Morgunblaðið - 30.10.1986, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1986
Prestastefna 1986 í Hallgrímskirkju
Boðun kirkjunnar í lok 20. aldar
PRESTASTEFNU lauk í fyrra-
dag, en aðalefni hennar var
boðun kirkjunnar á 20. öld.
Haldin voru fjögur framsögu-
erindi, umræður fóru fram og
unnið var í 12 vinnuhópum.
Að sögn Bemharðs Guðmunds-
sonar fréttafulltrúa þjóðkirkjunn-
ar var prestastefnan haldin á
þessum tíma vegna vígslu Hall-
grímskirkju. Hann sagði að séra
Hallgrímur hefði átt aðild að
hverjum söfnuði í landinu í 300
ár og því ekki óeðlilegt að presta-
stefnan hefði verið haldin í þessu
tilefni. Fjögur framsöguerindi
voru flutt á mánudaginn, fram-
sögumenn voru séra Auður Eir
Vilhjálmsdóttir, séra Bemharður
Guðmundsson, séra Birgir Ás-
geirsson prestur á Mosfelli og dr.
Bjöm Bjömsson prófessor. Að
loknum framsöguerindum var
skipt niður í 12 umræðuhópa, og
gátu menn valið sér hóp eftir
umræðuefni.
Á þriðjudagsmorgun vom ýmis
efni á dagskrá og samþykktar
ályktanir, m.a. hvatt til stuðnings
við starfsemi Kvennaathvarfsins.
Eftir hádegið var fjallað um boðun
kirkjunnar í lok 20. aldar. Presta-
stefnunni lauk með boði hjá
biskupi íslands, herra Pétri Sigur-
geirssyni.
Blaðamenn iitu inn í Hallgríms-
kirkju síðasta dag prestastefn-
unnar og tóku nokkra þátttakend-
ur tali.
„Sjálfstæð kírkja og minni hópar“
SÉRA Þorvaldur Karl
Helgason er prestur í
Njarðvík og séra Jakob
Hjálmarsson prestur á
ísafirði.
Á prestastefnunni líkti séra Jak-
ob starfí kirkjunnar við altaríð i
Hallgrímskirkju. „Altarisborðið er
tákn fyrir söfnuðinn sem hvílir á
tveim fótum, annar er tákn hins
ritaða orðs, biblíunnar, en hinn
táknar sakramentin, skím og heil-
aga kvöldmáltíð. Ofan á borðinu er
altarisdúkurinn sem er tákn þjón-
ustu presta og biskupa. Á altarínu
em tvenn ljós sem em tákn þjón-
ustu og lofgjarðar, en á milli þeirra
er krossinn sem er tákn boðunarinn-
ar. Krossinn hér í Hallgrímskirkju
er spegilsléttur, og stendur á
islensku stuðlabergi. Krossinn er
því tákn fyrir það sem við emm að
ræða hér á prestastefnunni, boðun
kirkjunnar í íslensku samfélagi."
Séra Þorvaldur er á þeirri skoðun
að kirkjan eigi að beita sér í ríkara
mæli meðal minni hópa. „Þrátt fyr-
ir að heimurinn hafi minnkað með
tilkomu sjónvarps og aukinnar
tækni, þá er hann jafnvel meira
einmana nú en nokkm sinni fyrr.
Því er mjög mikilvægt fyrir kirkj-
una að ná til fólks í gegnum
smærri hópa og það er jafnframt
lausn fyrir manninn." Hann nefnir
nokkra hópa sem hægt væri að
boða sérstaklega svo sem syrgjend-
ur, hjónahópa, fráskilið fólk, böm
og fl. „Mér er ógleymanlegt nám-
skeið sem ég hélt með 6 hjónum í
Skálholti. Það var haldið til að
styrkja hjónabandið og það er ekki
hægt að lýsa því sem gerðist, hjón-
in nálguðust hvort annað og ég
held að þetta námskeið hafi verið
upphafíð að langri göngu okkar í
þessa átt.“
Morgunblaðið/Þorkell
„Hægt að líkja kirkjustarfinu við altarið.“ Séra Þorvaldur Karl
Helgason og séra Jakob Hjálmarsson.
