Morgunblaðið - 30.10.1986, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986
23
• •
Oryggisfræðslan
eftirRósu
Magnúsdóttur
Hvers virði er líf sjómanna? Hvað
er að gerast? Hvers vegna segir eng-
inn eitt orð? Eins og við vitum hefur
flárlagafrumvarpið 1986 nú séð
dagsins ljós með bauki og bramli að
vanda. Er þar ýmislegt furðulegt en
þó er það skrítnast af öllu undar-
legu, að ekki er einni krónu, einum
eyri, veitt til öryggisfraeðslu sjó-
manna.
Vitið þið þingmenn ekki, hveijir
það eru sem halda þessu landi uppi
og m.a. borga sultarlaunin ykkar?
Við, almenningur í þessu landi, sjálf-
boðaliðar í Slysavamafélagi íslands
og margir fleiri, erum að berjast við
að skapa aðstæður til að öiyggis-
fræðsla sjómanna okkar verði að
fostum lið í námi þeirra. Fræðsla, sem
við trúum að geti komið í veg fyrir
slys og jafnvel bjargað lífum. En
hvað skeður? Síðasta ár fékkst ijár-
veiting til öryggisfræðslu sjómanna.
Slysavamafélagi íslands nánast gefið
varðskipið Þór, hafin almenn flár-
söfnun til að koma Þór í það lag að
hægt væri að hefja þar öryggis-
fræðslu, mikið sjálfboðaliðastarf
unnið. Námskeið hafa verið haldin,
ætíð fullsetin, mikill áhugi og bjart
framundan.
Hvað skeður þá? Engin íjárveiting,
enginn öryggisskóli. Sjómannslífið
fótum troðið og lítilsvirt, starf og
strit félaga í SVFI og margra ann-
arra hunsað.
Loksins, þegar sjá mátti fram á
betri tíma og bjartari vonir um að
það slysastríð sem ríkir á hafinu hér
við landið okkar, færi að linna. Sjálf-
sagt er niðuiröðun 5árve't'nfta
vandasöm, sum mál hafa forgang,
eru meira virði en önnur. Trúlega
finnst öllum sitt mál meira virði en
önnur. En er ekki öryggismál sjó-
manna forgangsmál allra sem þetta
land byggja?
Við getum litið á þetta frá því sjón-
arhomi að við séum í stríði við Ægi
konung. Við höfum farið halloka fyr-
ir honum í margar aldir og er nú
kominn tími til að snúa vöm í sókn.
Oft em það okkar hraustustu menn
sem láta lífið eða tapa heilsu í þessu
stríði. Sé grannt skoðað og allri við-
kvæmni sleppt, má oftar en ekki
kenna um reynslu og þekkingarleysi
þeirra sem í vandanum lenda. Þetta
sjáum við ef við gluggum í skýrslur
Rannsóknamefndar sjóslysa. Og em
oft ekki öll kurl komin til grafar þar.
Illa er hægt að kenna um lélegum
farkostum, því vart er nokkurt land
með betri skip en við íslendingar.
Þá er það kunnáttuleysi. Þar kemur
enn að öryggisfræðslu sjómanna.
Ekki ætti að ráða mann á bát eða
skip sem ekki hefur hlotið slíka
Rósa Magnúsdóttir
„Trúlega finnst öllum
sitt mál meira virði en
önnur. En eru ekki ör-
yggismál sjómanna
forgangsmál allra sem
þetta land byggja?“
fræðslu, á löggjafinn að koma til og
gera slíkt nám að skilyrði til lög-
skráningar á skip og báta Það er'
framtíðin, það er draumurinn sem
við héldum okkur sjá hilla undir og
vera að verða að vemleika með ör-
yggisfræðslu sjómanna um borð í
gamla Þór, nú Sæbjörgu. Þessu skipi
sem með nægu íjármagni og stuðn-
ingi er ætlað að sigla á hafnir hér á
Islandi og halda uppi kennslu í öiygg-
ismálum fyrir verandi og verðandi
sjómenn okkar.
