Morgunblaðið - 30.10.1986, Side 21

Morgunblaðið - 30.10.1986, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986 21 Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Sagt er, Æðsta takmark sérhverrar frjálsrar þjóðar er að selja frelsið í hendur niðjum sínum. — orð til umhugsunar — Fiskur er og verður grundvöllur að okkar fjárhagslega sjálfstæði og betri heilsu. Hér er hann í formi megrunarfæðis. Steiktur f iskur með appelsínu- sneiðum 700 g fiskur (ýsa, lúða eða smálúða) 4 msk. smjörlíki 3 msk. sítrónusafí 1 hvítlauksrif salt og pipar 1 appelsína 1. Fiskurinn er roðflettur og skor- inn í hæfílega stór stykki. 2. Smjörlíkið er hitað á pönnu, sítrónusafanum er bætt út í ásamt pressuðu eða söxuðu hvítlauksrifí. 3. Fiskstykkin eru steikt á báðum hliðum í sítrónu-smjörinu og er smjörinu ausið yfír fískinn á meðan hann er í steikingu. Þama er ekki um venjulega steikingu að ræða, fískurinn er fremur soðinn í feitinni. Gætið þess að sjóða hann ekki of mikið. Bætið við sósuna salti og pip- ar eftjr smekk. 4. A meðan fískurinn er að steikj- ast er appelsínan skorin niður í þunnar sneiðar. 5. Appelsínusneiðunum er raðað hjá fískinum með kanti á pönnu eða fati og hann síðan borinn fram með soðnum kartöflum. Gulrótarsalat er gott meðlæti með þessum fískrétti. Gulrótarsalat 5 stórar gulrætur 1 stk. græn paprika salatblöð (má sleppa) majones eða jógúrt sítrónusafí og sykur eftir smekk Gulrætumar em rifnar niður. Paprikan er skorin í þunna sneiðar og fræ fjarlægð. Salatblöð eru hreinsuð og sett á disk. Rifnum gulrótum er komið fyrir á salat- blöðunum og er paprikusneiðunum raðað utan með. Sósa er búin til úr V2 bolla af majones eða bikar af jógúrt sem hrært er út með sítrónusafa og sykri eftir smekk. Einnig má hugsa sér að nota sem sósu jogúrt með ávöxt- um og lítið eitt af sítrónusafa til bragðauka. Hellið sósunni yfír græn- metið og berið fram strax. Verð á hráefni Ýsa 700 g ......... kr. 130.00 1 sítróna ......... kr. 15.00 1 appelsína ....... kr. 14.00 V2 kg kartöflur kr. 21.00 Kr. 180.00 Matvöruverslanir á höfuðborgar- svæðinu selja margar hverjar fisk- flök og annað fískmeti og er það til hagræðis fyrir marga neytendur. Fiskflökin láta mjög fljótt á sjá, þau verða gul og ljót og hafa ekk- ert geymsluþol. Astæðan er oft röng meðferð, m.a. í verslununum. Roð á aldrei að liggja við fisk- holdið vegna þess að þegar kulda- þolnir rotgerlar, sem eru til staðar á roðinu, komast í fiskholdið spillist það fljótt. Það er því mikilvægt að hreinsa fiskinn vel áður en hann er flakaður og leggja svo bæði flökin saman þannig að roðið snúi út. Betri meðferð á fiskinum er nauð- synleg, því fiskurinn er hollustu- fæða, en aðeins óskemmdur. EFÞÚÁTT SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS SEM ERINNLE YSANLEGT 1. NÓVEMBER ÞVI RIKISSJOÐUR BÝÐUR ÞER NÝ SKÍRTEINI MEÐ 6.5% ÁRSVÖXTUM UMFRAM VERÐTRYGd NGU OG AÐEINS TIL TVEGGJA ÁRA ú skalt hugsa þig um tvisvar áður en þú fellur fyrir einhverjum þeirra tilboða sem nú rignir yfir þig. Það er þinn hagur að ríkissjóður ávaxti peningana þína áfram - í formi nýs skírteinis; ávöxtunin er góð og skírteinin eru laus eftir rétt rúmlega tvö ár (gjalddagi er 10. janúar 1989). En það segir ekki alla söguna. Þótt sumir bjóði álitlegri vexti en ríkissjóður eru spariskírteinin engu að síður um margt betri kostur. Þau eru innlent lánsfé og draga því úr erlendri skuldasöfnun, þau eru eign- arskattsfrjáls (eignarskattur er nú 1,2% á ári) og þau eru öruggasta fjárfesting sem völ er á; þeim fylgir engin áhætta. RIKTSSJOÐUR ISIANDS GOTT FÓLK / SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.