Þeir Þorvaldur og Jakob segja
að eftirminnilegast af prestastefn-
unni sé erindi félaga þeirra er hann
stóð upp og tjáði sig um þá erfíð-
leika sem hann hafði orðið fyrir í
starfinu. „Hann lýsti því hve erfítt
hlutverk prestsins er í dag, opnaði
hjarta sitt fyrir starfsbræðrum
sfnum, og sagði að hann hefði oft
verið kominn að því að hætta störf-
um. Prestamir hafa gengið í
gegnum þjóðfélagsbreytingar eins
og aðrir, prestsfrúin sem studdi
mann sinn og sinnti ýmsum störfum
er farin út á vinnumarkaðinn, og
presturinn því meira einn í starfi
sínu en áður. Hann tjáði það sem
er að bijótast um í okkur öllum,
og að loknu erindi hans tóku eldri
prestar til máls, voru ánægðir með
þetta og sögðu að áður fyrr hefði
engum dottið í hug að tala á þenn-
an hátt á prestastefnum."
Jakob var þátttakandi í umræðu-
hóp um kirkjuna og stjómmál og
segir það skoðun sína að það standi
kirkjunni jafnvel fyrir þrifum að
vera ríkiskirlq'a. ISðlilegra væri að
efla sjálfstæði kirkjunnar.
„Sérhver er í augum guðs gildur
og elskaður, í þessu þjóðfélagi þar
sem allir þurfa að standa sig og
taka fullan þátt í framleiðslunni"
segir Þorvaldur. „Hver er sú frelsun
sem Jesú boðar 20. aldar mannin-
um? Það er frelsun frá tilgangsleysi,
vonleysi og einmanaleika. Kirkjan
verður að bjóða upp á innihaldsríka
samvem fyrir hina ýmsu hópa.“
„Hið óbreytanlega er Jesús Kristur, sem er hinn sami f dag, gær og
um allar aldir.“ Biskup íslands herra Pétur Sigurgeirsson.
„Eftirminnilegri
gnðsþjónustu er varla
hægt að hugsa sér.“
„Prestastefnan hefur verið mjög blessunarrík og sérstæð, ekki
sist þar sem við gátum hafið störf með þvi að taka þátt í vígslu
Hallgrimskirkju. Eg hef heyrt fólk segja, að það hafi ekki sett svo
lítinn svip á vigsluna að hafa presta landsins saman komna í kirkj-
unni og má segja að það hafi verið upphaf prestastefnu að þessu
sinni“ sagði biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson.
„Við heQum prestastefnuna yfír- sínu. Tímamir sem við lifum á eru
leitt með guðsþjónustu þann dag
sem stefnan er sett, en eftirminni-
legri guðsþjónustu en þessa er varla
hægt að hugsa sér.
Prestastefnan hefur verið starf-
söm, auk framsöguerinda og
umræðna hefur verið starfað í 12
vinnuhópum sem allir hafa tekið
fyrir vissa þætti í höfuðefni presta-
stefnunnar, sem er boðun kirkjunn-
ar í lok 20. aldar.
í lok prestastefnunnar er mér
ofarlega í huga hve framsöguerind-
in vom markviss og vel undirbúin
og afmörkuð við ákveðin svið í
starfsemi kirkjunnar. Erindin voru
opinská og menn tjáðu hug sinn í
sambandi við þjónustu við kirkjuna,
og ræddu það sem þeir þyrftu að
ganga í gegnum í þjónustustarfí
að breytast, fólk stendur frammi
fyrir ólíkum viðhorfum frá því sem
áður var, og þá er mjög mikilvægt
að kirkjan mæti þeim breyttu við-
horfum, þannig að hún geti náð til
fólksins og fólk til kirkjunnar. Jafn-
framt er gott að hafa í huga það
sem Þórarinn Bjömsson skóla-
meistari sagði eitt sinn, að á tímum
mikilla breytinga og ölduróts væri
aldrei meiri þörf á þvi að eitthvað
haldist óbreytt. Það óbreytanlega
er Jesús Kristur, hann sem er hinn
sami í dag og í gær og um allar
aldir. í því felst boðun kirkjunnar
í lok 20. aldar. Mér er einnig ofar-
lega í huga þakklæti til presta
landsins, þeir hafa verið virkur og
samstæður hópur í allri þessari
umQöllun."