íslenskir sjómenn, sjómannsfjöl-
skyldur, allir þið sem er annt um
sjómennina okkar, unga sem aldna,
tökum höndum saman og velqum
þessa menn sem við höfúm kosið til
forystu þjóðar okkar. Kosið í þeirri
trú að þeir hafi óbrenglað vemleika-
skjm. Vekjum þá til vemleikans á
úfnu hafi, trylltu og hættulegu. Minn-
um á þá hjálpandi hönd á hættustund
sem öryggisfræðsla sjómanna getur
rétt. Stöndum saman um þetta stór-
mál, öryggisfræðslu sjómanna.
Þessi grein er rituð 22. október.
Nú, 24. október í hádegisfréttum,
kom fram að sjávarútvegsráðuneytið
mun láta þó nokkra peningaupphæð
til öryggisfræðslu sjómanna og er
það vel. Það breytir því samt ekki
að engir peningar em lagðir fram til
þessa málefnis á fjárlögum þessa árs.
Höfundur er húsmóðir, hjúkrunar-
fræðingur og formaður Slysa-
vamadeildarinnar Eykyndils í
Vestmannaeyjum.
Reykhólasveit:
Fyrsti bóndinn
þiggur kaupleign-
samning á ám
Vestfirðingar gagnrýna gylliboð Framleiðnisjóðs
Miðhúsum, Reykhólasveit
FYRSTI bóndinn hér hefur þegið
boð Framleiðnisjóðs um að leigja
á kaupleigusamningi 230 ær.
Ánum verður slátrað í Skriðul-
andi, í Saurbæ, Dalasýslu.
Bóndinn fær um 3000 krónur
fyrir ána um leið og henni er slátr-
að, og þar að auki 700 krónur á
ári næstu 6 árin, en þá upphæð
má flokka undir atvinnuleysis-
bætur. Eigi er þess getið að í lok
samningstímabils sé fullvirðisréttur
sá sami. Vestfírðingar hafa yfirleitt
tekið þessu boði Framleiðnisjóðs illa
og hefur Fjórðungssamband Vest-
firðinga varað við gylliboði þessu
og í fundarsamþykkt þess segir, að
hvert byggt ból sé ómissandi hlekk-
ur í stijálbýlinu á Vestflörðum.
Fjórðungssambandið vill einnig
að sala eða leiga fullvirðisréttar sé
háð leyfi sveitarstjóma. Deilt er hér
á Framleiðnisjóð, hve óskipulega
er unnið að þessu máli og geta jarð-
ir farið í eyði með góð skilyrði og
bent er á að fyrst var úthlutað
kvóta, sem reyndist einskis virði.
Því næst kom búmarkið sem fór
sömu leið og nú er það fullvirðisrétt-
urinn sem minnkar ár frá ári.
Vitað er að Stéttarsamband
bænda á í vök að veijast vegna
þess að neysla landbúnaðarvara
minnkar ár frá ári. Hætt er því við
að margar jarðir verði óseljanlegar,
þegar fullvirðisréttinn vantar.
Sveinn
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKlRTEINA RlKISSJÓæ
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1983-2. fl. 01.11.86-01.05.87 kr. 280,81
Tnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóðsferfram í afgreiðslu
Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þarjafnframtframmi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, október 1986
SEÐLABANKIÍSLANDS
iVuer korrunn timi til ao
þú farir á stefnumót
við New York, því Orval
býður þér þriggja,
fimm eða sjö daga ódýrar
ferðir þangað og
gistingu á mjög góðu hóteli
á miðri Manhattan.
Þrír dagar í New York.
Verð frá aðeins kr. 20.399
Allar nánari upplýsingar veita sölu- og umboðsmenn Urvals um land allt
ftRÐASKRIFSTOFAN ÚRVOL
FLUGLEIDIR t
Úrval við Austurvöll, sími(91)-26900.
Innifalið er flugið til og frá New York og gisting á
hóteli mitt í hringiðu mannlífsins á Manhattan.
( New York geturðu gert allt sem þig hefur
alltaf langað til að gera og meira til, á hvaða
tíma sólarhringsins sem er.
New York er miðstöð lista og menningarlífs
þar sem daglega eiga sér stað stórviðburðir
á öllum sviðum.
Úrval minnir einnig á borgarferðirnar til
London frá aðeins kr. 12.570.-, Amsterdam
frá aðeins kr. 14.540,- og Glasgow frá
aðeins kr. 12.440.-.
Ríflegur barnaafsláttur er í öllum þessum ferðum.
GOH fúlk / SÍA