
leiösluleyfi, tilboð um samstarf
o. fl.).
Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Reynir Huga-
son rafeindaverkfræðingur, ráögjafi hjá Skýrsluvél-
um rlkisins og Reykjavíkurborgar.
Tími og staður 10.—11. nóvember, kl. 08.30—12.30.
Stjórnunarfélag
islands
Ananaustum 15 • Simi: 6210 66
IBM System/36
QUERY/36
Query/36 er gagnasafnskerfi hannaö fyrir
tölvur af geröinni IBM System/36. Meö
Query getur notandi unnið með sín gagna-
söfn sjálfur án aöstoöar kerfisfræðinga.
Notandinn getur bæöi búið til fyrirspurnir,
eöa útbúiö prentlista og jafnvel breytt
skrám peim sem geymdar eru á diskum
tölvunnar.
Markmið: Tilgangur þessa námskeiðs er
aö kenna notkun Query/36 þannig aö þátt-
takendur geti aö námskeiöi loknu unniö
hvers konar fyrirspurnir á skrám þeim sem
þeir hafa aðgang aö.
Efni:
- Skráakerfi S/36
- Uppbygging skráa
- Grundvallaratriði
Query/36
- Skipanir í Query
- Tengsl viö IDDU
- Fyrirspurnir
- Útprentun
- Uppfærsla á skrám
Leiðb.: Ftagna Sigurðard.
Guðjohnsen
Þátttakendur: Námskeiðiö er ætlaö notendum Syst-
em/36 sem áhuga hafa á aö kynnast og notfæra sér þaö
mikla hagræði sem notkun gagnasafnskerfa hefur í för
með sér.
Tími: 10.—12. nóvember, kl. 13.30—17.30.
Stjórnunarfélag íslands
Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66