„Erum að líta til
framtí ðarinnar u
SIGURVIN Elíasson er prestur á
Skinnastað i Öxarfírði í Þingeyj-
arsýslu, og hefur verið þar í 20
ár. Áður var hann á Raufarhöfn
í 7 ár, eftir að hafa verið eitt
ár prestur f Flatey.
„Ég var síðasti presturinn í Flat-
ey, en þá voru tæplega 40 manns
í eyjunni og fleiri eyjar í byggð.
Mér er margt minnisstætt frá langri
starfsævi, ég hef kynnst mjög
mörgu ágætu fólki.“
Sigurvin sagðist mjög ánægður
með prestastefnuna, framsöguer-
indin hefðu mörg hver verið mjög
áhugaverð, einkum þó erindi Auðar
Eir um kvennaguðfræðina og erindi
Bjöms Bjömssonar prófessors. „Við
prestamir emm alltaf hræddir við
stöðnun, við þurfum að laga okkur
eftir breyttum tímum. Það er alltaf
eitthvað nýtt að koma fram, í dag
tölum við um nýja guðfræði, mann-
réttindaguðfræði og kvennaguð-
fræði. Á þessari prestastefnu erum
við m.a. að líta til framtíðarinnar.
Það er okkur dreifbýlisprestum
„Þörfin fyrir
fagnaðarerind-
ið söm og áður
SIGMAR Torfason hefur ver-
ið prestur á Skeggjastöðum við
Bakkafjörð í 42 ár, en hann var
vígður 18. júni 1944.
„Kirkjusókn ekki minni hjá okk-
ur.“ Séra Sighvatur Birgir
Emilsson.
„Vígsluna bar einna hæst“
„Þurfum að laga okkur eftir
breyttum tímum.“ Séra Sigurvin
Elíasson prestur á Skinnastað.
mjög mikils virði að koma hingað,
við eigum oft erfíðara að fylgjast
með því sem er að gerast, ná okkur
í nýjustu bókmenntimar og fleira
þess háttar.“
SIGHVATUR Birgir Emilsson
hefur verið eitt ár prestur að
Ásum í Skaftártungu, en áður
var hann í 9 ár að Hólum.
„Vígsluna bar einna hæst“ segir
Sighvatur, er hann er spurður hvað
honum sé minnisstæðast frá presta-
stefnunni. Þá segir hann umræðu
um störf presta og boðun kirkjunn-
ar á 20. öld hafa verið mjög
gagnlega, „prestar glíma við svipuð
vandamál hvar sem þeir eru, fólkið
er svipað og boðskapurinn hinn
sami. Starf dreifbýlisprestanna er
þó um margt öðruvísi, vegalengdir
lengri og færð oft erfíð. Prestamir
í dreifbýlinu hafa rætt saman hér
og ætlunin er að við höfum áfram-
haldandi samstarf okkar á milli þar
sem við búum við önnur kjör og
aðstæður en aðrir. Ég held þó að
kirlqusókn sé ekki minni hjá okkur,
oft kemur fólk frá öllum bæjum í
sveitinni til kirkjunnar."
„Það hefur ákaflega margt breyst
þennpn tíma, en tvennt er þó
óbreýtt, fagnaðarerindið sjálft og
þörfin fyrir það. Á prestastefn-
unni hefur verið talað um að
eitthvað nýtt þurfí að koma í boð-
un kirkjunnar, og það er sjálfsagt
að reyna ýmislegt nýtt, en það
má ekki fella niður það sem sígilt
er. Kirlqan rúmar þetta allt.“
Sigmar sagði að það hefði verið
hrífandi að vera við vígsluathöfn
Hallgrímskirlqu og það væri mik-
ill sigur að þetta hús væri nú vígt,
en honum er í fersku minni upp-
haf byggingarsögunnar. „Það var
mjög ánægjulegt að sjá þá séra
Jakob og séra Sigurbjöm við
vígsluna, en til þeirra sóttum við
guðfræðistúdentar messur í bíósal
Austurbæjarskólans er ég var við
nám ’40-’44.“