Morgunblaðið - 30.10.1986, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986
Fjall-
Hver þátttakandi hefur litla
tölu til að færa á milli reit-
anna. Það þarf líka að nota
tening. Hafíð tölumar við ör-
ina. Kastið síðan teningnum
eftir röð en tölumar má aðeins
flytja þegar teningurinn sýnir
sama íjölda og reitimir á spil-
inu. Þannig að fyrst má flytja
þegar teningurinn sýnir 1,
næst þegar hann sýnir 2 o.s.
frv. Hver verður fyrstur á
toppinn? Það getur tekið sinn
tíma að komast á toppinn jafn-
vel þó það séu aðeins sex reitir
í spilinu, en Qallganga getur
verið erfíð, ekki satt?
A leið í
skólann
Já, skólinn er töngu byrjað-
ur. Nú er líka kominn vetur, þar
sem fyrsti vetrardagur var í lok
síðustu viku.
Gunnhildur og Guðjón eru
systkin og fara oftast samferöa
í skólann. Áður en skólinn byrj-
aði fóru þau í könnunarferð um
hverfið með mömmu sinni. Hvar
var bestur að fara yfir götur,
hvaða leið var öruggust? I sam-
einingu fundu þau út leiðina sem
best var að fara í skólann. Þau
höfðu nokkur atriði í huga við
val á gönguleiö í skólann:
1. Forðast miklar umferðar-
götur.
2. Fara yfir götur á gang-
brautum.
3. Nota umferðar og göngu-
Ijós þar sem þau eru.
Þau Guðjón og Gunnhildur
reyna að fara snemma á fætur
því þau eru fyrir hádegi í skólan-
um. Stundum eru þau sein og
þá gleyma þau frekar að fara
varlega og gleyma jafnvel að líta
til beggja hliða þegar þau fara
yfir götur!
Fitt er það þó sem Guðjón
gleymir ekki þegar hann fer í
skólann. Hann gleymir aldrei
nestinu sínu! Guðjón er mikill
matmaður og vill alltaf stjórna
því sjálfur hvað hann hefur í
nesti. Seinna ætlum við að líta
í nestisboxið hans og sjá hvað
þar er að finna. Þar er áreiðan-
lega eitthvað sniðugt og gott.
Eitt er það sem Guðjóni og
Gunnhildi leiðist mjög. Það er
þetta með hjólin. Hjólin eiga að
vera niðri í geymslu á veturna!
Það er erfitt að sætta sig við
að geta ekki notaö hjólin yfir
veturinn. Smám saman hafa þau
þó sætt sig við þetta. Um leiö
og hjólin eru sett niður í kjallara
eru tekin upp endurskinsmerkin
(þó voru þau ekkj geymd niðri í
kjallaral). Á hverjum vetri
fá þau ný endurskinsmerki
svo nú eiga
Brosum
Margir krakkar senda bama-
síðunni brandara. Hér eru tveir
sem Ema Björg á Húsavík sendi
um daginn.
Hún vill gjama kenna þessa
brandara við Kópavogsbúa.
Gunnar litli, sjö ára Kópavogs-
búi, kom hlaupandi inn í stofu og
spurði pabba sinn.
— Pabbi! Eignast kýr böm?
— Ha, ööö, ja, jú, að sjálfsögðu
gera þær það.
— Eg hélt það líka, sagði Gunnar
— það var einhver að segja að
þær eignuðust kálfa.
Móðir í Kópavogi átti þessi
viltu
orðaskipti við dóttur sína:
— Mamma. Hvers vegna
ekki leika við mig?
— Vegna þess að ég hef ekki tíma
til þess.
— Hvers vegna hefurðu ekki tíma
til þess?
— Af því að ég þarf að vinna.
— Til hvers þarftu að vinna?
— Til þess að eignast peninga.
— Til hvers þarftu peninga?
— Til þess að kaupa mat handa
þér, elskan.
Þögn.
— En ég er ekki svöng.
Þakka þér fyrir bréfið og send-
inguna Ema Björg.
þau endurskinsmerki á allar ut-
anyfirflíkur.
Það er annars bara gaman
að vera byrjuð í skólanum. Brátt
er von á nógum snjó til að búa
til snjókarla og snjóhús. Guðjón
og Gunnhildur eru svo heppin
að við hliðina á heimili þeirra er
stórt opið svæði sem er gott
leiksvæði. Krakkarnir í hverfinu
fara þangað gjarna á vetrum og
byggja heilt snjóhúsaþorp. Einu
sinni höfðu þau mikla veislu í
þorpinu sínu og buðu foreldrum
sínum og vinum að koma og
taka þátt í hátíðinni.
Já, þeirra kynslóð bíður
spennt eftir snjónum. Fullorðna
fólkið ætti að hætta að kvarta
yfir snjónum og klæða sig al-
mennilega í kuldabuxur og
stígvél og allt sem við á í slíku
veðri, það ættu bara að vita
hvað snjórinn getur verið
skemmtilegur.
MYNDAGÁTAN15
Myndagáta 14 hafði að geyma nagla á hvolfi. Rétt svar hafði m.a.
Friðrik Þór Erlingsson úr Breiðholtinu. Allir sem sendu inn svör
höfðu þau rétt.
Hérer ný myndagáta. Vittu hvort þú sérð ekki hvað er á myndinni.
Það er gaman að sjá hvað þið eruð dugleg að senda bréf. Um leið
og þið sendið svörin mættuð þig segja álit ykkar á Bamasíðunni og
hvað þið viljið hafa á henni.
Heimilisfangið er:
Barnasíðan
Morgunblaðinu
Aðalstræti 6
101 Reykjavík
Hallgríms-
vers
Það hefur ekki farið framhjá
neinum að Hallgrímskirkja var tek-
in í notkun og vígð á sunnudaginn
var. Margir krakkar kunna bæna-
vers sem sr. Hallgrímur Pétursson
hefur samið. Ég læt hér fljóta með
eitt morgunvers og eitt kvöldvers
sem flestir krakkar kunna. Ef þú
kannt þau ekki getur þú lært þau:
Morgunbæn:
Verkin mín, Drottinn, þóknist þér
þau láttu allvel takast mér,
ávaxtasöm sé iðjan min,
yfír mér hvíli blessun þín.
Kvöldbæn
Legg ég nú bæði líf og önd,
Ijúfí Jesús, í þina hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfír mér.